Þjóðviljinn - 03.11.1989, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 03.11.1989, Qupperneq 3
| §j| HUSBREF Nýr valkostur við kaup og sölu notaðia íbúða Þann 15. nóvember n.k. taka gildi lög um húsbréfaviðskipti á íslandi. í upphafi mun hið nýja húsbréfakerfi m.a. vera háð eftirfarandi skilyrðum: Fyrstu sex mánuðina fá einungis umsækjendur um húsnæðislán fyrir 15. mars 1989 afgreiðslu. Húsbréf eru ekki hefðbundin lán. húsbréfakerfinu fær íbúðarkaupandi ekki hefðbundið lán hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. Frá og með 15. nóvember fá þeir einir afgreiðslu á húsbréfum sem lagt hafa inn umsóknir um lán hjá Húsnæðisstofnun ríkisins fyrir 15. mars 1989 og eiga lánsrétt. Er öllum umsækjendum fyrir þann tilskilda tíma frjálst að velja milli húsbréfa og húsnæðisláns. Eftir 15. maí 1990 verður húsbréfakerfið öllum opið. Skipt er á fasteignaveðbréfi, sem íbúðarkaupandinn gefur út fyrir allt að 65% af matsverði íbúðar, fyrir húsbréf. Matsverð íbúðar er kaupverð hennar, en þó aldrei hærra en brunabótamatið. Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins innheimtir afborganir af fasteignaveðbréfunum. Einungis viðskipti með notaðar íbúðir. Fyrsta árið verður eingöngu heimilt að skipta á húsbréfum og fasteignaveðbréfum vegna Samþykki Húsnæðisstofnunar fyrir skuldabréfaskiptum er skilyrði. Það er skilyrði fyrir skuldabréfaviðskiptum, að viðskipta með notaðar íbúðir. Gildir aðeins um íbúðakaup eftir 15. nóvember 1989. Ekki verður skipt á húsbréfum fyrir fasteigna- veðbréf vegna íbúðarkaupa sem eiga sér stað fyrir gildistöku laganna 15. nóvember 1989. greiðslugeta viðkomandi íbúðarkaupanda og veðhæfni íbúðar hafi verið athuguð áður en íbúðarkaup eiga sér stað og að húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar samþykki íbúðarkaupin. Húsbréf nýtast íbúðarseljanda á margan hátt. Þau geta gengið áfram í næstu íbúðarkaup, þau má selja á markaði eða eiga sem sparnað. HÚSNÆÐISSTOFNUN RfKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24-108 REYKJAVÍK • SÍMI • 696900

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.