Þjóðviljinn - 01.11.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.11.1989, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Lánsfjárlög Lánsfjárþörf ríkis minnkar Ólafur Ragnar Grímsson: Heildarlántökur lœkka um 8 miljarða árið 1990. Viðskiptahalli eykst ekki þrátt fyrir flugvélakaup Flugleiða Igær fór fram fyrsta umræða í efri deild Alþingis um þann fylgifisk fjárlaga, frumvarp til lánsfjárlaga. Olafur Ragnar Grímsson sagði að skuldir ríkis- sjóðs myndu ekki aukast á næsta ári, lánsíjárþörf hans væri áætl- uð lægri en um árabil og hrein innlend lánsfjáröflun ríkissjóðs og opinberra stofnana lækka um 4 miljarða króna. Ráðherrann sagði aðstæður á innlendum lán- amarkaði hafa þróast í átt til aukins jafnvægis á þessu ári, gætti þar áhrifa samdráttar i einkaneyslu og fjárfestingu auk þess sem birgðir útflutningsvara væru með minnsta móti um þess- ar mundir. í kjölfar þessa hefðu vextir lækkað og lausafjárstaða innlánsstofnana batnað. Heildarlántökur opinberra að- ila, opinberra fjárfestingarlána- sjóða og atvinnufyrirtækja eru áætlaðar 39,7 miljarðar á næsta ári, að sögn Ólafs Ragnars. Sam- svarandi áætlun fyrir þetta ár hefði hljóað upp á 36,8 miljarða en nú benti allt til þess að þessar lántökur yrðu 48 miljarðar á þessu ári. Heildarlántökur næsta árs væru því áætlaðar 8 miljörð- um lægri en í ár. Áætlaðar inn- lendar lántökur opinberra aðila og lánastofnana næmu um 18,3 miljörðum 1990 samanborðið við 22,7 milljarða í ár. Innlendar af- borganir þessara aðila á eldri lán- um væru áætlaðar 8,8 miljarðar og þess vegna væri hrein lánsfjár- þörf ríkissjóðs 9,5 miljarðar, eða um 4 milljörðum lægri en í ár. Ólafur Ragnar sagði ekki talið ráðlegt að n'kissjóður greiddi nið- ur erlendar skuldir sínar á næsta ári. Ríkissjóður muni því taka ný erlend lán á árinu 1990 fyrir af- borgunum á eldri lánum en þær væru áætlaðar 1,3 miljarðar króna. Ríkissjóður áætlaði að afla 6 miljarða með lánum innan- lands með sölu spariskírteina og að greiða af eldri innlendum lán- um 3,3 miljaða á næsta ári. Inn- lend lántaka umfram afborganir næmi 2,7 miljörðum en þar sem hrein lánsfjárþörf væri einungis 1,6 miljarðar væri stefnt að því að ríkissjóður greiddi inn í Seðla- banka einn miljarð til að bæta stöðu hans þar. Þjóðhagsáætlun gerir ráð fyrir 10,1 miljarða viðskiptahalla árið 1990. Ólafur sagði þetta sam- svara 3% af áætlaðri landsfram- leiðslu sem væri svipað því og reiknað væri með í ár. Það verði að teljast einstakur árangur að viðskiptahalli ykist ekki þrátt fyrir þriðja samdráttarárið í röð í þjóðarbúskapnum. Það yrði líka að haf a í huga að á næsta ári muni Flugleiðir fara út í flugvélakaup upp á 7,7 miljaðra króna. Ráðherrann kynnti þau ný- mæli í ræðu sinni að í framtíðinni yrði lánasjóðum og öðrum aðil- um sem nytu ríkisábyrgðar við er- lendar lántökur, gert skylt að kynna Seðlabanka, í umboði fjármálaráðuneytis, fyrirfram um áformaðar lántökur og leita sam- þykkis á boðnum kjörum. Hing- að til hefði takmarkað verið fylgst með þessu. Guðrún Agnarsdóttir, Kvennalista, sagði lánsfjárlög og raunar fjárlög í heild hafa reynst marklaust þlagg og óskhyggju- dæmi. Sterkustu skilaboðin sem Kvennalistinn hefði fengið á fundum sínum með almenningi væru að rekstur heimilanna væri fólki daglegt áhyggjuefni. Laun dygðu ekki fyrir framfærslu og matarreikningarnir væru of háir. -hmp Gestur Guðmundsson fyrrverandi formaður Breiðabliks tekur fyrstu skóflustunguna að upphituðum og flóðlýstum gervigrasvelli. Kópavogur Uppbyggmg íþróttaaðstöðu Kópavogskaupstaður og Ung- mennafélagið Breiðablik í Kópavogi undirrituðu á sunnu- dag samstarfssamning um upp- byggingu fjölþættrar íþróttaað- stöðu á félagssvæði Breiðabliks við Kópavogsvöll. Kópavogskaupstaður mun greiða 80% af kostnaði við bygg- ingu íþróttamannvirkjanna. Er stefnt að því að ljúka sandgras- vellinum haustið 1990, byggingu félags- og vallaraðstöðu árið 1992 °g byggingu íþróttahúss á haustmánuðum 1994. Mun bær- inn greiða Breiðabliki tvær milj- ónir á mánuði fyrstu þrjú árin, en eftir það eina miljón á mánuði í alls 46 mánuði. Greiðslurnar eru verðtryggðar og bundnar vísitölu byggingarskostnaðar. Fjár- veiting bæjaryfirvalda til fram- kvæmdanna í fyrsta áfanga nem- ur því alls krónum 118 miljónum. I bígerð eru svipaðir samningar Kópavogs við önnur íþróttafélög í bænum. -Sáf Miðvikudagur 1. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Bandalag íslenskra listamanna þingaði í Viðey um helgina um efnið „Listamaðurinn sem lærimeistari - Listaháskóli“. Er þar skemmst frá að segja, að flestir þeirra sem til máls tóku tengja góðar vonir við list- menntun á háskólastigi - en um leið vilja menn skoða allan undir- búning slíks skóla með gagnrýnu hugarfari og með það fyrir augum að koma í veg fyrir að úr Listaháskóla verði „stofnun“ með neikvæðum formerkjum. Forseti BÍL, Brynja Bene- diktsdóttir, setti þingið. Umræð- um stýrði Einar Kárason, for- maður Rithöfundasambandsins. Þátttakendur voru um fimmtíu talsins. Afangaþroun Frumvarp um Listaháskóla hefur enn ekki verið lagt fyrir al- þingi, en það er nú í höndum nefndar sem Ragnar Arnalds er formaður fyrir. I máli Ragnars á fyrrgreindu málþingi kom það fram, að Listaháskólanum er ætl- að að verða einskonar rammi um æðra listnám í landinu og byggi hann fyrst á þrem skólum sem til eru, Leiklistarskólanum, Tónlist- arskólanum og Myndlista- og handíðaskólanum. Það sé sam- komulag um að láta skólana lifa nokkuð sjálfstæðu lífi fyrst í stað, hafa ekki „rammann" alltof þvingaðan. Þar á móti kæmu kostir eins og samnýting við skrif- stofuhald og möguleikar á að sækja fram með nám sem ekki er Listaháskóli - til hvers? hægt að stunda á íslandi í dag (t. d. leikst j órnarnám). Inntökuskilyrði Það kom fram í máli Ragnars að ekki er endilega gert ráð fyrir stúdentsprófi sem inngönguskil- yrði í Listaháskólann, heldur verði háð sérstök inntökupróf og skólastjórar hafi nokkuð frjálsar hendur um það hvernig metin er almenn menntun nemenda. En það kom líka fram á ráðstefn- unni, að leikhúsfólk hefur áhyggjur af því ef enginn getur byrjað í leiknámi fyrr en að loknu stúdentsprófi - og svipað er uppi að því er varðar nám í listdansi ef og þegar það kæmi inn í Listahá- skóla. Ýmsir þeirra sem fram- sögu höfðu og til máls tóku lögðu á það áherslu, að vitanlega yrðu til áfram undirbúningsskólar (tónlist, listdans o.fl.) og að mikil þörf væri á að finna skynsamleg og vel virk form á því að sam- ræma listnám og almenna menntun á miðskólastigi. Stofnanaháskinn Framsögumenn voru einn úr hverri listgrein og á eftir urðu umræður með líflegri þátttöku þinggesta. Sem fyrr segir voru uppi hafðar áhyggjur af því, að Listaháskóli yrði kannski ekki það hnoss sem menn helst vildu. Þetta kom ekki síst fram í máli Hjálmars H. Ragnarssonar, sem minnti á það að stofnanir væru íhaldssamar í eðli sínu, gætu orð- ið athvarf og hreiður meðal- mennsku, dragbítur á lifandi starf og nýsköpun. Hjálmar var ekki einn um það að leggja á það áherslu, að gegn slíkri þróun ynni ekki síst það að kennsla í Listahá- skóla yrði sem mest í höndum skapandi listamanna. Helga Hjörvar greindi frá því, að það væri sameiginlegt álit skólastjóra þeirra listaskóla sem yrðu kjarn- inn í Listaháskóla, að ekki yrði um æviráðningar að ræða í slíkum skóla, allar stöður yrðu auglýstar þegar til hans yrði stofnað og ráðið til fjögurra ára í senn og mundi þetta virka til endurnýjun- ar. Nám sem vantar Að sjálfsögðu nálguðust menn listnámsdæmið hver út frá sinni listgrein. Stefán Benediktsson minnti á það, að fyrir 20 árum voru um 20 arkitektar starfandi á íslandi, nú fara þeir að nálgast 200. Það væri því ekki að furða þótt arkitektar vildu koma á námi í sinni grein hér á landi - þeir kæmu úr mörgum heimshornum, hver með sína þekkingu en eins í BRENNIDEPLI og vantaði sameiginlegan grund- völl. En hann sagði að þeim sýnd- ist vænlegra að arkitektaskóla væri komið fyrir innan Háskólans en Listaháskóla - m.a. vegna þeirrar samþættingar listar og vís- inda sem arkitektúr er. Nokkir minntust á það nám sem enn er ekki ráð fyrir gert í Listaháskóla: Nanna Olafsdóttir (listdans), Messína Tómasdóttir (leikmyndagerð), María Krist- jánsdóttir (leikstjórn) - allar létu uppi þá von að þeirra listgreinum yrði sinnt í skólanum fyrr en síð- íslenskir listamenn hugsa gott til stofnun- ar Listaháskóla og vilja taka virkan þátt í stefnumótun um hann svo hann ekki breytist í dragbítar- stofnun einhverskonar ar. Aftur á móti sagði Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmynda- gerðarmaður á þá leið, að hann teldi ekki þörf á að taka upp nám í kvikmyndagerð á íslandi, nær væri að setja þá peninga sem hægt væri að herja út til að efla sjálfa kvikmy ndgerðina. Njörður P. Njarðvík skýrði þinginu frá starfi sínu við að taka upp kennslu í ritlist við Há- skólann. Hann ræddi um for- dóma í garð slíks náms, sem margir teldu óþarft („það lærir enginn að verða skáld“) og svo hvað slíkt nám gæti gefið - þótt svo menn gerðu sér engar grillur um að nemendur yrðu dugandi rithöfundar. Engar hugmyndir komu fram um að tengja nám í ritlist við Listaháskóla. Gegn virðis- aukaskatti Thor Vilhj álmsson vék m. a. að þeim háskólum sem listamenn eigi í raun besta - í þeim meistur- um sem með verkum sínum gefa það fordæmi sem herðir á kröfum til þeirra sem á eftir koma, í mönnum eins og Kjarval og Hall- dóri Laxness. Þingið samþykkti að senda Halldóri Laxness heilla- óskir í tilefni sjötíu ára rithöfund- arferils og þar var þess reyndar getið með þakklæti, að meir hefðu íslenskir listamenn af Hall- dóri lært en nokkrum listahá- skólum. Tvær aðrar tillögur samþykkti þing Bandalags íslenskra lista- manna. Önnur laut að því, að varað var við því að hafa sam- drátt í efnahagslífi að réttlætingu niðurskurðar til menningarmála. Með hinni lýsti þingið stuðningi við viðleitni Rithöfundasam- bands íslands til að fá niður felld- an virðisaukaskatt af bókum, en há skattlanging á bækur var í samþykktinni talið háskalegt til- ræði við líf bókanna á smáum markaði. áb tók saman.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.