Þjóðviljinn - 03.11.1989, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 03.11.1989, Blaðsíða 24
CHAMPAGNE LIMÖNAÐ 3 os d ry kkj averksm it>ja Seyðisfjarbar Iðnsaga Austurlands Orðabók Háskólans íslensk orðsifjabók gefin út Fyrsta rit sinnar tegundar hérlendis. Rakinn uppruni nær 40.000 ís- lenskra orða. Ásgeir Blöndal Magnússon vann áratugum saman að samningu þessa rits fyrri hluta 20. aldar eftir Sumar- liða ísleifsson sem var gefin út 1987. Fyrir jólin 1988 komu út Ull verður gull sem fjallar um ullariðnað hérlendis á síðari hluta 19. aldar og á 20. öld sem Magnús Guðmundsson samdi. Einnig Brotin drif og bflamenn, saga bif- vélavirkjunar frá upphafi fram að síðari heimsstyrjöld eftir Ásgeir Sigurgestsson. Þá hafa ennfrem- ur verið gerð myndbönd efnis- samhljóða fyrri bókunum tveimur. -grh Orðabók Háskólans hefur gef- ið út fslenska orðsifjabók eftirÁs- geir Blöndal Mágnússon. Þetta er fyrsta verk sinnar tegundar á íslensku og stórvirki í íslenskri orðabókagerð. í bókinni eru um 25.000 uppflettigreinar og rakin uppruni nærri 40.000 íslenskra orða. Höfundur bókarinnar setur fram skýringar og tilgátur um uppruna og vensl íslenskra orða og orðmynda, jafnt úr fornu máli sem nútímaíslensku. Jafnframt er fjallað um tökuorð í íslensku, forn og ný, sem mörg hver eru nú skýrð í fyrsta sinn. íslensk orðsifj- abók er fyrsta orðabókarverkið sem Orðabók Háskólans gefur út en á næstu árum eru fleiri verk væntanleg. Auk margra áratuga- starfs Ásg eirs við samningu bók- arinnar hafa starfsmenn Orða- bókar Háskólans unnið að gerð bókarinnar í fjögur ár. Jón G. Friðjónsson, formaður stjórnar Orðabókar Háskólans afhendir Njólu Jónsdóttur, ekkju Ásgeirs Blöndal Magnússonar fyrsta eintakið af orðsifjabókinni Ásgeir Blöndal Magnússon, lauk cand. mag. prófi í íslenskum fræðum við Háskóla íslands árið 1946 og var í rúma þrjá áratugi einn af ritstjórum Orðabókar Háskólans og síðast forstöðu- maður hennar í tvö ár áður en hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann var stundakennari við heimspekideild Háskólans um árabil og var gerður að heiðursdoktor við heimspeki- deild á 75 ára afmæli skólans. Ás- geir var umsjónarmaður þáttar um íslenskt mál í Ríkisútvarpinu um áratuga skeið og vöktu þætt - irnir mikla athygli hlustenda. Efni sem hann aflaði sér í gegnum út- varpsþættina munu hafa komið honum að góðum notum við gerð orðsifjabókarinnar. Ásgeir lést árið 1987, 78 ára gamall en hann hefði orðið átt- ræður í gær, á útgáfudegi bókar- innar. Á kynningarfundi sem boðað var til vegna útgáfu bókarinnar sagði Jón G. Friðjónsson að Ás- geir hefði lagt á það mikla áherslu að bókin yrði sem aðgengilegust almenningi og í þeim tilgangi hefði verið nauðsynlegt að halda verði bókarinnar sem lægstu ekki síður en að hafa efni hennar sé skýrt og vel upp sett. Vinna Ás- geirs og annarra sem unnu að gerð bókarinnar er ekki reiknuð inn í verð bókarinnar en hún mun kosta rúmar 8 þúsund krónur. iþ Út er komið fjórða bindi af safni til iðnsögu íslendinga sem að þessu sinni er fyrra bindi af iðn- sögu Austurlands Frá eldsmíöi til eleksírs sem Smári Geirsson skólastjóri Verkmenntaskólans í Neskaupstað skráði, en Hið ís- lenska bókmenntafélag gefur bókina út. í þessu fyrra bindi er greint frá þróun og umfangi prentiðnaðar- ins í fjórðungnum, bókbands, efnaiðnaðar, skinnaiðnaðar og málmiðna allt frá síðustu öld til nútíma. í seinna bindi verksins verður fjallað um hvers kyns tré- smíðar, rafiðnað og nokkrar iðn- greinar aðrar. Ritið skiptist í fimm aðalhluta og í þeim fyrsta er prentlistinni gerð skil. Greint er frá upphafi prentiðnaðar í fjórðungnum með Smári Geirsson skólastjóri og höfundur bókarinnar. Greint frá þróun og umfangi prentiðnaðarins í fjórðungnum, bók- bands, efnaiðnaðar, skinnaiðnaðar og málmiðnaðar tilkomu Skuldarprentsmiðju á Eskifirði árið 1877 og síðan fjall- að um allar prentsmiðjur sem þar hafa verið starfræktar. Sérstök áhersla er lögð á að geta þeirra tæknilegu breytinga sem átt hafa sér stað í iðninni. í öðrum hluta er fjallað um bókband. Þar er ít- arlega greint frá áhöldum og vinnubrögðum þeirra sem bund- ið hafa bækur í höndum, en blómaskeið handbókbands var á síðustu áratugum 19. aldar og fyrstu áratugum þessarar. Þá er einnig sagt frá þeim tveimur vél- væddu bókbandsstofum sem komið hefur verið á fót á Austur- landi. Saga efnaiðnaðar er rakin í þriðja hluta. Þar segir frá aust- firskum fyrirtækjum á sviði efna- iðnaðar sem voru við lýði á tíma- bilinu 1892-1950. Eftirmiðja20. öld hefur atvinnustarfsemi af þessu tagi vart átt sér stað í lands- hlutanum ef plastiðnaður er undanskilinn, en um hann verður fjallað sérstaklega í síðara bindi. I fjórða hluta er svo greint frá skinnaverkun. Þar er stuttlega sagt frá verkun skinna á heimil- um á fyrri tíð, en aðalefni er að gera skil fyrstu sútunarverk- smiðju landsins er stofnsett var á Seyðisfirði árið 1900. Síðasti hluti ritsins og sá fimmti er helgaður málmiðnaði. Þar er fjallað um málmsmíði á öldinni sem leið, smiðjur og þau fá- brotnu verkfæri sem þá var notast við. Síðan er rakið hvernig Austfirðingar kynntust vélbún- aði í byrjun nýrrar aldar og hvernig vélaviðgerðir og verk- Flöskumiði frá Gosdrykkjaverksmiðju Seyðisfjarðar. stæðisrekstur þróuðust. Málm- iðngreinar á borð við bifvélavir- kjun og pípulagnir fá sérstaka umfjöllun og í lokin er birt ágrip- skennt yfirlit um þróun málmiðn- aðar í kaupstöðum og kauptún- um fjórðungsins ásamt því að fjallað er um merkustu þætti slíkrar starfsemi í dreifbýlis- hreppum. Á blaðamannafundi í fyrradag sagði Smári Geirsson að hann hefði lagt kapp á að ná tali af þeim sem kynnst höfðu iðnaðin- um af eigin raun en hann hóf heimildaöflun sumarið 1987. Eins og við var að búast reyndust ritheimildir gloppóttar. Smári ferðaðist því um fjórðunginn all- an frá Skeggjastaðahreppi (Bakkafirði) suður í Öræfasveit og ræddi við 136 menn. Að öðru Ieyti lagði Smári ríka áherslu á gildi þess að atvinnusaga hinna einstöku landsfjórðunga yrði skráð. Útgáfa að safni iðnsögu íslend- inga hófst fyrir tveimur árum og hafa verið gefnar út Eldur í afli saga málmiðnaðar á 19. öld og Umboðsmenn Pjóðviljans Kaupstaöur Kópavogur GaröabiHafnarfJ Kaflavfk NJarövlk Sandgarðl Akranas Borgarnes Stykklshólmur Grundarfjöröur Ólafsvfk Búöardalur ísafjöröur Bolungarvfk Suðureyrl Bfldudalur Hvammstangl Blönduós Skagaströnd Sauðárkrókur Slglufjöröur Akureyrl Ólafsfjörður Húsavfk Raufarhöfn Þórshöfn Vopnafjöröur Egilsstaðlr Sayölsfjöröur Reyöarfjöröur Esklfjöröur Neskaupstaöur Fáskrúösfjörður Höfn f Hornafirðl Selfoss Hverageröl Þorlákshöfn Eyrarbakki Stokkseyrl Laugarvatn Hvolsvöllur Vfk / Mýrdal Vestmannaeyjar Vopnafjöröur Nafn umboösmanns Helmlllsfang Sfml Linda Jónsdóttir . Ragnar Borgþórsson Guðrföur Waage Kristinn Ingimundarson Aldfs Búadóttir Finnur Malmquist Inga Björk Halldórsdóttir Erla D. Lórusdóttir Guðlaug Pétursdóttir Linda Stetánsdóttir Kristjana Guðmundsdóttir Jens Markússon Ráðhildur Stefánsdóttir Þóra Þórðardóttir Helga Gfsladóttir Friðbjörn Nfelsson Snorri Bjarnason Ólafur Bernódusson Björg Jónsdóttir Guðfinna Ingimarsdóttir Halldór Ingi Asgeirsson Erfa Magnúsdóttir Freyja Ingólfsdóttir Eyrún Guðmundsdóttir Arnþór Karlsson Aðalbjörn Björnsson Páll Pótursson Anna Dóra Ámadóttir Ólðf Pálsdóttir Þórey Pálmadóttir Birkír Stefánsson Ágúst Þór Margeirsson Ólaffa Bragadóttir Margrét Þorvaldsdóttir Lllja Haraldsdóttir Þórdfs Hannesdóttir Þórir Erlingsson Jón Ólafur Traustason Halldór Benjamfnsson Ámý Jóna Sigurðardóttir Sæmundur Björnsson Marta Jónsdóttir Svanborg Vfglundsdóttir Hamraborg 26 Holtagerði 28 Austurbraut 1 Faxabraut 4 Oddnýjarbraut 3 Dalbraut 55 Kvöldúlfsgötu 26 Silfurgötu 25 Fagurhólstún! 3 Mýrarholti 6A Búðarbraut 4 HnffsdalsvegilO Holtabrú 5 Aðalgötu 51 Tjarnarbraut 10 Flfusundi 12 Uröarbraut 20 Borgarbraut 27 Fellstúni 4 Söluturninn Sigluf. Hamarsstfg 18 Austurgötu 14 Mararbraut 23 Lindarholti 2 Vesturvegi 5 Lónabraut 41 Árskógum 13 Fjarðarbakka 10 Mánagata 31 Svfnaskálahlfð 19 Miðgarði 11 Hafnargðtu 8 Heiðarbraul 5 Engjavegi 5 Heiðarbrún 51 Lyngbergi 13 Túngðtu 28 Eyjaseli 2 Flókalundi Krókatúni 17 Ránarbraut 9 Helgafellsbraut 29 Kolbeinsgötu44 91-641195 91- 45228 92- 12883 92-13826 92- 97735 93- 11261 93-71740 93-81410 93-86703 93-61269 93- 41447 94- 3541 94-7449 94-6167 94- 2122 95- 12485 95-24581 95-22772 95- 35914 96- 71555 96-24275 96-62370 96-41939 96-51196 96- 81125 97- 31108 97-11350 97-21467 97-44167 97-61367 97-71841 97-51124 97- 81786 98- 22317 98-34389 98-33813 98-31198 98-31293 98-61179 98-78335 98-71122 98-12192 97-31289 Umboðsmann vantar á Dalvík. Hafið samband við afgreiðslu blaðsins ísíma 91-681663. Frá eldsmíði til eleksírs 24 SlÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.