Þjóðviljinn - 31.10.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 31.10.1989, Blaðsíða 11
MINNING Carl Billich Carl Billich tónlistarmaður lést á Landakotsspítalanum mánu- daginn 23. þm. á sjötugasta og níunda aldursári. Með honum er horfinn einn af þeim merku brautryðjendum, sem hafa sett svip á íslenskt tónlistarlíf á þess- ari öld. Hann átti langan og viðburðaríkan starfsferil að baki. - Carl var Vínarbúi og þar var hann fæddur og alinn upp. í þeirri víðfrægu tónmenntaborg hlaut hann góðan undirbúning undir lífsstarf sitt. Til íslands kom Carl árið 1933, ásamt fleiri austurrískum og þýskum hljóðfæraleikurum og byrjaði að iðka tónlist sína á Hót- el Islandi, sem stóð á Hallæris- planinu svonefnda. Segja má að Carl og félagar hans hafi flutt með sér andblæ evrópskrar há- menningar og tónlistarhefðar. Þessir ágætu listamenn voru aldir upp og höfðu hlotið sinn skóla þar sem vagga tónlistarinnar hef- ur staðið um aldaraðir. Skömmu eftir að Carl kom til íslands kvæntist hann konu sinni Þuríði, sem reyndist honum tryggur og góður förunautur allt til hinstu stundar. Það kom ekki hvað síst í ljós hin síðari ár, þegar hann var þrotinn að kröftum eftir langan og oft strangan vinnudag. Árið 1940 var Carl hand- tekinn, eins og fleiri útlendingar hér á landi og fluttur í enskar fangabúðir. - Þar dvaldist hann til stríðsloka, en var sendur til Þýskalands eftir fangavistina, ásamt mörgum öðrum sem líkt tónlistarmaður var ástatt með. Þar var hann án vegabréfs og vegalaus í öllum hörmungum og þrengingum eftirstríðsáranna. Það mun fyrst og fremst Þuriði konu hans að þakka, að Carli tókst að komast aftur til íslands árið 1947 og hér öðlaðist hann ríkisborgararétt og nýtt föðurland. Þuríður leitaði að manni sínum innan um þá mörgu' týndu og vegalausu og tókst að. koma honum heim til íslands. Ást Þuríðar og umhyggja til manns síns var einlæg og entist út yfir gröf og dauða. Um dvöl sína í fangabúðunum vildi Carl aldrei ræða. Eftir að Carl kom aftur til landsins varð hann brátt mjög virkur í íslensku tónlistarlífi. Hann lék undir og útsetti lög fyrir ýmsa kvartetta, m.a. Leikb- ræður, Smárakvartettinn og M.A. kvartettinn. Einnig var hann undirleikari hjá Karlakórn- um Fóstbræðrum í fjölda ára og fór söngferðir með kórnum til margra landa. í Naustinu starfaði hann í 16 ár og ennfremur í Sjálf- stæðishúsinu við Austurvöll. Þá stundaði hann kennslu í píanó- leik. Snemma var farið að leita til Carls til að leika undir og útsetja tónlist fyrir leiksýningar hér í borginni. Brátt kom í ljós, að Carl Billich var sá maður sem við Ieikarar og leikstjórar gátum ekki án verið. Hann var ráðinn kór- og hljómsveitarstjóri hjá Þjóðleik- húsinu 1964 og gegndi þeirri stöðu til ársins 1981, er hann lét af störfum sökum aldurs. Sá sem þetta ritar átti því láni að fagna, að starfa með Carli við nær 20 leiksýningar hjá Þjóð- leikhúsinu. Einnig unnum við saman við útgáfu á nokkrum hljómplötum. Imeira en tuttugu ár var okkur Carli falið að annast skemmtiatriði á 17. júní hátíðum fyrir Reykjavíkurborg. Þá eru ó- taldar þær ferðir, sem við fórum ásamt félögum okkar, til nær- liggjandi staða í sama tilgangi. Eg veit, að íslenskir leikarar og leikstjórar kunnu vel að meta störf hans og þakka Carli að leiðalokum af heilum hug. Við minnumst ljúfmennsku hans og þrautseigju. Aldrei gafst hann upp, þó stundum reyndist erfitt að koma púsluspilinu saman. Alltaf fannst honum að hægt væri að gera betur. Carl Billich var sannur listamaður og séntilmað- ur í orðsins fyllstu merkingu. Carl var sæmdur fálkaorðunni fyrir störf sín í þágu tónlistar á fslandi og einnig sérstakri viður- kenningu frá finnskum og austur- rískum stjórnvöldum. Þau hjón Carl og Þuríður eignuðust eina dóttur, Sigur- borgu að nafni, sem var auga- steinn og eftirlæti þeirra beggja. Ég og kona mín sendum þeim mæðgum og fjölskyldu Sigur- borgar hugheilar samúðarkveðj- ur. Far þú í friði, gamli vinur. Blessuð sé minning Carls Bill- ichs. Klemenz Jónsson Júlíus Skúlason Kveðja frá skipsfélögum: Hann Júlíus, félagi okkar, er farinn í sína hinstu för. Allt of snemma að mati okkar sem eftir sitjum og minnumst góðs drengs. Erfitt er að vita hvenær kallið kemur. Þetta vitum við sem sjó- inn stundum og lítum á hættur hafsins sem óumflýjanlegan fylgi- fisk starfsins. Samt er alltaf erfitt að skilja og sætta sig við fráfall náins félaga sem fellur frá í blóma lífs síns. Okkur var öllum mjög hlýtt tl Júlíusar heitins. Hann var mjög laginn og duglegur samstarfs- maður og sérstaklega góður verk- stjóri á dekki. Alltaf var það hann sem fann lausnir á öllum málum og var svo vel að sér í allri starfsemi skipsins að yfirmenn höfðu orð á því, að oft vissi hann jafnvel meira en þeir. Júlíus var félagi okkar allra. Mest gladdist hann þó þegar hann hafði samband við fjöl- skylduna sína. Þá birti yfir hon- um, enda greinilegt, að hann var mikill fjölskyldumaður og var svo lánsamur að eiga mjög samhenta fjölskyldu. Við vottum konu hans, börn- um, svo og systkinum og foreldr- um, innilega samúð okkar. Júlíus er farinn, það verður ekki aftur tekið. En við sem eftir sitjum getum verið þakklát fyrir þau kynni sem við höfðum af góðum dreng og verið viss um að gjörðir hans halda áfram að lifa, öðrum til eftirbreytni. Þeir sem trúa því að lífið haldi áfram eftir að líkamsstarfsemin stöðvast gætu hugleitt eftir- farandi: Dauðinn hefur aðeins svipt líkama Júlíusar lífi. Hugur- inn hefur enn einu sinni slitið fjötra sína, sigri hrósandi, í átt til eilífðarinnar, í átt til ljóssins. MENNING Sögur Njarðar P. Njarðvík þýddar á fjögur tungumál Á síðastliðnu ári var hin sögu- lega skáldsaga Njarðar P. Njarð- vík Dauðamenn gefin út í sænskri þýðingu Inge Knutsson hjá Wahl- ström & Widstrand í Stokkhólmi undir heitinu Dödsdömda og í þý- skri þýðingu Hartmut Mittelstadt þjá Aufbau Verlag í Austur- Berlín með titlinum Mdnner des Todes. Aður hafði hún verið gefin út á finnsku hjá Otava í Helsinki, í þýðingu Juha Peura, og er vænt- anleg í eistneskri þýðingu Arvo Alas hjá Loomingu raamatukogu í Tallinn. Ritdómar hafa ekki borist frá Þýskalandi, en í Svíþjóð var bók- inni vel tekið. í febrúar sl. voru Dauðamenn sérstaklega kynntir í Bonniers Bokklubb sem „redak- tionens val”, en það þykir mikill heiður, þar sem mjög er vandað til þess vals. Af því tilefni skrifaði Jonas Bonnier í blað bóka- klúbbsins: „Sumar skáldsögur sleppa mönnum ekki úr greip sinni. Maður reynir að leggja þær frá sér og horfa á sjónvarpið, en heyrir hvorki né sér. Maður situr ekki einu sinni í stofusófanum, heldur er kyrr í veröld bókarinn- ar. Slík bók er Dauðamenn, og löngu eftir að ég hafði lokið lestr- inum var ég enn staddur í löngu liðnum töfraheimi íslands. Sá galdur sem geislaði af blaðsíðum sögunnar var trúlega miklu sterk- ari þeim galdri sem hinir dauða- dæmdu feðgar voru ákærðir fyrir. Slík lestrarreynsla er því miður alltof sjaldgæf og er þess vegna þeim mun skemmtilegri. Látið heillast af þessum töfrum!” Nýlega kom út á finnsku bók Njarðar um íslenska þjóðveldið Island ifortiden, sem hann skrif- aði upphaflega á sænsku, en hef- ur áður verið þýdd á dönsku og ensku. Á finnsku heitir bókin Muinainen Islanti, þýðandi er Marja Itkonen-Kaila og útgef- andi Otava í Helsinki. Þá hefur Otava þegar ákveðið að gefa út nýjustu bók Njarðar: í flæðar- málinu, og hefttr Tuula Tuuva j lokið við að þýða hana. Verður: það fjórða bók Njarðar á finns- ku, þar sem Ekkert mál hefur! einnig komið þar út. Loks má nefna að Njörður hef- ur frumsamið barnabók á sænsku eftir pöntun frá hinu virta barna- bókaforlagi í Stokkhólmi Carlsen/if, og verður hún mynd- skreytt af hinum þekkta mynd- listarmanni og bamahóka- höfundi Ulf Löfgren. Sú bók verður samtímis gefin út hér á ís- landi og í fleiri löndum. þJÓÐVIUINN FYRIR 50 ÁRUM Þjóðviljinn er þriggja ára í dag. í þrjú ár hefur hann lifað og barizt með íslensku alþýðunni, verið vopn hennar í lífs- og frelsisbar- áttu hennar. I DAG 31 .október þriðjudagur. 304. dagurársins. Stórstreymi. Sólarupprás í Reykjavík kl. 9.07 - sólarlag kl. 17.14. Viðburðir 1. tbl. 1. árgangs Þjóðviljans kemur út árið 1936. Einar Bene- diktsson skáld fæddur árið 1864. Þorsteinn Valdimarsson skáld fæddurárið 1918. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöa vikuna 27. okt.-2. nóv. er í Árbæjarapóteki og Laugarnesapóteki. Fyrmetnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Siðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 Kópavogur Seltj.nes Hafnarfj Garðabær Slökkvilið og sjúkrabilar: Reykjavík Kópavogur sími 1 11 Seltj.nes Hafnarfj Garðabær LCKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er i Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka dága frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhrmginn. Vitj- anabeiðnir, simaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspft- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarf jörður: Dagvakt, Heilsugæsian sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyrl: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavfk: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar: Landspftalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-f8, og eftir samkomulagi. Fæðlngardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlæknlngadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspitala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðln við Barónsstig opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspftali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspftali Hafnarfiröi: alladaga 15-16 og 19-19.30. Klepps- ^spftallnn: alladaga 15-16og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alladaga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Simi: 622266, opið allansólarhringinn. Sálf ræðistöðin. Ráðgjöf í sálf ræðilegum efnum.Sími 687075. MS-f élaglð Álandi 13. Opið virka dagaf rá kl. 8-17. Slminn er 688620. Kvennaráðgjöffn Hlaðvarpanum vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22,-- sími21500, símsvari. Sjálf shjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, simsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarf ræðing ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssim- svari. Samtök um kvennaathvarf, sfmi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags-og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Bllanavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vlnnuhópur um sifjaspellamál. Simi 21260 allavirkadagakl.1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, erveittísíma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Oplðhús" krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb- ameinssjúklingaog aðstandendur þeirra á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. _ Samtök áhugaf ólks um alnæmísvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 31. okt. 1989 kl. 9.15. Bandaríkjadollar.. Sterlingspund..... ■ Kanadadollar..... Dönskkróna........ Norskkróna........ Sænskkróna........ Finnsktmark....... Franskurfranki.... Belgískurfranki... Svissneskurfranki... Hollensktgyllini.. Vesturþýskt mark... (tölsklíra........ Austurrfskursch... Portúg. Escudo.... Spánskurpeseti.... Japansktyen........ (rskt pund........ SDR-Serst.DDR..„ ECU- Evrópumynt.. BelgiskurFr.Fin... Sala 62.11000 97.89800 52.86600 8.70500 9.03680 9.71840 14.65900 9.98070 1.61420 38.74610 30.02590 33.89360 0.04614 4.81490 0.39510 0.53360 0.43766 89.99700 79.47600 69.33650 1.61120 KROSSGÁTA Lárótt: 1 kúst4uppstökk 6 dýpi 7 bundið 9 guðir 12 Öruggt14fugl15angan 16ráðning19ólykt20 múli21 skera Lóðrétt: 2 fljóta 3 her- maður 4 gustar 5 púki 7 kollvarpaði 8 kaldur 10 stífa 11 sterkir 13 litu 17 þjóti18sæti Lausn á sfðustu krossgátu Lárétt:1púns4brók6 túr 7 bisa 9 ásar 12 klökk 14 græ 15 rót 16 lokka 19 Ieit20ofur21 rafta Lóðrétt: 2 úði 3 stal 4 brák 5 óða 7 bagall 8 skælir 10 skrafa 11 réttri 13 örk 17 ota 18 kot Þrlðjudagur 31. október 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.