Þjóðviljinn - 01.11.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.11.1989, Blaðsíða 10
DAGSKRÁ ÚTVARPS OG SJÓNVARPS VIÐ BENDUM Á Tónskáldaþing Rás 1 kl. 20.15 Annað hvert miðvikudagskvöld í vetur verður flutt ný tónlist frá öllum heimshornum. Efnið er frá árlegu tónskáldaþingi sem haldið er í París á vori hverju. í kvöld mun Sigurður Einarsson flytja tónlist frá þinginu sl. vor, en tón- listin er eftir þrjá unga menn, Ungverjann György Orban, Jap- anann Masataka Matsuo og Kan- adamanninn Marc Hyland. íslandskeppni í kvikmyndagerð Stöð 2 kl. 20.30 Síðla sumars efndi Stöð 2 við þriðja aðila til samkeppni áhuga- manna í kvikmyndagerð. Öllum var heimil þátttaka með hvers konar tækjabúnaði, hvort heldur með gömlu 8 mm græjunni ell- egar nýjustu fullkomnun í mynd- bandagerð. Skila átti inn stutt- myndum þannig að fyrirhöfnin þurfti ekki endilega að vera mjög mikil. Efnisvalið mátti einnig nánast vera hvað sem var og mátti stuttmyndin vera í heim- ildaformi jafnt sem leikin kvik- mynd. Verðlaunaafhendingin fór fram sl. sunnudag en ekki hefur farið hátt um úrslit keppninnar. í kvöld verður sýnt frá verðlauna- afhendingunni á Hótel Loft- leiðum og verðlaunamyndin verður vitanlega sýnd á eftir. Hemmi á tali Sjónvarpið kl. 20.35 Hemmi Gunn verður á tali í beinni útsendingu á þessum tíma í vetur. Þessir þættir voru mjög vinsælir í fyrra enda mikið um fínt og frægt fólk sem landinn hefur svo gaman af. Síðan þú fórst... Sjónvarpið kl. 21.40 Miðvikudagsmyndin að þessu sinni er bandarísk frá árinu 1944. Hún kallast Síðan þú fórst... eða Since You Went Away með stór- stjörnunum Claudette Colbert, Jennifer Jones, Joseph Cotten og Shirley Temple í aðalhlutverk- um. Myndin er gerð eftir sögu Margaret Buell Wilder og segir frá fjölskyldu sem lifir erfiða tíma á meðan fjölskyldufaðirinn fer í stríðið. Það var framleiðandinn sjálfur David O. Selznick, sem reit handritið, en leikstjóri er John Cromwell. Maltin segir myndina mjög góða og gefur þrjár og hálfa stjörnu, en ráð- leggur fólki að hafa vasaklút innan seilingar. Myndin var á dagskrá Sjónvarpsins 10. október en ekki varð af sýningu hennar vegna verkfalls rafeindavirkja. Kunna menn að slást? Rás 1 kl. 23.10 Þetta er undirtitill Nátthrafna- þings í kvöld þarsem ræddar verða starfsaðferðir í kjarabar- áttunni. Umsjónarmenn eru sem fyrr Ólína Þorvarðardóttir og Ævar Kjartansson og munu þau fá valinkunna gesti í heimsókn til að leita svara við þessari spurn- ingu. SJÓNVARPIÐ 17.00 Fræðsluvarp 1. Bakþankar (11 mín) - Danskur þáttur um vinnustell- ingar. 2. Frönskukennsla fyrir byrj- endur (5) - Entré Libre 15 mín. 17.50 Töfraglugginn Umsjón Árný Jó- hannsdóttir. 18.50 Yngismær (23) (Sinha Moca) Bras- ilískur framhaldsmyndaflokkur. 19.20 Poppkorn Umsjón Stefán Hilmars- son. 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fróttir og veður. 20.35 Á tali hjá Hemma Gunn. Hemmi Gunn mættur aftur í beinni útsendingu að venju, og að sjálfsögðu með úrvals fólk sér við hlið. 21.40 Sfðan þú fórst... (Since You Went Away) Bandarísk biómynd frá 1944. Leikstjóri John Cromwell. Aðalhlutverk Claudette Colbert, Jennifer Jones, Jos- eph Cotten og Shirley Temple. Myndin, sem gerð er eftir sögu Margaret Buell Wilder, segir frá fjölskyldu sem þarf að þreyja erfiða tima meðan fjölskyldufað- irinn fer í stríðið. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Sfðan þú fórst - framhald. 00.35 Dagskrárlok. STÖÐ 2 15.35 Morð f þremur þáttum Murder in Three Acts. Eitt ástælasta hugarfóstur Agöthu Christie, nefnilega Hercule Po- irot er hér í höndum hins frábæra leikara Peters Ustinovs. Myndin er byggð á samnefndri bók skáldkonunnar. Aðal- hlutverk: Peter Ustinov, Tony Curtis, Emma Samms og Jonathan Cecil. 17.05 Santa Barbara. 17.50 Ævintýri á Kýþerfu Adventures on Kythera. Lokaþáttur. 18.20 Sagnabrunnur World of Stories. Myndskreytt ævintýri fyrir yngstu áhorf- endurna. 18.35 f sviðsljósinu Atter Hours. 19.19 19.19 Fréttir og fréttaumfjöllun. 20.30 Islandskeppni áhugamanna f kvikmyndagerð Stöð 2, Japis og Hótel Loftleiöir efndu til samkeppni áhuga- manna um kvikmyndagerð nú í haust. Sýnt verður frá verölaunahátíðinni sem fram fór í bíósalnum Nesi á Hótel Loft- leiðum 29. október siðastliðinn. Að lok- um verður myndin sem hlaut fyrstu verðlaun sýnd. Umsjón Helgi Péturs- son. 21.00 Framtfðarsýn Beyond 2000 Fræðsluþáttur. 21.45 Ógnir um óttubil Midnight Caller. Bandarískur spennumyndaflokkur. Að- alhlutverk: Gary Cole, Wendy Kilbo- urne, Arthur Taxier og Dennis Dun. 22.35 Kvlkan Viðskiptaþáttur þar sem leitað verðurfanga jafnt utan sem innan. Umsjón Sighvatur Blöndahl. 23.05 I Ijósaskiptunum Twilight Zone. Skil hins raunverulega og óraunveru- lega. 23.30 A tvennum tfmum Time After Time. Myndin fjallar um H. G. Wells sem er kunnur uppfinningamaður. Hann er fenginn til þess að finna upp tímavél í þeim tilgangi að hafa upp á marg- slungna morðingjanum Jack the Ripp- er. Hann er síðan neyddur til þess að fara í vólinni aftur í tímann. Aðalhlutverk: Malcolm McDowell, David Warner og Mary Steenburgen. 01.20 Dagskrárlok. RAS 1 FM,92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Guðmund- ur Óskar Ólafsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið - Randver Þorláks- son. Fréttyfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Tilkynn- ingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 oq 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Neytendapunktar Hollráð til kaupenda vöru og þjónustu og baráttan við kerfið. Umsjón: Björn S. Lárusson. (Einnig útvarpað kl. 15.45) 9.20 Morgunleiklimi með Halldóru Björnsdóttur. 9.30 Landpósturinn - Frá Norðurlandi Umsjón Þorkell Björnsson. 10.00 Fréttir. 10.03 Þingfréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Úr söguskjóðunni - Ameríka í augum Islendinga um 1870 er vest- urferðirnar hófust Umsjón Helga Steinunn Hauksdóttir. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur Umsjón Borgþóra Jónsdóttir. (Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti.) 11.53 Á dagskrá Litið yfir dagskrá þriðju- dagsins í Útvarpinu. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. á-' 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist. 13.00 I dagsins önn — Kvennaþáttur Klám og erótík. Umsjón Bergljót Bald- ursdóttir. 13.30 Miðdegissagan: „Svona gengur það“ eftir Finn Seeborg Ingibjörg Bergþórsdóttir þýddi. Barði Guðmunds- son les (8) 14.00 Fréttir. 14.03 Harmoníkuþáttur Umsjón: Einar Guðmundsson og Jóhann Sigurðarson. 15.00 Fréttir. 15.03 Neytendapunktar Umsjón Björn S. Lárusson. (Endurt.) 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin 16.08 Á dagskrá 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið - Hvenær eru frí- mínútur í Hvasaleitisskólanum? Um- sjón Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síödegi eftir Jean Sibe- lius „Tapíola", tónaljóð op. 112 og Sin- fónla nr. 5 og 82. Skoska þjóðarhljóm- sveitin leikur; Sir Alexander Gibbson stjórnar. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan Fréttaþáttur um erlend mál- efni. (Einnig útvarpað að loknum frétt- um kl. 22.07). 18.30 Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.32 Kviksjá Þáttur um menningu og listir líðandi stundar. 20.00 Litli barnatíminn: „Kári litli í skólanum" eftir Stefán Júlíusson (Höfundur les (8) 20.15 Frá tónskáldaþinginu í París 1989 Sigurður Einarsson kynnir. 21.00 Stiklað á stóru um hlutleysi, her- nám og hervernd Þriðji þáttur endur- tekinn frá mánudagsmorgni. Umsjón: Pétur Pétursson. 21.30 Islenskir einsöngvarar Elísabet Erlingsdóttir syngur lög eftir Þórarin _ Jónsson, Atla Heimi Sveinsson og Pál P. Pálsson. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan Fréttaþáttur um erlend mál- efni. (Endurt.) 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Aldahvörf - Brot úr þjóðarsögu Fjórði þáttur af fimm: Upphaf ungmenna- og íþróttafélaga á Islandi. Handrit og dagskrárgerð: Jón Gunnar Grjetarsson. Höfundur texta: Guðni Halldórsson. Lesarar: Knútur R. Magnússon og Margrét Gestsdóttir. Leiklestur: Arnar Jónsson, Jakob Þór Einarsson og Broddi Broddason. 23.10 Nátthrafnaþing Málin rædd og reifuð. Umsjón: Ævar Kjartansson og Ólína Þorvarðardóttir. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur Umsjón Bergþóra Jónsdóttir. (Endurt.) 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báðum rásum tll morguns. RÁS 2 FM 90,1 7.03 Morgunútvarpið - Úr myrkrinu, inn í Ijóslð Leifur Hauksson og Jón Ár- sæll Þórðarson hefja daginn með hlust- endum. 8.00 Morgunfréttir - Bibba í mál- hreinsun. 9.03 Morgunsyrpa Eva Ásrún Alberts- dóttir og Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. Neytendahorn kl. 10.03 og afmælis- kveðjur kl. 10.30. Bibba í málhreinsun kl. 10.55 (Endurtekinn úr morgunút- varpi). Þarfaþing með Jóhönnu Harðar- dóttur kl. 11.03 og gluggað í heimsblöð- in kl. 11.55. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu með Gesti Einari Jónassyni. (Frá Akureyri) 14.03 Hvað er að gerast? Lísa Pálsdóttir kynnir allt það helsta sem er að gerast ( menningu, félagslífi og fjölmiölum. 14.06 Milli mála Árni Magnússon leikur nýju iögin Stóra spurningln. Spurning- akeppni vinnustaða, stjórnandi og dóm- ari Flosi Eiríksson k. 15.03. 16.03 Dagskrá Dægurmálaútvarp. Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnarsdóttir, Sigurður Þór Salvarsson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Sigurður G. Tómas- son. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. - Stórmál dagsins á sjötta tíman- um. 18.03 ÞJóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsendingu sími 91-38500. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 iþróttarásin Fylgst meö og sagðar fréttir af íþrótaviðburðum hér á landi og erlendis. 22.07 Lisa var það heillin Lísa Pálsdóttir fjallar um konur í tónlist. (Úrvali útvarp- að aðfaranótt þriðjudags kl. 5.01). 01.00 (háttinn. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00, og 24.00. NÆTURÚTVARPIÐ 01.00 Áfram ísland Dægurlög flutt af ís- lenskum tónlistarmönnum. 02.00 Fréttir. 02.05 Slægur fer gaur með gígju Magn- ús Þór Jónsson rekur feril trúbadúrsins Bobs Dylans. Sjöundi og síðasti þáttur. (Endurtekinn þáttur frá mánudegi á Rás 1) 04.00 Fréttir. 04.05 Glefsur Úr dægurmálaútvarpi mið- vikudagsins. 04.30 Veðurfregnir. 04.40 Á vettvangi Umsjón: Páll Heiðar Jónsson og Bjarni Sigtryggsson. (Endurt.) 05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 05.01 Ljúflingslög Svanhildur Jakobs- dóttir kynnir. (Endurt.) 06.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 06.01 Á þjóðlegum nótum þjóðlög og vísnasöngur frá öllum heimshornum. LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2 Úvarp Norðurland kl. 8.10-8.30 og 18.03- 19.00. BYLGJAN FM 98,9 07.00-10.00 Páll Þorsteinsson. Alls kyns upplýsingar fyrir hlustendur sem vilja fylgjast með, fréttir og veður á sín- um stað. 10.00-14.00 Valdís Gunnarsdóttir Sér- staklega vel valin og þægileg tónlist sem heldur öllum í góðu skapi. 14.00-18.00 Bjarni Ólafur Guðmunds- son Leitaðu ekki langt yfir skammt. Allt ásínum stað, tónlist og afmæliskveðjur. 18.00-19.00 Arnþrúður Karlsdóttir - Reykjavík siðdegis. Finnst þér að eitthvað mætti betur fara i þjóðfélaginu í dag, þín skoðun kemst til skila. Síminn er 61 11 11. 19.00-20.00 Snjólfur Teitsson. Afslapp- andi tónlist i klukkustund. 20.00-24.00 Haraldur Gíslason. Halli er með óskalögin í pokahorninu og ávallt í sambandi við íþróttadeildina þegar við á. 24.00-07.00 Næturvakt Bylgjunnar. ÚTVARP RÓT FM 106,8 09.00 Jazz og blús. E. 10.00 Prógram. Tónlistarþáttur. E. 12.00 Tónafljót. 13.00 Sagan. 14.00 Tónlist. 14.30 Á mannlegu nótunum. Flokkurn mannsins. E. 15.30 Samtök græningja. E. 16.00 Fréttir fra Óovétríkjunum María Þorsteinsdóttir. 16.30 Umrót.Tónlist, fréttirog upplýsingar um félagslif. 17.00 Laust. 18.00 Elds er þörf. Umsjón: Vinstrisósíal- istar. Um allt milli himins og jarðar og það sem efst er á baugi hverju sinni. 19.00 Hlustið. Tónlistarþáttur í umsjá Kri- stins Pálssonar. 20.00 Fés. Unglingaþáttur með Söru Kötu og Söru. 22.00 Hausaskak Þungarokksþáttur í um- sjá Hilmars Þórs Guðmundssonar. 23.30 Rótardraugar. 24.00 Rokkað eftir miðnætti meö Hans Konrad Kristjánssyni. I Biessaour vertu. Þetta er eins og að borða skál af mjólkurdufti. Sjáðu, það stendur hér orðrétt:„Hluti . kjarngóðrar morgunmáltíða Svo sýna þei/ Veistu hvers einhvern Ivegna þú skelfur borða fimm |svona? Af greipaldin og (kröftugum Ég þoli ekki að fáeinir eigi mikið, margir lítið og nokkrir ekkert. Ef þeir fáu sem ekkert eiga fengju smávegis af því litla sem fjöldinná... og fjöldinn sem á lítið fengi örlítiðafgnægtinni sem þeir fáu eiga, væri allt mun betra. En enginn gerir svo mikið sem lyfta litla putta til þess að breyta þessu sem er þó svo einfalt. 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 1. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.