Þjóðviljinn - 03.11.1989, Qupperneq 30

Þjóðviljinn - 03.11.1989, Qupperneq 30
Hvað á að gera um helgina? vélstjóri - Ég á frí um þessa helgi og var búinn að lofa að gera eitthvað gott fyrir konuna mína. Fyrir utan að heimsækja ættingja og fleira í þeim dúr ætlum við hjónin að fara í Listasafn íslands og svo er aldrei að vita nema að við kíkjum inn á eitthvert veitingahúsið. Á sunnudag fer ég svo á fund með Ólafi Ragnari fjármálaráðherra og Geir Gunnarssyni alþingismanni þar sem þeir munu segja okkur frá stjórnmálaástandinu jafnframt því sem við hér í Grindavík munum upplýsa þá um okkar vandamál. MYNDLIST Ásmundarsalur v/ Freyjugötu, Aðal- heiður Valgeirsdóttir, grafík- og þurrkrítarmyndir. Til 12.11.14-20 daglega. FÍM-salurinn, Kristinn G. Jóhanns- son, Málverk um landslag. Til 5.11. 13- 18 virka daga, 14-18 helgar. Gallerí Borg, Þórður Hall, teikningar. Til 14.11.10-18virkadaga, 14-18 helgar. Gallerí 11, Sigríður Ásgeirsdóttir, málverk, opn. I dag kl. 18. Til 16.11. 14- 18daglega. Gallerí List, Jónína Magnúsdóttir (Ninný), myndlist.Til5.11.10:30-18 virkadaga, 14-18 helgar. Gallerí Madelra, Evrópuferðir, Klapparstíg 25, Björgvin Pálsson, Ijósmyndastækkanir. Til 24.11. virka daga 8:30-18. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9, Árni Páll, myndlist. Til 24.11.9-18 virkadaga. Hafnarborg, Strandg. 34 Hf, 14-19 alladaga nema þri. Til 6.11. verk í eigu safnsins. Helgi Jónsson sýnir vatnslitamy ndir ágöngum Landspítalanstil 11.11. Korpúlfsstaðir, myndhöggvarafé- lagið sýnir. Opið 13-18 þessa helgi ogþá næstu(11.-12.11.). Kjarvalsstaðir, opið daglega 11-22. Til 12.11. Sveinn Björnsson, mál- verk, verk eftir An/id Pettersen, Kristín ísleifsdóttir, verk unnin í leir. Listasafn ASÍ, Veturliði Gunnars- son, krítarmyndir, opn lau kl. 15. Til 19.11.16-20 virka daga, 14-20 helg- ar. Listasaf n Einars Jónssonar opið helgar 13.30-16, höggmyndagarður- inn alladaga11-17. Listasafn íslands opið alla daga nemamánudagakl. 11-17.Til5.11. yfirlitssýning á verkum Jóns Stefáns- sonar. Leiðsögn um sýn. I fylgd sér- fræðings su kl. 15. Aðgangur ókeypis. Listasafn Sigurjóns, járnmyndir Sigurjóns og gjafir sem sa'ninu hafa borist undanfarin ár. Lau og su 14-17, þri 20-22. Bókmenntadagskrá su. Norræna húsið, kjallari: Islensk grafík 89,20 ára afmælissýning fé- lagsins, opn lau kl. 15. Til 19.11.14- 19daglega. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, Valgerður Bergsdóttir, blýteikningar. Til 15.11. 10-18 virka daga, 14-18 helgar. Riddarinn, Hafnarfirði, Við búðar- borðið, sýn. tengd verslun fyrri tíma, á vegum Byggðasafns Hf. Safn Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti, ÞingvallamyndirÁs- gríms. Helgar, þri og fi 13:30-16 fram í feb.1990. Safnahúsið, Húsavík, Jón Laxdal Halldórsson og Kristján Pétur Sig- urðsson, myndlist. Kvæðaogsöng- dagskrá við opnun í kvöld kl. 21. Sýn. aðeins opin í kvöld og á morgun 14- 22. Allirvelkomnir. Slunkaríki, ísafirði, Guðbjartur Gunnarsson, grafískar myndir, opn- uðámorgun.Til 19.11. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8 Hf. Opið helgar 14-18, e/ eftir samkomulagi. Þjóðminjasafnið, opið þri, fi, lau og su 11 -16. Bogasalur: Ljósmyndin 150 ára - Saga Ijósmyndunar á ís- landi. Til nóvemberloka, aðgangur ókeypis. TÓNLIST Tónllstarsamband Alþýðu heldur hausttónleika í Háskólabíói á morgun kl. 14. Álafosskórinn, Grundartang- akórinn, LúðrasveitVerkalýðsins, RARIK-kórinn, Reykjalundarkórinn og Samkór T résmiðafélags Reykja- víkur flytja 15-20 mín. efnisskrá hver og loks tvö lög í sameiningu. LEIKLIST Tónlistarfélagið, fslensku Óperunni lau kl. 14:30: Finnsk-rússneska sópr- ansöngkonan Margareta Haverinen og Collin Hansen píanóleikari flytja lög eftir Brahms, Duparc, Liszt og Tchaikovsky. Miðasala í Óperunni. Alþýðuleikhúsið, Iðnó, ísaðar gell- ur, aukasýning lau kl. 16. Frú Emilía, Skeifunni 3 c, Djöflar, mán. 20:30, sýningum ferfækkandi. Nemendaleikhúsið, Lindarbæ, Grímuleikur, í kvöld, lau og su 20:30. Pars pro toto, Iðnó, Fjögur dans- verk, frums. í kvöld 20:30, lau 20:30. Leikfélag Akureyrar, Hús Bernörðu Alba, í kvöld og lau 20:30. Leikfélag Reykjavíkur, Ljós heimsins, litla sviðinu í kvöld, lau og su kl. 20. Höll sumarlandsins, stóra sviðinu í kvöld lau og su kl. 20. ÍÞRÓTTIR Handbolti. 1 .d.ka. HK-KADigranesi, FH-Grótta, Víkingur-ÍR og ÍBV-KR lau. kl. 16.30.1 .d.kv. Víkingur-KR lau. kl. 15.00, Valur-FH lau. kl. 18.00, Haukar-Gróttasun. kl. 17.00.2.d.ka. Fram-Selfoss og Ármann-fBK mán. kl. 19.00.2.d.kv. UMFA-IBK sun. kl. 18.00.3.d.ka. Víkingur b-Haukar b lau. kl. 13.30, UFHÖ-ÍR b sun kl. 20.00, UMFA-Stjarnan bsun. kl. 19.30. Badminton. Vetrarmót unglinga í TBR-húsi frá 15.30 lau. og frá 10.00 sun. Keppt í öllum greinum og flokk- um unglinga. Þátttaka tilkynnist TBR fyrirkl. 12.00föstudag. HITT OG ÞETTA Leiðsögn um Borgarleikhúsið á morgun, þeir sem vilja skoða leikhús- ið geta mætt í anddyri hússins lau kl. 13-16. Opið hús hjá MÍR, Vatnsstíg 10, lau, í tilefni að þjóðhátíðardegi Sovétríkj- anna og 72 ára afmælis byltingarinn- ar. Húsið verðuropnaðkl. 14, Leoníd Vakhtin flytur spjall og situr fyrir svörum um nýjustu viðhorf í Sovét- ríkjunum, stuttar kvikmyndir sýndar, hlutavelta, basar, kaffi og nýbakaðar vöfflur. Aðgangur öllum heimill. Kvikmyndasýning MÍR, Vatnsstíg 10 su kl. 16: Nóvembermánuður er helgaður Eisenstein og verður fyrsta mynd hans, Verkfall (Statska) gerð 1924 sýnd á sunnudag. Á undan myndinni verður sýnd stutt heimildar- mynd um Eisenstein, aévi hans og störf. Skýringar á íslensku fluttar af Sergei Halipov háskólakennara í Leningrad. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Kvikmy ndasýningar fyrir börn í Nor- ræna húsinusukl. 15.Tværsænskar teiknimyndir; Kanína litla systir, ætluð yngri börnum og Jonni köttur og sjó- ræningjavalsinn ætluð 8-14 ára. Myndirnar eru með sænsku tali og textalausar. Aðgangur ókeypis fyrir börnogfullorðna. Þjóðleikhúsið á tíunda áratugnum, ráðstefna á vegum Leiklistarsam- bands fslands verður haldin á Hótel Sögu, ráðstefnusal A á morgun kl. 10-17. Þingið er opið öllu áhugafólki um leiklist og leikhús, ekki síst áhug- afóki um Þjóðleikhúsið á tíunda ára- tugnum. Þátttökugjald 600 kr. Upp- lýs. símum 609522 f.h. 16974 og 622944. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, lesið úr nýjum bókum su kl. 15, Pétur Gunnarsson, Thor Vilhjálmsson, Vig- dís Grímsdóttir (Guðrún Gísladóttir les). Pólsk kvikmynda vika verður í Regnboganum 4.-9.11. Móðir King fjölskyldunnar sýnd lau kl. 14, leikstjórinn, JanuszZaorski, verður viðstaddur sýn. Aðrar myndir: Stutt mynd um dráp og Stutt mynd um ást e/ Kieslowski, New York kl. 4 eftir miðnætti e/ Krauze, Svanasöngur e/ Glinski og Málefni karla e/ Kidawa- Blonski. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Göngu Hrólfur hittist á morgun kl. 11 að Nóatúni 17, opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3 su kl. 14. Frjálst, spil og tafl, dansaðfrá kl. 20. Ferðafélag Islands, dagsferð kl. 13 su, Kjalarnes-Músarnes, léttgöngu- ferð. Hana nú leggur upp í laugardags- gönguna frá Digranesvegi 12 kl. 10. Nýlagað molakaffi. Útivist, dagsferð su kl. 13: Miðdalsheiði- Álfaborg, síðdegis- ganga fyrir fjölskylduna. Kvenfélagið Hringurinn heldur ár- legan handavinnu- og kökubasar su kl. 14 í Fóstbræðraheimilinu við Langholtsveg. Mikið úrval jólagjafa ognýjólakortfél. Þjónustuíbúðír aldraðra, sýning og basar í tilefni að 10 ára afmæli íbúð- anna. Handunnir munir. Opið lau og su kl. 14-17. Ættfræðifélagið, almennur félags- fundur verður haldinn í kvöld kl. 20:30 á Hótel Lind, Rauðarársstíg 18. Hús- iðopnaðkl.20. JC Bros selja plötu Hallbjarnar Hjart- arsonar kántrísöngvara um helgina og biðja alla að taka vel á móti sölu- mönnum. FJÖLMIÐLAR ÞROSTUR HARALDSSON Flokksblöð og önnur blöð Ásgeir Friðgeirsson skrifaði ágæta hugvekju um flokksblöð og önnur blöð í Moggann um síð- ustu helgi. Þar ræðir hann um að þróunin hafi í flestum löndum verið flokksblöðum heldur þung í skauti á undanförnum árum enda sé það allt í lagi og hið besta mál. Ásgeir segir réttilega að eitt sé að blöð telji sig málsvara tiltek- inna hugmynda og lífsviðhorfa og fjalli um atburði í Ijósí þeirra við- horfa. Annað sé hins vegar ef þau fylgja einum stjórnmálaflokki í blindni því flokkur sé ekki bara samtök manna sem aðhyllast sömu skoðanir heldur valdatæki, stofnun sem hafi mikil áhrif á hagsmuni almennings. Flokks- blað hljóti því að vera málgagn hagsmunaaðila og stunda hags- munagæslu. Undir þetta vil ég taka af heilum hug. Ég hef til dæmis alltaf viljað fremur líta á Þjóðvilj- ann sem málsvara sósíalisma og málgagn vinstrimanna í víðum skilning en ekki Alþýðubanda- lagsins í þröngum skilningi, hvað þá aðeins hluta hans eins og sumir virðast gera. Það getur ekki verið hlutverk blaðsins að gæta hagsmuna þeirra sem á hverjum tíma eru áhrifamestir í flokki, ríkisstjórn eða verkalýðs- hreyfingu. Þvert á móti á blaðið að vera vettvangur umræðu um gerðir þessara manna og annarra, það á að fjalla um það sem vinstrimenn telja mikilvægast að tekið sé á hverju sinni og veita yfirvöldum aðhald frá vinstri. Því miður hefur reynst erfitt að losa um tök flokksins á Þjóðvilj- anum, rétt eins og á öðrum blöð- um. Og þá undanskil ég ekki DV heldur bið fólk að fylgjast með því hvernig það ágæta blað mun haga sér í kosningabaráttu Da- víðs Oddssonar og félaga hans í Reykjavík á komandi vetri. Ég sá ekki betur um síðustu helgi en að viðtalaröðin við borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins væri hafin, og er þó rúmlega hálft ár til kosn- inga. Raunar fékk Ásgeir svar frá eldri kynslóðinni á Mogganum strax á þriðjudaginn. Þá veifaði Víkverji vísifingri að hinum unga fjölmiðlafræðingi sem hafði gerst ber að því að spyrða Moggann saman við okkur vesalingana í út- hverfunum. Þessi huldumaður sem var endurreistur fyrir nokkr- um árum og gerður að húskarli hjá Velvakanda setti fram ein- hverja undarlega kenningu um að Mogginn hefði byrjað að sarga sundur naflastrenginn milli flokks og blaðs fyrir þrjátíu árum. Ég fæ nú ekki betur séð en að þegar virkilega reynir á og um- ræðan í blöðunum verður hvöss þá séu flokksböndin fljót að birt- ast. Vissulega eru þau orðin feysknari en áður og oft er engu líkara en að þau séu horfin. Það er hins vegar engin ástæða til að ástunda neinar sjálfsblekkingar í þeim efnum heldur verða blaða- menn að horfast í augu við flokkstengslin ekki síður en önnur hagsmunatengsl margvís- leg og reyna að slíta þau af sér og fjölmiðlunum. Það er vinsæl kenning að upp- haf og endir múlbindingar flokks- blaða sé í ríkisstyrkjunum illræmdu. Ég er ekki sammála þessu. Að vísu hefur íslenskum stjórnmálamönnum tekist að sölsa þennan ríkisstyrk undir sig og sína flokka og það er grábölv- að. Hins vegar held ég að reynslan frá Svíþjóð og Noregi sýni að skynsamleg beiting ríkis- styrkja efli fjölmiðlun, frjáls skoðanaskipti og það sem er mikilvægast: tryggi það að ákveð- in sjónarmið komist á framfæri í þjóðfélagsumræðunni, sjónar- mið sem ekki njóta meirihlutaf- ylgis en eiga alveg jafnmikinn rétt á sér og þau sem auglýsendur eru reiðubúnir að styrkja hverju sinni. í þessum löndum hefur held ég engum hafi dottið í hug að láta stjórnmálaflokkana fá styrkinn til að ráðstafa honum að vild. Enda yrðu sænskir sennilega nokkuð langleitir ef þeir kæmust að því að auglýsingastofur hirtu bróðurpartinn af fjölmiðlastyr- kjunum fyrir að hanna kosninga- sigra eins og nú er raunin hér á landi. Um þetta má hafa lengra mál og það ætla ég að gera um næstu helgi. 30 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.