Þjóðviljinn - 03.11.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 03.11.1989, Blaðsíða 20
SKÁK ,J^sS^»"-" ^B Bp» HELGI ÓLAFSSON Sveit TR til Budapest Dómnefnd Informator velur bestu skákina Víðlesnasta og virtasta skákrit heims er enn í dag júgóslavneska ritið Informator, sem kemur út tvisvar á ári u.þ.b. 500 blaðsíður að stærð. Gildi þess felst fyrst og fremst í athugasemdum bestu skákmanna heims, misgóðum að sjálfsögðu en það er einkum heimsmeistarinn Garrí Kasparov sem gleður lesendur með leiftrandi skýringum. Kasparov er einn fárra sem virðast ekki halda eftir mikilvægum upplýs- ingum. Hann ræðst ótrauður á skákirnar og brýtur þær til mergj- ar. Svo eru aðrir sem láta sér nægja að gera stuttlega grein fyrir sínum skákum, það læðist jafnvel að manni sá grunur að þeir geri svona til að koma í veg fyrir að aðrir séu að „hnýsast" í sín hugar- verk, í sumum tilvikum eru athugasemdirnar þannig að ekki verður hjá því komist að álykta að viðkomandi sé að slá ryki í augu verðandi andstæðinga. Einn skemmtilegasti kaflinn varðar val á annars vegar bestu skák ritsins á undan og hinsvegar á mikilvægasta fræðilega innlegginu. Sérstök dómnefnd, sem um langt skeið hefur verið skipuð meisturum á borð við Bo- tvinnik, Smyslov, Gligoric, fjall- ar um þær skákir sem til álita koma. Þeir gefa einkunnir frá einum upp í tíu og sá sem flest stig hlýtur vinnur. Sigursælastir und- anfarin ár hafa verið þeir Kaspar- ov og Karpov, skákheimurinn einblínir á mót þar sem þeir eru meðal keppenda og valið er því skiljanlegt. f tiltölulega nýutkomnu hefti af Informator fékk góðvinur ís- lendinga Mikhael Gurevic 1. verðlaun fyrir mikilvægustu fræðilegu endurbótina. í við- kvæmu afbrigði drottningar- bragðs tók hann uppá því að hrókera langt, en ekki stutt eins og gert hafði verið frá „upphafi vega". Þetta uppátæki hans nýtt- ist Jonathan Speelman harla vel síðar er hann mætti Nigel Short í áskorendakeppninni. Sagan segir að vinkona Jon Tisdall, aðstoðar- manns Speelman, hafi fundið skák Gurevic frá sovéska meist- aramótinu í norsku blaði og sýnt þeim félögum úrklippuna með fyrrgreindum afleiðingum. Gure- vic hlaut 70 stig af 90 mögulegum, jafnmörg og Kasparov fyrir skák sína við Ivantsjúk á sama móti, en í samræmi við sérstakar reglur fær Gurevic 1. verðlaun frá SWIFT-félaginu belgíska. Bestu skák seinna helmings 1899 tefldi hinsvegar Anatoly Karpov gegn Artur Jusupov á so- véska meistaramótinu í fyrra. Það sést best á því hversu þýð- ingarmikið þetta mót er talið, að í næstu tveim sætum komu einnig skákir þaðan. Karpov hlaut 63 stig af 90 mögulegum en aðeins argentíski stórmeistarinn Oscar Panno gaf honum hæstu einkunn, Ivantsjúk fékk hæstu einkunn hjá þremur dómnefndarmönnum fyrir furðulega skák við Malanj- úk og Kasparov hjá tveimur fyrir glæsilega sóknarskák sína við Smirin. En lítum á bestu skák Inform- ators nr. 47: Sovéska meistaramótið 1988: Anatoly Karpov - Artur Jusupov Drottningarbragð 1. c4-e6 2. Rc3-d5 3. d4-Be7 4. Rf3-Rf6 5. cxd5-exd5 6. Bg5-c6 7. Dc2-g6 (Á heimsbikarmótinu í Rotter- dam á þessu ári lék Jusupov 7. .. Ra6 gegn Karpov og fékk ágæta stöðu.) 8. e4-Rxe4?! (Sennilega er þetta ónákvæmur leikur en 8. ... de4 hafði verið- leikið áður og svartur átt í vand- ræðum með að jafna taflið.) 9. Bxe7-Kxe7 (Álls ekki 9... Dxe710. Rxd5! og hvítur vinnur.) 10. Rxe4-dxe4 11. Dxe4+-Be6 12. Bc4-Da5+ 13. KH-Df5 14. De3-Rd7 15. Hel-Hae8 a b c d e f g h (Hvítur virðist eiga ágætt tafl en hvernig er best að þróa stöðuna? Lausn Karpovs er afar einföld en stórglæsilega útfærð.) 16. d5!-cxd5 17. Bb5!-a6 18. Da3+-Kd8 19. Da5+-Ke7 (Sem svar við 19. .. Kc8 gefur Zajcev, aðstoðarmaður Karp- ovs, upp eftirfarandi afbrigði: 20. Hcl+-Kb8 21. Dc7+-Ka8 22. Rd4-Df6 23. Bxa6-Hb8 24. Da5- Dxd4 25. Bxb7+-Kxb7 26. Hc7 mát.) 20. Db4+-Kf6 21. Dd4+-Ke7 22. Bd3-Dh5 23. h4! (Hvíta staðan hefur breyst furðu- lítið en nóg til þess að riðla öllu jafnvægi hjá svörtum. Hvítur tryggir nú riddaranum varanlega bólfestu á g5 og setur svörtu drottningunni harða kosti.) 23. .. Kd8 24. Rg5-Hhf8 25. Be2-Dh6 26. Bf3 (Hvítur bætir stöðu sfna án þess að svartur fái á nokkurn hátt aukið olnbogarými sitt.) 26. .. He7 27. Db4-Rf6 (Hvítur hótaði 28. Bxd5 o.s.frv.) 28. Dd6+-Hd7 29. Df4-Rg8 30. Bg4! (Nú hrynur svarta staðan því 30. .. Bxg4 strandar á 31. Db8 mát.) 30. .. Kc8 31. Bxe6-fxe6 32. Hcl+-Kd8 33. Rxe6+ (Eftir að hvítur vinnur skiptamun er eftirleikurinn auðveldur. Sennilega hefur tímahrak komið í veg fyrir að Jusupov gæfist upp.) 33. .. Ke7 34. Dxf8+-Dxf8 35. Rxf8 Kxf8 36. Hh3-Re7 37. h5-Kg7 38. h6+-Kf6 39. Hf3+-Ke6 40. Hel+-Kd6 41. Hf6+-Kc7 42. g4-Rc6 43. He8 - og Jusupov gafst upp. Kannski hefur það verið vegna þessarar skákar að menn töldu möguieika hans enga í einvíginu við Karpov á dögunum. Bestu eiginleikar Karpovs komu þarna fram, til- finning fyrir minnstu breytingu á stöðu ásamt mikilli nákvæmni. Sveit TR til Ungverjalands Næst komandi mánudag held- ur sveit Taflfélags Reykjavíkur til Budapest í Ungverjalandi. Þar fer fram keppni TR-inga og MTK Budapest í 8-liða úrslitum Evrópukeppni taflfélaga. Sveit TR hefur slegið út belgíska liðið Anderlecht og v-þýsku meistar- ana Bayern Múnchen. Sveitina skipa Jóhann Hjartarson sem teflir á 1. borði, Jón L. Árnason á 2. borði, Margeir Pétursson á 3. borði, Helgi Olafsson á 4. borði, Hannes Hlífar Stefánsson á 5. borði, Karl Þorsteins á 6. borði og varamaður er Þröstur Þór- hallsson. Fararstjóri er Jón G. Briem formaður TR. MTK Budapest hefur innan sinna vébanda marga valinkunna meistara, Lajos Portisch skal þar frægastan nefna, þá Polgar- systur, argentíska stórmeistarann Barbero og heimamennina For- intos og Rajna. Keppnin fer fram dagana 8. og 9. nóvember. Málefnalegt ársþing Ársþing Bridgesambandsins sl. laugardag var nokkuð árang- ursríkt fyrir íþróttina í landinu. Tillögur um breytingu á keppnis- formi fyrir íslandsmótin í sveita- keppni og tvímenning, frá Hauki Ingasyni og Ólafi Lárussyni, voru afgreiddar með miklum meiri- hluta atkvæða. Breytingarnar ganga út frá því að sveitakeppnin færist aftur í sama form og var áður, 32 sveitir sem skipt er í 4 riðla og 2 efstu komast í úrslit. Spilamennska í B-úrslitum fellur niður. Sveitum er raðað eftir stig- um í flokka, sem dregið er úr til röðunar í riðla. Breytingin í tví- menningskeppni íslandsmótsins er öllu byltingarkenndari. Pörum verður fjölgað í úrslitakeppni í 32 pör (í stað 24 áður) og veljast þessi pör þannig: íslandsmeistar- ar fyrra árs (1), 23 pör úr opinni undankeppni (sama og verið hef- ur) og síðan 8 pör til viðbótar, eitt af hverju svæði innan BSÍ, svæðameistarar hvers svæðis. Rétturinn gengur niður á hverju svæði, þannig að tryggt er að sterkasta par svæðisins kemst beint í úrslit. Þetta þýðir að fram- kvæmd svæðamóta verður þregnd í framtíðinni, þannig að spilarar koma til með að spila á aðeins einu svæðamóti í framtíð- inni. Að auki tryggir þetta fyrir- komulag að hvert svæði mun eiga fulltrúa í úrslitum landsmóts. BRIDGE 20 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ i jvKA fJ'.v Á þinginu var kjörin ný stjórn Bridgesambandsins. Helgi Jó- hannsson, forstjóri Samvinnu- ferða /Landsýn í Reykjavík, var kjörinn forseti til 1 árs, án mótframboðs. í stjórn til 2 ára voru kjörnir: Magnús Ólafsson (26 atkv.), Guðmundur Sv. Hermannsson (26 atkv.) og Kristján Hauksson (21 atkv.). Aðrir hlutu færri atkvæði, en alls voru boðnir fram 6 menn. Fyrir í stjórn til 1 árs eru: Frímann Frí- mannsson, Jakob Kristinsson og Sigríður Möller. I varastjórn, án mótframboðs, voru kjörnir: Brynjólfur Gests- son, Jóhann Jóhannsson og Kristján Kristjánsson. Umræður á þinginu voru mál- efnalegar og upplýsandi fyrir þá rúmlega 40 fulltrúa sem sóttu þingið. Sem fyrr var mikill meiri- hluti fulltrúa af suð-vestur- horninu, sem er miður fyrir um- ræðuna um málefni sambandsins. Fram kom á þinginu að fjárhags- staða sambandsins er veik um þessar mundir, en ástæða sé til að ætla að það standi til bóta þetta tímabilið. Verkefni vegna er- lendra samskipta eru í lágmarki þetta árið, Norðurlandamótið í Færeyjum og Evrópumót yngri spilara í Þýskalandi. Á þinginu voru 4 heiðursmenn heiðraðir fyrir störf í þágu hreyfingarinnar. Þeireru: Eggert Benónýsson fv. forseti BSÍ, Júlí- us Guðmundsson fv. forseti BSÍ og Ólafur Þorsteinsson fv. forseti BSÍ, og Gunnar Guðmundsson fv. landsliðsspilari með meiru. Þarft framtak hjá fráfarandi stjórn sambandsins. Nokkrar umræður spunnust um framkvæmd móta á vegum BSÍ, svo og undirstöðuatriða, eins og kennslu- og útbreiðslu- mál. í heild má segja að Ársþingi 1989 hafi tekist nokkuð vel. Andinn á þinginu var jákvæður í garð kjörinnar stjórnar og þá sér- staklega vegna kjörs Helga Jóhannssonar. Er ástæða til að vera bjartsýnn á komandi starfs- ári þessarar stjórnar, sem að mínu mati er skipuð vel hæfu fólki til að takast á við þau verk- efni sem bíða úrlausnar. Þar má nefna fjárhagsmál sambandsins, ólestur í samræmingu meistara- stiga, ólestur í keppnisstjóra- málum og kennslumálum, vand- ræði Bridgeblaðs á íslandi og al- menn útbreiðslumál (fjölmiðlar o.fl.). Opna sveitamótið á Húsavík, sem til stóð að spila um þessa helgi, fellur niður vegna þátt- tökuleysis. aðeins voru um 12-13 sveitir skráðar til þátttöku, en lágmarksþátttaka var 16 sveitir hið minnsta. Ólafur Lárusson Minnt er á skráninguna í Opna tvímenningsmótið í Sandgerði. Skráð er á skrifstofu BSÍ og hjá Karli Einarssyni og Sigurjóni Jónssyni í Sandgerði. Guðmundarmótið á Hvamms- tanga verður spilað á morgun. Það er tvímenningskeppni í boðs- formi, þ.e. pörum frá félögum nyrðra er boðið sérstaklega til þátttöku. Á þriðjudaginn hefst hjá Skag- firðingum í Reykjavík 2-3 kvölda Butler tvímenningskeppni. Öllum heimil þátttaka og nóg að mæta til spilamennsku, án skrán- ingar. Spilað er í Drangey v/ Síðumúla 35 2. hæð og hefst spila- mennska kl. 19.30. Keppnisstjóri er Ólafur Lárusson (s: 16538). Nú mun ákveðið að úrslita- leikurinn í Bikarkeppni Bridge- sambandsins verður spilaður um næstu helgi. 48 spil verða spiluð á Hótel Loftleiðum næsta föstudag og hefst spilamennska kl. 18. Þau 16 spil sem þá verða eftir, verða síðan spiluð á vegum Stöðvar 2 og hluti af þeim sýndur í beinni út- sendingu á laugardeginum, milli kl. 12.50 og 14.30. Til úrslita spila (ef einhverjir hafa gleymt því) sveitir Modern Iceland og Tryggingarmiðstöðvarinnar (Bragi Hauksson). Spilamennsk- an á föstudeginum verður sýnd á sýningartöflu og boðið upp á góða aðstöðu fyrir áhorfendur. Nokkuð skondið spil kom fyrir hjá Skagfirðingum sl. þriðjudag, er síðasta spilakvöldið var í haustbarometer: S: ÁK H: G432 T: AD1097 L- K9 S: G109 S: D864 H: K1087 H: ÁD T: K8 T: 65432 L: D532 L: 107 S: 7532 H: 965 T: G L: ÁG864 Eftir sterka grandopnun Norðurs (16-18), hálitaspurningu Suðurs og síðan áskorun, enduðu N/S í 3 gröndum. Formið er tví- menningur. Austur „hitti" á spaðaútspilið, sem sagnhafi tók heima á kóng. Hverju á hann að spila í 2. slag? Jú, hann hitti einn- ig á það, laufaníu og svínaði gosa... Vestur tók á drottningu, og skilaði meiri spaða um hæl. Tekið á ás, út með laufakóng, yf- irtekið á ás í blindum, teknir 3 slagir á lauf til viðbótar, og síðan tígulgosi, lítið, drottning og síðan tígulás og kóngurinn kom sigl- andi. 5 slagir þar til viðbótar, eða samtals 11 slagir og hreinn topp- ur. Skondið spil, bridge. Eða hvað? Eftirmáli: Að vísu gekk spilið EKKI alveg svona fyrir sig, en möguleikinn var fyrir hendi, ekki satt? Engin nöfn nefnd. " <£**" Föstudagur 3. nóvember 1989 ff sgsom a&á -m&p mwf .yW&föW -i-1,'!^: 11 ¦¦>¦ •¦• >.\ > i 11 • • ¦ i. "i'ir-i ciVft ii' .'riTiíiMi'i'rr/ it'.'i, i t ..Cvv' i^4 iVé Yv* -. c; * c ¦. v » . -. ''-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.