Þjóðviljinn - 04.11.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.11.1989, Blaðsíða 6
Landvari Almennur félagsfundur verður haldinn að Hótel Holiday Inn, Reykjavík, föstudaginn 10. nóvem- ber n.k. og hefst kl. 19.30. Á dagskrá eru al- menn félagsmál. Fundinum verður fram haldið kl. 10.00 að morgni laugardagsins 11. nóv. á sama stað, en þá mun fulltrúi ríkisskattstjóra gera grein fyrir lögum og reglum um virðisaukaskatt. Stjórn Landvara ERLENDAR FRETTIR SJONVARPIÐ Söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evrópu 1990 Ríkisútvarpið-Sjónvarp, auglýsir hér meö eflir sönglagi til þátttöku í Söng- vakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu 1990, sem fram fer í Júgóslavíu 5. maí. Undankeppnin fer fram í Reykjavík í janúar og febrúar. Skilafrestur er til 15. desember1989 Þátttökuskilyrði: Þátttaka er öllum opin. Laginu skal skila á nótum eða hljóðsnældu. Frum- saminn texti á íslensku skal fylgja. Lagið má ekki taka nema þrjár mínútur í flutningi. Lagið skal ekki hafa komið út á nótum, hljómplötum, snældum eða myndböndum, og það má ekki hafa verið leikið í útvarpi eða sjónvarpi. Nótur, snælda og texti skulu merkt heiti lagsins og dulnetni höfundar. Rétt nafn höfundar, heimilisfang og símanúmer skulu fylgja með í lokuðu um- slagi merktu sama dulnefni. Sendi höfundur fleiri en eitt lag skulu þau send inn, hvert fyrir sig og hvert undir sínu dulnefni. Sjónvarpið leggur til útsetjara, hljómsveit og hljómsveitarstjóra. Ríkisútvarpið áskilur sér einkarétt til flutnings laganna í útvarpi og sjónvarpi meðan á keppninni stendur. Kynning laganna: Domnefnd velur 12 lög til áframhaldandi þátttöku. Þegar þau hafa verið valin verða umslögin með dulnefnum höfunda opnuð, og nöfn þeirra tilkynnt. Lögin 12 verða síðan útsett og flytjendur valdir í samráði við höfunda og kynnt í tveim sjónvarpsþáttum í lok janúar. Sex lög verða kynnt í hvorum þætti. Áhorfendur í sjónvarpssal velja þrjú lög úr hvorum þætti til áframhald- andi keppni. Urslit: Þau sex lög sem þannig hafa verið valin verða síðan flutt í beinni útsend- ingu úr sjónvarpssal, þar sem sigurlagið 1990 verður valið. Verðlaun verða 200 þúsund krónur fyrir sigurlagið og ferð fyrir höfund lags og texta til Júgóslavíu á úrslitakeppnina 5. maí 1990. Séu höfundar tveir eða fleiri skiptast verðlaunin milli þeirra eins og úthlutunarreglur STEFS segja til um. Sigurlagið verður fulltrúi íslenska Sjónvarpsins í „Söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evrópu 1990". Nánari upplýsingar um tilhögun keppninnar veitir ritari dagskrárstjóra Inn- lendrar dagskrárdeildar Sjónvarpsins, sími 693 731, Laugavegi 176, Reykjavík. Utanáskrift: RÍKISÚTVARPIÐ-SJÓNVARP, „SÖNGVAKEPPNI", LAUGAVEGI 176, 105 REYKJAVÍK. Akærðir fyrir njósnir um gyðinga Danska lögreglan kvaðst í gær hafa ákært átta menn, sem allir eru danskir ríkisborgarar, um njósnir fyrir palestínsku samtök- in Alþýðufylkingin til frelsunar Palestínu (PFLP). Segir talsmað- ur lögreglu menn þessa hafa á ár- unum 1980-88 safnað upplýsing- um um 500 gyðinga, búsetta í Danmörku, svo og aðra menn og fyrirtæki þarlendis er hefðu sam- bönd við ísrael, og komið þessum fróðleik í hendur PFLP. Sex átt- menninganna höfðu áður verið ákærðir fyrir morð og rán og handteknir þessvegna, og segir lögreglan þá hafa gefið PLFP hluta ágóðans af ránunum. Slitnað upp úr friðarviðræðum Farabundo Martí-hreyfingin í Salvador, sem á í stríði við stjórnvöld þar, tilkynnti í fyrra- dag að hún myndi hætta friðar- viðræðum við stjórnina uns ljóst yrði að stjórnin væri þess megnug að tryggja öryggi stjórnarand- stæðinga. Mun þessi ráðstöfun uppreisnarmanna svar við hryðjuverki sem framið var á þriðjudag, en skrifstofur verka- lýðssamtaka í San Salvador voru sprengdar í loft upp og tíu manns drepnir. Farabundo Martí-liðar hafa stjórnvöld og herinn fyrir þeirri sök. í sept. s.l. samþykktu hreyfingin og Salvadorsstjórn að taka upp mánaðarlegar viðræður með frið fyrir augum. Vilja Marcos heim Vinsældir Ferdinands Marcos- ar, fyrrum Filippseyjaforseta, heimafyrir virðast heldur hafa aukist frá því að hann lést á Haw- aii28. sept. s.l.,þarsemhannbjó í útlegð frá því að hann var rekinn frá ríkjum 1986. í gær fóru um 25.000 aðdáendur Marcosar um götur í Manila, lýstu hástöfum yfir elsku sinni á hinum látna harðstjóra og kröfðust þess að hann yrði gefinn þeim aftur. Mun með því átt við að hann verði jarðsettur í heimalandinu, en það hefur Corazon Aquino forseti margsinnis þvertekið fyrir. Stjórnmálasamband Eþíópíu og ísraels Eþíópíustjórn tilkynnti í gær að hún hefði á ný tekið upp fullt stjórnmálasamband við ísrael, en því sambandi sleit Eþíópía í vin- áttuskyni við Arabaríki eftir Jom Kippúrstríðið 1973. Segir í til- kynningu Eþíópíustjórnar um þetta að engin ástæða sé til að hafa ísrael á hornum sér lengur, þar eð það hafi skilað Egypta- landi Sínaískaga og Egyptar tekið upp við það stjórnmálasamband. Líklegt er talið að Mengistu, ein- ræðisherra Eþíópíu, sem nú á sem mest að vinna gegn upp- reisnarmönnum, sé að fiska eftir hjálp frá ísrael, en ísraelar eru nú taldir meðal bestu hermanna heims og mörgum fremri í vopna- smíði. Leipzigborgar- stjóri fer frá Bernd Seidel, borgarstjóri í Leipzig, þar sem andófsaldan gegn austurþýskum stjórnvöldum er öflugust, sagði af sér í gær. Segir ADN- fréttastofan austurþýska að hann hafi gert svo vegna þess að hann hafi glatað trausti borgarbúa. í Leipzig, sem er önnur stærsta borg Austur-Þýskalands, hefur ekki á öðru gengið frekar en mótmæla- og kröfufundum og -göngum s.l. sex vikur, og hefur mest verið um að vera á mánu- dögum. Fleiri menn þarlendis hafa undanfarna daga látið af stóðum og embættum, t.d. var forseta hins opinbera alþýðusam- bands vikið úr þeirri stöðu fyrir nokkrum dögum á þeim forsend- um að hann hefði ekki gætt hagsmuna verkamanna nógu vel. Mitterrand Frakklandsforseti Hófferil sinn í stjórnmálaglundroðafjórða lýðveldisins og varðsam- einandi leiðtogi franskra vinstrimanna Ikomandi viku er von á hingað til lands Francois Mitterrand, fjórða forseta fímmta franska lýðveldisins og einum af áhrifa- mestu stjórnmálamönnum Evr- ópu á þessum áratug. Francois-Maurice Mitterrand er í þennan heim borinn 26. okt. 1916 í Jarnac í Charente í Vestur- Frakklandi, þar sem faðir hans var stöðvarstjóri við járnbraut- irnar. Mótunarskeið hans var því tímabilið á milli heimsstyrjald- anna, er Frakkland var hálflamað eftir blóðmissinn mikla í fyrri heimsstyrjöld, stóð ekki lengur undir hefðbundnu hlutverki sínu sem stórveldis, hafði þegar á leið yfir höfði sér vígreift Þýskaland undir stjórn nasista og var hrjáð af illdeilum hægri- og vinstri- manna og pólitískum glundroða. Frá stríðslokum 1918 til hrakfa- ranna fyrir Þjóðverjum vorið 1940 hafði Frakkland 20 forsætis- ráðherra og 44 ríkisstjórnir. Mitterrand lærði lóg í París, var kvaddur í fótgöngulið franska hersins er heimsstyrjöldin síðari hófst, særðist 1940 og var tekinn til fanga af Þjóðverjum. Hann slapp fljótlega úr haldi, gekk í andspyrnuhreyfinguna og komst þar í tölu forustumanna; var síð- an með de Gaulle í Alsír. Fyrir framgöngu sína í andspyrnu- hreyfingunni var Mitterrand sæmdur franska stríðskrossinum (Croix de Guerre). Að stríði loknu hóf hann þátttöku í stjórnmálum og hefur verið óslit- ið á þeim vettvangi síðan. Þing- maður var hann alla tíð 1946-80 og ráðherra í fyrsta sinn 1947, sá yngsti í sögu fjórða lýðveldisins. Næstu 12 árin gegndi hann átta ráðherraembættum í hinum ýmsu ríkisstjórnum, sem á þeim árum urðu álíka skammlífar og verið hafði fyrir stríð. Var hann þá m.a. nýlendu-, innanríkis- og dómsmálaráðherra. Eftir að fimmta lýðveldið hafði verið stofnað 1958 varð Mitter- rand smámsaman fremstur leið- Mitterrand - í hálfgildings gamanmálum kallaður konunglegur. toga vinstra megin í frönskum stjórnmálum. 1965 var hann frambjóðandi sósíalista og kommúnista í forsetakosningum og tapaði að vísu fyrir de Gaulle, en fékk 44 af hundraði atkvæða. Ólgan 1968 kom tætingi á vinstri- flokkana og varð hún Mitterrand PROFILL hnekkir. En vinstriöflin mögnu- ðust fljótt aftur vegna óánægju með stjórn Pompidous, sem mörgum þótti íhaldssöm og um of hlynnt atvinnurekendum. Mitterrand varð þá á ný samein- andi leiðtogi vinstrimanna og tókst að bræða saman nokkra vinstrisinnaða smáflokka og stofna úr þeim nýjan sósíalista- flokk. Var hann fýrsti ritari þess flokks 1971-81. Hann var í for- setaframboði 1974 og tapaði aft- ur en var kjörinn forseti 1981 sem frambjóðandi sósíalista, komm- únista og vinstriradíkala. Því embætti hefur hann gegnt síðan og eftir mikinn sigur í forseta- kosningum s.l. ár er hann örug- gari í sessi en nokkru sinni fyrr. Reynsla Mitterrands af stjórnmálaglundroða fjórða lýð- veldisins og fjandskapnum milli Evrópuþjóða á fyrri hluta aldar- innar hefur gert að verkum að hann hefur í innanríkismálum verið eindreginn talsmaður sam- einingar, stöðugleika og sterks forsetavalds og í utanríkismálum samstöðu vestrænna ríkja og þá sérstaklega Vestur-Evrópuríkja innan Evrópubandalagsins. Stíll hans í forsetaembætti hefur í hálf- gildings gamanmálum verið kall- aður konunglegur, en þar liggur sennilega öðrum þræði að baki trú á nauðsyn mikillar virðingar fyrir því embætti sem sameining- artákni landsmanna. Og Mitter- rand er ekki heldur neitt sérstak- ur að því leyti; fyrirrennarar hans allir á forsetastóli fimmta lýð- veldisins þóttu einnig i þessum skilningi „konunglegir", ekki síst de Gaulle sjálfur. dþ. 6 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.