Þjóðviljinn - 03.11.1989, Side 12

Þjóðviljinn - 03.11.1989, Side 12
- Viðtal! Um hvað? segir Ingibjörg Haraldsdóttir, rétt eins og hún hafi ekkert að segja, enda er hún bara að senda frá sér Ijóðabók og þýðingu á skáld- sögu. Bækurnar tvær eru þó ekki eina tilefni viðtals- ins heldur ferðalög Ingibjargar til Sovétríkjanna og Kúbu. Fyrir rúmu ári fór hún í fyrsta sinn aftur til Sovétríkjanna nítján árum eftir að hún lauk þar námi og því forvitnilegt að fá að vita hvernig henni hafi orðið við að detta þar inní glasnost og perestrojku. Til Kúbu fór hún í fyrsta sinn tólf árum eftir að hún flutti þaðan eftir sex ára búsetu. En ný bók í íslenskri þýðingu fœr að ganga fyrir breytingum í heimspólitíkinni í bili, - hvaða bók er þetta og eftir hvern? - Þetta er reyndar önnur bókin sem ég þýði á þessu ári, segir Ing- ibjörg. - Sú fyrri heitir Orlaga- eggin og er eftir Búlgakoff. Hún kom út í Ugiubókunum fyrr á þessu ári. Þessi bók sem ég var að Íjúka við að þýða núna heitir Börn Arbats og er eftir Rybakov. Hún kom út í Sovétríkjunum fyrir tveimur árum og vakti þá mikla athygli bæði þar og er- lendis. Hún hefur verið þýdd á mörg tungumál og er nú nýkomin út eða um það bil að koma út á þýsku, frönsku og ensku. - Þetta er úttekt á Stalínstím- anum, gerist á árunum 1933-34, aðallega 1934, og er eiginlega fyrsta gagnrýna skáldsagan sem Rússar sjálfir gefa út um þennan tíma. Arbat er gata og hverfi, sem við hana er kennt í Moskvu. Þetta eru margar sögur í einni, í upphafi bókar er sagt frá hópi af ungu fólki, sem er að ljúka námi og byrja lífið og síðan er sagt frá því, sem á daga þessa drífur, til dæmis lendir eitt þeirra í Síberíu. Meðal þeirra sem þarna koma fy rir er Stalín í eigin persónu, ansi hryllilegur og mjög trúverðugur, maður trúir því gjarnan að svona hafi hann einmitt verið. Þessi lýs- ing á honum er eitt af því sem er mest spennandi í bókinni þó þar sé sagt frá ýmsu sem er mjög spennandi og áhugavert. - Rybakoverfæddurl911,svo hann er að verða áttræður. Hann Glasnost við góða heilsu hefur verið að gefa út bækur frá heitir Þungur sandur og svo birt- með í smíðum í tuttugu ár, frá 1950, fékk meira að segja Stalín- istalltíeinuþessi,semsumirvilja 1966-86. verðlaunin árið 1951. Hann hefur halda fram að hann hafi ætlað sér - Það stendur kannski til að einu sinni áður skrifað sögu sem að reyna að fá út á Khrús- Rybakov komi hingað í tilefni af vakti einhverja athygli að ráði og jovtímanum en orðið of seinn, en útgáfu bókarinnar á íslensku, en var þýdd á önnur tungumál en sú aðrir segja að hann hafi verið er þó ekki alveg víst, þetta er erf- 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. nóvembor 1989 Ingibjörg Haraldsdóttir: Varð að klípa mig í handlegginn til að minna mig á að ég væri í Sovétríkjunum Ingibjörg Haraldsdóttir: Kúba lýtur allt öðrum lögmálum en So- vétríkin. Það erekki hægt að bera þessi lönd saman. Mynd - Jim Smart. ið ferð fyrir svona gamlan mann. En hann erenn að skrifa, kallinn. Þetta er ekki nema fyrsta bindið af sögunni. Annað bindið hefur þegar verið gefið út í Sovétríkj- unum og hann er enn að, svo þetta getur orðið heilmikill bálk- ur. Sérkennilegt andrúmsloft - Það eru ansi merkilegir hlutir að gerast í Sovétríkjunum núna og það að bók eins og Börn Ar- bats skuli vera gefin út er bara eitt af merkjunum um það. Það er líka verið að gefa út bækur sem áður hefur ekki verið leyfilegt að gefa út í landinu eins og til dæmis Dr. Zhivago eftir Pasternak. Hvernig kom þetta þér fyrir sjónir þegar þú komst aftur til So- vétríkjanna eftir allan þennan tíma? Petta eru orðin ein 20 ár er það ekki? - Jú núna í desember verða tuttugu ár liðin frá því að ég út- skrifaðist úr kvikmyndaskóla í Moskvu. Ég lauk námi í desemb- er 1969, flutti til Kúbu eftir ára- mótin og kom svo ekkert til So- vétríkjanna fyrr en í fyrra, þá fór ég þangað sem fararstjóri og eins fór ég aftur með hóp í sumar. Það var ansi fróðlegt að koma þangað aftur eftir svona langan tíma. - Ég stoppaði að vísu ekki nema í hálfan mánuð í hvort skipti og var ekki nema þrjá daga í Moskvu, svo það var lítill tími til að grafa upp fólk sem ég þekkti þegar ég bjó þar því ég var líka að vinna. Ég hef ekki þann saman- burð sem ég hefði getað fengið ef ég hefði verið þarna í mánaðar fríi og haft nógan tíma til að leita uppi gömlu vinina og ræða við þá. En mér tókst þó að hafa upp á sumum af gömlu kunningjunum og eins horfði ég á sjónvarp og las blöðin, og það sagði mér ýmislegt um þær breytingar sem þarna hafa orðið. - Þarna ríkti alveg óskaplega sérkennilegt andrúmsloft. Bara sjónvarpið var þannig að ég varð að klípa mig í handlegginn til að minna mig á að ég væri í Sovét- ríkjunum. Fréttirnar voru alveg ótrúlegar; fréttaflutningurinn, gagnrýnin og umræðan var svo ólík því sem hún var í gamla daga að ég varð alveg dolfallin. En það getur verið að það sé einmitt um- ræðan sem hefur breyst mest. Fólk er orðið gagnrýnið og neikvætt og segir það hverjum sem heyra vill, en hins vegar eru sjáanlegar breytingar ekki svo miklar. Moskva hefur að vísu stækkað alveg geysilega á þessum 20 árum, það sér maður um leið og komið er frá flugvellinum. Aður var ekið í gegnum birki- skóga í langan tíma, en nú er maður strax kominn inn í borg- ina. - Reyndar var ein breyting, sem ég varð áþreifanlega vör við í seinni ferð minni sem fararstjóri og það var hvað svarti markaður- inn var orðinn áberandi bara á þessu eina ári. Það var alveg með ólíkindum hvað fólk var orðið frekt og ágengt. Ferðamanna var beðið í hópum alls staðar þar sem þeirra var von og ekkert verið að fara í felur með það, enda virtist lögreglan ekki hafa nokkra löngun til að skipta sér af þessu. Meira að segja starfsfólk hótels- ins sem við bjuggum á bankaði uppá hjá mér til að vita hvort ég hefði eitthvað til sölu. Alveg sama hvað. Þetta var alveg ó- skaplega uppáþrengjandi og er nokkuð sem ég varð aldrei vör við þegar ég bjó þarna þó ferða- menn hafi kannski alltaf vitað af því. - Ég reyndi að spyrjast fyrir um hverju þetta sætti og var sagt að allir væru orðnir svona hrædd- ir við breytingar í peningamálum. Það er hluti almennings sem bregst svona við perestrojkunni. Rúblan er orðin mjög hlægilegur pappír og fólk óttast myntbreyt- ingu og reynir því að kaupa hvað sem er til að losna við rúbluna. Ferðamenn verða svo fyrir barð- inu á þessu kaupæði því það er lítið hægt að fá í búðum. Allt á ógnarhraða - Ég held að þeim gangi vel með glasnost þarna fyrir austan, það hefur alltaf verið þeirra sterka hlið að tala um hlutina, en ég held að perestrojkan gangi ekki eins vel. Það vill oft verða svo með framkvæmdir í Sovét- ríkjunum. Rússar virðast eiga auðveldara með að tala en fram- kvæma. Það geta þó auðvitað hafa orðið ýmsar breytingar í efnahagslífinu þó ég hafi ekki orðið vör við þær á hálfum mán- uði. - En sem stendur ríkir þarna erfitt og ótryggt ástand. Nú eru að koma upp á yfirborðið ýmis vandamál, sem hafa hlaðist upp árum saman eins og til dæmis þjóðernisvandamálin. Þegar þau brjótast út getur skapast mjög hættulegt ástand eins og dæmin sanna. - En hvort sem maður telur sig hafa orðið varan við einhverjar breytingar á skipulaginu eða ekki fer það ekkert á milli mála að þarna er eitthvað mikið og spenn- andi að gerast, hvert svo sem það leiðir. Og það er víst enginn vafi á því að það var orðin mikil þörf á breytingum. Ég kom fyrst til So- vétríkjanna árið 1963, í lok Khrúsjovtímans, einmitt um það leyti sem allt fer aftur að frjósa. Þegar ég fór, 1969 var byrjað þetta stöðnunartímabil, sem nú er kennt við Brézhnev og þó ég hafi á þeim árum verið það upp- tekin af eigin lífi að út af fyrir sig skipti það sem gerðist í þjóðfé- laginu mig litlu máli, man ég eftir því að síðustu árin mín þarna var uggur í mörgum. Menn voru hræddir um að nýr Stalínstími með persónudýrkun á leiðtogan- um væri að renna upp og það virðist hafa gengið eftir að ein- hverju leyti. - Nú gerast hlutirnir hinsvegar á ógnarhraða og það getur að vissu leyti verið hættulegt. Fjöl- margir hafa komið sér vel fyrir undir gamla kerfinu og munu þar af leiðandi reyna að koma í veg fyrir allar breytingar. En ég held að það sé ekki hægt að snúa þró- uninni við. Það leggur enginn heilvita maður í það. Kúbanir fara eigin leiðir En nú fórstu líka til Kúbu i fyrsta sinn í langan tíma... - Já, fortíðin hefur verið að hellast yfir mig aftur. Ég fór til Kúbu í fyrra í fyrsta skipti í tólf ár. Ég flutti þangað í janúar 1970 og bjó þar fram í desember 1975, svo nú eru um 13 ár síðan ég flutti þaðan. Það sem þar er að gerast er náttúrlega allt annað en í So- vétríkjunum, enda eru þetta mjög ólík þjóðfélög þó þetta eigi að heita sama hugmyndafræðin. Kúba lýtur allt öðrum lögmálum en Evrópulöndin og Sovétríkin, en það var líka mjög spennandi að koma þangað. - Þar hafa verið talsverðir örð- ugleikar eins og annars staðar í þriðja heiminum, heimskreppan sem nú kemur hvað verst niður á honum skapar ekki síður erfið- leika hjá Kúbönum en hjá ná- grönnum þeirra. Það er á þeim mikið skuldabasl. Þó ríkir að mörgu leyti allt annað ástand á Kúbu en í nágrannalöndunum því þó á mörgum sviðum hafi þeim gengið brösuglega hefur þeim til dæmis tekist að byggja upp heilbrigðis- og menntakerfi sem er fullkomlega sambærilegt við Evrópulöndin. - Nú stendur þar yfir mikil her- ferð gegn spillingu. Sú barátta er hluti af herferð sem hófst 1986 og er kölluð Leiðréttingarherferðin. Tilgangurinn er að blása lífi í gömlu byltingarglæðurnar og endurvekja eldmóðinn og þar hefur orðið talsvert ágengt. Til dæmis er fólk aftur farið að trúa því að það geti sjálft leyst erfið vandamál sem það var eiginlega búið að gefast upp á, eins og að byggja upp Havana. Þar byggir fólk nú íbúðarhús og dagvistar- heimili í sjálfboðavinnu og ríkir mikil stemmning. Er þróunin í Sovétríkjunum og á Kúbu á einhvern hátt sambœri- leg? - Þetta eru svo gjörólík lönd. Saga þeirra og landafræði eru tveir andstæðir pólar svo það er alls ekki hægt að bera þau saman. Sovétríkin eru svo ótrúlega stór að maður fær enga yfirsýn yfir landið þó maður búi þar árum saman í einhverri einni borg. Þetta er svo mikið flæmi og þjóð- irnar eru svo ólíkar að það er mjög erfitt að fá einhverja heildarmynd af ríkinu. Kúbanir eru hins vegar eyþjóð. Þar er allt mikið viðráðanlegra og nær manni en í stórveldi eins og So- vétríkjunum. - Sama er að segja um sögu þessara ríkja. Þó mikið hafi verið barist á Kúbu og þar hafi verið mikið um ofbeldi og hörku er það af allt öðrum toga en það sem hefur gerst í Sovétríkj unum. í So- vétríkjunum er svo stutt í hörm- ungar sem hvfla á þjóðinni eins og farg. Það nægir að nefna síðari heimsstyrjöldina og Stalínstím- ann sem dæmi. Þegar ég kom til Sovétríkjanna voru ekki liðin nema 18 ár frá lokum heimsstyrj- aldarinnar og 10 ár frá dauða Sta- líns svo þetta var allt svo nálægt fólki. Það þurfti ekki að vera svo mikið eldra en ég til að hafa upp- lifað einhverjar skelfingar sem mótuðu öll þess viðhorf. Á Kúbu var allt svo miklu léttara. Þar býr allt öðruvísi fólk og á því hvílir ekkert sambærilegt farg. Hafa glasnost og perestrojka þá ekki haft nein áhrif á Kúbu? - Auðvitað hefur það haft áhrif, það hlýtur að vera og sjálf- sagt hefur margt gerst síðan ég var þarna í fyrra. Hlutir sem mað- ur fréttir ekki af nema maður fari þangað. En hinsvegar held ég ekki að þau áhrif séu neitt vel séð á Kúbu. Kúbanir hafa fyrir löngu áskilið sér rétt til að fara eigin leiðir í mótun síns þjóðfélags og á það er lögð áhersla í öllum opin- berum ræðum. Kúbanir leggja líka áherslu á það að þeir ætli ekki að snúa aftur til kapítalism- ans, þangað hafi þeir ekkert að sækja. Þeir ætla að beina sínum kröftum að því að byggja upp sós- íalismann og Leiðréttingarher- ferðin er hluti af því. Svo er bara að bíða og sjá hvernig til tekst. - Auðvitað var margt orðið ólíkt því sem það var þegar ég bjó þarna. Margt var orðið auðveld- ara og aðgengilegra, vöruskort- urinn var orðinn minni, en dag- legt líf var samt enn mjög erfitt og tímafrekt. Bara svona einfaldir hlutir eins og til dæmis að kaupa í mat og elda gat verið ótrúlega erfitt og tímafrekt. Vel geymd fyrir austan járntjald ‘68 En svo við víkjum að öðru, - get ég ekki pínt þig til að segja eitthvað um Ijóðabókina sem þú ert að gefa út? - Þetta er mín þriðja ljóðabók. Sú fyrsta kom út 1974, og sú önnur 1983, svo þetta eru ljóð sem hafa orðið til á undanförnum sex árum. Ég er ekki mjög af- kastamikið ljóðskáld. Þetta er eitthvað sem er alltaf í gangi hjá mér og gerist mjög hægt. Snúast Ijóðin um eitthvert ákveðið þema? - Bókin heitir Nú eru aðrir tímar, nafn sem kannski ber vott um einhverja nostalgíu eða for- tíðarþrá og ef hægt er að sjá eitthvert þema í þessari bók er það kannski þetta með fortíðina sem hellist aftur yfir mann. En það er reyndar alls ekki eina þemað. Kannski hreint og beint villandi að vera að segja svona hluti. Ég hef ekki setið við að yrkja einhver eftirsjárljóð und- anfarin sex ár. - En komi þarna fyrir einhver nostalgía er mín eina von að hún sé öðruvísi en minna jafnaldra, því ég var í öðrum menningar- heimi í 12 ár og sé þannig eftir öðrum hlutum en þeir. Árið 1968 var ég vel geymd fyrir austan járntjald, svo það sem þá gerðist og það sem fylgdi í kjölfarið sá ég talsvert öðrum augum en jafn- aldrar mínir á Vesturlöndum. Hafði ‘68 þá engin áhrif fyrir austan járntjald? - Aðallega þau að eftir innrásina í Tékkóslóvakíu var farið að kenna okkur útlending- unum pólitísk fræði. Sögu komm- únistaflokksins og þess háttar, nokkuð sem við höfðum sloppið við fram að því. Auðvitað las maður um það sem var að gerast, en það var samt býsna fjarlægt. Þar að auki var ég stödd á Kúbu þegar innrásin var gerð í Tékkó- slóvakíu svo hún var ansi fjarlæg líka. Á Kúbu skipti Evrópa fyrir norðan Spán óskaplega litlu máli svo þó það væri sagt frá þessu var það ekkert sem kom neinu róti á fólk. Á Kúbu er allt annar menn- ingarheimur en í Evrópu. Spánn skipti máli sem móðurlandið en annars beinist athyglin að Róm- önsku Ameríku og Bandaríkjun- um. Getum við átt von áfleiri nýjum bókmenntaverkum „að austan" í þinni þýðingu á nœstunni? - Það er aldrei að vita, mér finnst gaman að þýða. Nú eru spennandi tímar í sovéskum bók- menntum og tilvinnandi að fylgj- ast með því sem þar gerist. LG 1)3 ,lJ« -'■Vj -iy 'j’s 3i« t> löUiíiuiJloo oiagitt iu ,ui<uo )«/ - *- ; "t g-. . j... -~ . , •• V'.~ - <: ■■' ■' Föstudagur 3. nóvember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13 . s <• <1 * T y * 8 •

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.