Þjóðviljinn - 04.11.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.11.1989, Blaðsíða 9
ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Kópavogi Spilakvöld Spilakvöld verður í Þinghól Hamraborg 11 mánudaginn 6. nóv- ember klukkan 20.30. Allir velkomnir. Stjórnin Geir Ólafur Magnús Jón Alþýðubandalagið Reykjanesi Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Reykjanesi verður haldinn laugardaginn 11. nóvember klukkan 13 í Gaflinum Hafnarfirði. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ný stjórn kjörin. 3. Fulltrúar á landsfund kjörnir. 4. Magnús Jón Árnason bæjarfulltrúi í Hafnaríirði ræðir um sveitarstjórnarmál og samstarfið við Alþýðuflokkinn í bæjarstjóm- inni. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og formaður Al- þýðubandalagsins ásamt Geir Gunnarssyni alþingismanni mæta á fundinn og gefst fundarmönnum tækifæri til að ræða stjórnmálaviðhorf ið á komandi vetri. Stefnt er að því að f undi verði lokið klukkan 18. Kvöldvaka: Um klukkan 20 er kvöldverður og kvöldvaka. Mið- averð krónur 2.300. Félagar sýna á sér hina hliðina. Steinar Guðmundsson leikur undir borðhaldi og Heimir Pálsson syng- ur. Leynilögreglan kemur á staðinn. Skyndihappdrætti Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi. Dregin verður út utanlandsferð frá Samvinnuferðum Landsýn að eigin vali fyrir 50 þúsund krónur auk margra annarra góðra vinn- inga. Allir félagar í Alþýðubandalaginu og gestir þeirra eru velkomnir . á meðan húsrúm leyfir. Stiórnin Alþýðubandalagið í Kópavogi Fundur um bæjarmál Fundur verður í Þinghól, Hamraborg 11, laugardaginn 4. nóvember kl. 10.f.h. Á fundinn mæta Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúi og fulltrúi ABK í umhverfisráði og (ulltrúar ABK í skipulagsnefnd, umferðamefnd og byggingarnefnd og gera grein fyrir störfum nefndanna það 'som af er kjörtímabilinu. Fundurinn er öllum opinn. Stjórn og bæjarmálaráð ABK Valþór Alþýðubandalagið í Reykjavík Málþing um borgarmálefni Hvaða mál verða í brennidepli kosningabaráttunnar fyrir borgar- stjórnarkosningar 1990? Hverjar eru helstu áhersiur Alþýðubandalagsins í borgarmálefn- um. Þetta verður m.a. á dagskrá málþings ABR fimmtudaginn 9. nóv- ember 1989 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: Kl. 17.00 Kynnt undirbúningsstarf fjögurra umræðuhópa. Almennar umræður. Kl. 19.00 Kvölverðarhlé. Starf máiefnahópa. Kl. 21.00 Almennar umræður um starfið framundan og málefni fyrir starfshópa vetrarins. Félagar fjölmennum og tökum þátt í stefnumótuninni. Stjórnin Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráð Fundur verður haldinn f bæjarmálaráði mánudaginn 6. nóvember kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Auk undirbúnings fyrir bæjarstjórnarfund 7. nóvember verður sérstaklega rætt um atvinnumál og æskulýðsmál. Stjórnin Alþýðubandalagið Garðabæ og Bessastaðahreppi Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Garðabæ og Bessastaða- hreppi verður haldinn ísafnaðarheimilinu Kirkjuhvoli mánudaginn 6. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa í kjördæmisráð. 3. Kosning fulltrúa á landsfund Alþýðubandalagsins. 4. Önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið f Reykjavík Öldrunar-, félags- og heilbrigðismál Fundur verður í umræðuhópi borgarmálaráðs að Hverfisgötu 105, þriðjudaginn 7. nóvemberkl. 17.00. Undirbúningurfyrirmál- þing um borgarmálefni. Stjórnin ÞJOÐMÁL Framhaldaf bls. 7 staðli, merkja slík efni aðeins á tvo vegu, nefna þau „ofnæmis- valdandi" eða aðeins „ertandi", eftir því hvort ofnæmi hlýst við innöndun eða snertingu. (Hyg- gjum að kröfu 7 hér ofar.) Kemur þetta Neytendasamtökunum við? Neytendasamtök og neytendavernd Myndin er hin sama, hvar sem hugað er að umhyggju EB fyrir hagsmunum neytenda. Ýmist er sniðið að minnstu hugsanlegu lágmarkskröfum eða vísvitandi fyrirskipað að leyna neytendur eiginleikum þeirrar vöru, sem sett er á markað. Heiðarlegra framleiðenda geta jafnvel beðið viðurlóg, merki þeir vöru sína af samviskusemi. í þessu samhengi virðast þær verða næsta léttvægar, 4. og 5. krafan hér að ofan, krafan um bótarétt, reynist vöru ábótavant, og opinberan íhlutunarrétt, sé á rétt neytenda gengið. Og hvar eru þau lög í EB nú sem neytend- ur geta í raun sótt nokkra vernd til í ljósi dæma sem þessara? Ákvæði 3, sem varðar frjálst vöruval, rýrnar að gildi, eftir því sem lágmarksstöðlun er hvar- vetna komið á í EB og þeir oftar en ekki gerðir að hámarksstöðl- um jafnframt. Nokkurt umhugs- unarefni kann það einnig að vera íslenskum iðnrekendum, að ger- ist ísland aðili að EB, verður tæp- ast óátalið lengur að setja upp skilti með orðum á við „Veljum íslenskt", „Styrkjum íslenskan iðnað", „Styrkjum íslenskan landbúnað". (Saícnaðarlaust yrði Neytendasamtökunum okkar að líkindum um hið síðasttalda; þau standa í þeirri trú, að matvæli séu svo dæmalaust ódýr í EB, og gleyma þá að taka með í bókhald- ið þá staðreynd, að % hlutar allra fjárlaga í EB hafa til þessa gengið til landbúnaðar, niðurgreiðslu, eftirlits og þess kostnaðar sem það bakar bandalaginu að eyði- leggja tæp fimm tonn af landbún- aðarvörum á mínútu. Svo að EB- borgarar geta þá leitt getum að því, hvert allir þeir fjármunir séu sóttir, meðan þeir naga „ódýru" kjúklingana sína.) En allt um það; værum við fullgildur aðili að EB, yrði vitaskuld tómt mál að tala um „heimamarkað" og lítil tök á að vinna neytendur til at- fylgis við uppbyggingu atvinnu- veganna hér. Forbrugerrádet danska hefur verið óspart á for- dæmingar á framkomu EB við neytendur. En um viðhorf ís- lenskra neytendasamtaka virðist enn gegna öðru máli. Að vísu kostar það samtökin sjálfsagt t íma og þrek að rækja þá megin- hugsjón sína í neytendavernd að útrýma landbúnaði á íslandi. Tími kynni þó að vinnast þeim til að huga að því, hvernig merking- arskyldu neysluvöru er háttað í EB, og hvernig íslenskar reglu- gerðir reynast í samanburði við boð og bönn Evrópubandalags- ins. Ég spyr: Telja þau slfk mál koma sér við eða ekki? Hafa þau talið ómaksins vert að kynna sér þau? Og þá e.t.v. að kynna þau öðrum? Hér væri gott að fá greinargóð svör. Mánuður til stefnu Um þessar mundir fara fram umfangsmiklar viðræður um samstarf EFTA og EB. Um ein- stök atriði þeirra viðræðna hafa fulltrúar íslands því sem næst engar upplýsingar veitt almenn- ingi hérlendis; Alþingi er einnig ófrótt um það sem í vændum kann að vera. Upplýsinar um raunveruleg umræðuefni samn- inganefndanna hefur til þessa þurft að sækja til erlendra aðila. Vita menn til dæmis, að samning- anefndir EFTA-ríkja hafa sam- þykkt sem grundvóll viðræðna það, sem á rammri stofnana- frónsku er kallað „acquis com- munautaire", sem merkir, að að öðru jöfnu skuli miðað við þær reglur, sem EB hefur þegar sett? EB gaf tóninn strax fyrir upphaf viðræðnanna, Jacques Delors, formaður Framkvæmdastjórnar EB áréttaði, að í engu yrði hvik- að frá þegar settum reglum bandalagsins. Það verður því EFTA-ríkjanna að víkja. Svo ójafn er leikurinn. Hitt er ljóst, að þessi mál á að afgreiða á hlaupum. Alþingi fær naumast mánuð til að fjalla um niðurstöð- ur samningaviðræðnanna, þegar þær birtast nú í mánaðarlok. Illt að Alþingi skuli þurf a að una slík- um kostum, vera til þess neytt að fjalla um jafnþungvæg og um- fangsmikil mál án þess að ráðrúm gefist til viðhlítandi meðferðar. Og ekki síður illt, að almenning- ur í landinu skuli svikinn um þær upplýsingar frá fulltrúum sínum, sem hann á heimtingu á og eru forsenda þess, að hann geti myndað sér skoðanir á málinu að einhverju marki. Ekki veit ég, að hve miklu leyti mál í ætt við þau ofantöldu hefur borið á góma í yfirstandandi við- ræðum EFTA og EB. Neytend- asamtökin ættu að sjá sóma sinn í því að fræða okkur um það hið bráðasta. Og mál á borð við þau, sem ég hef rakið varða vitaskuld miklu fleiri aðila hérlendis, allar þær stofnanir, sem sinna neytendavernd í einhverri mynd. Stofnanir, sem sinna heilbrigðis- eftirliti, lyfjainnflutningi, eftirliti með fóðurvöru, vinnustaðavernd o.fl. o.fl. Og ekki varða þau síst okkur hin, neytendurna. „Nú getum við selt í Evrópu draslið, sem við þurftum að senda til Afríku áður," ku hafa heyrst í Brussel. Sönn saga, ef til vill. Aldur 13-16 ára! YKKAR STAÐUR ... í kvöíd ! , ,VIÐ ÁLFABAKKA!!! (ÁÐUR BRODWAY) ^ SKEMMTISTAÐUR 13 - 16 ára! ?????? . . . hvað hann heítír — það er spurning kvöldsins! OpNkNaR HÁTlÐ! £ « <3 m át I *#P s& V ^ '&þm<$ & m &* <í>- ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 9 S£<^>< DUNDUR ^^^DISKÓTEK VERÐMIÐA KR. 500.- Léttar — ódýrar — veitingar! íkvöld kl. 20.00-00.30. ÍÞRÓTTA-OG TÓMSTUNDARÁÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.