Þjóðviljinn - 03.11.1989, Qupperneq 22

Þjóðviljinn - 03.11.1989, Qupperneq 22
Að jarðsyngja lofsönginn Það verður ekki sagt um þessa öld, að á henni hafi sprottið fram miklar og merkilegar hugmyndir. Hún hefur aftur á móti verið dug- leg við það, að afbaka hug- myndir 19. aldarinnar og gera þær að heldur kynlegum og kaldranalegum veruleika. Tuttugasta öldin hefur verið tími trúarofstækis í ýmsum myndum. Einn ríkasti þáttur trúarinnar er þörfin fyrir að dýrka og upphefja, en einnig það að jarðsyngja í lokin með heldur lúalegum aðferðum það sem áður var lofsungið. Fáar þjóðir hafa jafn ríka þörf og sú íslenska fyrir að verða miklar. Hana langar til að gera eitthvað stórkostlegt, að tekið verði eftir henni og að hún sé að einhverju leyti leiðandi. Samfara mikil- mennskuþrá sinni er samt í henni ennþá meiri leti. Hún vill helst ekki leggja neitt á sig til að gera draum sinn að veru- leika. Með því að við íslendingar erum ekki á neinu sérstöku menningarsvæði, sökum legu landsins, stöndum við enda- laust á kjaftavaðalsstiginu, á menningarsvæði munn- ræpunnar. Um stund er ham- ast með afar stórum orðum. Síðan koma gífuryrði og heit- strengingar. Að lokum er ruðst fram til afreka í mold- viðri vaðalsins. En - æ! - þeg- ar á hólminn er komið kafnar allt í eðlisbundnu kotakveini, rógi og smámunasemi. Það virðist ekki skipta máli, hvað húsin verða stór, í þeim ríkja sömu umræður og ást- ríður og voru í kotunum. Þetta á jafnt við um sveitir og borg, eins og Reykjavík. Kannski er ekki að undra. Það má segja með sanni, að höfuð- borgin sé, á vissan hátt eins konar útlagabæli. Bændur sem þustu úr heiðardalnum til að efnast á hernum í Heims- styrjöldinni síðari og svo á Beisnum, komust aldrei alla leið aftur heim, þegar her- framkvæmdum lauk að mestu og vinnan minnkaði. Heim- ferðinni lauk í Reykjavík. Nú virðist þetta rótlausa fólk hafa eignast nýja hug- sjón, með aðstoð blaða- og menntamanna sinna. Það ætl- ar að gera splunkunýtt „átak”, sem er hvorki meira né minna en það að taka þátt í því að jarðsyngja kommún- ismann. Dag eftir dag er hægt að lesa í Reykjavíkurblöðunum, að stjórnmálamenn „fyrir austan tjald”, og fyrrverandi eigendur og atvinnurekendur kommúnismans, séu að ganga frá stefnu hans dauðri. Að því er virðist standa þeir í mold- inni upp fyrir haus, við að rota sum lík fortíðarinnar svo ræki- lega, að þau gangi aldrei aft- ur, eða vekja önnur til lífs. Það er eins og þeir geri sér ekki Ijósa grein fyrir, að þegar andinn er genginn út úr munn- inum er líkaminn honum einskis virði. Og andskotinn má vita hverju andinn kann að áorka eftir það. Þess vegna gildir einu hvernig hamast er á líkum, ef hugsun þeirra er komin í eyra annarra eða á bók hérna megin grafar, verð- ur hún ekki aftur tekin. Af þeim sökum er tilgangslaust að ganga í skrokk á líkum. Nema menn vilji gera sig hlá- lega hjá „minnisgæddum ver- um”. Annars er umburðar- lyndi gleymskunnar orðið því- líkt hjá þessari þjóð, að þeim sem héldu áður uppi kotalofi um kommúnisma og Stalín, en beina nú bareflum sínum úr blaðri gegn hvorutveggja, líðst slíkt án ömunar og háðs. Þeir njóta sömu miskunnar og venjulegir fávitar eða þroska- heftir: aðgát skal höfð í nær- veru flautaþyrla og bjána. Ég held að engum nema kjánum og vindhönum detti í hug að hægt sé að kveða niður kommúnismann, sem er orð- inn svo samgróinn menningu heimsins, að hann verður ekki skilinn frá henni. Enginn veit lengur hvar hann hefst og hvar hann endar. Því gæti farið nú eins og oft- ar í sögu mannkynsins, að þótt hrópað sé „Lengi lifi kommúnisminn dauður!” verði hann skollinn yfir heim- inn, í efldri mynd, áður en sameinuðum fagnaðarlátum falskra talsmanna og fjand- manna við jarðarför hans hef- ur linnt. Menntuðu glóparnir munu þá ekki vita, enn einu sinni, hvaðan veðrið stendur á þá. En þeir átta sig brátt og hugsa: Hvernig get ég hagnast á nýrri hugmyndastöðu? Höll sumarlandsins Leikfélag Reykjavíkur sýnir í Borgarleikhúsi: HÖLL SUMARLANDSINS eftir Halldór Laxness Leikgerð: Kjartan Ragnarsson Leikstjóri: Stefán Baldursson Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Lýsing: Lárus Björnsson Búningar: Cuðrún Sigríður Haraldsdóttir Sönglög: Jón Ásgeirsson Tónlist og tónlistarstjórn: Jóhann G. Jóhannsson Sýningin á Höll sumarlandsins hefst í myrkri: Þórunn á Kömb- um fer höndum yfir Ólaf Kárason Ljósvíking, sveitarlim og aumingja, og hann læknast af öllum meinum. Samstundis sækja að honum illar vættir heldur hann: gamall maður lemur hann með stafpriki, nakinn vanviti æpir að honum, uppúr gólfinu sprettur krypp- lingur, um allt leikur reykur. Það birtir, sýnirnar sem voru að hverfa og gömul kona vill fá ung- linginn til að leggjast en hann vill á ról, ferð hans er rétt hafin, út í ljósið, bjartan daginn. Hann stendur undir berum himni og þá hefst næsti áfangi, nýr heimur opnast honum: svið- insvík, Eignin. Og í nær þrjár stundir fylgjum við Ólafi og amstri hans þar til höll hans er brunnin, ljóðin týnd, stúlkan hans horfin og yfirvaldið orðið honum andsnúið. Leikur og saga Það er ekki nema von að Kjart- an Ragnarsson kæmist fljótt að þeirri niðurstöðu að fyrsta og önnur bók Heimsljóss væri efni- viður í tvær gerólíkar sýningar. Hann hefur fylgt þeirri uppgötv- un eftir með tveim ólíkum leikri- tum, trúr tilgangi og tækni skáld- sins, en þó ágætlega uppáfynd- ingasamur í aðlögun þeirra að leiksviðinu. Höll sumarlandsins er áleitinn leikskáldskapur á svið- inu, mörg smá brot sem raðast saman í heila mynd rétt eins og sagan er við lestur. Sýning og svið Sýning Stefáns Baldurssonar sem frumsýnd var almenningi fyrir rúmri viku rís hægt, hún er lifandi en hana skortir samfellda spennu, rétt eins og höfundurinn, leikstjórinn, hafi ætlað áhorfend- um að taka heim Ólafs inn í skömmtum, eins og hann gerir reyndar sjálfur. En það er saga, sýning fyrir hugskoti lesandans þar sem andartakið getur numið staðar, það má lesa það aftur eða þjóta fram eftir sögunni með þeim örskotshraða sem læsum manni er fær þegar skáldið kann sitt verk. Gakktu hægt Það er líka margt sem glepur leikstjóra í nýju leikhúsi. Margt sem verður að skoða vandlega. Til dæmis leikmyndin. Steinþór Sigurðsson hlítir hugmyndum og samráðum leikstjóra síns þegar hann skapar leiknum umhverfi: autt rými, híbýli gefin til kynna með hlut fyrir heild, helst þannig að þau verði eins manns burður. Stærri stykki látin síga niður á rám eða keyrð inn: dráttarvél með vagni, sícutur á strandferða- skipi. Baksviðið er notað spar- lega, hringsviðið mikið, sviðs- brúnin talsvert og hornin framan við turnana, rétt eins og í gamla Iðnó. Skiptingar verða að vera hraðar, látlausar, sviðin eru mörg og breytast í sífellu. Þau kalla á mikla hreyfingu leikaranna og eru sundurgerðarleg. Leikmynd- in verður fyrir bragðið ósamstæð og heldur ekki utan um leikinn. Þetta er veikleiki á sýningunni en skaðar hana ekki. Hér er samt í hnotskurn sá vandi sem menn verða að glíma við í stórum epískum sýningum af þessari stærð og velji sér menn þennan stfl - hluta fyrir heild: Skáp fyrir eldhús, þrjátíu steina fyrir grjótnám, orgel og stóla fyrir stofu, þá má umstangið ekki bera sýningu ofurliði, snúningur á hringsviði tefja atburðarás, skapa hlaup úr einum enda í ann- an. Því svo mjög sem leikstjóri þráir rýmið, dýpt, breidd - pláss, þá eykst vandi hans við hvert fet í flatarmáli. Og ef á skortir hugsýn til að fylla rýmið og nýta það fra- mgangi leikefnisins til góða, snjallar einfaldar lausnir sem eru hagkvæmar við sviðsetninguna þá fara menn að einblína á fiff sem eru út í hött, sjónhverfingar, sem eru blekkjandi: dráttarvél og PÁLL BALDVIN BALDVINSSON vagn með matborði, kristal og krásum, konu, karli og krökkum, eða skipsskut með einum farþega og líkkistu undir bein. Hálf sagan sögð Ekki má samt skilja orð mín svo að sýningin fari forgörðum vegna leikmyndar Steinþórs, leiklausnir og niðurskipan á svið- ið séu óhæfar fyrir þær sakir. Ég endurtek: sýningin bíður ekki skaða af. Hér er safnað saman prýðisgóðum leikflokki sem er Isamstilltur vel. Sýningin er nota- leg, þýð og klár í persónusköpun. í stöku tilfelium ýkt um of en þá hafa aðstandendur sér til réttlæt- ingar texta skáldsins sjálfs. Hug- um að frammistöðu nokkurra úr þessum stóra hópi. Þór Tulinius er skáldið unga, þungamiðja sögunnar sem allt snýst um. Örgeðja, einfaldur, saklaus opinn hugur sem væntir skjóls í veröldinni. Þór hefur allt til að bera sem þetta erfiða hlut- verk útheimtir. Hann er skynug- ur á tilfinningu, deilir við- brögðum sínum af viti, á erfitt með að gefa sig geðshræringu á vald en er innilegur í fögnuði sín- um, sannur í sorg sinni. Hann uppfyllir nú þær vonir sem við hann voru bundnar og uppsker það lof sem hann á skilið fyrir frábæran leik. Ólafur og Vegmey eru þær tvær persónur í verkinu sem eru óspilltar í náttúru sinni og glata báðar sakleysinu. Edda Heiðrún kann að virðast auðsær kostur í hlutverk Vegmeyjar, hispurs- laus, hláturmild og hress. Leik- stjórn á Eddu fer úr böndum, hláturinn verður trekktur, eðlis- læg kátína hennar breytist í gassa- gang. Edda er farin að venja sig á sviðsstíl sem sæmir henni ekki, ofleik og grófa drætti. Hún er flink leikkona en verður að gæta þess að vera „sotto“, ekki „buffo“, allrasíst í hlutverki sem þessu umkringd af hlutverkum sem eru stílfærð meira og minna í upprunalegri gerð og hljóta að leita í það far í holdgervingu sviðsins. Leikurum í sýningunni tekst þó undravel að sveigja hjá því: Þorsteinn Gunnarsson held- ur ljómandi vel um Pétur þrí- hross, Sigrún Edda keyrir á tveim hjólum í hlutverki Þórunnar og kemst aldrei almennilega á jörð- ina en hún hefur kraft sem fáum er gefinn þótt leikstjóri hefði mátt tempra leik hennar betur. Pétur Einarsson og Theódór Jú- líusson léku hlutverk sín af mikilli prýði. Eldri leikarar í flokknum voru í daufara lagi. Víst gætir þess í nokkrum mæli í sýningunni að leikhópurinn er að stilla krafta sína í þessu rými. Raddbeiting er með ágætum en geislun sinni hafa þau ekki öll fundið stillingu á. Guðrún Ás- mundsdóttir leikur ögn of dau- flega miðað við staðsetningu aft- arlega og utarlega, Kristján Fra- nklín skortir nærveru í persónu- sköpun sína. Þá er sagan öll Sýningin er þannig ágæt, en ekki sú sigurstund sem margir áttu von á. Enda til mikils mælst. Ný verkfæri, erfitt verkefni, nýtt svið. Ekki þótti mér sýningin of löng, en bráðir áhorfendur kunna að finna henni það til foráttu. Gamansemi hennar er geðþekk þótt ýkt sé á köflum og dragi þá úr því dulmagni sem textinn býr yfir. Innileiki sögunnar er bund- inn leik Þórs pg skilar sér vel um þann miðil. Ádeila sögunnar er enn hvik og kátleg. Á frumsýn- ingu sátu arfar Péturs þríhross á fimmta hverjum stól, nýkomnir í hóp frumsýningargesta og klöpp- uðu kátir. Kominn í leikhús, kalli minn. Déskoti gott hjá honum Dabba okkar. Og þegar sýning- unni var lokið og heimamir sem höfðu mæst vom sundur var komin hríð og vetur. 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.