Þjóðviljinn - 04.11.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.11.1989, Blaðsíða 7
ÞJOÐMAL „Mjög mikilvægt er að fylgjast meö þeim stöölum og reglum, sem ákveönar veröa af EB, svo að hægt verði að samræma okkar reglur að þeirra." (Feitletrun mín - JG) Orð sem þessi eru farin að verða næsta kunnugleg í venju- legri umfjöllun um Island og EB. Og skilja má það, sem að baki liggur, þegar meiri háttar aðilar útflutningsatvinnugreina eiga í hlut. Ofangreind tilvitnun er þó ekki til þeirra sótt. Hvort sem menn trúa því eða ekki, er hér verið að tala máli íslenskra neytenda, og orðin tekin úr nið- urlagi greinarinnar „Evrópu- bandalagið og þáttur neytenda“ eftir talsmann Neytendasamtak- anna, en sú grein var birt í blaði viðskiptafræðinema „ísland og Evrópa 1992“, sem út kom nú í vor. Þessi orð eru niðurstaða um- fjöllunar höfundar um nokkur þau atriði í nýskipan Evrópu- bandalagsins, sem neytendur varða. Og fara má nærri um, að þau hljóti þá að vera lofsverð, þau atriði, sem höfundur telur svo brýnt, að við tökum okkur til fyrirmyndar. Og dálítið undar- legt að sjá svo lofsamlegum orð- um farið um þær hliðar EB, sem að neytendum snúa, ekki síst ef greinin er borin saman við það, sem fulltrúar danskra neytenda hafa látið fara frá sér undanfarið. Þeir eru hneykslaðir, þeim blöskrar og þeim ofbýður margt af þeim atriðum, sem EB hefur og ekki síður menningarlegum mismun þjóða. Hefði mátt vona, að neytendasamtök aðildarþjóð- anna þekktu sinn vitjunartíma þá. Stefnt var að ríkisheild; Ein- ingarlögin, sem síðar komu, lágu þegar milli lína í Rómarsáttmál- anum, og má kalla það gæfu okk- ar íslendinga, að Bjarni heitinn Benediktsson sá hvert stefndi og hafnaði með öllu aðild að því, sem þá hét Efnahagsbandalag Evrópu, meinleysislegu nafni, sem margan glapti þá. Þetta tvennt, Rómarsáttmáli og Ein- ingarlög, er í raun orðið jafngildi stjórnarskrár Evrópubandalags- ins. A grundvelli þeirrar „stjórn- arskrár" er Evrópudómstólnum í Lúxemborg nú heimilt að nema úr gildi lög og stjórnarákvæði hvaða aðildarríkis sem vera skal. Og það hefur þegar gerst oftar en einu sinni. Að gerð Rómarsáttmálans stóðu valdamenn á sviði efna- hagslífs og stjórnmála; þar voru fulltrúar neytenda ekki hafðir til ráðuneytis. Gæti ofangetinn greinarhöfundur leitað sér til fróðleiks að ákvæðum um hagsmuni eða rétt neytenda í því plaggi. Fólkið, „neytendurnir" í EB komu naumast við sögu fyrr en drjúgu eftir að öll megin- skipan EB var orðin föst í sessi og grundvöllur lagður að stofnun allsherjarríkis árið 1992. í>á fyrst - þremur áratugum eftir stofnun EB, - fara óbreyttir Evrópubúar að koma við sögu þessarar Evr- ópu fyrirtækjanna; þá fyrst er far- Jón Gunnarsson Islenskir neytendur og innri markaður EB gert Dönum að taka upp. En varnaðarorð eða efasemdir um ráðstafanir og háttalag EB er ekki að finna í þessari grein, öðru nær. Og í reyndinni virðist hún samin upp úr því sjálfslofi og sjálfslýsingum Evópubandalags- ins, sem nú flæða yfir allt og hlið- stæðu má helst finna í sjálfslý- singum Sovétmanna fyrir daga Gorbatsjovs. Ríki, sem búa við alræðisskipulag og vita þó af veikleikum sínum, þurfa einatt á slíkum áróðri að halda. Og það kemur fyrir, að menn leggi trún- að á þann áróður. Þar hygg ég, að oftar ráði hrekkleysi en illur ás- etningur, en afleiðingarnar geta orðið jafnslæmar allt um það. Lítið dæmi um þetta er umgetin grein um EB og íslenska neytend- ur, m.ö.o. um EB og íslendinga. Markmið EB önnur en neytendavernd Höfundur rekur eitt dæmið af öðru um það, til hvflíkra ágæta stofnun EB horfi fyrir neytendur. Og þau dæmi þarf að skoða nán- ar, hvert og eitt. Höfum hugfast, að EB rekur öldungis ekki sögu sína til verndarsamtaka neytenda af neinu tagi. Samtök hagsmuna- aðila stóriðnaðar komu fyrst, Kola- og stálsamsteypan svo- nefnda, samtök með ljós, skiljan- leg og yfilýst markmið, hags- munamarkmið framleiðenda. Sömu markmið réðu ferðinni, er Rómarsáttmálinn var gerður, þar var staðfest því sem næst ótak- mörkuð samvinna sterkustu fjármagnsaðila í aðildarlöndun- um, rutt skyldi úr vegi hverju því, sem hamlað gæti frjálsu flæði fjármagns, varnings og vinnuafls milli landanna, svo sem landa- mæragæslu, höftum hvers konar Neytendasamtökin úti að aka? Kröfurnar sjö ið að tala um hina „félagslegu hlið“ EB, Evrópubúa sjálfa og hag þeirra. Líkt og illa gerður hlutur og frekar óvelkominn er þessi svonefnda „félagslega hlið“ svo illa sem hún fellur að áður settum markmizum EB. Hún er raunar næstum einvörðungu af- greidd með loforðum þessi árin. EB-stjórar tala að jafnaði um „félagslegu hliðina" í framtíð og orðalag varaformanns Neytenda- samtakanna vísar eftir því einnig til framtíðar, þess, sem „verður gert“, „tillögur hafi verið gerðar um“ eða „stefnt sé að“. En menn verða að setja hrekkleysi sínu takmörk, ekki síst þeir, sem taka Sjö meginkröfur Alþjóðasam- taka neytenda rekur höfundur í upphafi máls síns: 1) ákvæðið um að vara skuli hættulaus lífi og heilsu; 2) ákvæðið um rétt til fullra upplýsinga um innihald vöru; 3) ákvæðið um frjálst vöru- val, sem aftur tengist allri löggjöf um tryggingu frjálsrar samkeppni á markaði; 4) ákvæðið um bóta- rétt, reynist vöru ábótavant; 5) ákvæðið um rétt til að krefjast opinberrar íhlutunar, sé gengið á rétt neytenda; 6) ákvæðið um þá fræðslu, sem neytendum er nauðsynlegt til að geta fylgt hags- munum sínum eftir, og 7) ISLAND - EB á sig að vera í forsvari fyrir neytendur. Danskir neytendur muna loforðin, sem þeim voru gefin 1972, og þeir vita, hverjar efndir hafa orðið. Forbruger- rádet í Danmörku hefur fylgst náið með framvindu hagsmuna neytenda innan EB og fundið þar mörg og ósmá umkvörtunarefni. Að þeim atriðum verða íslenskir neytendur nú líka að hyggja. En nokkur takmörk langar mig að setja hrekkleysi varaformanns Neytendasamtaka okkar, fara nánar í saumana á þeim dæmum, sem réttlæta tilvitnunina hér í upphafi máls og rekja dæmi, sem benda til allólíkrar niðurstöðu og ættu vonandi að geta orðið ís- lenskum neytendum nokkur hvatning til að skyggnast betur á merkingar þeirrar vöru, sem þeir kunna að kaupa frá löndum Evrópubandalagsins. ákvæðið um rétt til heilsusamlegs umhverfis. Hér er um alþjóðlega yfirlýs- ingu að ræða, og þarf lesandi varla að leita lengi dæmanna um það, hve víða þær eru brotnar, sumar eða allar. Um stefnu EB segir höfundur, að hún sé „mjög samsvarandi ofangreindum at- riðum“. Sannleikur er hins vegar sá, eins og neðar mun tíundað, að EB brýtur þessi ákvæði í sífellu, beint og óbeint, svo sjálfsögð sem þau annars virðast sem viðmiðun baráttu neytendasamtaka. Það vantar enda allmikið á, að neytendasamtök aðildarríkja EB séu jafnhrifin af ráðstöfunum EB og hin íslensku virðast vera. Og samtök neytenda og umhverfis- verndunarsinna innan EB hafa nú alllengi háð árangurslitla bar- áttu fyrir því, að ákvæði sem þessi séu virt í verki. Aukið fylgi Græn- ingja á Evrópuþingi er þeim at- riðum öldungis ekki ótengt. Kröfurnar sjö og EB Málavaxta vegna er ástæða til að fjalla jöfnum höndum um fyrstu og aðra meginkröfu Al- þjóðasamtaka neytenda, þ.e. kröfuna um óskaðsemi vöru og kröfu um tæmandi upplýsingar. Vitneskja um skaðsemi krefst réttra upplýsinga og nægra. Því er þetta í raun ein og sama krafan, eins og þessi atriði horfa við okk- ur. Og séu til skólabókardæmi um siðferðislegt ábyrgðarleysi framleiðenda, eru það einmitt þær reglugerðir um vörumerk- ingar sem EB hefur sem óðast verið að lögleiða og gert aðildar- ríkjum sínum að hlíta, einatt nauðugum viljugum. í sem stystu máli er það nú orðið refsivert at- hæfi í Evrópubandalaginu að framfylgja kröfu nr. 2, kröfunni um rétt til fullra upplýsinga. Og illgerlegt verður þá að ná vissu um að fullnægt hafi verið ofan- getinni kröfu nr. 1. Samkvæmt reglugerðum Evrópubandalags- ins eru tekin fram nokkur skaðleg efni, sem greina má frá í merk- ingu varnings, jafnt vöru til nota í iðnaði eða til neyslu. Þau efni eru skráð sem sá staðall, sem miðað skal við; þau má skrá á umbúðir þess varnings, sem um ræðir. Hins vegar er blátt bann lagt við því og varðar refsingum, ef ein- hver framleiðandi eða aðildarríki tekur fram fleiri skaðleg efni í vörumerkingu en EB-staðlamir kveða á um. Slíkt athæfi telst nú til ólöglegra samkeppnishátta á markaði í Evrópubandalaginu. Framleiðendum er með öðrum orðum skipað að þegja yfir skað- legum efnum sem kunna að leynast í varningi þeirra. Hyggj- um nánar að þessu. Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin (WHO) annast skráningu efna í markað- svarningi, sem eru ýmist sannan- lega skaðleg lífi og heilsu manna eða talin líkleg til skaðsemda. Skrá WHO er dreift til aðildar- ríkja, þar á meðal ríkja Evrópu- bandalagsins. Hún telur hátt á þriðja hundrað efna, sem eru sannanlega skaðsamleg lífi og heilsu manna. Á skrá Evrópu- bandalagsins eru hins vegar að- eins rúmlega áttatíu þessara efna. Öll Norðurlönd miða við ræki- legri merkingarkröfur og ræki- legri upplýsingar, og sama máli gegnir um FDA, matvæla- og lyfjaeftirlitið bandaríska. Geislun, asbest og „danska veikin“ Þessu tengjast ekki síður þær aðferðir, sem notaðar eru til að auka á geymsluþol vöru. í EB er heimilt að beita geislun í því skyni, en það er óvíða annars staðar tíðkað og aðeins að því er varðar ákveðnar tegundir ma- tvæla og fóðurvöru. Upplýsingar um það, hvort vara hefur verið geisluð eða ekki, eru að jafnaði ekki settar í vörumerkingu, og reynir því hér bæði á fyrsta, ann- að og sjötta atriðið í ícröfum al- þjóðasamtaka neytenda. Hér er rætt um geislun, og er þá ekki úr vegi, að minnst sé á áhrif Chernobylslyssins á kornupp- skeru innan EB. Þar spilltist hveitiuppskera eins aðildarríkis- ins, Grikklands, svo mjög, að uppskera ársins 1986 var ekki tal- in markaðshæf. Engu að síður fór hún öll á markað, þót Becquérel- tala mældist mun hærri en jafnvel Evrópubandalagið telur innan hættumarka. Bókhaldsuppgjör eftir á gerðu ljóst, að svo hafði farið, hveitinu gríska hafði verið dembt saman við aðrar hveiti- birgðir EB og það selt. Enn eitt dæmi um það stig siðferðislegrar ábyrgðarkenndar, sem einkennt hefur viðhorf Evrópubandalags- ins til heilbrigði neytenda. Ekki er dýrunum óhætt heldur; um það vitnar dauði 300 kálfa á Fjóni snemma á þessu ári. EB-merkt fóður frá Hollandi hafði orðið þeim að fjörtjóni. Hér er erfitt að sjá annað en framin séu og í raun fyrirskipuð skipulögð brot á annarri kröfu al- þjóðasamtaka neytenda, krö- funni um fullar upplýsingar um þá vöru, sem neytandi kaupir. Evrópubandalagið hefur raun- ar ekki sagt sig úr WHO enn, og í sumum tilvikum er skaðsemi efna raunar viðurkennd, en engu að síður bannað að geta þeirra í vörumerkingum. í öðrunt tilvik- um hefur EB neitað að viður- kenna skaðsemi efna, enda þótt skýr, læknisfræðileg rök liggi fyrir. Á það hefur reynt í Dan- mörku; þar er um að ræða „dönsku veikina" sem svo er nefnd í Briissel og er einn alvar- legasti atvinnusjúkdómur mál- ara. Svo er að sjá, að EB telji, að sá sjúkdómur sæki á Dani eina EB-þjóða. Hann kemur fram í heilaskemmdum og hefur verið rakinn til 13 efna, sem málarar nota við starf sitt. Þessi efni voru gerð merkingarskyld í Dan-. mörku. EB lagði hins vegar blátt bann við því að getið væri fleiri en þriggja þessara efna, oig þeim úr- skurði hafa Danir orðið að hlíta. Sama máli gegnir um asbest. Af því efni stafar ekki umtalsverð hætta að mati EB. Um ofnæmis- valdandi efni er áþekka sögu að segja. Nákvæm og sundurliðuð merking hefur verið tíðkuð á fcNorðurlöndum. EB hefur ein- faldað þá merkingu og gert að- ildarríkjum að fara að þeim Framhald á bls. 9 Laugardagur 4. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.