Þjóðviljinn - 02.11.1989, Síða 1

Þjóðviljinn - 02.11.1989, Síða 1
Fimmtudagur 2. nóvember 1989 185. tölublað 54. árgangur Hagnýting fiskafla Fiysting í landi á undanhaldi Fiskifélagið: 12% afbotnfiskafla sjófryst. Á árunum 1981 -1986 jókst gámaútflutningur árlega um 116%.Umhugsunarefni fyrir fiskvinnsluna Svil kreist úr villtum laxi úr Elliöaám. Mynd: Jim Smart. Villtur lax Frysting svilja hafin Til að eiga varasjóð af erfðaefni „Hagnýting fískafla á siðustu árum hefur verið mjög óhagstæð fískvinnslunni í landi þar sem sí- fellt stærri hlutur botnfískaflans er ýmist sjófrystur eða fluttur óunninn út með gámum. Það er síðan umhusunarefni hver skipan bessara mála verður í framtíðinni með tiUiti til byggðaþróunar, hagsmuna fískvinnslunnar og ekki síst fískvinnslufólks,“ sagði Jónas Blöndal skrifstofustjóri Fiskifélags íslands á Fiskiþingi í fyrradag. Hlutur sjófrystingar og útflutn- ings í gámum, sem tóku til sín óverulegt magn árið 1981, nálg- ast að vera fjórðungur botnfisk- aflans árið 1988. Sá hluti aflans sem ekki var settur í hefðbundna landverkun var á síðasta ári alls tæpur þriðjungur aflans en var árið 1981 einungis um 5%. Þetta kemur fram í Utvegi sem hag- deild Fiskifélags íslands gefur út. Sú grein fiskvinnslu sem mest- ur vöxtur var í á síðasta ári var sjófrysting. Það magn af botnfiski sem ráðstafað var á þennan hátt jókst um 67% og voru tæp 85 þúsund tonn fryst á hafi úti. Árið 1987 nam sjófryst- ing rúmum 50 þúsund tonnum. Auk þess voru um 10 þúsund tonn af rækju fryst um borð. Hlutur sjófrystingar hefur því aukist úr engu árið 1981 í það að vera um 12% af heildar- botnfiskaflanum. Meðalvöxtur sjófrystingar á ári hefur því verið um 67%. Ef þessi aukning verður svipuð á næstu árum kemst hagdeild Fiskifélags- ins að þeirri niðurstöðu að í ár verði fryst 150 þúsund tonn á hafi úti og 250 þúsund tonn árið 1990. En heildarbotnfiskafli togara 1988 var um 410 þúsund tonn. Á árunum 1981 til 1986 jókst útflutningur ferskfisks með gám- um að meðaltali um 116% árlega. Árið 1987 varð viss stöðnun og jókst útflutningur frá árinu 1986 aðeins lítillega. Árið 1988 varð aftur aukning á útflutningi fersk- fisks í gámum, þótt hún væri til muna hlutfallslega minni en áður gerðist. Alls nam aukningin um 10% eða úr tæpum 75 þúsund tonnum í rúmlega 82 þúsund tonn. Alls tekur þessi ráðstöfun til sín tæp 12% botnfiskaflans. Útflutningur ferskfisks með skipum hefur verið mjög stöðug- ur undanfarin ár eða um 39 þús- und tonn á ári á árunum 1981 - 1986. Á síðasta ári varð hins veg- ar allnokkur aukning eða um 18% frá þessu meðaltali. Þá voru flutt út rúm 46 þúsund tonn. Auk þess jókst verulega útflutningur íoðnu eða úr 19 þúsund tonnum í rúm 60 þúsund tonn. -grh Vegna vaxandi umsvifa í físk- eldi hérlendis og ýmiss konar ann- arrar starfsemi sem valdið getur mengun í laxveiðiám sem gengið geta nærri villtum laxastofnum, hefur ma. verið gripið til þess ráðs að frysta svil úr laxahængum sem hægt er að nota til frjóvgunar í næstu framtíð ef þurfa þykir. Þessi frosnu svil eru geymd í svokölluðum sviljabönkum og hefur Veiðimálastofnun haft mikinn áhuga á að koma slíkum bönkum á legg hér á landi til að eiga varasjóð af erfðaefni, ef villtir stofnar í einhverjum veiði- ám ættu einhvern tíma undir högg að sækja. Þegar hafa verið settir á fót sviljabankar á Hvann- eyri og í Borgarfirði í samvinnu við Veiðimálastofnun og Búnað- arfélags íslands. í tilefni af 50 ára afmæli Stangaveiðiféiags Reykjavíkur í maí í sumar ákvað stjóm félags- ins að leggja til hálfa miljón króna til að stofna sviljabanka úr laxastofni Elliðaánna en í þær hefur eldislax leitað sem sloppið hefur úr sjókvíum í nágrenni Reykjavíkur. Einnig hefur vax- andi byggð og umferð í nágrenni ánna tilheyrandi umhverfisáhrif. -grh Krisb'n varamaður á landsfundi „Það fyrsta sem mér dettur í hug er að einhverjir séu enn gremjufullir eftir niðurstöðu síð- asta landsfundar og að þarna hafí þeir létt á gremjunni,“ sagði Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins í s&mtali við Þjóðviljann í gær, en Kristín náði ekki kjöri sem einn af 70 landsfundarfulltrúum Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík þegar ABR kaus fulltrúa sína sl. þriðju- dagskvöld. Guðrún Helgadóttir þingmað- ur Reykvíkinga og forseti sam- einaðs Alþingis rétt náði kjöri sem 65. til 66. fulltrúi og fékk hún 50 atkvæði af 102 mögulegum. Þá vekur það athygli að fyrrverandi formaður ABR Guðni Jóhannes- son fær 44 atkvæði einsog Kristín Á. og er ásamt henni, Pálmari Halldórssyni og Jóhannesi Sigur- sveinssyni 1.-4. varamaður. „Ég held að þetta verði ekki skýrt út frá pólitík heldur þurfi félagssálfræðing til,“ sagði Kristín Á. Ólafsdóttir. Adda Bára Sigfúsdóttir og Svavar Gestsson menntamála- ráðherra lentu í fyrsta og öðru sæti og hlutu 101 atkvæði af 102 mögulegum. Borgarfulltrúarnir Sigurjón Pétursson og Guðrún Ágústsdóttir lentu í 7.-9. sæti ásamt Stefaníu Traustadóttur formanni ABR. „Þessi niðurstaða kom mér virkilega á óvart,“ sagði Stefanía Traustadóttir við Þjóðviljann í gær. Stefanía sagði að mjög lítil frá- vik hefðu verið frá tillögu upp- stillingarnefndar. Þannig hefðu einungis fjórir af þeim sem nefndin stakk upp á ekki náð kjöri, en það eru þau Kristín Á. Olafsdóttir, Guðni Jóhannesson, Össur Skarphéðinsson varaborg- arfulltrúi, og Jóhannes Sigur- sveinsson. Össur varð 5. vara- maður. „Þær Guðrún og Kristín gerðu tillögu um aðra, sem er eðlilegt og sjálfsagt, en flestir þeir sem þær stungu upp á hafa verið tengdir Birtingu og ég tel að þær hafi tapað á því,“ sagði Stefanía. Sl. mánudag komu saman full- trúar ABR, Birtingar og Æsku- lýðsfylkingarinnar í Reykjavík til að áícvarða bakland fyrir lands- fundinn og fulltrúafjölda þessara félaga á landsfundi. Urðu þeir sammála um þá niðurstöðu að 70 fulltrúar færu frá ABR, 19 frá Birtingu og 7 frá ÆFR. -Sáf Atak Unglingar gegn ofbeldi Hvetja til umrœðu og athafna gegn vaxandi ofbeldi meðal unglinga „Unglingar gegn ofbeIdi“ er kjörorð unglinga sem munu standa fyrir átaki gegn ofbeldi dagana 6. til 16. nóvember. Markmiðið er að vinna gegn of- beldi í hvaða mynd sem það birt- ist, skapa umræðu um þessi mál mcðal almennings, ekki síst á meðal unglinga, og stuðla að því að umræða, fræðsla og aðgerðir gegn ofbeldi haldi áfram eftir að átakinu lýkur. Ýmsir aðilar sem starfa á með- al unglinga standa að undirbún- ingi átaksins og hafa haft samráð við nemendafélög grunnskól- anna og félög sem starfa innan félagsmiðstöðvanna. Átakið hefst með skemmtun í Háskóla- bíói, mánudaginn 6. nóvember klukkan 16. Þar verður kynnt það sem á döfinni er, þekktir hljóm- listarmenn koma fram auk ann- arra uppákoma. Átakið mun fyrst og fremst fara fram í félagsmiðstöðvum og skólum þar sem unnið verður að þemaverkefnum um ofbeldi og skipulagðar umræður. Afrakstur vinnunnar verður til sýnis í Broadway 16. nóvember þar sem einnig fer fram lokaball um kvöldið. í tengslum við átakið hefur verið gert veggspjald sem komið verður upp víða um bæ- inn, og búin til barmmerki. Ríkis- sjónvarpið sýnir leikna heimild- armynd um það atvik þegar sæn- skur drengur var drepinn af jafn- öldrum sínum og Stöð 2 mun fjalla sérstaklega um átakið. Aðdragandinn að því að efnt er til þessa átaks er sá að síð- astliðinn vetur varð starfsfólk æskulýðsmiðstöðva og aðrir sem vinna meðal unglinga vart við sí- vaxandi ofbeldi meðal unglinga. Mönnum bar saman um að lík- amsmeiðingar hefðu aukist veru- lega meðal unglinga og beindust bæði gegn yngri börnum, jafn- öldrum og fullorðnum. Einnig er talið að andlegt ofbeldi, s.s. ein- elti og áníðsla hafi aukist. Þeir aðilar sem að þesju starfi standa eru íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur, Rauði kross íslands, Tómstundaráð Kópavogs, Útideild unglinga í Reykjavík og Æskulýðsráð Hafnarfjarðar. iþ 'x

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.