Þjóðviljinn - 04.11.1989, Side 3

Þjóðviljinn - 04.11.1989, Side 3
FRETTIR Flugstöðin Víxillinn fallinn Ekkert pláss fyrir innanlandsflug í Leifsstöð Enda þótt Flugfélag Norður- lands hafí fengið leyfí til áætl- unarflugs frá Akureyri til Kefla- víkur getur reynst erfítt að koma því í kring með eðlilegum hætti. I flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli er nefnilega ekki gert ráð fyrir innanlandsflugi og því má segja að hinn margfrægi kosningavíxill sé nú fallinn. Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra sagði á Stöð 2 í gærkvöld að ekki væri svo mikið sem einn fermetri í flugstöðinni ætlaður innanlandsflugi. Þótt ótrúlegt megi virðast þarf því að stækka hana með einhverjum hætti eða byggja nýja til að innan- landsflug geti komist í eðlilegt horf. Mikil óánægja hefur verið innan flugfélaganna vegna þessa aðstöðuleysis og virðist sem fólk af landsbyggðinni þurfi enn um sinn að millilenda á Reykjavík- urflugvelli á leið til útlanda. Lík- ur er taldar á að flug færist smám saman frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkur og hin gallaða Leifsstöð kemur þá að litlum not- um. -þóm Rósa og vinir í baöi. Fjöllistakonan Rósa Ingólfsdóttir lagði íslenskum iðnaði lið í gær þegar kynnt voru íslensk baðkör og sturtubotnar í verslun BYKO í Breidd. Þar miðlaði hún af eigin reynslu og sýndi notkun á þessari einstöku framleiðslu ásamt tveimur aðstoðarmönnum. Mynd: Jim Smart. Fiskiþing Rúllað yfir andstæöinga kvótans Fiskimálastjóri: Mikilvœg samstaða náðist um drögin aðfrumvarpi til laga umfiskveiðistjórnun. Stuðningur við kvótann og afnámsóknarmarks. Andstaða við úreldingarsjóð fiskiskipa Eg er mjög ánægður með niður- stöður þessa 48. Fiskiþings og þá sérstaklega að mikilvæg sam- staða náðist meðal þingfulltrúa um drögin að frumvarpi til laga um fiskveiðistjórnun sem varða veginn lengra fram í tímann, sagði Þorsteinn Gíslason fiski- málastjóri. Fiskiþingi var formlega slitið í gær en það hafði þá staðið yfir frá því á mánudag. Eins og við var að búast var aðalmál þingsins stjórn- un fiskveiða og virðist sem and- stæðingar kvótans hafi ekki haft erindi sem erfiði í glímunni við fylgjendur hans á þinginu. Sam- þykktur var stuðningur við kvót- ann og afnám sóknarmarksins. Að öðru leyti samþykkti þingið að gerðar yrðu eftirtaldar breytingar á frumvarpsdrögun- um: Kvótaár verði tekið upp og það hefjist 1. september ár hvert. Við sölu fiskiskips með aflakvóta skuli viðkomandi bæjar- og sveitarstjórnir í samráði við aðila í atvinnugreininni í viðkomandi sveitarfélagi hafa forkaupsrétt á jafnréttisgrundvelli. Heimilt verði að flytja 25% af aflamarki hverrar botnfisktegundar á milli ára í stað 10%. Kvótaskerðing verði 15% vegna útflutnings á ís- fiski. Þá hafnaði þingið fram- komnum hugmyndum um úreld- ingarsjóð fiskiskipa eins og þær hafa verið kynntar af hálfu sjáv- arútvegsráðherra. Þá leggur Fiskiþing til að stjórn útflutnings á ísuðum fiski skuli vera á einni hendi hjá LÍÚ og að aflamiðlun skuli vera staðsett hjá Fiskifélagi íslands. Lögunum frá 1922 sem banna erlendum fiski- skipum að landa hérlendis verði breytt þannig að þeim verði hei- milt að selja afla til vinnslu hér. Tekið er undir þá skoðun að ís- lendingar taki virkan þátt í við- ræðum EFTA við EB þar sem líkur séu meiri á að árangur náist á þeim vettvangi um fríverslun með fisk heldur en í tvíhliða við- ræðum íslands og Efnahags- bandalagsins. Fiskiþing telur jafnframt að á næsta ári skuli teknar upp á ný veiðar á allt að 500 hrefnum sem mundi gefa af sér um 1250 tonn af kjöti. Útflutningsverðmæti þess er varlega áætlað um 700 - 800 miljónir króna. Þá hvetur Fiski- þing til að komið verði á fót þró- unarsjóði í sjávarútvegi, Verð- lagsráð sjávarútvegsins starfi áfram en leggur til að Verðjöfnu- narsjóður fiskiðnaðarins verði lagður niður. -grh Valgerður Hauksdóttir: Það er útkoman en ekki aðferðin sem skiptir máli. Myndir - Jim Smart. voru svo sameinaðir kraftar þess- ara eldri listamanna og þeirra yngri, sem margir hverjir hafa lært af þeim, sem leiddi til þess að félagið var endurreist árið 1969. - Starf okkar grafíklistamanna hefur gengið vel miðað við hvað grafík á sér stutta sögu hér á landi. Hún átti sér blómaskeið á árunum 1969 - 79, varð mj ög vin- sæl og á þeim árum náðum við að tengjast því sem var að gerast í þessum málum í Evrópu. Keimurinn af þessu var þó alveg eins og þetta væru einhverjir nýir galdrar, og það varð til þess að íslensk grafík fékk að nokkru leyti á sig það orð að þetta væri bara tækni, rétt eins og grafík væri ekki listsköpun heldur tæknigaldur. - Um ‘79 kom nýja málverkið til sögunnar og fleiri stefnur sem höfðu það að markmiði að brjóta upp hefðir í listsköpun, hvort sem það var málverk, skúlptúr eða grafík, en í grafíkinni giltu þá mjög ákveðnar reglur um hvernig verk ætti að vera. Þetta er enn að gerast, það er orðið erfiðara og erfiðara að segja hvað grafík er og víða erlendis er byltingin farin að bíta í skottið á sér. Menn hafa snúið aftur til upprunans, en sem betur fer erum við orðin mun frjálslyndari en áður var. - Hér á sýningunni eru til að mynda verk sem við hefðum neit- að fyrir tíu árum. Við sýnum hér einþrykk og grafískar myndir sem hefur verið málað í, en hvor- ugt er samkvæmt reglunum eins og þær voru þá. Nú er mönnum ljóst að það er útkoman sem skiptir máli en ekki aðferðin. - Grafík á íslandi hefur orðið illilega fyrir barðinu á fordómun- um. Hér er talað um grafíkkell- íngarnar sem séu eitthvað að dúlla á blað heima hjá sér, - og það þótt erlendis sé frekar litið á þetta sem karlafag. Grafík hefur þótt vera óæðri list og það hefur bitnað á okkur hvað við erum tengd prentiðninni, eins og ég minntist á áðan hefur borið svo- lítið á því að fólk teldi þetta „bara“ tæknivinnu. - En það er sama um hvaða listgrein er að ræða, hvort sem það er myndlist eða eitthvað ann- að, menn þurfa alltaf að læra ein- hverja tækni til þess að geta skapað sín listaverk. Vilji mynd- höggvari gera verk sín í brons þarf hann að læra að steypa, al- veg eins og vilji maður leika listir á hjóli þarf hann fyrst að læra að hjóla. Hann getur ekki leynt því með einhverri tækni að hann kunni alls ekki að hjóla. Grafík- myndir eru einfaldlega myndir sem ekki er hægt að gera á annan hátt. - Fæstir listamenn hér á landi eru eingöngu í grafík. Fólk tekur þetta yfirleitt fyrir á ákveðnum tímabilum, oft til þess að verða ekki of einhæft, en þetta er efni sem erfitt er að vinna í eingöngu. Bæði er þetta líkamlega erfitt og eins er þetta vinna með ýmis hættuleg efni. Hvað er framundan hjá ís- lenskri grafík? - Við höfum í mörg ár stefnt að því að setja hér upp sameiginlegt grafíkverkstæði. Við rekum Grafíkdeild hér við Myndlista- og handíðaskólann, en utan skólans er engin aðstaða til að nýta þessa tækni svo annað hvort þarf fólk að fá inni þar eða fara erlendis ef það ætlar að vinna verk sem ekki er hægt að gera með frumstæð- ustu tækjum heima hjá sér. Okk- ar draumur sem stendur er að koma okkur upp almennilegri að- stöðu fyrir félagsmenn, sambæri- legri við þá sem Myndhöggvara- félagið er að koma sér upp að Korpúlfsstöðum. LG HELGARRÚNTURINN MYNDLIST Ekkert lát er á sýnigirni myndlistarmanna. Um síðustu helgi voru opnaðar einar sjö myndlistarsýningar og þær eru litlu færri sem opnaðar verða nú um helgina. í Listasafni ASI er Veturliði Gunn- arssonað hengja upp krítarmyndir og verður búinn að því um tvöleytið ídag. Félagsskapurinn íslenskgraffilcheldur upp á tvítugsafmæli sitt með sýningu á verkum 27félagsmanna í Norræna húsinu. Sigríður Ásgeirsdóttirsem annars er öll í glerinu sýnir málverk íGallerí 11 (ekki ellefu heldureinn einn) á Skólavörðustíg 4A. Vesturá ísafirði sýnir GuðbjarturGunnarssongratikmynd\rog hvar annars staðar en í Slúnkaríki. Og í Safnahúsinu á Húsavíksýna þeirfóstbræður Jón Laxdalog Kristján PéturSigurðssonmyndverk en aðeins til kl. 22 í kvöld. Ekkert aðofgeramarkaðnum... ALÞÝÐUTÓNLIST verður framin af her manns í Háskólabíói kl. 14 í dag, laugardag. Þá heldurTónlistarsamband alþýðu hausttónleikaog koma þar f ram einir fimm kórar auk lúðrasveitar. Ollu fámennari verða tónleikar í íslensku óperunni sem hefjast hálftíma síðar. Þar syngur finnsk-rússneska sópransöngkonan Margareta HaverinenVtð undir- leik Collins Hansensem er bæði píanóleikari og ektamaki Margaretu. Loks bera að nef na Heita pottinn sem að vanda verður opinn í Duus- húsi á sunnudagskvöld en þar leikurtríó Ómars Einarssonarog Guð- mundur IngólfssonWðkar fingurna... FÓTAMENNT verður í hávegum höfð í Iðnó í kvöld, laugardag, kl. 20.30. Þarsýnirdanshópurinn Parspro toto(hluti fyrir heild) fjóra dansa eftir jafnmarga höfunda. Með þessu er leikin heilmikil músík og fjöldi manns kemur við sögu... H AFNFIRÐING AR hafa lag á að koma á óvart. Ekki hafa verið sagðir fleiri brandarar um aðra íslendinga en nú sýnir Leikfélag Hafnarfjarðar revíu sem þeir nefna Leitina að týnda brandaranum í Bæjarbíói og það \ er sýning á sunnudagskvöldið. Þjóðleikhúsið er í pásu fram að næstu n helgi en í Borgarleikhúsinu eru Laxnessog Ljósvíkingurinná báðum \ sviðumíkvöldogannaðkvöld. BernarðaAlbaveifarsvipunniíkvöld \|yrir norðan og aukasýning verður á ísuðum gellumí Iðnó í dag, iaugardag, kl. 16. Þærætla aldreiaðþiðna... JÖLABÓKAFLÓÐIÐ er byrjað, á því leikurenginn vafi. f Listasafni Sigurjóns í Laugarnesinu sjást þess merki því þar verður lesið upp úr nýjum bókum þeirra Péturs Gunnarssonar, Thors Vilhjálmssonarog Vigdísar Grímsdótturk\. 15 á sunnudaginn. Áhugamenn um „út- lendar" kvikmyndir geta farið á pólska kvikmyndaviku sem hefst í Regnboganum ídag, laugardag, horft á Verkfalleftir Eisenstein hjá MÍRá Vatnsstígnum á morgun kl. 16 eða farið með börnin að sjá sænskar teiknimyndir í Norræna húsinu kl. 15 á morgun... BASARARNIR eru að byrja og mikið framboð af heimabökuðu um hverja helgi fram að jólum. Og þeim sem vilja sletta úr dansklaufunum skal bent á að laganemar hafa látið telja sig á að taka við dansleikja- haldi á Hótel Borgtrá og með þessari helgi. Þau verða lögleg en vonandi ekki alveg siðlaus böllin þau arna... \ Laugardagur 4. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.