Þjóðviljinn - 03.11.1989, Síða 23

Þjóðviljinn - 03.11.1989, Síða 23
HELGARPISTILL ÁRNI BERGMANN Þegar fjölmiðlar eru að fjalla um atburði í Póllandi og Úng- verjalandi og Sovétríkjunum, klykkja þeir oft út með staðhæf- ingum um að nú sé sósíalisminn búinn að vera. Tíðindin að austan tákni gjaldþrot hans. Er þetta rétt? Ef að menn hafa verið á þeirri skoðun, að ríkin um austanverða Evrópu séu hin „raunverulegi sósíalismi“ eins og ráðamenn þar sögðu, þá er staðhæfingin rétt. Ef að menn hafa í veigamiklum atriðum verið ósáttir við þróun- ina í þessum heimshluta og EKKI viljað viðurkenna að þar væri á ferð sósíalismi sem ætti nafnið skilið, hvað þá hinn eini mögulegi Rússar sem Ungverjar tala nú hátt og mikið um nauðsyn þess að gefa fyrirtækjum sjálfstæði, láia þau bera ábyrgð á sjálfum sér, nota gangvirki markaðarins til að bæta úr sóun ofstýringarinnar á mannafla og hráefnum og úr vöruskortinum. Hvað úr þeirri blöndu verður, vitum við ekki. Vesturþýska vikuritið Spiegel var á dögunum að spyrja frú Doris Cornelsen, þekktan sérfræðing um hagkerfi DDR, Austur- Þýskalands, hvort menn mundu þar eystra stefna að blöndu áætl- unarbúskapar (t.d. á sviði orku- mála og húsnæðisbygginga) og markaðsbúskapar. Frú Cornels- en gaf svofellt svar: Er sósíalisminn gjaldþrota? sósíalismi, þá er staðhæfingin röng. Sósíalisminn er enn á dag- skrá - ekki sem tiltekið ástand sem keppt er að og byrjar á til- teknu ári, heldur „hreyfing sem breytir ríkjandi ástandi“ (vitnað í Friedrich gamla Engels - eftir minni). Flokksræðiö og miðstýringin Gjaldþrota er sú kenning að einhver „úrvalsfiokkur" geti með einokun valdsins (í stjórnar- skránum hét það að kommúnist- aflokkurinn færi með forystu- hlutverk á öllum sviðum þjóðlífs- ins) tryggt þróun til hins besta af öllum hugsanlegum heimum. Gjaldþrota er líka sú kenning, að hægt sé að stjórna þjóðfélagi með altækum áætlunarbúskap. Þar sem eitthvert miðstjórnarapparat ákveður hvað hver skal fram- leiða, úr hvaða hráefni, með hvaða tækni, og á hvaða verði. Það dæmi gengur ekki upp. Trúin á skynsam- lega áætlun Sósíalistar á Vesturlöndum hafa vonandi flestir haft vantrú á kenningunum um flokksræðið. Að minnsta kosti síðustu tuttugu- þrjátíu árin. Aftur á móti hafa menn lengur en skyldi vonað að áætlunarbúskapurinn skilaði ár- angri sem um munaði í þróun til betra mannlífs. Menn héldu að með áætlun- arbúskap kæmu skynsamlegir út- reikningar og mat á því hvað mest væri þörf fyrir í veg fyrir sóun og óráðsíu hinnar frjálsu sam- keppni. Þetta hefur reynst höfuðmis- skilningur. Sá misskilningur studdist bæði við óskhyggju og svo við það að menn tóku of mikið mark á glæsilegum hag- skýrslum Sovétríkjanna. Hagtölur eru hæpnar Það er alltaf erfitt að reikna út NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23 hagvöxt af viti. En sovéskar reikningsaðferðir hafa verið ein- staklega villandi. f fyrsta lagi var blátt áfram logið til um árangur. Á fjórða ári fyrstu fimm ára áætl- unarinnar lýsti Stalín því yfir að búið væri að framkvæma áætlun- ina. í raun vantaði um 25% upp á það. Hagstofan varð þá að færa upp allar tölur sem því svaraði, með öðrum orðum falsa þær. Þar með var tekin upp stór skekkja í áróðursreikningana sem átti eftir að stækka mikið. (Um þetta var nýlega skrifað í sovéska blaðinu Ízvestíja). í öðru lagi var ha- gvaxtarrreikningur Sovétmanna á víxl gefinn upp í magni og rú- blum. Magntölur (framleidd tonn af stáli t.d.) sögðu ekkert um gæði eða nýtingu - sjálf skýrslugerðin sovéska ýtti m.a. undir það að allar vélar væru miklu þyngri og málmfrekari en þurfti. Verðlagstölur gáfu mögu- leika á því að sýna góða útkomu á pappírum jafnvel þótt fram- leiðsla yxi ekki að magni til. Þú breytir einhverri neysluvöru lítil- lega, hækkar verðið um tíu prós- ent og kemur út með 105% fram- kvæmd áætlunar - jafnvel þótt þú sendir minna magn á markað! Og svo framvegis. Hagvaxtartölurnar sovésku fengust líka með því vafasama móti, að gengið var frekt á nátt- úruna og auðlindir hennar, rjóm- inn fleyttur ofan af. Það hefur svo sem gerst víðar að menn hafi unn- ið sér stundarhagnað sem tekur sig vel út á hagskýrslum með rán- yrkju á skógum, vötnum, og gróðurmold - en í Sovétrikjunum urðu af því fyrirhyggjuleysi alveg sérstaklega daprar sögur. Glasn- ostið, málfrelsið, hófst einmitt þegar fyrir daga Gorbatsjofs, á því, að rithöfundar gengu fram fyrir skjöldu og lýstu náttúruslys- um herfilegum og spurðu: Eru þetta ekki alltof dýrkeyptar „framfarir“? Viss árangur Sovéski áætlunarbúskapurinn skilaði reyndar verulegum á- rangri. Einkum á þeim sviðum þar sem auðveldast er að koma einföldum magnkröfum við. Þeg- ar grafa skal kol úr jörðu, reisa orkuver eða framleiða hundrað miljón pör af gúmískóm á sveitaf- ólkið. En eftir því sem þarfir fólks verða meiri og fjölbreyttari, þeim mun meiri dragbítur verður það á öll nýmæli, að ákvarðanir um alla hluti þarf að sækja til miðstjórnaappírats sem hefur lagavald yfir einstökum fyrir- tækjum. Áuk þess ruglar það dæmið að verðmyndun fór ekkert eftir framleiðsukostnaði heldur eftir pólitísku mati á því sem talið var nauðsynlegt og hvað ekki. Þar með var miklum fjármunum varið til að halda niðri verði á einstökum matvælategundum - meðan þær neysluvörur sem þjóna því að gera hvunndaginn þægilegri og kannski skemmti- legri urðu þeim mun dýrari. Brauð er haft mjög ódýrt til dæm- is, en kaffi selt á svimandi verði. Niðurstaðan varð einatt skortur á hvorutveggja - ýmsum lífsnauð- synjum jafnt sem stofumublum. Einhver blanda Það er af þessum sökum sem „Hér á Vesturlöndum eru til ýmsar tegundir kapítalisma - í Sambandslýðveldinu Þýskalandi, í Bandaríkjunum, í Svíþjóð. Ég er viss um að einnig í sósíaiisman- um sé hægt að blanda þáttum úr áætlunarbúskap og markaðsbú- skap saman á margvíslegan hátt. Auk þess er áætlunarbúskapur- inn alls ekki einhver fastur hryggjarliður í sósíalismanum sem hann getur ekki án verið. Sósíalískar hugmyndir eru hug- sýnir um heim sem sé laus við arðrán, þar sem menn geta búið við öryggi og hafa jafna mögu- leika (við upphaf lífsbaráttunn- ar). Þetta eru vissulega grund- vallaratriði í sósíalisma, en ekki áætlunarbúskapurinn... Kannan- ir benda til þess að íbúar DDR séu alveg sáttir við ýmsa svokall- aða ávinninga sósíalismans, að þeim finnst rétt og gott að margt sé í samfélagseign, að þeir meta mikils hið félagslega öryggi og menntakerfið einnig. Það eina í búskap DDR sem er óhæft það er hinn altæki áætlunarbúskapur". Og látum það nægja að sinni. Sonnettur Shakespeares á tslensku Daníel Á. Daníelsson læknir á Dalvík hefur þýtt á íslensku einn ágætasta Ijóðaflokk heimsbók- menntanna, Sonnettur Shakesp- eares, sem eru 154 taisins. Menningarsjóður gefur bókina út. Daníel ritar ítarlegan formála og eftirmála, þar sem fjallað er um tilefni Sonnettanna og sögu þessarar skáldskapargreinar. Shakespeare þekkja menn að sjálfsögðu best fyrir leikrit hans mörg og merk, en það hefur og verið haft á orði að sonnetturnar hefðu einar nægt honum til heimsfrægðar. Enda viðurkennir þýðarinn að það hafi verið „áhættusamt“ að leggja út í að þýða Shakespeare. Það er ekki langt síðan ég byrjaði á þessu í alvöru, sagði hann í stuttu spjalli við Þjóðviljann. Og Danfel Á. Daníelsson: Þetta var áhættusöm næturvinna..... vann ég svo verkið í næturvinnu mestan part á fáeinum árum, með hvíldum vitanlega. Að vísu hafði ég löngu áður fúskað við að þýða sonnetturnar, en þá hafði ég öngvar skýringar að styðjast við og vannst ekki. Daníel getur þess í formála að hann hafi við þýðinguna og samantekt formálans haft hlið- sjón af skýringum sem breska skáldið og sagnfræðingurtinn A. L. Rowse hefur sett fram í bókum sínum. Finnst þér að enn sé mörgum spurningum ósvarað um sonnett- ur Shakespeares? spyr blaða- maður. Ég held að öllum spurningum um þær sé ósvarað enn, sagði Daníel. Nema þeirri hver höf- undurinn er. Það hafa verið skrif- uð heil bókasöfn um sonnetturn- ar og alltaf koma fram nýjar og nýjar skýringar sem vitanlega stangast á við þær sem fyrr komu. En sem fyrr segir - ég set traust mitt á Rowse, án hans skýringa hefði ég ekki getað unnið þetta verk... f bókarkynningu segir ma.a.: f Sonnettunum birtist Shakespe- are í öðru ljósi en í leikritum sín- um. Lesandinn kynnist þar mannninum sjálfum, lífsbaráttu hans og skaplyndi, hryggð og af- brýði, gleði og munúð, sem hann lýsir opinskátt í þessum einstæða ljóðaflokki. Daníel Á. Daní- elsson hefur áður birt þýðingar á ljóðum góðskálda á enska og þýska tungu og sjálfur hefur hann ort margt - á fíeiri en einu tungu- máli. áb %♦ t 'fA'n' t ‘t:(( í < ‘wh<y /' i 'vr :þíil-Htii'.'iit .*•» Wi/W ! <W«! otiðfö&I • I ; I *sc i - v t) tty-fM'vírn/i.qí f>f> ‘f i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.