Þjóðviljinn - 03.11.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.11.1989, Blaðsíða 11
Aukafjárlög Ekki síðan 1923 Fjármálaráðherra leggurframfrumvarp til fjáraukalaga yfirstandandi árs. Ekki gerst síðan 1923. Ólafur Ragnar Grímsson: Skrefinn ínýja tíma þar sem Alþingi tekur ákvarðanir um aukafjárveitingar Arið 1923 lagði þáverandi fjár- málaráðherra, Magnús Jóns- son, fram frumvarp til fjárauka- - laga yfírstandandi árs. Frum- varpið fékk aldrei þinglega af- greiðslu en síðan þá hafa fjármál- aráðherrar ekki lagt þetta frum- varp fram á yfirstandandi fjár- lagaári. Ólafur Ragnar Grímsson braut því á vissan hátt blað í sam- skiptasögu þings og framkvæmd- avalds, þegar hann lagði fram frumvarp til fjáraukalaga 1989 í gær. Ráðherrann sagðist vona að með þessu hefði verið stigið skref inn í nýja tima þar sem engar aukafjárveitingar færu fram án samþykkis Alþingis. En sem dæmi má nefna að í fyrra lagði ráðherrann fram fjáraukalög fyrir átta ár aftur í tímann. Þegar þingmenn samþykkja fjáraukalög samþykkja þeir þær breytingar sem orðið hafa á gjöldum og tekjum frá fjárlaga- frumvarpi. Fjárlagafrumvarp yfirstandandi árs var afgreitt með 600 milljóna tekjuafgangi. Nú er hins vegar útlit fyrir 4,8 milljarða halla á fjárlögum, samkvæmt til- kynningu frá fjármálaráðuneyt- inu. í fjáraukafrumvarpinu eru gefnar þrjár skýringar fyrir þess- ari breytingu. í fyrsta lagi hafi verðlagsforsendur fjárlaga breyst verulega. í stað 13-14% verð- hækkunar á árinu sé spáð 21- 23% meðalhækkunar verðlags. í öðru lagi hafi verið teknar ák- varðanir í tengslum við kjara- samninga sl. vor um lækkun og jafnvel niðurfellingu á tilteknum sköttum og að niðurgreiðslur skyldu auknar. í þriðja lagi hafi síðan verið teknar ýmsar ákvarð- anir um aukin útgjöld ríkissjóðs frá því fjárlög voru afgreidd, með Alþingi Umdeild lanastarfsemi Vegna fréttar DV um að Guð- rún Helgadóttir, forseti Samein- aðs þings, hafi fengið 200 þúsund króna lán hjá Alþingi, hafa emb- ættismenn þingsins sent frá sér yfirlýsingu. Þar segir að þess séu nokkur dæmi á undanförnum árum að starfsmenn Alþingis hafí fengið minniháttar launalán hjá skrifstofu Alþingis, einkum ef mistök hafa orðið við útborgun launa. Lán þessi hafí verið greidd upp við næstu launaútborgun til starfsmanns og ekki verið vaxta- reiknuð. í yfirlýsingu embættismann- anna, Friðriks Ólafssonar skrif- stofustjóra, Ólafs Ólafssonar varaskrifstofustjóra og Karls M. Kristjánssonar fjármálastjóra, segir ennfremur að í örfáum til- vikum hafi skrifstofa Alþingis veitt lán sem greidd hafi verið á lengri tíma. Lánin hafi komið til vegna óvæntra útgjalda í tengsl- um við störf fyrir Alþingi. í sept- ember sl. hefði hins vegar verið ákveðið að reikna útlánsvexti á þau lán sem þá voru óuppgerð, en þau hefðu verið til fjögurra einstaklinga, samtals að upphæð 248 þúsund krónur. Ekki er tekið fram í yfirlýsingunni hvaða ein- staklingar þetta eru, né hvort þeir eru þingmenn eða almennir starfsmenn þingsins. -hmp samþykktum Alþingis um við- bótarfjármagn til vegamála og að framlög til atvinnumála hafi verið aukin. Þrátt fyrir halla á fjárlögum í ár hefur almennur rekstrarkostnað- ur ríkisins hækkað mun minna en heildarútgjöld, eða um 13%, segir í tilkynningu ráðuneytisins. Þar af vegi launagreiðslur mest, en þær hækki um 10% á árinu. Framlög til aukinna tryggingar- bóta voru hins vegar aukin um 1,6 milljarð, niðurgreiðslur og út- flutningsbætur voru auknar um 1,4 milljarð og 1 milljarður fór aukalega til atvinnumála. Ólafur Ragnar sagði ríkissjóð ekki hafa greitt út alla þessa fjármuni og það yrði ekki gert fyrr en Alþingi hefði samþykkt fjáraukafrum- varpið. Ráðherrann leggur til að í framtíðinni fái hvert ráðuneyti í fjárlögum ákveðna upphæð til að mæta óvæntum útgjöldum og í lögunum verði einnig liður til ráðstöfunar vegna óvissuútgjalda fyrir ríkisstjórnina í heild. Ef þörf verði talin á aukafjárveitingum vegna lögbundinna skuldbind- inga ríkissjóðs eða breytinga á forsendum fjárlaga, verði fjár- aukalög lögð fram, en ekkert greitt úr ríkissjóði fyrr en Alþingi hafi samþykkt fjáraukalögin. Þannig verði ábyrgð Alþingis aukin. Sagðist Ólafur Ragnar ætla að hafa þennan háttinn á á næsta ári. Það eru ekki aðeins ákvarðanir um aukaútgjöld sem skekkt hafa fjárlögin í ár. Tekjur hafa einnig brostið miðað við áætlanir á viss- um sviðum. Tekjur af vörugjaldi verða 450 milljónum undir áætl- un, innflutningsgjald af bílum 350 milljónum minna og tekjur af ÁTVR verða 550 milljónum lægri en gert var ráð fyrir. -hmp Sendibílstjórar á Reykjavíkursvæðinu eru óánægðir með þá ákvörðun Borgarráðs að veita nýrri sendibíla- stöð starfsleyfi. Þess vegna fjölmenntu þeir á áheyrendapalla Borgarstjórnar þegar málið vartekið upp á fundi þess í gærkvöldi. Fulltrúar minnihlutans eru mótfallnir því að leyfi verði veitt til reksturs nýrrar leigubílastöðvar, einkum með hliðsjón af samdrætti í starfsemi sendibílastöðva um þessar mundir og ótta við að atvinnuöryggi starfandi sendibdstjóra verði stefnt í hættu. Sjálfstæðismenn töldu hins vegar að það væri ekki í verkahring Borgarstjórnar að taka afstöðu til þess hvort of margar sendibílastöðvar væru starfandi eða ekki. Auk efnislegs ágreinings voru borgarráðsmenn ekki á einu máli um það hvort það væri á færi Borgarstjórnar að afturkalla leyfi sem Borgarráð hefur þegar veitt. iþ Lánasjóðurinn Framtíðar- verkefni endurskoðuð Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd til að fjallu um framtíðarverkefni Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna og stöðu hans á næsta ári. í nefndinni eiga sæti fulltrúar allra stjórnmála- flokka á Alþingi, utan Kvenna- lista og Sjálfstæðisflokksins. Einnig eiga sæti í nefndinni full- trúar allra námsmannahreyfíng- anna. Aðalverkefni nefndarinnar verða að méta fjárþörf Lánasj- óðsins til frambúðar með hliðsjón af líklegum fjölda námsmanna og miðað við líklega getu þjóðarbús- ins til að standa undir námslának- erfínu. Auk þess á nefndin að gera tillögur um fjármál sjóðsins á næsta ári með hliðsjón af fjárl- agafrumvarpi fyrir árið 1990 og breytingum á skuldum sjóðsins meðan nýjar lánareglur eru í undirbúningi. Telji nefndin ástæðu til á hún að gera tillögur um breytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum fyrir næstu áramót. Þingflokkar samtaka um Kvennalista og Sjálfstæðisflokks- ins ákváðu að tilnefna ekki full- trúa í nefndina. Að sögn Kristín- ar Halldórsdóttur er aðalástæðan fyrir afstöðu Kvennalistans sú að þær töldu ekki tímabært að fjalla um fjármál sjóðsins á næsta ári á grundvelli framkomins fjárlag- afrumvarps þar sem það hefur enn ekki hlotið endanlega af- greiðslu á Alþingi. í bréfi sem þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins sendi mennta- málaráðherra er greint frá ástæðu þess að flokurinn vill ekki taka þátt í störfum nefndarinnar. Segir þar m.a. að ekki sé rætt um að taka með raunhæfum hætti á aðsteðjandi vandamálum sjóðs- ins og öll stefnumörkun ríkis- stjórnarinnar í málefnum sjóðs- ins sé með þeim hætti að þingf- lokkurinn sjái ekki ástæðu til neins samstarfs við stjórnina um þessi mál. ib Aðalfundur SAL Eftirlit með lífeyrissjóðunum Aaðalfundi Sambands al- mennra lifeyrissjóða sem haldinn var á mánudaginn var borin upp tillaga um sérstakt eftirlitshlutverk SAL með ein- stökum lífeyrissjóðum. Eftir tals- verðar umræður var ákveðið að vísa tillögunni til 6 manna nefnd- ar, skipuð fulltrúum frá ASÍ og VSÍ. - Vissulega kom fram efnisleg gagnrýni á tillöguna, einkum hvað varðar íhlutun SAL í ávöx- tunarmál lífeyrissjóðanna. Gagnrýni fundarmanna beindist þó meira að málsmeðferðinni þar sem margir töldu tillöguna seint fram komna og ekki nægilega kynnta fyrir fundinn. Þess vegna var samþykkt tillaga um að vísa málinu til frekari skoðunar í nefnd, sagði Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Sambands al- mennra lífeyrissjóða. í tillögunni, sem lögð var fram af framkvæmdastjórn SAL, er gert ráð fyrir að SAL geti gert könnun á fjárhagsstöðu lífreyris- Hrafn Magnússon: Efnisleg gagnrýni einkum á ákvœði umíhlutun SAL í ávöxtunarmál lífeyrissjóðanna að sinna eftirliti af þessu tagi, sagði Hrafn. Nefndin á að skila tillögum til sambandsstjórnar SAL, en að sögn Hrafns kemur hún líklega sjóðs og fái aðgang að öllum gögnum hans hafi ársreikningar ekki verið lagðir fram innan árs frá því að reikningsári lýkur. Einnig er gert ráð fyrir því að SAL geti fyrirskipað tryggingar- fræðilega úttekt á rekstri lífeyris- sjóða telji það ástæðu til. í tillögunni er ákvæði um að lífeyrissjóðum sé óheimilt að breyta reglum um bótarétt sjóðfélaga og reglum um verð- tryggingu og ávöxtun nema með samþykki SAL. Lagt er til að SAL verði úrskurðaraðili í deilumálum sem upp kunna að koma milli einstakra lífeyris- sjóða. Loks er lagt til að SAL setji meginreglur um hvernig líf- eyrissjóðirnir skuli ávaxta fé sitt. - Nú er ekkert eftirlit með starfsemi lífeyrissjóðanna og samband almennra lífeyrissjóða hefur sætt gagnrýni fyrir að sinna ekki þessu eftirliti, en samkvæmt núgildandi reglum er SAL ein- göngu þjónustuaðili við lífeyris- sjóðina og hefur ekki heimild til ekki saman fyrr en eftir ára- mótin, auk þess sem tillagan veður send stjórnum lífeyrissjóð- anna til umsagnar. iþ Heilsufar Frá vöggu til grafar Þingmenn Kvennalistans hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að heilbrigðisráðherra, í sam- ráði við landlækni, láti hanna heilsufarsbók sem fylgi einstakl- ingi frá vöggu til grafar, eins og það er orðað. í heilsufarsbókina skuli skráðar jöfnum höndum all- ar þær upplýsingar um heilsufar einstaklingsins sem máli skipta, svo sem sjúkdómar, læknismeð- ferð og lyfjanotkun. í greinargerð með ályktuninni segir að þrátt fyrir aukna tækni á tölvuöld sé skipulag upplýsinga af þessu tagi með þeim hætti að oft þurfi víða að leita fanga til að fá heildarupplýsingar um heilsu- far fólks. Sjúklingurinn sjálfur hafi allt of sjaldan yfirsýn yfir eigið heilsufar, tímasetningu og niðurstöður rannsókna og lækn- ismeðferðar sem hann hefur fengið. í greinargerðinni kemur fram að heilsufarsbækur hafi verið notaðar meðal ýmissa annarra þjóða um nokkurt skeið með góðum árangri. -hmp Föstudagur 3. nóvember 1989, NÝTT HELGARBLAÐ - SlÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.