Þjóðviljinn - 03.11.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.11.1989, Blaðsíða 7
afskipta sjónarmið kvenna skyldan er ekki virt í atvinnulífi og menntakerfi mennta sig betur. Pannig hefur karlmaöurinn farið á mis við það að fá að sinna tilfinningalegum þörfum sínum með börnunum á heimilinu, og þegar að því kemur að hann vill það, þá situr hann uppi í tómu húsi. Það kemur illa niður á lífsfyllingu karla að taka ekki þátt í því ferli, sem er upp- eldi barnanna og það kemur illa við lífsfyllingu kvenna að sinna því einar.“ Hvað hefur breyst? „Það er athyglisvert í þessu sambandi að skoða hvernig kon- ur litu á þessi mál fyrir 30 árum. Árið 1956 segir sænski uppeldis- og félagsfræðingurinn Alva Myrdal frá því að hún hafi verið spurð ráða um það af alþjóðas- amtökum háskólakvenna, hvern- ig konur gætu best samræmt það að vera á vinnumarkaðnum og ala upp börn. Svar hennar var á þá lund, að stefna bæri að því að bæði kynin ynnu 6 klst. á dag og að foreldrar ungbarna gætu feng- ið lengt fæðingarorlof eða styttan vinnutíma vegna uppeldisskyld- unnar. Þetta var á þeim tíma þeg- ar þjóðfélagið gerði ráð fyrir því að ein vinnulaun dygðu til fram- færslu fjölskyldunnar. Hvað hefur gerst síðan? í stað þess að ein laun dugi eru bæði hjónin nú komin í að minnsta kosti 16 stunda vinnu samanlagt á dag. Allt annað er óbreytt. Eins og Lilja Mósesdótt- ir hagfræðingur hefur bent á, þá hefur framleiðsluaukning og hag- vöxtur undanfarinna áratuga fengist með auknu vinnufram- lagi, m.a. með útivinnu konunn- ar. Ekkert hefur verið hugsað fyrir breyttri uppeldisskipan, en sú ábyrgð lögð á herðar konunni, að hún standi klár á tveim víg- stöðvum." En hvernig snýr þetta að menntakerfinu. í hverju hefur það brugðist? Uppeldi og menntun „Skólar voru upphaflega hugs- aðir út frá hefðbundinni verka- skiptingu kynjanna, og fyrst og fremst ætlaðir drengjum. Stúlk- urnar gátu farið í húsmæðraskóla til þess að afla sér menntunar, en námsskrár annarra skóla hafa verið sniðnar eftir fyrirmynd strákaskólanna. Uppeldi til barnaumönnunar hefur því verið sniðgengið í skólakerfinu, og jafnréttisbarátta kynjanna þró- aðist í þann farveg, að konur kepptust eftir því að ná jafnrétti innan þess kerfis, sem mótað var samkvæmt hefðbundnum hlut- verkaskiptum kynjanna. Stelp- urnar áttu að standa jafnfætis strákunum á þeirra heimavelli um leið og uppeldishlutverkið var látið fyrir róða. í þessu sambandi er athyglis- vert að niðurstöður rannsókna benda til þess að kvíði sé al- gengari meðal stúlkna en drengja í barna- og unglingaskólunum þó að þær standi sig að minnsta kosti jafn vel. Við höfum nú fengið nýja aðal- námsskrá fyrir grunnskóla. Þar er athyglisverður kafli um jafnréttisfræðslu, þar sem segir að grunnskólinn eigi að búa drengi og stúlkur undir atvinnu- líf, fjölskyldulíf og það að vera sjálfstæðir einstaklingar. Þetta er nýmæli sem gefur vonir um að einhverra breytinga sé að vænta í skólakerfinu, og að við förum að átta okkur betur á því, hvers kon- ar einstaklinga við viljum að skólakerfið skili út í samfélagið. í þessu sambandi er líka rétt að hafa í huga þær samfélags- breytingar sem ríkjandi kerfi á þátt í að móta: víða í Evrópu hafa konur hafnað móðurhlutverki sínu. Þær taka framleiðni, starfs- frama og gróða fram yfir þau mannréttindi að fá að hugsa um börn. Hér á ég sérstaklega við niðurstöður í nýrri þýskri rann- sókn. Þetta er í anda þeirra krafna sem skólakerfið og atvinnulífið gera í sameiningu. Er það æskileg þróun? Kvennalistinn hér á íslandi hefur mótmælt því, að jafnréttisbaráttan felist í því að konur gangi inn í hlutverk karla. Markmiðið hlýtur að vera samfé- lag þarsem menning beggjakynj- anna fær að njóta sín.“ Kvennamenning og karla Getur þú skýrt fyrir mér nánar okkar segir dr. Guðný Guðbjörnsdóttir dósent hvernig menning kvenna greinir sig frá menningu karla? „Konum virðist til dæmis henta betur en körlum að starfa í jafn- ingjasamskiptum en innan brattra valdapíramíða. Konur hafa því sótt meira í störf þar sem valdauppbyggingin er tiltölulega flöt. Til dæmis í kennslu, hjúkrun o.s.frv. Jafnvel þótt þetta séu störf sem eru hlutfallslega illa launuð miðað við kröfur um menntun og ábyrgð. í atvinnulíf- inu hefur ekki verið komið til móts við kröfur kvenna um flatari valdauppbyggingu, og þær eru þreyttar á að þurfa að aðlaga sig því goggunarkerfi, þar sem einn á alltaf undir annan að sækja. í heild má segja að í okkar þjóðfélagi sé börnum ofaukið. Þar er öll áhersla lögð á hámörk- un efnislegra gæða á kostnað við- komu, uppeldis og umönnunar. Gríski heimspekingurinn Plato sagði í riti sínu um fyrirmyndar- ríkið fyrir 2400 árum, að allir væru fæddir í ákveðin hlutverk, en kynferði skipti þar ekki máli. Konur gætu gegnt þessum hlut- verkum öllum jafnt og karlar. Hann tekur hins vegar fram að þeir einstaklingar sem gegni hinu mikilvæga hlutverki að vera „verndarar ríkisins“ geti ekki jafnframt annast eigin afkvæmi. Það hlutverk verði falið sérstök- um stofnunum. Þannig átti konan samkvæmt Plato að kaupa frelsi sitt með því að afsala sér börnum sínum. Markmið menntunar hjá Plato var ekki alhliða þroski allra, heldur hámarksskilvirkni. Rousseau (1762) sagði hins vegar að Plato væri geggjaður að láta verndara ríkisins ekki ala upp börn sín. Því þótt hann gengi út frá strangri verkaskiptingu kynj- anna þá skildi hann mikilvægi uppeldisstarfsins ekki bara fyrir mæðurnar, heldur sem ómissandi þátt í þroska og lífsundirbúningi karlmannsins sem samfélags- þegns.“ Kyngreining í skólunum? Jafnréttisbarátta kvenna virðist í auknum mœli beinast að kyn- skiptingu. Kvennalistinn er skýr- asta dœmið um kynskiptingu í stjórnmálum. En nú eru einnig uppi raddir um kynskipta verka- lýðshreyfingu, kynskipta skóla og jafnvel kynskipt vísindi. Er þetta rétta leiðin í jafnréttisbaráttunni? „Eitt mikilvægasta valdatæki allra tíma hlýtur að vera að hafa stjórn á þeirri þekkingarsköpun, sem á sér stað. Konur eru nú í fyrsta skipti í sögunni í þeirri að- stöðu að leggja þar sitt af mörk- um í krafti aukinnar menntunar. Við fræðikonur höfum áttað okk- ur á því að sýn kvenna á veru- leikann er sniðgengin í vísindum og fræðum, sem hafa þó þann til- gang að birta okkur sannleikann sjálfan. Þess vegna hafa konur í æ ríkari mæli lagt áherslu á svoköll- uð kvennafræði, sem birta sýn kvenna bæði á fræðin og veru- leikann yfirleitt. Talsvert hefur verið unnið á þessu sviði hér í háskólanum, og í því skyni erum við að vinna að stofnun sérstakr- ar rannsóknarstofu í kvenna- fræðum, en tillaga þar um liggur nú fyrir háskólaráði. Þetta yrði þverfagleg stofnun og þyrfti því að heyra beint undir háskólaráð. Það er hins vegar kaldhæðni ör- laganna að enginn kvenkennari á sæti í háskólaráði. Þar sitja aðal- lega deildarforsetar, en einungis prófessorar eru kjörgengir til deildarforseta. Við háskólann eru aðeins 4 kvenprófessorar, þannig að ekki er þess að vænta að margir kvenprófessorar sitji í háskólaráði á næstu áratugum, þótt konur séu nú orðnar meiri- hluti háskólanema og æ fleiri konur séu lektorar og dósentar. Ekki stendur til nein breyting á þessu samkvæmt nýjum tillögum um stjórn háskólans, og eina leiðin fyrir þverfaglega rann- sóknastofu er að heyra beint undir háskólaráð. Þetta er eitt lítið dæmi um valdakerfi sem ekki hefur pláss fyrir konur. Hvað varðar kynskiptar bekkj- ardeildir í skólum þá tel ég þær eiga fullan rétt á sér. Rökin eru einkum þau, að strákar eru frek- ari á athygli í skólastofunni. Það hefur komið fram í fjölmörgum rannsóknum. Rökin fyrir blönd- uðum bekkjardeildum hafa verið þau, að það sé hollt fyrir bæði kynin að blandast og kynnast. En þau verða léttvæg ef stúlkur læra fyrst og fremst að lúffa fyrir ágengni drengja og sitja undir háðsglósum þeirra. Athyglisverð könnun á bland- aðri bekkjardeild sem síðan var skipt sýndi, að meðan hún var blönduð þá voru það nokkrir strákar sem voru frekir á athygli á kostnað meirihluta strákanna og allra stúlknanna. Þegar bekknum var skipt voru þessir fáu strákar áfram yfirgnæfandi í stráka- bekknum en meðal stúlknanna skapaðist nýtt samskiptamynstur sem var skipulagðara og miðaði við þátttöku allra. Mér finnst skólakerfið eigi að bjóða upp á þennan valkost líka. Hinn valk- osturinn byggir í raun á hagsmun- um strákanna. Því einkenni kynj- anna birtast okkur meðal annars í því að á meðan strákarnir óttast náin tengsl og eiga erfitt með að mynda þau, þá óttast stúlkurnar einangrun og sjálfstæði. Því þarf hugsanlega að þjálfa drengi og stúlkur í mismunandi þáttum ef þau eiga á endanum að vera fær um að sinna störfum á vinnu- markaði og á heimilunum og vera sjálfstæðir einstaklingar." Eðlismunur kynjanna Er þetta viðurkenndur eðlis- lœgur munur? „Nei, í rauninni ekki. Eini munurinn á skapgerð stúlku- barna og pilta, sem á sér viður- kenndar líffræðilegar orsakir er sá að strákar eru árásargjarnari en stúlkur. Þetta má skýra með hormónastarfsemi, a.m.k. að hluta. Fyrir utan líkamlegan mis- mun er kynjamismunur að stór- um hluta uppeldislegt atriði." Hver verður þá lokaniðurstaða þessa spjalls? „Þær aðstæður sem kynjamis- réttið býður uppá í okkar þjóðfé- lagi hafa skapað alvarlegt ástand, sem bitnar fyrst og fremst á heimilunum. Það álag sem hér er á heimilum ungra barna er gífur- legt. Heimilið, sem karlasamfé- lagið kallar gjarnan hvíldarstað, þótt það hafi aldrei verið það fyrir konuna, er að verða helsta miðstöð ofbeldis í þjóðfélaginu. Orsakarinnar er meðal annars að leita í því að uppeldishlutverkið er afskipt bæði í atvinnulífi og menntakerfi okkar. Þessu þarf að breyta.“ -ólg uqarfars Kvenfrelsi byggist á því að konur geti nýtt hæfileika sína á eigin forsendum, segir Kristín Halldórsdóttir fyrrverandi þingkona Konur eiga undir högg að sækja á tvennum vígstöðvum, segir Kristín Halldórsdóttir í samtali við blaðamann Þjóðviljans. Ljósm. Kristinn. lagi sem einkennt hefur íslenskt þjóðfélag og bitnað harkalega á börnunum og fjölskyldunni. Kynskipt stéttarfélög? Hvernig viljið þið bregðast við launamisréttinu? Viljið þið kyn- skipta verkalýðshreyfingu? Það er auðvitað mjög alvar- legur hlutur, hve illa hefur gengið að leiðrétta launamisréttið. Ein skýringin á því er sjálfsagt eðlis- læg hógværð og ábyrgðartilfinn- ing kvenna. Karlmenn eru óf- eimnari við að heimta það sem þeir telja sig þurfa. Ég held að núverandi ástand sýni að full ástæða sé til að reyna allar mögu- legar leiðir til að ná árangri. Því held ég að ástæða sé til að skoða þá hugmynd alvarlega að stofna launþegasamtök kvenna. Við höfum valið þessa leið í stjórnmálunum - tímabundið - vegna þess að við töldum fullreynt að þeir kostir sem fyrir voru skiluðu ekki árangri. Reynslan hefur sýnt okkur að þetta var rétt leið. Ég held að ástæða sé til að reyna hana á fleiri sviðum. Hefur starf Kvennalistans skilað þeim árangri sem þið vænt- uð? Auðvitað hefur mjög margt áunnist. Það var mikill munur á fyrri kosningabaráttunni sem ég tók þátt í og þeirri síðari. Við höf- um náð árangri í því markmiði okkar að efla sjálfsímynd kvenna og sjálfstraust. Raddir og sjón- armið kvenna heyrast nú oftar og víðar í þjóðféiaginu en áður og þótt enn séu ríkjandi fordómar um hlutverkaskipti kynjanna, þá er vaxandi skilningur á þörfinni fyrir jafnrétti. Eitt af því sem við höfum lagt áherslu á sem þýð- ingarmikið atriði fyrir konur er líkamlegt sjálfstæði þeirra. í þessu skyni höfum við vakið at- hygli á klánri og líkamlegu of- beldi gagnvart konum og börn- um, sem viðgengst í of ríkum mæli í okkar þjóðfélagi. Við lítum á klám og misnotkun kven- líkamans í auðgunarskyni sem árás á sjálfsímynd kvenna. Það skiptir ekki minna máli en hið efnahagslega misrétti. -ólg Föstudagur 3. nóvember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.