Þjóðviljinn - 03.11.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.11.1989, Blaðsíða 12
- Viötal! Um hvaö? segir Ingibjörg Haraldsdóttir, rétt eins og hún hafi ekkert að segja, enda er hún bara að senda frá sér Ijóðabók og þýðingu á skáld- sögu. Bækurnar tvær eru þó ekki eina tilefni viðtals- ins heldur ferðalög Ingibjargar til Sovétríkjanna og Kúbu. Fyrir rúmu ári fór hún í fyrsta sinn aftur til Sovétríkjanna nítján árum eftir að hún lauk þar námi og því forvitnilegt að fá að vita hvernig henni hafi orðið við að detta þar inní glasnost og perestrojku. Til Kúbu fór hún í fyrsta sinn tólf árum eftir að hún flutti þaðan eftir sex ára búsetu. En ný bók í íslenskri þýðingu fœr að ganga fyrir breytingum í heimspólitíkinni í bili, - hvaða bók er þetta og eftir hvern? - Þetta er reyndar önnur bókin sem ég þýði á þessu ári, segir Ing- ibjörg. - Sú fyrri heitir Orlaga- eggin og er eftir Búlgakoff. Hún kom út í Uglubókunum fyrr á þessu ári. Þessi bók sem ég var að ljúka við að þýða núna heitir Börn Arbats og er eftir Rybakov. Hún kom út í Sovétríkjunum fyrir tveimur árum og vakti þá mikla athygli bæði þar og er- lendis. Hún hefur verið þýdd á mörg tungumál og er nú nýkomin út eða um það bil að koma út á þýsku, frönsku og ensku. - Þetta er úttekt á Stalínstím- anum, gerist á árunum 1933-34, aðallega 1934, og er eiginlega fyrsta gagnrýna skáldsagan sem Rússar sjálfir gefa út um þennan tíma. Arbat er gata og hverfi, sem við hana er kennt í Moskvu. Þetta eru margar sögur í einni, í upphafi bókar er sagt frá hópi af ungu fólki, sem er að ljúka námi og byrja lífið og síðan er sagt frá því, sem á daga þessa drifur, til dæmis lendir eitt þeirra í Síberíu. Meðal þeirra sem þarna koma fyrir er Stalín í eigin persónu, ansi hryllilegur og mjög trúverðugur, maður trúir því gjarnan að svona hafi hann einmitt verið. Þessi lýs- ing á honum er eitt af því sem er mest spennandi í bókinni þó þar sé sagt frá ýmsu sem er mjög spennandi og áhugavert. - Rybakoverfæddurl911,svo hann er að verða áttræður. Hann Glasnost við góöa heilsu hefur verið að gefa út bækur frá heitir Þungur sandur og svo birt- með í smíðum í tuttugu ár, frá 1950, fékk meira að segja Stalín- ist allt í einu þessi, sem sumir vilja 1966-86. verðlaunináriðl951.Hannhefur halda fram að hann hafi ætlað sér - Það stendur kannski til að einu sinni áður skrifað sögu sem að reyna að fá út á Khrús- Rybakov komi hingað í tilefni af vakti einhverja athygli að ráði og jovtímanum en orðið of seinn, en útgáfu bókarinnar á íslensku, en var þýdd á önnur tungumál en sú aðrir segja að hann hafi verið er þó ekki alveg víst, þetta er erf- 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.