Þjóðviljinn - 03.11.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.11.1989, Blaðsíða 10
Gaddafi enn á kreik Gaddafi Líbýuleiðtogi er kom- inn í heimsfréttirnar eina ferðina enn. Hann og landar hans krefja ítali um bætur fyrir skaða þann, er þeir ollu Líbýu meðan hún var nýlenda þeirra árin 1911- 1942 og hóta hefndum ella. 26. okt. s.l. lokaði Lfbýa sig af frá umheiminum í sólarhring og hélt sorgarhátíð í minningu þeirra, sem biðu líftjón eða annan skaða af völdum ítala á þessu tímabili. Ræðumaður á fuudi þcnnan dag, sjálfur handarvana af völdum ít- alskrar jarðsprengju síðan í heimsstyrjöldinni síðari, sagði: „Neiti Italía þessu (bóta- greiðslum) verðum við tilneyddir að drepa hvern sem er af ítölum eða handhöggva þann sem handhjó okkur. Slíkt er eðli ís- lamslaga. Auga fyrir aiiga, tönn fyrir tönn." ítalir neita því ekki þvert að þeir hafi gert eitt og annað af sér meðan þeir réðu löndum í Líbýu, en segjast fyrir löngu hafa gert upp þann reikning við Idris gamla, fyrsta og síðasta konung Líbýumanna sem Gaddafi og fé- lagar hans steyptu af stóli er þeir tóku völd 1969. Fékk Líbýa þá skaðabætur, en svo lágar að þær geta varla talist nema til mála- mynda. Eftir að Gaddafi kom til valda rak hann úr landi um 20,000 ítali búsetta í Líbýu og gerði eignir þeirra upptækar. Segist Líbýustjórn hafa tekið þær upp í skuldina frá nýlendutúnan- um, sem hún telur þó langt í frá að fullu greidda. Og víst er um það að saga ítalskra yfirráða í Lí- býu er hin herfilegasta. Gervistórveldi í nýlenduleit Landflæmi það, mestanpart sandur, sem nú er ríkið Líbýa, hefur jafnan verið að meira eða minna leyti hornreka í sögunni. Mikilvægustu svæði Norður- Afríku voru frá örófi alda Eg- yptaland og Atlaslönd, einkum sá hluti þeirra er nú heitir Túnis. Svæðið þar á milli skipti alltaf minna máli, enda þótt það í forn- öld væri að vísu frjósamara en síðar varð. Aldrei var heldur um að ræða neinskonar ríkis- eða þjóðareiningu yfir allt svæðið. Þetta breyttist ekki meðan svæð- ið var undir Tyrkjasoldáni frá því á 16. öld til byrjaðrar 20. aldar, enda var það ekki eitt stjórnar- umdæmi nema hluta af þeim tíma auk þess sem rígur og miklar fjar- lægðir milli bedúínaættbálka og héraða gerðu sitt til að fyrir- byggja hverskonar „þjóðar- einingu" í evrópskum skilningi þess orðs. Þegar völlurinn var sem mestur á soldánsdæmi Ósmans-Tyrkja hafði það undir alla Norður- Afríku nema Marokkó en um s.l. aldamót var svo komið að það átti Lfbýu eina eftir af því flæmi. Tyrkir máttu sín þá lítils gegn Evrópuveldunum og aðalástæð- an til þess að þeir héldu Lfbýu enn var að Evrópuveldin höfðu engan áhuga á þessu sandflæmi, enda vissi enginn þá að þarna væri olía. En ítalía, sem talin var með stórveldum helst fyrir kurt- eisis sakir, vildi fyrir hvern mun eignast nýlendur eins og hin, sama hvað ógirnilegar væru, og beindi athygli sinni m.a. að Lí- býu, með samþykki Breta og Frakka. Sir Edward Grey, utan- ríkisráðherra Breta, ráðlagði ít- ölskum starfsbróður sínum, de San Giuliano markgreifa, að finna upp á haldgóöri tylliástæðu. Hana urðu ítalir sér úti um með því að halda því fram, að landar þeirra í Trípólis hefðu orðið fyrir hnífaárás. I sept. 1911 sögðu ítal- ir Tyrkjum stríð á hendur og her- tóku fljótlega strandsvæði Líbýu. Árið eftir var friður gerður, enda komu Tyrkir takmörkuðum vörnum við vegna flotaleysis og þess að þeir áttu yfir höfði sér árás Balkanríkja. Útrýmingar- hernaður Hinsvegar sóttist ítölum seint að leggja undir sig eyðimörkina og vinjarnar inni í landi, því að bedúínar þar afsögðu að ganga til hlýðni við þá kristnu vantrúar- menn, sem ítalir voru í þeirra Líbýumenn komnir sjóleiðis til Napólí krefja itali bóta - ítala. sá fremsti er handarvana, að eigin sögn af völdum Gaddafi - í augum landa sinna vill hann gjarnan líta út sem bedúína- kappi. augum. Forustu í vörninni gegn ítölum hafði Senússi-trúarreglan í Kýrenaíku, austurhluta lands- ins. Eftir heimsstyrjöldina fyrri, einkum eftir að Mussolini var kominn til valda, ástunduðu ítal- ir meiriháttar hernaðaraðgerðir til að brjóta viðnám þetta á bak aftur og svifust við það einskis. Úr þessu varð útrýmingarhern- aður sem fækkaði landsmönnum um þriðjung að sumra áliti, ef til vill um helming eða meira. Þær aðfarir vöktu tiltölulega litla at- hygli út um heim, enda landið enn sem fyrr í flestra augum út- kjálki sem fáir höfðu áhuga á. Það var ekki fyrr en 1932, sem síðustu líbýsku bedúínarnir lögðu upp laupana fyrir herjum Muss- olinis. Einn þeirra foringja bedú- ína, sem lengst hélt út, var Omar al-Mukhtar. ítalir náðu honum um síðir á sitt vald og hengdu hann 1931. Eftir að sjálfstæða ríkið Líbýa kom til sögunnar varð hann þar þjóðhetja og rómantfk- urljómi sá sem jafnan hefur staf- að af bedúínum varð til þess að kvikmyndaframleiðendur fengu áhuga á honum. Úr því varð til kvikmyndin Ljón eyðimerkur- innar (Lion af the Desert) með Anthony Quinn í aðalhlutverki, þ.e.a.s. hlutverki al-Mukhtars. Gaddafi lagði fram fé til gerðar þeirrar myndar. í s.l. viku ferð- uðust um 1000 Líbýumenn sjó- og loftleiðis til ítalíu þeirra er- inda að vekja athygli á hörmung- um þeim, sem yfir þeirra fólk gengu á ítalska tímanum. Þeirra á meðal var Mohammed Omar al- Mukhtar, rúmlega hálfsjötugur sonur þess sem Italir hengdu og Anthony Quinn lék. Hann var friðsamlegri en sumir landar hans af þessu tilefni og kvað sig og fylgjendur sína komna til að syrgja, en ekki að leita hefndar. Rotlaus konungsstjórn ítalir gerðu lítið efnahag lands- ins og menntun landsmanna til eflingar og misstu það nokkrum árum eftir að þeir höfðu unnið það að fullu, nánar tiltekið eftir ósigur sinn og Þjóðverja fyrir Montgomery við el-Alamein haustið 1942. Stjórnuðu Bretar síðan landinu uns það varð sjálf- stætt konungsríki 1951. Konung- ur varð Muhammad Idris al- Mahdi, leiðtogi Senússí- reglunnar. Hann hafði fylgi í Kýr- enaíku, en ekki annarsstaðar í landinu og viðleitni hans til að efla miðstjórnarvald yfir fólki, sem enn var fjarri því að líta á sig sem eina þjóð, varð aðeins til að auka andóf gegn honum. Ol/u- peningarnir, sem tóku að streyma inn á 7. áratugnum, gerðu í þessum efnum illt verra, því að þeir söfnuðust í fárra hend- ur með þeim afleiðingum að lífsk- jaramunur jókst. Líbýa eins og hún hefur verið síðustu tvo áratugina, þar með talinn Gaddafi sjálfur, er á marg- an hátt eðlilegt afkvæmi þessarar fortíðar. Fram að heimsstyrjöld- inni síðari höfðu Líbýumenn ekki teljandi reynslu af öðrum Evrópu- og vesturlandamönnum en ítölum, sem höfðu farið langt með það að útrýma lands- mönnum. Út frá þeirri reynslu hafa mótast viðhorf Líbýumanna til Vesturlanda og stöðugur og áberandi ótti Gaddafis við að Bandaríkjamenn muni gera innrás í landið þá og þegar á öðr- um þræði rætur til hennar að rekja. Spámaður í eigin föðurlandi í augum umheimsins er Gadd- afi háskagripur, sem styður næst- um alla uppreisnar- og hryðju- verkamenn sem vilja hjálp af honum þiggja, en jafnframt er á hann litið sem kynlegan kvist, óútreiknanlegan, jafnvel ekki heilan á sönsum, auk þess sem hann vekur aðhlátur, meira að segja meðal araba utan ríkis síns. Hinsvegar er vart vafi á að hann njóti nokkuð almenns fylgis heimafyrir. Undir hans stjórn hefur skapast þar eitthvað sem minnir á þjóðareiningu, í fyrsta sinn í sögu landsins. Öðrum þræði stafar það af því að Gadd- afi hefur farist ólíkt betur að hagnýta olíuauðinn en kóngin- um, með þeim árangri að lífskjör landsmanna eru að lfkindum þau bestu sem þekkjast í Afríku og tiltölulega jöfn. Það eru óhemju framfarir miðað við það sem var fyrir f áeinum áratugum á þeim þá örsnauða útkjálka. Stælar Gaddafis í utanríkismál- um, hrollvekjandi og hlægilegir í augum umheimsins, vekja að öllum líkindum allt annan hljóm- grunn í ríki hans, enda efalítið fyrst og fremst ætlaðir fyrir heimamarkað. Það er sem sé ekki fjarri því að um hann megi segja, að hann sé spámaður sem hvergi sé í heiðri hafður nema í eigin föðurlandi. Sjálfur er Gaddafi af ættum fátækra bedúína (sá eini af Arabaleiðtogum sem af þeim rót- um er runninn), sem jafnvel á þarlandsmælikvarða þóttu lágir, og var alinn upp í Fezzan langt suður á Sahara, fámennasta og frumstæðasta hluta þessa strjál- býla og frumstæða lands. Minn- imáttarkennd og þörf fyrir að hefja sig upp til jafns við aðra var frá bernsku snar þáttur í persónu- leika hans, og sá þáttur hefur runnið saman við minnimáttar- kennd Líbýumanna gagnvart ekki aðeins Vesturlöndum, held- ur og öðrum Arabalöndum sem um aldaraðir voru ofar Lfbýu og hafa á síðustu tímum verið langt á undan henni í margskonar þróun. Mikil viðskipti í húfi Með hliðsjón af þessu er ekki nema eðlilegt að Lfbýumönnum þyki gott að trúa því að þeir eigi Íeiðtoga og hugmyndafræðing á heimsmælikvarða, eins og Gadd- afi rembist eins og rjúpan við staurinn við að reyna að vera. Með einkar ofsafenginni arab- ískri þjóðerníshyggju, sem beinst hefur fyrst og fremst gegn fsrael og aröbum sem ekki hafa talist nógu harðir gegn því hefur hann reynt að ná forustu í Araba- heiminum. Ennþá hærra hefur hann þó seilst með því að reyna að kynna sig sem hugmynda- fræðilegan frumkvöðul gervalls þriðja heimsins. í Grænu bókinni svokölluðu, sem er Das Kapital fylgismanna hans, leggur hann fram kenningar, sem hann full- yrðir að séu miklu betri en jafnt kapítalismi sem kommúnismi og að sögn einhverra, sem lesið hafa, eru blanda af einskonar be- dúínalýðræði, anarkosyndikal- isma og fasískum hugmyndum um samheldaríki. Sumra hald er að Gaddafi sé eitthvað tekinn að róast og benda í því sambandi á fund þeirra Mu- baraks Egyptaforseta nýverið. Þeir ræddu þá málin yfirvegað og gerðu ráðstafanir til bættra sam- skipta, eftir langa tíð fáleika og fjandskapar. Margvísleg tilþrif Gaddafis til að ná áhrifum og völdum á alþjóðavettvangi, í Ar- abalöndum og Afríku hafa lítinn árangur borið og þegar á heildina er litið leitt til aukinnar pólitískr- ar einangrunar landsins. Vera mætti því að Gaddafi hyggðist hverfa frá þeim kostnaðarsömu umsvifum, sem land hans, þrátt fyrir olíupeningana, hefur vart efni á. Með hliðsjón af því er spurn- ing, hvað Gaddafi nú hyggst fyrir. gagnvart ítalíu. Þegar höfð er í huga fortíð ítala í Lfbýu verður ekki sagt að upprifjun Líbýu- manna á þeirri hryllingstíð sé út í hött. En þrátt fyrir það allt tókust á þeirri tíð milli ítala og Líbýu- manna menningar- og viðskipta- tengsl, sem síðan hafa haldist. Enn tala margir Líbýumenn ít- ölsku, þeir hafa meiri samskipti við ítalíu en nokkurt annað Evr- ópuríki og versla meira við hana en nokkurt ríki annað; um þriðj- ungur utanríkisverslunar þeirra er við ítalíu. Hér gæti því verið mikið í húfi fyrir Líbýu, ef sam- skipti versnuðu. 10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. nóvember 1989 ^nanm'B r.ot' finsrasni.q mi I I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.