Þjóðviljinn - 03.11.1989, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 03.11.1989, Qupperneq 6
Ég hef tekið þátt í gerð kjara- samninga á vegum verkaíýðs- hreyfingarinnar. Við gerð samn- inganna var ekki tekið sérstakt tillit til aðstæðna kvenna, heldur samið um flata hækkun á alla taxta. En þar sem við vitum að jafnrétti ríkir ekki á vinnumark- aði, þá leiðir það af sjálfu sér að það er ekki hægt að meðhöndla alla á jöfnum forsendum, láta eins og jafnrétti ríki í reynd. Mú skilja þetta svo að þú sért hlynntþvíað verkalýðshreyfingin verði kynskipt, að konur stofni sín eigin verkalýðssamtök? Á meðan ekkert jafnrétti ríkir á vinnumarkaðnum og reynslan sýnir okkur að aldrei reynist tími eða tækifæri til að huga að sér- stökum vandamálum kvenna í kjarasamningum, þá tel ég að slík kynskipting sé æskileg tímabund- ið eða þangað til konur geta setið við sama borð og karlar. Reyndar er nýlega fallinn dómur sem hef- ur fordæmisgildi og segir okkur að það sé ekkert því til fyrirstöðu lagalega séð að konur segi sig úr ASÍ og stofni eigin samtök. Að þessari róttœku skipulags- breytingu frátaldri, hvaða önnur ráð sérð þú til þess að leiðrétta launamisréttið? Fyrsta skrefið er að upplýsa konur um raunveruleg kjör á hin- um almenna vinnumarkaði og hver staða þeirra er þar. Þá tel ég einnig að konur þurfi á sérstakri ráðgjöf að halda og sérstökum þjálfunarnáskeiðum til mótvægis við það misrétti sem fyrir er. Margar vel menntaðar konur, sem notið hafa jafnréttis á náms- árunum verða gripnar örvænt- ingu þegar þær finna það að þær komast ekki áfram á vinnumark- aðnum til jafns við karlmenn. Þær skilja ekki hvers vegna jafnréttið gildir ekki lengur. Þær þurfa þá á félagslegum stuðningi og einstaklingsbundinni ráðgjöf að halda og jafnvel sérstökum þjálfunarnámskeiðum, til þess að gera þær betur samkeppnishæfar við karla. Hvert er hlutverk Jafnréttisráðs íþessu sambandi? Hefurþað ekki reynst konum sem skyldi? Nei, Jafnréttisráð hefur ekki gegnt því hlutverki sem ég hefði kosið. Það virkar nú sem ein- hvers konar dómstóll um einstak- ar stöðuveitingar í stað þess að sinna hinum stóru verkefnum, sem snerta þorra kvenna. jafnréttisráð ætti að afla allra til- tækra upplýsinga um stöðu kvenna og setja þær í rétt sam- hengi þannig að hægt væri að fá heildaryfirsýn yfir málið. Jafnréttisráð ætti að búa yfir að- gengilegum upplýsingabanka um kjör kvenna og miðla þannig þekkingu til kvenna og þjóðfé- lagsins í heild um þann raunveru- leika sem menn reyna annars að fela. Hefur verkalýðshreyfingunni í nágrannalöndunum, sem okkur er tamt að bera okkur saman við, tekist að halda betur á þessum málum en íslenskri verkalýðs- hreyfingu? Slíkur samanburður er afar erf- iður, því allar aðstæður hér mót- ast í svo ríkum mæli af smæð vinnumarkaðarins og einhæfni í framleiðslunni. Við getum því ekki leitað fyrirmynda erlendis frá án þess að aðlaga þær okkar sérstöku aðstæðum. Hins vegar er eitt atriði sem við getum lært af frændum okkar á Norðurlöndun- um. Þar tíðkast mun nákvæmari skilgreining á öllum störfum en hér á landi, þannig að þegar menn og konur ráða sig í vinnu er verksviðið fyrirfram skilgreint án tillits til kyns. Hér vill því hins vegar bregða við að þegar konur eru ráðnar í karlastörf þá sé verksviðinu breytt um leið og fríðindin og yfirborganirnar eru skorin af laununum. Þessu verð- ur ekki breytt nema með skipu- lögðum vinnubrögðum og samtakamætti kvenna. -ölg. Hið Uppeldis „Það er afar athyglisvert að hvorki skólakerfið né atvinnulífið í okkar þjóðfélagi taka mið af þeirri staðreynd að það þurfi að ala upp nýja kynslóð, ekki einu sinni til þess að endurnýja vinnuaflið. Námsefni skólanna var frá upp- hafi mótað af körlum fyrir drengi og uppeldis- og fjölskyldumál eru að mestu sniðgengin í öllum námsskrám. Og í atvinnulífinu er, nú farið að tala um „fjölskyldu- tekjur" sem eðlilegan framfærs- lugrundvöll án þess að nokkuð sé að því gætt, með hvaða hætti fjölskyldan eigi að sinna uppvax- andi kynslóð. Þjóðfélagið miðar allt við hámörkun efnislegra gæða og ábyrgðin á viðhaldi og viðkomu tegundarinnar er sett á axlir konunnar án frekari um- hugsunar." Þetta sagði dr. Guðný Guð- björnsdóttir dósent í uppeldis- fræði við Háskóla íslands í sam- tali við Þjóðviljann. Við vildum fræðast um það hjá henni, hvern- ig staðan í jafnréttismálunum væri út frá sjónarhóli sálfræðings. Ósamræmd lífsmynstur „Það er afar sorglegt að sjá það, hvað kynin eru ósamtaka í því að sinna uppeldishlutverkinu: ekki er óalgengt að karlar átti sig á því upp úr fertugu, þegar þeir eru búnir að vinna sig upp í þá stöðu, sem þeir geta vænst í at- vinnulífinu, að lífið hafi upp á ýmislegt annað að bjóða en starfsframann. Þá uppgötva þeir kannski að börnin eru orðin fullvaxin, án þess að þeir hafi nokkurn tímann fengið eða sóst eftir að sinna þeim tilfinninga- lega. Á þessu tímaskeiði gerist það jafnframt að konan er búin að fá nóg af heimilisstörfum og barnauppeldi og vill fá að njóta sín út á vinnumarkaðnum eða Guðný Guðbjörnsdóttir: heimilið er að verða miðstöð ofbeldis í þjóðfélaginu. Kvenfrelsi Karlar hafa ekki fylgt þeirri þró- un, sem átt hefur sér stað í okkar þjóðfélagi. Þeir hafa ekki axlað foreldraábyrgð og heimilisá- byrgð að sama skapi og konur hafa axlað ábyrgð á vinnumark- aðnum. Það jafnrétti sem gerir öllum kleift að nýta sína hæfileika krefst breytts hugarfars. Á þessu sviði hefur okkur ekki orðið nægi- lega mikið ágengt. Þetta sagði Kristín Halldórs- dóttir fyrrverandi þingkona fyrir Kvennalistann, þegar Þjóðviljinn ræddi við hana skömmu eftir landsfund Kvennalistans um síð- ustu helgi. Og hún bætti við: Forsendur kvenna Að okkar dómi hefur vertið lögð of mikil áhersla á að konur geti gert allt eins og karlar. Við viljum kvenfrelsi þar sem konur geta unnið á sínum forsendum. íslendingar eru aðilar að al- þjóðasamningi, þar sem meðal annars er kveðið á um það með svolítið undarlegu orðalagi að „barnsfæðingarhlutverk kvenna“ sé ekki undirrót misréttis. Þetta felur í sér að umönnun barna eigi að vera á sameiginlegri ábyrgð kvenna, karla og samfélagsins í heild. Þessu lykilatriði í réttinda- baráttu kvenna hefur langt í frá verið fullnægt hér á landi, til mik- ils skaða bæði fyrir börnin, mæð- urnar, feðurna og samfélagið í heild. Flestir lýsa sig reyndar í orði hlynnta því að úr þessum málum verði bætt, að komið verði á við- unandi leikskóla og samfelldum einsetnum grunnskóla fyrir yngs- tu börnin, en þegar kemur að framkvæmdinni sýnir það sig að viljinn er ekki fyrir hendi. Fæðingarorlof Þó er ekki hægt að segja að enginn árangur hafi náðst. Það var í sjálfu sér merkur áfangi, þegar 6 mánaða fæðingarorlof fékkst viðurkennt. En það vantar hins vegar að tryggt sé að at- vinnuréttindi foreldra skerðist ekki vegna umönnunar barna. Við Kvennalistakonur höfum borið þá tillögu fram á Alþingi að krefst nýs foreldrum ungra barna sé gert kleift að fá leyfi frá störfum til þess að annast börn sín og að tryggt sé að þau geti gengið að sama starfi með öllum réttindum eftir leyfið. Þessi tillaga var borin upp vegna þess að nú er algengt að konur hverfi frá vinnu til þess að sinna heimili og börnum og þurfi svo að byrja á núllpunkti á vinnumarkaðnum á ný. Við vilj- um að heimilisstörf séu að þessu leyti metin sem starfsreynsla, ekki bara fyrir hliðstæð störf, heldur fyrir öll störf. Eru þær ólíku forsendur karla og kvenna á vinnumarkaði, sem þú hefur drepið hér á, höfuðor- sök þess launamisréttis sem kon- ur búa við? Tvöföld sök kvenna Við viðurkennum auðvitað ekki að hinar ólíku forsendur kvenna og karla á vinnumark- aðnum geti verið orsök launamis- réttisins, en við gerum okkur grein fyrir því að þær eru notaðar sem ástæða fyrir misréttinu. Það hlutverk sem konur hafa tekið á sig, - að annast börn og heimili - er notað gegn þeim á vinnumark- aðnum. Þær eru sagðar óstöðug- ur og óáreiðanlegur vinnukraft- ur, sem taki börnin og heimilið fram yfir vinnuna. Á heimilinu eru þær síðan ásakaðar um að vanrækja börnin vegna vinnunn- ar. Þannig er alið á tvöfaldri sekt- arkennd meðal kvenna á báðum vígstöðvum. Getur vandinn ekki að hluta legið í því að körlum sé gert ó- kleift að sinna heimilinu sem skyldi vegna of mikils vinnuá- lags? Ekki nema að litlu leyti. Karlar leggja ekki nærri eins mikið á sig til þess að sinna heimilinu við fíkjandi aðstæður og konur. Hér þarf að koma til hugarfarsbreyt- ing. En hitt er líka rétt, að við teljum nauðsynlegt að stytta vin- nutímann í þjóðfélaginnu í heild, þannig að foreldrar geti sinnt heimilinu betur. Ég held að það sé einmitt tímabært nú að fara að ræða um styttingu vinnutímans og draga úr því óhóflega vinnuá- 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.