Þjóðviljinn - 03.11.1989, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 03.11.1989, Blaðsíða 29
Davíðsstjaman er ekki lengur tákn gyðinga Dr. Uri Davis, ísraelskur gyðingur og fræðimaður frá Jerúsalem, kom til Islands í vikunni og hélt hér fyrirlestur í boði Félagsvísindadeildar Háskólans og fund í boði Fé- lagsins Ísland-Palestína að Hótel Borg. Davis er búsettur í Bretlandi, þar sem hann stundar háskólakennslu og rannsóknir, en hann er nú landflótta frá ísrael þar sem hann á yf ir höfði sér fangelsun fyrir þátttöku í mannréttinda- baráttu. Á fundinum á Hótel Borg byrj- aði Davis á að segja sögu af lista- konu frá Jerúsalem, Önnu Meir, sem er gyðingur um sextugt og móðir nokkurra barna. í mars síðastliðnum tók hún þátt í mót- mælaaðgerð í Galfleu, þar sem hún brenndi með táknrænum hætti ísraelska fánann með Da- víðsstjörnunni og dró að hún fána hins nýstofnaða Palestínuríkis. Fyrir þetta var hún handtekin og hefur setið í fangelsi síðan. Táknrænn verknaður Hvers vegna fremur gyðinga- kona í fsrael slíkan verknað? spurði Uri Davis. Jú, þessi verkn- aður er táknrænn: með þessu vildi hún sýna umheiminum að Davíðsstjarnan er ekki lengur trúartákn gyðinga. Davíðsstjarn- an er tákn sem íbúar Palestínu sjá á skriðdrekum, herjeppum og einkennisbúningi þeirra her- manna sem vaða um flótta- mannabúðir og hersetin svæði Palestínu og skjóta á vopnlaust fólk. Davíðsstjarnan er tákn sem íbúar Palestínu sjá yfir fangabúð- um þar sem menn sæta pynting- um fyrir skoðanir sínar og upp- runa. ísraelsk stjórnvöld hafa svipt Davíðsstjörnuna trúarlegri merkingu sinni en gert hana í staðinn að pólitísku og hernaðar- legu tákni. Verknaður Önnu Meir hefur táknræna merkingu fyrir okkur gyðinga um allan heim, sem neitum því að fsraels- stjórn starfi og tali í nafni allra gyðinga. Hún er jafnframt mikil- vægur vitnisburður um það að andstaða gegn zíonismanum jafngildir ekki gyðingahatri eins og ísraelsk stjómvöld halda fram. Þvert á móti má færa að því gild rök að stefna ísraelsstjórnar í dag sé vatn á myllu gyðingahatursins. Aðskilnaðar- stefna zíonista Uri Davis dró samlíkingu á milli ísraels og Suður-Afríku á fundinum: bæði ríkin eru aðskiln- aðarríki, sagði hann, hvort með sínum hætti. Aðskilnaðarstefna fsraelsríkis er ekki opinberlega bundin í stjórnarskránni, heldur er hún falin í ýmsum lagasetning- um og sést í reynd af því að sam- kvæmt ísraelskum lögum er öðr- um en gyðingum óheimil eignar- aðild að 92% ísraelsks lands. í S-Afríku hefur aðskilnaðar- stjórnin látið taka 87% landsins frá fyrir hvíta kynstofninn. Eignaupptaka á landi og fast- eignum Palestínumanna var Uri Davis: ísraelsríki byggir á aðskilnaðarstefnu líkt og Suður-Afríka. Ljósm. Jim Smart. framkvæmd með svokölluðum eignarnámslögum fjarstaddra frá 1950 og henni samfara voru um 750.000 Palestínumenn búsettir innan núverandi landamæra ísra- els sviptir ríkisborgararétti á meðan öllum gyðingum í heimin- um var veitt heimild til ríkisfangs í ísrael með svokölluðum endur- komulögum (Law of Return) frá 1950. Þriðja lagasetningin, sem staðfestir aðskilnaðarstefnuna í ísrael, er frá 1984 og varðar her- teknu svæðin: allir gyðingar á herteknu svæðunum hafa ríkis- borgararétt og kosningarétt í ís- rael, á meðan aðrir íbúar her- teknu svæðanna hafa ekki viður- kennt rfkisfang að neinu leyti og er gert að lúta herlögum. Þjóðir heimsins hafa sameinast um þá skoðun, að þótt meirihluti hvíta kynstofnsins í S-Afríku að- hyllist aðskilnaðarstefnu, þá hafi sá minnihluti hvítra, sem aðhyll- ist samstarf og samvinnu við blökkumenn á jafnréttisgrund- velli rétt fyrir sér. Þótt kúgun blökkumanna í S-Afríku sé studd af meirihluta hvítra íbúa lands- ins, þá er hún engu að síður brot á alþjóðarétti. Sama gildir um stefnu ísraelsstjórnar, segir Da- vis, og skyldleikinn með stjórn- arfari þessara ríkja verður meiri með hverju árinu sem líður. Réttlætir glæpur glæp? Ríkisstjórn ísraels hefur haldið því fram að enginn hafi rétt til að gagnrýna hana vegna helfarar nasista gegn gyðingum. Á þess- um forsendum eru ekki-gyðing- ar sem gagnrýna ísraelsstjórn kallaðir gyðingahatarar. Abyrgð okkar, gyðinga sem ekki aðhyll- umst zíonisma, felst meðal ann- ars í að benda á að rétt eins og helförin var ógnvekjandi glæpur gagnvart mannkyninu, þá er það líka glæpur að nota hana til þess að réttlæta aðra glæpi. Það er skylda okkar að benda á að Stríðsglæpir f sraelsstjórnar eru ekki framdir í nafni allra gyðinga segir dr. Uri Davis, land- flótta gyðingur frá ísrael gagnrýni á stefnu ísraelsstjórnar er ekki andgyðinglegt athæfi; það er það sama og við, minnihluti gyðinga, gerum. Aðspurður um afstöðu sína til PLO sagði Uri Davis að hann styddi samtökin og hið nýstofn- aða ríki Palestínumanna heilshugar. Honum var reyndar boðið fyrstum gyðinga að ávarpa þjóðþing PLO 1984, og hefur set- ið þar sem áheyrnarfulltrúi með málfrelsi síðan. Fyrir það á hann yfir höfði sér fangelsisdóm í ísra- el, og á því ekki afturkvæmt til ísraels og fjölskyldu sinnar þar. Uri Davis sagði að ísraels- stjórn krefðist þess að fá að til- nefna fulltrúa Palestínumanna í væntanlegum friðarviðræðum um framtíð landsins. „Það væri gott og blessað," sagði hann, „ef PLO fengi að tilnefna fulltrúa ís- raels í þær sömu viðræður. Þessi samlíking segir allt sem segja þarf um réttlætiskennd ísraelsku stjórnarinnar." Framtíðarhorfur Þegar Uri Davis var spurður um framtíðarhorfurnar í Palest- ínu, þá sagðist hann vongóður, þegar til lengri tíma væri litið. Hann sagðist telja að Bandaríkin myndu sjá það innan 5-10 ára að stuðningur þeirra við ísraels- stjórn væri of dýru verði keyptur. Framtíðarlausn deilunnar er fólgin í viðræðum á milli PLO og hinnar róttæku stjórnarandstöðu í fsrael, sem hafnar aðskilnaðar- stefnunni og zíonismanum. Traustasti vinur gyðinga í heiminum er PLO. Það sjáum við til dæmis af því, hvernig her- sveitir PLO komu vitinu fyrir ís- raelsku herstjórnina og þvinguðu hana til þess að hörfa til baka úr herförinni inn í Líbanon 1982. Með þeim hernaðarlega álits- hnekki var lífum margra gyðinga bjargað, sem ella sætu enn á kafi í styrjaldarfeni í Lfbanon. Ef við lítum til þess árangurs sem náðst hefur síðastliðin 25 ár, þá er hann ekki lítill: palestínska þjóðin hefur risið úr því að lifa eins konar skuggatilveru upp í það að vera þjóð meðal þjóða. Uppreisnin á herteknu svæðun- um hefur einnig skilað miklum árangri. En hún hefur jafnframt kostað miklar fórnir og þjáning- ar. Af 750-800 fórnarlömbum ís- raelshers á herteknu svæðunum eru að minnsta kosti 150 börn, sem ísraelskir hermenn. hafa skotið á færi. Það hvflir mikil ábyrgð á okkar herðum gagnvart þessu fólki. Að lokum var Uri Davis spurð- ur hvort hann væri því hlynntur að Palestínu yrði skipt í tvö ríki. Ríki er ekki markmið í sjálfu sér, eða guð. Ríki er tæki til þess að skapa bærilegt mannlíf. Ef tækið dugar ekki til síns brúks, þá þarf að skapa nýtt. Það er mark- miðið sem skiptir máli, það að skapa þolanlegt réttlæti fyrir alla íbúa Palestínu. Það kann að geta gerst með tveggja ríkja lausn og náinni samvinnu þar á milli. Per- sónulega kysi ég þó eitt lýðræðis- legt Palestínuríki, þar sem byggju um 3 miljónir gyðinga og 4-5 miíj- ¦ ónir Palestínuaraba. Föstudagur 3. nóvember 1989 NÝTT HELGARBLA0 - SÍÐA 29

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.