Þjóðviljinn - 04.11.1989, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 04.11.1989, Qupperneq 5
Alþýðubandalagið Nýr gmndvöllur fyrir nýja tíma Að hverju stefna ráðherrar Alþýðubandalagsins? Hvaða verkefni eru á oddinum? Fundarmenn á fundinum í Garðabæ á mánudaginn var. Mynd: Jim Alþýðubandalagið boðaði til almenns stjórnmálafundar fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu í safnaðarheimili Garðbæinga, Kirkjuhvoli, sl. mánudagskvöld. Fundurinn var vel sóttur og settu BSRB-félagar úr röðum rafiðn- aðarmanna hjá Sjónvarpi og Pósti og síma svip á fundinn með spurningum varðandi kjara- og samningamál. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON fjármálaráðherra „Við erum hingað komnir til að lýsa því nýja húsi sem á að reisa á rústunum“, sagði Ólafur Ragnar, og vísaði þar til stjórn- artíðar Sjálfstæðisflokksins og hinnar hörðu peningahyggju, „það er ekki nóg að skapa stöð- ugleika, heldur þarf að skipu- leggja framtíðina“. Hann fjallaði síðan um það meginhlutverk stjórnmálanna að svara spurning- um um hvernig framtíð við vild- um búa börnum okkar. Ólafur Ragnar benti á þann ár- angur sem náðst hefði með nýju sjóðunum tveimur, Hlutafjár- sjóði og Atvinnutryggingasjóði. Reynslan af þeim hefði ómerkt öll orð Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn forðast annars að mati Ólafs Ragnars að ræða efnahagsmál, en bindur sig við smærri mál. RÍKISFJÁRMÁ LIN Hvaða árangur hefur náðst? - Raungengi krónunnar hefur verið breytt, svo að skilyrði út- flutningsgreina eru nú betri en þau hafa nokkurn tíma verið á liðnum árum. - Aldrei hefur áður tekist að lagfœra skilyrði útflutnings- greinanna á þennan hátt án þess að það fœrði með sér stóraukna verðbólgu. - Lausafjárstaða bankakerfis- ins er hagstæð um 10 miljarða króna. - Ríkissjóður fjármagnar láns- þörf sína með innlendum sparn- aði með sölu spariskírteina. Meira að segja hefur fjármálaráð- herra þurft að afla sér aukinna heimilda þingsins til að seljafleiri spariskírteini vegna meiri eftir- spurnar en hægt var að anna. -í fyrsta sinn í 3 ár er vöru- skiptajöfnuður íslendinga hag- stœður og nemur upphæðin 5 miljörðum króna. Viðskipta- jöfnuðurinn er ekki hagstæður vegna þess að þjóðin greiðir háa vexti af lántökum Sjálfstœðis- flokksins erlendis. -Á rúmu ári hafa ný skilyrði verið sköpuð í efnahagslífinu með markvissum hætti. Atvinnutrygg- ingasjóður og Hlutafjársjóður hafa gripið inn í rás atburðanna og á nœstunni verður lögð fram nákvœm og opin skýrsla um allar afgreiðslur þeirra. -Aldrei fyrr hefur jafn ná- kvœmlega verið fylgst með af- greiðslum úr sjóðum eins og und- anfarið varðandi Atvinnutrygg- ingasjóð og Hlutafjársjóð. Hvað er framundan? Ólafur Ragnar Grímsson benti á eftirfarandi þætti: -Auka þarf svœðaskipulag í landbúnaði. -Fiskveiðistefnan þarfað tengj- ast hagsmunum byggðarlaganna. - Samgöngur á Islandi þarf að skipuleggja með nýjum hœtti og samhæfa atvinnulíf og þjónustu. - íslendingar eiga að fagna Eystrasaltsþjóðunum í Norður- landaráði og efla samstarf við þœr. - Islendingar eiga ekki að týn- ast í stórri evrópskri heild sem út- kjálkasvæði. lsland á samt að vera sem sjálfstæð þjóð fullur þátttakandi í þeirri umsköpun sem nú er framundan í sam- skiptum þjóða. - íslendingar eiga ekki að af- sala sér með neinum hætti stjórn á auðlindum hafsins. Þeir eiga að standa vörð um menningarlegt sjálfstæði sitt og sérstöðu. - íslendingar eiga að leggja sinn skerf af mörkum til að forða heiminum frá þeirri tortímingu sem getur leitt af eyðingu óson- lagsins og gróðurhúsaáhrifum. Ef við ætlum að færa börnum okkar sama heim og við fengum í arf þá verður að gerbreyta því gildismati hins tn'llta kapphlaups sem nú ríkir. Islendingar geta haft forystu í þessum efnum, líkt og þeir höfðu forystu um útfærslu efnahagslögsögu ríkja heims í 12, 50 og 200 sjómflur á sínum tíma. Stjórnmál framtíðarinnar snú- ast um gildismat okkar, hvort við viljum tryggja börnum okkur sama heim og við fengum í arf. Hér er það sem frjálshyggjan bregst og lögmál gróðans á að ráða. Það eru hins vegar lögmál gróðursins og manngildisins sem eiga að stjórna í framtíðinni. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON samgöngu- og landbúnaðarráðherra SAMGÖNGUR OG FJARSKIPTI Steingrímur lagði út af þeim miklu möguleikum sem eru í sjónmáli til jafnaðar í samfé- laginu með allri þeirri nýju samgöngu- og fjarskiptatækni sem verið er að taka í notkun. Hún gæti fært með sér byltingu fyrir dreifbýlið. Verktækni nú- tímans gerir okkur fært að byggja allt landið og gera það um leið bæði betra og byggilegra en áður var álitið kleift. Steingrímur lagði þunga áherslu á að þetta verkefni væri ekki stærra né erfiðara en svo að við gætum sjálf annast það á næstu 15-20 árum. LANDBÚNAÐUR INN Steingrímur sagði menn of oft gleyma því í umræðunni um dýrar búvörur hérlendis, að gæði þeirra væru meiri en neytendur gætu al- mennt treyst í nágrannalöndun- um. Erlendir sendimenn gætu ekki nógsamlega dásamað þessa möguleika okkar og forréttindi, að geta framleitt hollar matvörur án efnanotkunar og umhverfis- mengunar. íslenskar landbúnaðarvörur eru Mercedes Benzinn í matvör- unum, en við eigum að ná verði þeirra niður svo þær kosti svipað og Lada, svaraði Steingrímur ábendingu úr sal frá Árna Bald- vinssyni sjónvarpsmanni, sem sagðist ekki hafa efni á þessum fyrirmyndarvarningi lengur. Landbúnaðarráðherra lagði ennfremur áherslu á að landbún- aðinn verði að skipuleggja betur í Smart. samræmi við landkosti. íslend- ingar eigi að vera sjálfum sér nægir um landbúnaðarvörur, allt tal um stórfelldan innflutning bú- vara í sparnaðarskyni sé þjóð- hættuleg blekkingarstarfsemi. SVAVAR GESTSSON menntamálaráðherra Svavar benti á, að þótt nú sé óhugur í mörgum vegna ástands- ins í efnahagsmálum, sé það í raun betra en í fyrra þegar ríkis- stjórnin tók við völdum. Núver- andi stjórn réðst til atlögu við mikinn vanda og hefur þegar náð miklum árangri. Hún hefur lagt áherslu á að ná niður skattlagn- ingu á matvælum, beitt sér fyrir nýjungum í skóla- og menntamálum, skattlagningu fjármagnstekna osfrv. Svavar rifjaði upp ýmsar breytingar í þjóðfélagi okkar síð- ustu 20 ár. Pólitískar ákvarðanir hafa leitt til slíkra umskipta, að „ef við hefðum spáð þessu fyrir 20 árum, hefðum við í besta falli verið taldir óforbetranlegir bjartsýnismenn en í versta Iagi asnar“, eins og Svavar orðaði það. Hvað hefur gerst frá 196811969?: * Frá 1969 hefur efnahagslög- sagan veriðfœrð út í 12, 50 og svo 200 sjómílur. * Útlend skip eru nánast horfin af miðunum. * Keflavíkursjónvarp nœst ekki á íslenskum heimilum. * íbúðum hefur fjölgað um 40 þúsund. * Ellilífeyrir hefur stórhœkkað að raungildi. * Skyldunám hefur lengst úr 8 árum í 10 eins og nú er sagt fyrir um í nýju grunnskólafrumvarpi. * Fyrir 20 árum voru engin dval- arheimili aldraðra á íslandi, nema í eigu einkaaðila og sjó- mannasamtakanna. * Komið hefur verið upp þjón- ustukerfi fyrir fatlaða sem nálgast það að vera einstætt í velferðar- ríkjunum. Og hvers vegna eru þessi fram- faramál rifjuð upp? Vegna þess að fyrir 20 árum stóðu íslending- ar frammi fyrir svipuðum vanda og nú í efnahagsmálum. Þá vildu sumir leysa vandann með fljót- færnislegum ákvörðunum um 20 ný álver og orku á útsöluverði. Alþýðubandalagið hafnaði þeirri stefnu og sameinaði þjóðina að baki þeirri stefnu. Hver er framtíðin? Svavar Gestsson dró upp mynd af nokkrum mikilvægum framtíð- arverkefnum sem Aiþýðubanda- lagið vill beita sér fyrir: * Samfelldur skóladagur grunn- skólanemenda. * Dagvistarrými fyrir öll börn. * Víðtœkt endurmenntunarkerfi. * Áhersla á verkmenntunargrein- ar á öllum skólastigum. * Valddreifing í skólakerfinu. * Jöfnuður í lífeyrismálum. * Lœkkun húsnœðiskostnaðar. * Afnám vaxtaokursins. * Stöðugleiki í efnahagsmálum. * Brottför bandaríska hersins af landinu. Svavar Gestsson tók ennfrem- ur fram, að eftir 10 ár gætum við líka fagnað því að hafa ekki gengið í Evrópubandalagið og orðið útkjálki heimsveldis. f stað þess ættum við að markaðssetja sérstöðu okkar og hugvit. UMRÆÐUR OG FYRIRSPURNIR Þorsteinn Óskarsson, yfir- deildarstjóri hjá Pósti og síma, lagði fyrir fjármálaráðherra 5 spurningar varðandi kjör BSRB- félaga, viðhorf og áætlanir ríkis- stjórnarinnar varðandi kjara- samninga, einkum með saman- burði við samninga BHMR, og hvort ríkisstjórnin teldi verkfall forsendu þess að semja raunhæft við BSRB. Hann gagnrýndi einn- ig seinagang á afgreiðslu bókana úr síðustu samningum. Þorsteinn sagðist hræddur um að ráðamenn áttuðu sig ekki á þeim breytta og harðari tóni sem kominn væri í BSRB-fólkið núna. Asta Ólafsdóttir benti á mis- rétti milli aðstæðna hjóna og ein- stæðra foreldra í skattamálum. Útskýrði hún dæmi þar sem pers- ónuafsláttur hjóna er 50 þús.kr. meiri á ári en foreldris. Þórir Karl taldi síðustu kjara- samninga margsvikna varðandi félagslegt húsnæði. Hann sagði mörg íslensk alþýðuheimili svelta núna og úrlausnir ekki þola nokkra bið. Hörður Andrésson vildi fá upp- lýsingar um ráðstafanir til að lækka fjármagnskostnað og áætl- anir um stækkun álversins í Straumsvík. Arni Baldvinsson gagnrýndi m.a. hátt matvælaverð og fisk- veiðistefnuna. Hann lagði til að fjármálaráðherra beitti sér fyrir leiðréttingum á BSRB-samning- um og gerði síðan nýjan samning frá 1. aprfl. Mikla athygli vakti sú ábend- ing Árna, sem er starfsmaður Sjónvarpsins og í BSRB, að eftir samninga Rafiðnaðarsambands- ins fær hann 19 þús. kr. lægri laun á mánuði en kollegar hans í því sem vinna við hliðina á honum. Kristbjörn Árnason taldi að ríkisstjórnin hefði ekki staðið við loforð sín um verð á matvörum. Hann taldi að ríkið ætti að taka þátt í að móta launastefnuna en vísa ekki bara á hagsmunaaðila vinnumarkaðarins. Ráðherrarnir svöruðu allir þeim fyrirspurnum og umræðu- punktum sem fram höfðu komið og máttu hafa sig alla við vegna framíkalla og ræðustúfa. Strax að loknum fundarslitum skullu síð- an á þrumur og eldingar og Sv- land varð rafmagnslaust í klukku- stund. ÓHT as: Alþingi ÍSLENDINGA Frá fjárveitinganefnd Alþingis: Viðtalstímar nefndarinnar Fjárveitinganefnd Alþingis veitir nú eins og undanfarin ár viötöku erindum frá félögum, samtökum og einstaklingum er varöa fjárlög ársins 1990. Fjárveitinganefnd gefur þeim aöilum, sem vilja fylgja erindum sínum eftir meö viðræðum viö nefndina, kost á aö eiga fundi meö nefndinni á tímabilinu 9. til og meö 17. nóvember n.k. Þeir sem óska eftir aö ganga á fund nefndarinn- ar, skulu hafa samband í síma 91-624099 (Al- þingi) eigi síðar en þriðjudaginn 7. nóvember n.k. Því miður gefst ekki tími til þess að sinna viðtals- beiðnum, sem fram kunna aö koma síðar eða aö veita viðtöl utan þess tíma, sem að framan greinir. Laugardagur 4. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.