Þjóðviljinn - 03.11.1989, Síða 15

Þjóðviljinn - 03.11.1989, Síða 15
Tölvuvæðing í prentvinnslu Þjóðviljans Ný forritgera smœrri blöðunum kleiftað tölvuvœða prentvinnsluna í ríkari mæli en hingað til. Pjóðviljinn og Tíminn verða brátt brotin um á skjá Macintosh tölvu Tolvuvæðingin hefur líklega óvíða haft meiri áhrif en í prent- smiðjum heimsins. í mörgum löndum hefur komið til harðvít- ugra átaka vegna þess hve hratt tölvutæknin tók völdin af starfs- fólki í prentiðnaði. Nú er sá slagur að mestu afstaðinn og ný tæki og forrit í sjónmáli sem valda enn einni umbyltingunni í útgáfu blaða og bóka. Nú er það um- brotið sem komið er á skjáinn. Raunar eru allmörg ár síðan blaðamenn fóru að setja greinar sínar á tölvur og minnkuðu þann- ig þörfina fyrir setjara. Á Morg- unblaðinu er nú önnur ef ekki þriðja kynslóð tölva í notkun og þar og á DV hafa verið keypt tölvukerfi frá Norsk Data sem eru sérhönnuð fyrir dagblöð. Þau kerfi auðvelda alla vinnslu blaða- nna, ma. er hægt að brjóta um heilu síðurnar í þeim. Af ein- hverjum ástæðum hafa blöðin þó ekki nýtt sér þá möguleika nema að takmörkuðu leyti. Fyrir nokkrum árum þegar Þjóðviljinn, Tíminn og Alþýðu- blaðið endurnýjuðu prentsmiðj- ur sínar voru kannaðir mögu- leikar á að kaupa kerfi af svipaðri gerð og Mogginn og DV nota. Þá kom í Ijós að minnstu gerðirnar af þeim voru of stórar fyrir þessi blöð. Fyrir vikið keyptu blöðin hefðbundnar setningarvélar þar sem dálkarnir koma út á pappírs- strimlum sem síðan eru festir upp á síðurnar. Síðan gerðist það að blaðamenn fengu einkatölvur af IBM-gerðinni sem tengdar voru við setningartölvurnar með að- stoð þýðingarforrita. Skrifborös- útgáfa Á allra síðustu árum hafa orðið gífurlegar breytingar á tölvu- markaði. Fólk og fyrirtæki hafa smátt og smátt fjarlægst þá hug- mynd að smíða æ stærri og öflugri móðurtölvur til þess að stjórna voldugum kerfum með mörgum útstöðvum. Það má segja að orð- ið hafi valddreifing í tölvumálun- um. Framfarir í nettengingum og forritum hafa gert það að verkum að einkatölvurnar geta afkastað meiru og eiga auðveldara með að vinna saman en áður. Stóru tölvurisarnir hafa víðast hvar vik- ið fyrir meðalstórum tölvum sem tengja saman smærri hópa fólks sem situr hvert við sína einka- tölvu og hefur mun meira vald yfir vinnu sinni en áður. Fyrir 4-5 árum skaut hugtakið „skrifborðsútgáfa“ upp kollin- um. Þá voru komin á markað for- rit sem gengu lengra en venjuleg ritvinnsla og gerðu notendum einkatölva kleift að setja textann Föstudagur 3. nóvember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15 gera allslags hundakúnstir með letur og form. Slík forrit geta gert alla framsetningu upplýsinga mun skemmtilegri og aðgengi- legri en áður. Það má hugsa sér alls kyns súlurit og kökurit til þess að setja tölulegar upplýsingar fram á myndrænan hátt, litlar og stórar skreytingar sem lífga upp á textann og þannig mætti lengi telja. Ég bendi á þá öru þróun sem orðið hefur í gerð veður- korta í dagblöðum að undan- förnu. Vafalaust munu þessar breytingar hafa í för með sér að útlit Þjóðviljans breytist eitthvað en þó þarf það ekki að verða mikið. Umbrotsforritið sem fyrir valinu varð hefur það mikla möguieika að hægt ætti að vera að endurskapa núverandi útlit að langmestu leyti á skjánum. Hins vegar verðum við sem vinnum að blaðinu að tileinka okkur ný vinnubrögð og ný við- horf til ýmissa hluta, þám. hefð- bundinnar verkaskiptingar starfshópa. Þessi tækni er enn svo ný, líka erlendis, að ýmsir þættir í vinnuferlinu eru ómótaðir. Til dæmis hvort sú skipan helst að útlitsteiknari geri eftir sem áður skissur að útliti síðunnar eða hvort það verður að öllu leyti mótað á skjánum. Mikil hagræðing En þótt nákvæmlega þessi tækni sé enn á mótunarskeiði í heiminum er þó komin á það reynsla að aukin tölvuvæðing í prentvinnslu blaða hefur veru- legan sparnað og hagræðingu í för með sér. Hún býður upp á fljótvirkari vinnubrögð og auðveldar allar breytingar á síð- ustu stundu ef á þarf að halda. Hún hefur í för með sér að gæðin aukast og öryggið í vinnslunni sömuleiðis vegna þess að með tölvuvæðingunni er úr sögunni aðskilnaður þeirra sem móta útlit blaðsins og þeirra sem brjóta það um. Síðast en ekki síst hefur reynslan sýnt að færri menn þarf til að vinna sama verk og áður, yfirvinna minnkar og það dregur stórlega úr pappírseyðslu. Með þessum breytingum er það ætlun okkar að halda áfram að gefa út Blaðið Okkar og gera það eins vel úr garði og okkur er kleift. Vonandi aukast mögu- leikar okkar á því að búa til betra blað þegar nýja tæknin kemst í gagnið. Til þess er hún. -ÞH upp á smekklegri hátt en áður. Það forrit sem fyrst birtist hér á landi og bjó yfir þessum mögu- leikum heitir PageMaker og var gert fyrir tölvur af gerðinni Mac- intosh. Undirritaður kynntist þessu forriti fyrst árið 1986 og varð að sjálfsögðu stórhrifinn. Þessi umbrotsforrit voru lengi vel alltof frumstæð fyrir fagmenn í útgáfu sem gerðu kröfur um bestu fáanleg gæði. Urval stafa- gerða var takmarkað og lítið hægt að hnika til stöðluðum stöfum. Letrið var því alltof kantað og klunnalegt til þess að hægt væri að nota forritin í fínni prentun. Auk þess setti útprentunar- tæknin gæðunum skorður. Fyrstu geislaprentararnir skiluðu svip- uðum gæðum og meðal ljósritun- arvélar. Upplausnin var ekki nema brot af því sem setningar- tölvur prentsmiðjanna réðu við. Þetta voru með öðrum orðum ágætis tæki fyrir áhugamenn og þá sem þurftu að gefa út frétta- bréf í litlu upplagi fyrir lítinn pen- ing. Stórstígar framfarir Með tímanum tóku þessi um- brotsforrit framförum sem reyndust ótrúlega stórstígar. Með hverri nýrri útgáfu jukust möguleikarnir verulega og í fyrra komu hingað til lands fyrstu tækin sem gerðu samstarf Macintosh-tölva og setningarvéla möguleg. Þá kom fram forritið PostScript sem gerði það að verk- um að hægt var að senda heilar síður sem brotnar voru um í PageMaker yfir í setningartölvu og fá þær prentaðar út með bestu prentgæðum. Þrátt fyrir þetta voru takmark- anir forritanna of miklar til þess að þau gætu talist álitlegur kostur fyrir blöð og tímarit. Til þeirra eru gerðar verulegar kröfur hvað útlit snertir og forritin risu ein- faldlega ekki undir þeim. Hins vegar nýttust þau útgefendum bóka ágætlega, einkum þó venju- legra bóka þar sem letrið var að- alatriðið. Nú er þetta hins vegar breytt. Nýjustu útgáfur um- brotsforritanna eru orðnar það fullkomnar að þær gefa sér- hönnuðum tölvukerfum fyrir dagblöð lítið eftir. Og það sem meira er: komin er á markað ný kynslóð einkatölva með mun öflugra vinnslu- og geymsluminni en eldri gerðir og auk þess tölu- vert hraðvirkari. Nýir möguleikar Því var það í sumar að við á Þjóðviljanum fórum að huga að kaupum á tölvubúnaði og forrit- um sem gætu orðið til að auka hagkvæmni í rekstri og gera vinnslu blaðsins fjótvirkari og auðveldari. Eftir töluverðar vangaveltur höfum við ásamt með Tímamönnum ákveðið að kaupa tölvubúnað af gerðinni Macintosh II og umbrotsforrit sem nefnist Quark Xpress 2,1. Fáum við hann í hendur nú um mánaðamótin en undir jól geta lesendur búist við að fá í hendur blöð þar sem stöku síður eru brotnar um með þessari nýju tækni. Ef lýsa á vinnsluferli blaðsins með þessum nýju tækjum verður það þannig að blaðamenn sitja eins og áður við sínar einkatölvur og skrifa greinarnar. Þær verða tengdar saman í net og við deili- tölvu (server á énsku) sem flokk- ar þær og kemur þeim áfram í kerfinu. Frétta- og ritstjórar geta svo kallað fram greinarnar á sína skjái, lesið þær og lagfært ef þess þarf. Þegar greinar eru tilbúnar kalla umbrotsmenn þær fram á tölvuskjáinn hjá sér og setja þær í réttan búning, þe. velja letur- gerðir, -stærðir og -breiddir. Svo opna þeir umbrotsforritið þar sem er tilbúin síða í réttri stærð og með öllum umbúnaði. Inn á þessa síðu „hella“ þeir greinun- um og fara síðan að brjóta um, þe. raða greinunum upp, af- marka myndapláss, setja fyrir- sagnir á sinn stað osfrv. Þegar síð- unni er lokið er hægt að prenta hana út á venjulegum geisla- prentara fyrir prófarkalesara. Að lestri og leiðréttingum loknum er síðan fullbúin og hægt að prenta hana út á fullkomnum geisla- prentara af gerðinni Varityper sem hefur 600 punkta upplausn, helmingi meiri en venjulegir geislaprentarar. Einnig væri hægt að senda síðuna um símalínurnar í hvaða prentsmiðju sem er. Með þessari tækni opnast líka mögu- leiki á því að við tökum við síðum í gegnum símann hvaðan sem er í heiminum ef svo ber undir. Breytt viðhorf Þessi tölvuvæðing gefur okkur einnig aðra möguleika. Nú eru komin á markað forrit fyrir einkatölvur til þess að teikna og PC Byrjenda- námskeið Skemmtilegt og gagnlegt nám- — ^ skeið fyrir þá sem eru að byrja að fást við tölvur. Tími: 14/11,16/11,21/11 og 23/11, kl. 20 til 23. BSRB, ASÍ og VR styðja félaga sína til þátttöku á námskeiðunum. Leiðbeinandi: Stefán Magnússon. Tölvufræðslan Borgartúni 28, sími 687590

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.