Þjóðviljinn - 03.11.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.11.1989, Blaðsíða 9
Blaðað í Ijóðabókum Bragi Sigurjónsson, Guðmundur Daníelsson, Erlendurjónsson, Ragnhildur Ófeigsdóttir Bragi Sigurjónsson Erlendur Jónsson Hér verður sagt frá nokkrum Ijóðabókum nýlegum og þá meir þeim til kynningar en að þær séu gagnrýndar. Hefðin og landið „Einmæli“ heitir níunda ljóða- bók Braga Sigurjónssonar sem Bókaforlag Odds Björnssonar gefur út. í kynningu segir á þá leið að skáldið fylgi ekki dægurstefnum og eru það orð að sönnu. Höf- undur er mjög tengdur íslenskri ljóðahefð, formum hennar, myndmáli og viðfangsefnum. Allt er það á sínum stað til dæmis í upphafi þessa vetrarkvæðis: Tungl í norðri teygir horn tœtast ský á vesturlofti hvœsir varglynd vetrarnorn veðurofsa úr éljahvofti... Stundum beinist skáldskapar- viðleitnin að vel meintum en fremur hvunndagslegum sið- ferðilegum dómurn um mann- lífið: Peim hnígur sól til sœvar er sést ekki fyrir þeim verður svart fyrir sjónum er síngirni þjónar. Þegar svo brugðið er á léttari tóna verður útkoman til dæmis á þessa leið í heimsósómakvæði sem heitir „Gaman og alvara“: Langt út í geiminn leysiblossar sindra löngu hvert stjörnuauga hœtt að tindra hvorki á Mána, Sól né Mars er friður mig uggir Guð verði bráðum skotinn niður. Sjaldgæfur skáldafundur „Skáldamót“ heitir safn ljóða- þýðinga eftir Guðmund Daníels- son. Þetta safn er óvenjulegt ekki síst fyrir það að Guðmundur kemur í þýðingaleit sinni einkum þar við sem aðrir ekki fara: Hann stefnir samanskáldum frá Wales og Baskalandi, Jakútíu og Ba- skíríu, Úkraínu og Póllandi, Fær- eyjum og Dagestan. Engu líkara en hann reyni að láta orð skáld- konu frá Dagestan, sem hann þýðir eftir, sannast: Svo allir þeir sem unna Ijóði og list nú loksins geti saman hjá mér hist. Öll skáld á jörðu mœla sama mál og munu af sömu rósum verða kysst. Guðmundur greinir reyndar ekki frá því hvernig hann leysir tungumálavandann, nema hvað hann tekur það fram að hann hafi notið aðstoðar margra einstak- linga í ýmsum þjóðlöndum. Hann er mjög með hugann við skáldskap úr Sovétríkjunum, ekki síst Hvíta-Rússlandi og Úkr- aínu - og að því er yrkisefni varð- ar hefur þýðarinn mestan áhuga á ættjarðarkvæðum ortum í skugga stríðsógna og í birtu frelsis- draumsins. Mörg kvæðanna eru tengd heimsstyrjöldinni seinni, en „mótstjóri“ skálda er þó kjör- inn þjóðskáld Úkraínu, Taras Shevtsjenko, sem fæddist fyrir 175 árum. Bókin hefst á „Erfða- skrá“ hans er þar segir m.a.: Greftrið mig, ég upp rís aftur okkar hlekki að brjóta, vökvum frelsið böðuls blóði brátt skal friðar njóta... Úr opna skólanum „Borgarmúr“ heitir fimmta ljóðabók Erlendar Jónssonar, Smáragil gefur út. Erlendur fylgir hinum opna skóla í ljóðagerð - ekki síst í fyrsta bálki bókarinnar þar sem hann ferðast með sinn lesara um landið og safnar saman áhrifum og minningum sem fram eru bornar á einföldu máli og að- gengilegu og kannski full tíðinda- lausu. Og fylgja kannski með ráðleggingar um umgengni við náttúruna: „Dragðu dám af ský- junum / baðaðu þig í ljósi / og þú verður boðberi / milli himins / og jarðar “, segir í lok kvæðis sem „Skýjamyndir" heitir. Ogúröðru kvæði berast þessi boð: Stjakaðu ekki frá þér þessu andartaki Festu í minni útlínur fjallanna Hlýddu á töfraþulu stormsins og dey síðan Síðari bálkar kversins tveir eru einnig útleitnir og nálægir prós- anum, en þar fer og meira fyrir ádrepuhneigð. Eins og til dæmis í kvæði sem „Þokumúr" heitir en þar er þetta: Fólkið á strœtunum er eins og turnar reistir í minning um afrek sem aldrei voru unnin... Trúarljóö Fyrr á árinu kom út hjá Bókrún ljóðabók eftir Ragnhildi Ófeigs- dóttur, sem nefnist Stjörnurnar í hendi Maríu. í bókarkynningu segir á þá leið að höfundur sé kaþólsk og ljóð bókarinnar trúarlegs eðlis - helgikvæði og hymnar og mörg þeirra eru Maríuljóð. Oftast er tjáning þeirra opinská og nakin eins og í þessu kvæði hér sem nefnist „Þjáningin“: pjáningin er sá kyndill sem við hefjum á loft til að greina ásjónu þína í myrkrinu ó Guð. . Áberandi er og sú viðleitni höf- undar að lýsa upplifun trúar- legrar reynslu með aðstoð þeirra hefða sem sækja í senn til Bib- líunnar og miðaldamenningar: samskipti sálarinnar við almættið verða einskonar ástarævintýri: Pú leiðir mig um ó Drottinn í garði litríkra blóma ilmur þeirra fyllir vit mín ég bíð Elskhuga míns hann er sem blóm ég er drukkin af ilmi þesss rifin til blóðs af þyrnum þess þú leiðir mig ó Drottinn ég dansa ölvuð af ilmi þínum á þyrnum rósanna... Elísabet Anna Cochran hann- aði útlit bókarinnar. Hún er til- einkuð komu páfa til íslands. ÁB tók saman Föstudagur 3. nóvember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.