Þjóðviljinn - 04.11.1989, Síða 2

Þjóðviljinn - 04.11.1989, Síða 2
FRETTIR Lsí*;,, Innanlandsflug 37 ára einokun aflétt Arnarflug ísamkeppni við Flugleiðir til Vestmannaeyja. Steingrímur J. Sigfússon: Enginn áskrifandi að sérleyfum. Jörundur Guðmundsson: Frjálsrœði íhaldsins íorði en ekki á borði. AndriHrólfsson: Óvíst hvort markaðurinn þolir samkeppnina Aukin samkeppni í innanlands- flugi er væntanleg eftir nýja Ieyfisveitingu samgönguráðu- neytisins. Fimm flugfélögum er veitt leyfi til innanlandsflugs og verður gerð tilraun með sam- keppni í flugi til Vestmannaeyja með því að veita bæði Flugleiðum og Arnarflugi leyfí til áætlunar- flugs til Eyja. „Ég óska Vestmannaeyingum til hamingju með að fá nýjan val- kost í flugi og við hjá Arnarflugi getum varla verið annað en ánægðir. Þó var aðeins stigið Rafeindavirkjar 30% launamunur Rafeindavirkjar í Félagi ís- lenskra símamanna mótmæla því harðlega hvernig stjórnvöld mis- muna rafeindavirkjum í launum eftir því hvort þeir eru í Félagi íslenskra símamanna eða Rafiðn- aðarsambandi Islands. í ályktun nýafstaðins fundar þeirra kemur fram að þessi launamismunur hefur farið hrað- vaxandi í undanförnum samning- um og nú sé svo komið að raf- eindavirkjar í Rafiðnaðarsam- bandinu séu á allt að 30% hærri launum. Fundurinn krefst þess að þetta misræmi verði bætt og greidd verði sömu laun fyrri sömu vinnu hjá sama atvinnurekanda og skipti þá einu í hvaða stéttarfélagi viðkomandi er. -grh hálft skref með því að takmarka sætafjölda vélanna og við hefðum einnig kosið að fá leyfi til Húsa- víkur. Það er ljóst að við þurfum að stækka flota okkar en með þessum takmörkunum höfum við naumast tækifæri til þess,“ sagði Jörundur Guðmundsson fjár- málastjóri innanlandsflugs Arn- arflugs. Með leyfisveitingunni er sér- leyfi í áætlunarflugi afnumið á fjölförnustu leiðum um áramótin 1992/93, en leyfin eru veitt til átta ára í stað fimm áður. Leyfið gerir ráð fyrir tveimur ferðum Arnar- flugs til Vestmannaeyja alla daga vikunnar með 19 sæta flugvélum. Arnarflug fær leyfi til þriggja ára en það framlengist til ársloka 1997, tilkynni samgönguráðu- neytið ekki annað að tveimur og hálfu ári liðnu. Flugfélagi Norð- urlands var einnig veitt leyfi frá Akureyri til Keflavíkur, Vestmannaeyja og Stykkishólms og Flugfélagi Austurlands frá Eg- ilsstöðum og Höfn til Vestmannaeyja. Flugfélagið Ernir fékk einnig leyfi til áæt- lunarflugs innanlands. Sérleyfi Flugleiða til Húsavík- ur gildir í eitt ár en breytist þá í almennt áætlunarkerfi til ársloka 1997. Einnig er gert ráð fyrir að önnur sérleyfi renni út að þremur árum liðnum og breytist í almenn áætlunarkerfi. Þetta á þó ekki við um sérleyfi til þeirra staða þar sem fjöldi farþega er undir 12 þúsund á ári. Þá er ákvæði um að þeim aðila sem hafði sérleyfið verði tryggð 80% af áætluðum HalldórS. Kristjánsson skrifstofustjóri, Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra og Árni Þór Sigurðsson deildarstjóri kynna nýja leyfi- sveitingu. Mynd: Kristinn. flutningum út leyfistímann til að tryggja amk. samsvarandi þjón- ustu við byggðina í landinu og verið hefur. Andri Hrólfsson hjá innan- landsflugi Flugleiða sagði innan- landsmarkað það lítinn að koma þyrfti til fjölgun farþega til að samkeppnin hefði góð áhrif og að hún hefði þannig bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar. „Menn verða hvattir til að leita ávallt að hagkvæmustu leiðum fyrir far- þega en á móti kemur að óvíst er hvort markaðurinn þoli sam- keppnina sem myndi leiða til verðhækkana," sagði Andri. Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra segir þessa leyfis- veitingu marka tímamót í innan- landsflugi. Aðspurður sagði hann Flugleiðir ekki þurfa að örvænta vegna þessa því þeim væri tryggð- ur yfirgnæfandi hlutur á markað- inum í átta ár og þá yrðu menn að gera sér grein fyrir að ekki er unnt að gerast áskrifandi að sér- leyfum. „Við erum mjög ánægðir með að brotin hefur verið 37 ára ein- okun í innanlandsflugi og frjálsræði greinilega í hávegum haft. Allt tal Sjálfstæðismanna um frjálsræði er greinilega í orði en ekki á borði því þeir greiddu ávallt atkvæði gegn okkur og þarmeð frjálsri samkeppni," sagði Jörundur Guðmundsson. -þóm Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans í Reykjavík og aö undangengnum úrskuröi veröa lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara á kostnaö gjaldenda, en ábyrgö Gjaldheimtunnar, aö átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Vanskilafé, álagi og sektum skv. 29. gr. laga nr. 45/1987 um staögreiöslu opinberra gjalda, fyrir 7.-9. greiðslutímabil 1989 meö eindögum 15. hvers mánaðar frá ágúst 1989 til október 1989. Reykjavík 2. nóvember 1989 Borgarfógetaembættiö í Reykjavík Aukavinna bjóðviljann vantarJójk til að sjá um bláðburö í forföllum. Veröur að hafa bíl til umráða. Hafið samband vió ^greiðsluna, sími 681663 eða 6B1333. Móðurbróðir minn Pálmi Ólafsson til heimilis að Droplaugarstöðum áður Vitastíg 11B verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. nóvember kl. 10.30. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim, sem vildu minnast hans er bent á Knattspyrnufélag Akraness eða Minningar- sjóð Karlakórs Reykjavíkur, pósthólf 8484. Jón Sveinsson Borgarstjórn Námskeið fyrír atvinnulausa Guðrún Ágústsdóttir: Mikilvægt að miða námskeiðahald að miklu leyti við þarfir kvenna Minnihlutinn í borgarstjórn bar upp tillögu á síðasta fundi stjórnarinnar um að Ráðninga- stofa borgarinnar í samvinnu við Námsflokka Reykjavíkur komi á fót skipulögðu námskeiðahaldi fyrir þá sem á hverjum tíma eru skráðir atvinnulausir. Gert er ráð fyrir námskeiðum í al- mennum greinum og greinum sem tengjast ákveðnum störfum. Tillögunni var vel tekið og henni vísað til atvinnumálanefndar til frekari skoðunar. í greinargerð með tillögunni segir m.a.: Skipulögð fræðsla meðal þeirra sem eru á atvinnu- leysisskrá er líkleg til að efla sjálfstraust fólks og bæta stöðu þess á vinnumarkaðinum, þar sem gera má ráð fyrir að ein ástæða atvinnuleysisins sé ónóg starfsmenntun eða stutt skóla- ganga. - Fólki á atvinnuleysisskrá hjá borginni fjölgaði mikið á síðasta ári og því orðið brýnt að hefja aðgerðir sem geta bætt aðstöðu þess fólks. Ég tel afar mikilvægt að miða námskeiðin að miklu leyti við þarfir kvenna, þar sem reynslan sýnir að atvinnuleysið bitnar harðar á þeim en körlum, sagði Guðrún Ágústdóttirfulltrúi Alþýðubandalagsins í borgar- stjórn. 'Þ íslensk grafík 20 ára Afmælissýning í Notræna húsinu Valgerður Hauksdóttir: Mennþurfa alltaf að lœra einhverja tækni til að geta skapað sín listaverk Félagið Islensk grafík opnar í dag kl. 15 sýningu á verkum 27 félagsmanna í kjallara Nor- ræna hússins. Tilefni sýningar- innar er 20 ára afmæli félagsins, en það var endurreist árið 1969 og hefur síðan verið í stöðugum vexti. í tilefni afmælisársins, - og sýningarinnar, gefur félagið út sýningarskrá þar sem er að fínna i ■ *» i M-n liint '1 ljósi tímans óg Bréf «ð héiman effir Hafidófú Gísladóttur. Kvikmyndir Pólsk vika r | dag hefst í Regnboganum pólsk kvikmyndavika og stendur hún til 6. nóvember. Hún hefst kl. 14 með sýningu myndarinnar Móð- ur King fjölskyldunnar og verður leikstjórinn Janusz Zaorski við- staddur sýninguna. Sýndar verða sex myndir á hát- íðinni og eru þær allar nýlegar. Frægust þeirra er Stutt mynd um dráp, eftir Krzysztof Kieslowski, sem sýnd var á Kvikmyndahátíð. Einnig verður sýnd Stutt mynd um ást eftir sama leikstjóra en hann byggir þær á 5. og 6. boð- orðunum. Þá verður sýnd New York kl. 4 um nótt, eftir Krzysztof Krauze, Svanasöngur, eftir Robert Glinski, og Málefni karla eftir Jan Kidawa-Blonski. -þóm upplýsingar um alla meðlimi fél- agsins, 46 að tölu, auk þess sem sjötta grafíkmappa félagsins hef- ur verið gefin út. - Félagið íslensk grafík var upphaflega stofnað árið 1954, segir Valgerður Hauksdóttir for- maður félagsins, - en grafíkin átti lengi vel erfitt uppdráttar hér á landi. Það hafa verið ríkjandi hér ýmsir fordómar gagnvart henni, sem ekki þekkjast hjá ná- grannaþjóðunum. Þar er saga grafíklistarinnar eldri en saga prentlistarinnar, en grafíkin er undirstaða hennar. - Hér á landi kynnumst við ekki grafíkinni fyrr en á 20. öld ef frá eru taldar nokkrar tréristur í Guðbrandsbiblíunni 1584. Fyrsta . -grafíksýningin hér á láridi var ■ 1925, en áhuginn fcr ckki að • vakna fyrr en um miðbik fjórða : áratugarins. Jón Iir®ilheits kom ■ itéim frá námi f/Nóréjgi öjg I>án- mörku útri svipað leyti og Bar- bara Ámason kemur hingað, var hún er bresk aðuppruna og lærð í Bretlandi. Þau voru miklir áhugamenn um þessi mál og fóru að kynna þau hér á landi. Jón stofnaði síðan ásamt fleirum ís- lenska grafík árið 1954, og félagið flutti hingað fyrstu litógrafíu- pressuna. - Þrátt fyrir góðan ásetning listamannanna réðu utan að komandi ástæður því að félagið varð fljótlega óvirkt. Þó kom Bragi Asgeirsson af stað grafík- verkstæði við Myndlista- og handíðaskólann í kringum 1956, en það ár gaf Halldór Pétursson skólanum litógrafíupressu. Það 'iki- «r - 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. nóvember 1989 /

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.