Þjóðviljinn - 03.11.1989, Side 25

Þjóðviljinn - 03.11.1989, Side 25
ANDREA JÓNSDÓTTIR sem ég komst næst eftir að hafa púslað saman hugmyndum þess- arar ágætu orðabókar. En fyrir- sögn þessa er að finna í nýjasta hefti tónlistarblaðsins Musician, og er undirfyrirsögn: Rokk- stjörnur koma fram og fara, en góð ímynd er eilíf. Ekki er hér um alvarlega úttekt að ræða hjá blað- inu á þessu efni, en það er skemmtilega útfært með stuttum klausum og myndum til stuðnings kenningunni... og látum oss þá líta á hinar ýmsu rokkmanngerð- ir, sem hafa endurtekið sig á þrem síðustu áratugum: Svarti sígauninn 7. áratugurinn: Jimi Hendrix. 8. áratugurinn: Sly Stone. 9. áratugurinn: Prince. Ekki víst að svartir kynbræður meðvitaðir fíli litríkan og hippa- legan útganginn - jafnvel kven- legan... og í versta falli homma- legan! En hver getur látið vera að dást að meðferðinni á gítarn-: um... á bakinu, með tungunni... fáiði bara Dylan til að reyna’ða! Steríótýpur Það má Guð vita að ég fletti að þýða fyrirsögnina yfir á ís- upp orðabókinni nýju og fínu frá lensku, en féll frá að láta yfir- Erni og Örlygi til að freista þess skriftina vera: Staðlaðar ímyndir, Litaöa Ijóskan Lifandi lík 7. áratugurinn: Keith Richards. 8. áratugurinn: Keith Richards. 9. áratugurinn: Keith Richards. Mick hagar sér einu sinni enn eins og p...., en þú munt samt koma þessu bandi á hljómleika- ferðalag einu sinni enn. Er þessi frasi sem þú varst að hrista fram úr gítaranum eins og frá Chuck Berry? Hvað með það? Hvar er visky-flaskan, elskan? Hver hleypti þessum löggum inn? Mút- iði þeim og segið þeim svo að fara til andskotans. 7. áratugurinn: Nancy Sinatra. 8. áratugurinn: Debby Harry. 9. áratugurinn: Madonna. ímyndin sótt til Marilyn Monr- oe - á yfirborðinu ertu pabba- stelpa sem veist ekki hvað þú ert sexý, en undir niðri ertu kald- hæðin og veist þínu viti, og not- færir þér þá sem halda að þeir séu að nota þig. Sem sagt: „sex“ innan gæsalappa, og peningar í bankanum. Stúlkan meö 7. áratugurinn: Joni Mitchell. 8. áratugurinn: Rickie Lee Jones. 9. áratugurinn: Edie Bridkell. Þú ert feimin, listræn og mitt á milli þess að vera barn og kona, innhverf og næm fyrir falinni feg- urð og viðkvæm gagnvart ónærg- ætni fólks. Þú málar, yrkir per- alpahúfuna sónulega um þín innstu einka- mál. Þú ert pínulítið brjáluð, dá- lítið villt en saklaus um leið. Þú spilar á kassagítar þegar þú ert hamingjusöm, þú situr í myrkri við píanóið þegar þú ert döpur, og - þú ert með alpahúfu. Föstudagur 3. nóvember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.