Þjóðviljinn - 02.11.1989, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 02.11.1989, Qupperneq 3
FRÉTTIR Sýslumaður Húnaþings Ummæli rannsökuð Ólafur Þ. Þórðarson sendi ríkissaksóknara bréfí gœr vegna ummœla Jóns ísberg ífréttum Stöðvar2 þarsem Jón segir einkabílstjóra Ólafs hafa verið tekinnfyrir ofhraðan akstur. Ólafur Þ.: Nú reynir á hvort ég erhefnigjarn. Jón Isberg: Þetta var misskilningur, það var bílstjóri Ólafs Ragnars sem var tekinn Ólafur Þ. Þórðarson alþingis- maður hefur sent ríkissaksókn- ara bréf þar sem hann fer fram á að orð Jóns ísbergs, sýslumanns í Húnaþingi í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld verði rannsök- uð. Jón sagði þar að ástæðan fyrir því að Ólafur Þ. hefði tekið upp embættisfærslur sínar á Al- þingi væri að skömmu áður hefði lögreglan á Blönduósi stöðvað bifreið Ólafs Þ. og sektað einka- bflstjóra hans fyrir of hraðan ak- stur. „í fyrsta lagi er ég ekki í þeim þjóðfélagsstiga að ég hafi einka- bílstjóra. í öðru lagi hef ég ekki verið staddur í Húnaþingi í langan tíma. f þriðja lagi hef ég ekki verið stöðvaður af lögregl- unni þar fyrir of hraðan akstur, hvorki fyrr né síðar,“ sagði Ólafur Þ. Þórðarson við Þjóðvilj- ann í gær. Ólafur sagðist að sjálfsögðu ekki geta legið undir þessum áburði og því hefði hann sent ríkissaksóknara málið. „Það er ekki einhver einstak- lingur sem heldur þessu fram heldur yfirvaldið í Húnaþingi og nú mun látið á það reyna hvort ég sé jafn hefnigjarn maður og Jón lét í veðri vaka,“ sagði Ólafur Þ. þegar hann var spurður hvort hann myndi fara með þetta mál fyrir dómstóla. „Þetta var misskilningur. Það var ekki bflstjóri Ólafs Þ. Þórðar- sonar sem var stöðvaður heldur bflstjóri Ólafs Ragnars Gríms- sonar,“ sagði Jón ísberg við Þjóðviljann í gær. Jón sagðist hafa reynt að ná í Ólaf Þ. til þess að leiðrétta þenn- an misskilning í gær en ekki tek- ist. Þá hefði hann beðið Stöð 2 að leiðrétta þetta í fréttatíma sínum. En hvað kemur það umræð- unni á Alþingi við hvort bflstjóri Ólafs Ragnars hefur verið stöðv- aður fyrir of hraðan akstur? „Ekki nokkuð skapaðan hlut,“ sagði Jón ísberg. -Sáf Fiskverð Allt að fjór- faldur munur Frjálst verð á ýsu hefur leitt til mikilla hœkkana Mismunur á fiskverði í versl- unum landsins er mjög mik- ill og er munur á hæsta og lægsta verði á sömu tegund allt að því ijórfaldur. Einnig er fiskur oftast talsvert dýrari á höfuðborgar- svæðinu en utan þess og fiskbúðir selja fiskinn ódýrar en aðrar verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í verð- könnun Verðlagsstofnunar sem fram fór 18. október sl. Kannað var verð 16 fisktegunda í 24 fisk- búðum og 27 matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu og í einni fiskbúð og 17 verslunum á átta stöðum utan höfuðborgarsvæðis- ins. Mestur munur reyndist vera Trillukarlar Óttast slys við Dounreay Hagsmunaaðilar mót- mœli harðlega „Slys við endurvinnslustöðina í Dounreay í Skotlandi myndi þýða að mengun þaðan mundi komin til íslands eftir um það bil sex ár sem gæti þýtt að fiskveiðar í efna- hagslögsögu eða hluta hennar myndu leggjast af,“ segir í álykt- un fundar í Kletti, svæðisfélagi trillukarla á Akureyri. Fundurinn lýsir áhyggjum vegna ákvörðunar um uppbygg- ingu endurvinnslustöðvarinnar í Dounreay í Skotlandi og skorar á alla hagsmunaaðila í fiskveiðum og fiskvinnslu að sameinast um hörð mótmæli gegn henni. -grh á heilum steinbít þarsem verðið rokkaði frá 72 krónum á Eskifirði upp í 280 krónur í Hafkaupum og Hafrúnu í Reykjavík. Einnig var mjög mikill munur á rauðsprettu- flökum sem kostuðu frá 135 krónum á ísafirði í 450 krónur í Hafrúnu í Reykjavík. Annars reyndist munur á hæsta og lægsta verði yfirleitt undir 100%. Munur á hæsta og lægsta verði á stórlúðu var þó mikill, eða 143%, og 126% verðmunur var á hæsta og lægsta verði á smálúðu. Hin sívinsælu ýsuflök með roði kostuðu frá 313 krónum kflóið í 425 krónur þannig að munurinn reyndist tæp 36%. Þetta er einkar athyglisvert þarsem ýsuflök kost- uðu hvergi yfir 300 krónum í könnun Verðlagsstofnunar frá því í maí. Frjálst verð á ýsu hefur því leitt til mikilla hækkana. Talsverður munur var á meðal- verði einstakra tegunda á höfuð- borgarsvæðinu og á meðalverði utan þess. Þannig reyndust tólf tegundir hafa lægra meðalverð úti á landsbyggðinni en aðeins fjórar tegundir höfðu lægra með- alverð á höfuðborgarsvæðinu. Mest munaði á meðalverði á heilum steinbít, eða 63%, og 57% munur var á meðalverði á smálúðuflökum. Hinsvegar reyndust kinnar að jafnaði 10% ódýrari á höfuðborgarsvæðinu. Sé tekið meðalverð allra fiskteg- undanna munar um 15% á verði á eða utan höfuðborgarsvæðisins. Einnig sýnir könnunin að fisk- ur er mun ódýrari í fiskbúðum en öðrum verslunum á höfuðborgar- svæðinu. Meðalverð var lægra í fiskbúðum í öllum tilvikum nema hvað eldislax reyndist þar dýrari. -þóm Grundvallarbreyting á húsnæðiskemnu Nú þegar hálfur mánuður er þar til húsbréfakerfið verður tekið í notkun er enn margt óljóst hvað varðar framkvæmd þess. Húsbréfakerfið var samþykkt með lögum 8. maí s.l. og er það mat margra að lcngri tími hefði mátt líða til gildistöku. Enn hefur ekki verið gefin út reglugerð sem fylgja á lögunum en í henni verð- ur m.a. kveðið á um vexti bréf- anna. Nokkra furðu vekur að hagsmunasamtök eins og neyt- endasamtökin og launþega- samtök hafa ekki tekið afstöðu til þeirra brcytinga sem húsbréfa- kerfið hefur í för með sér og margir virðast hreinlega ekkert vita um hvað þessar breytingar snúast. Hjá Húsnæðisstofnun er mikið að gera við undirbúning breytinganna og kynning á þcirra vegum er í þann mund að fara af stað. Fyrirmyndin að húsbréfakerf- inu er sótt til Danmerkur þar sem slíkt kerfi hefur verið við lýði í meira en 100 ár. Með húsbréfa- kerfinu er stefnt að því að fast- eignamarkaðurinn sjálfur fjár- magni kaup á notuðu húsnæði í stað þess að Húsnæðisstofnun ríkisins láni fé til slíkra kaupa. Húsbréfakerfið hefur í för með sér grundvallarbreytingu á fram- kvæmd húsnæðiskaupa. Kerfið er mun fljótvirkara en núverandi lánakerfi þar sem meðalbiðtími eftir láni er um 30 mánuðir. Það er rétt að geta þess hér að það stendur ekki til að leggja niður núverandi lánakerfi sem stendur, heldur geta kaupendur valið hvora leiðina þeir fara. Hins veg- ar verða vextir á húsnæðislánun- um líklega hækkaðir áður en langt um líður. Húsbréfakerfið mun í grófum dráttum ganga þannig fyrir sig að sá sem hyggst festa kaup á hús- næði byrjar á því að leita til Hús- næðisstofnunar eftir mati á greiðslugetu sinni. Lögð er inn umsókn til Húsnæðisstofnunar með upplýsingum um laun, skuldir, eignir og fleiri þætti og áætlanir um hvernig viðkomandi umsækjandi ætlar að standa að kaupunum. Á grundvelli þessara upplýsinga ákveður Húsnæðis- stofnun hversu dýra eign um- sækjandi getur keypt og sam- þykkir um leið að taka við fast- eignaveðbréfum gefnum út af kaupanda fyrir 65% af því verði. f fyrstu mun Húsnæðisstofnun ein annast þetta mat en þegar fram líða stundir er áætlað að bankar og fleiri aðilar geti sinnt þessum þætti. Nú getur um- sækjandi farið á stúfana og fund- ið íbúð, innan þess verðs sem hann er talinn ráða við. Áður en endanlegur kaupsamningur er gerður verður að fá samþykki Húsnæðisstofnunar. Telji hún samninginn í lagi er hægt að ganga frá kaupunum og kaupandi gefur þá út fasteignaveðbréf sem seljandi fær í hendur og fer með í Húsnæðisstofnun sem skiptir á þeim og húsbréfum. Stofnunin sér síðan um að innheimta reglu- legar afborganir kaupandans af bréfunum. I höndum seljandans eru húsbréfin nánast jafngild peningum. Hann getur selt þau strax, notað þau til kaupa á öðru húnsæði eða átt þau áfram og jafnframt tekið þá áhættu sem felst í því að eiga verðbréf sem fylgja markaðsverði á hverjum tíma. Aðgangur að húsbréfakerfinu er óhindraður en hins vegar getur mat Húsnæðisstofnunar á greiðslugetu kaupanda verið það lágt að möguleikar hans séu bundnir við mjög ódýrar íbúðir. Á móti kemur að félagslega íbúð- akerfið hefur vaxið talsvert á undanförnum árum og unnið er að frekari uppbyggingu þess. Vextir á húsbréfum verða ekki niðurgreiddir eins og á núverandi húsnæðislánum en hins vegar verður tekið upp svokallað vaxta- bótakerfi þar sem ríkið mun niðurgreiða vexti í gegnum skatt- kerfið til þeirra sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörk- um. Vaxtabæturnar eru reiknað- ar þannig út að frá þeim vaxtagj- öldum sem fólk greiðir árlega er dregin fjárhæð sem nemur 5% af heimilistekjum og3% afhverjum 100 þúsund krónum sem eignar- skattstofn fer umfram 1700 þús- und hjá einstaklingi og 3400 þús- und krónum hjá hjónum. Með þessu móti á að niðurgreiða vexti hjá þeim hluta húsnæðisk- aupenda sem telst þurfa á því að halda en leggja niður núverandi kerfi sem veitir fólki aðgang að niðurgreiddum lánum óháð tekj- um og eignum. - í grundvallaratriðum líst okkur vel á húsbréfakerfið og teljum það vera til mikilla bóta. Með þessu kerfi er verið að „Með húsbréfakerf- inu er verið að hverfa frá miðstýringu og stefnt að því að stór hluti húsnœðismark- aðarins fjármagni sig sjálfur. Kerfið hefur í för með sér töluvert aukna vinnu varð- andi mat á greiðslu- getu kaupanda o.þ. I. en kostir þessfelast í því aðfólk verður að gera sér greinfyrir raunverulegri greiðslu- getu áður enfarið er út í húsnœðiskaup. “ hverfa frá miðstýringu og stefnt að því að stór hluti húsnæðis- markaðarins fjármagni sig sjálf- ur. Húsbréfakerfið útheimtir töluvert aukna vinnu varðandi mat á greiðslugetu kaupenda o.þ.l. en kostir þess felast í því að fólk verður að gera sér grein fyrir raunverulegri greiðslugetu áður en farið er út í húsnæðiskaup og fara nákvæmlega ofan í saumana á því hver heildarútgjöldin verða við kaup og rekstur húsnæðis, sagði Þórólfur Halldórsson, for- maður Félags fasteignasala. Spurningum varðandi áhrif húsbréfakerfisins á fasteigna- markaðinn, íbúðaverð, útborg- unarhlutfall og fleiri þætti virðist ekki vera hægt að svara með neinni vissu fyrirfram. - Hjá Húsnæðisstofnun hafa ekki verið gerðar neinar spár um áhrif húsbréfakerfisins á fast- eignaverð enda slíkt illfram- kvæmanlegt. Hins vegar má bú- ast við einhverri hækkun á íbúða- verði eftir að húsbréfakerfið verður tekið í notkun. íbúðaverð hefur staðið í stað um nokkurt skeið svo orsaka hækkana, ef af verður getur líka verðið að leita í öðrum þáttum, sagði Grétar J. Guðmundsson, nýskipaður að- stoðarmaður félagsmálaráðherra sem starfaði áður á vegum Hús- næðisstofnunar. - Það er venja í fasteignavið- skiptum að greiða um 15% af íbúðarverði við undirskrift samn- ings. Með því að selja húsbréfin strax getur seljandi fengið um 80% af söluverði greidd út við samning og afganginn er venju- lega samið um að greiða á tillölu- lega skömmum tíma. Samkvæmt almennum reglum í viðskiptum ætti þessi hækkun á útborgun að leiða til lækkunar á verði vöru. En íslenskt efnahagslíf fylgir oft á tíðum illa lögmálum sem þessum, auk þess sem aukin eftirspurn og fleiri þættir hafa áhrif á verðið. Það er því ákaflega erfitt að spá um þróun mála en ég gæti þó trú- að að verðið ætti eftir að hækka eitthvað til að byrja með en lækka þegar til lengri tíma er litið, sagði Þórólfur. iþ í BRENNIDEPLI Fimmtudagur 2. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.