Þjóðviljinn - 04.11.1989, Page 12

Þjóðviljinn - 04.11.1989, Page 12
-SPURNINGIN— Hvað hefur komið þér mest á óvart að undan- förnu? Snæbjörn Jörgensen verslunarmaður: Það kemur mér allt á óvart og þá sérstaklega vinnan og vinnu- félagarnir á hverjum degi. Að öðru leyti er maður orðinn svo brynjaður fyrir öllu klabbinu að maður kippir sér ekki upp við neitt núorðið. Magni Pétursson verslunarmaður: Það er vaxtalausa lánið sem Guðrún Helgadóttir forseti Sam- einaðs þings fékk frá Alþingi. Þetta hneykslar mann svo mikið að það skyggir á allt annað. Hulda Marteinsdóttir danskennaranemi: Þessi spurning. Þar fyrir utan koma mér alltaf á óvart þessar sífelldu verðlagshækkanir. Einar Kárason rithöfundur: Mér kemur orðið ekkert á óvart lengur. Veröldin er farin að verða svo skemmtileg. Marteinn Helgason nemi í MH: Ótrúleg verðhækkun á geislaspilurum frá því i fyrra eins og allt annað í verðlagsmálum þrátt fyrir meint aðhald stjórn- valda í þeim efnum. þiómnuiNN Laugardagur 4. nóvember 1989 187. tölublað 54. órgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 BergurÞórðar- son: Lagasmíð- arnarhafaheld- urágerst með aldrinum og því vartímabærtað létta á sér. Mynd: Kristinn. Tónlist Smásögur úr nútímanum Bergur Þórðarson gefur út Metsöluplötu: Draumurinn að geta lifað af listinni Metsöluplata, stórt orð það. En Bergur Þórðarson skirr- ist samt ekki við að nota það sem heiti á plötu sem kom út í gær. „Þetta er fyrsta platan mín og þess vegna set ég óhjákvæmilega pcrsónulegt sölumct, hvernig sem hún gengur,“ segir hann. Þótt þetta sé fyrsta plata Bergs er hann samt enginn nýgræðingur í tónlistarlífi landsins. Hann er fæddur og uppalinn á Skaga- strönd eins og fleiri góðir dægur- músíkantar en flutti til Akureyrar 16 ára gamall. Þar var hann í ýms- um skólahljómsveitum og fór í mikla landsreisu með Ingólfi Steinssyni, Þórhildi Þorleifsdótt- ur og leikurum í sýningu LA á söngleiknum Þið munið hann Jörund eftir Jónas Árnason. „Ég hef verið spilandi frá því ég var 11 ára gamall og var farinn að semja lög við ljóð góðskálda fyrir tvítugt. Einkum voru ljóð Jakob- ínu Sigurðardóttur mér hugleikin og Þorsteinn Valdimarsson einn- ig. Ég hef raulað þessi Iög fyrir kunningja mína og þau hafa verið í gangi hér og þar, sum hver, til dæmis samdi ég lagið Hvað tefur þig bróðir við ljóð Jakobínu sem Heimavarnarliðið flutti á sam- nefndri plötu. En vorið 1971 varð ég stúdent og þann 17. júní steig ég á skips- fjöl og fluttist úr landi. Síðan hef ég verið meira og minna í út- löndum, búið þar samtals í 13-14 ár, lengst af í Svíþjóð. Þar hef ég fengist við ýmis störf og stundað nám, án þess þó að ljúka neinum prófum. Ég hef gert dálítið af því að troða upp í Lundi og Stokk- hólmi og eitt sumarið fór ég í ferð um alla Svíþjóð með dönskum fé- laga mínum. Það var skemmtileg reynsla." Vann hæfileikakeppni - Og nú ertu kominn heim í heiðardalinn. „Já, ég flutti heim ásamt konu minni og þremur dætrum í fyrra. Þá var ég ákveðinn í að gefa út plötu þvf ég átti heilu bunkana af lögum. Ég fór að vinna á sfman- um og fann fljótt að ég var kom- inn út úr öllu, þekkti svo fáa í tónlistinni. Svo rakst ég á auglýs- ingu í blaði þar sem auglýst var eftir þátttakendum í hæfileika- keppni á Hótel Borg. Ég dreif mig þangað og vann. Sama kvöld var haft viðtal við mig í 19:19 og þar sleit ég streng í beinni útsend- ingu. Það var dálítið stressandi en ég kláraði þó lagið. En þótt ég ynni keppnina stóð ég eftir sem áður einn uppi með gítarinn og lögin mín. Það varð úr að ég fór á fund vinar míns Didda fiðlu og þar var ákveðið að slá til. Ég hafði ákveðnar hugmyndir um hvernig ég vildi vinna, td. vildi ég ekki ráða atvinnumenn til að spila eftir nótum sem ég skrif- aði heldur vildi ég að platan þró- aðist í samstarfi við einhverja. Ég hafði kynnst Magnúsi Sigurðs- syni gítarleikara í hæfileika- keppninni og fékk hann til liðs við mig. Með okkur náðist skemmtilegt samstarf sem ég held að hafi skilað sér í einhverju sérstöku. Það er ekki bara ein- hver tilfallandi sem spilar á gítar- inn. Magnús á mikið í plötunni. Auk okkar Magnúsar lögðu þau sitt af mörkum Andrea Gylfa- dóttir, Ásgeir Óskarsson, Friðrik Sturluson, Sigurður Rúnar Jóns- son og Ingólfur Steinsson, en upptökur fóru fram í Stemmu.“ Stemmningstextar - En hvað ertu að gera með þessari plötu? „Ég er létta á mér, maður verð- ur að koma efninu frá sér. Flest laganna eru nýleg, samin á síð- ustu tveimur árum, en tvö þeirra eru eldri. Það má eiginlega skipta þeim í tvennt. Annars vegar eru róleg lög með heimspekilegum vangaveltum um lífið og tilver- una. Hins vegar fjörugri lög, svona smásögur úr íslenskum nú- tíma. Textarnir eru margir byggðir á eigin reynslu, hlutum sem ég hef rekist á. Þeir byggjast á stemmningum og oftast byrja ég á texta án þess að vita fyrirfram hvar ég enda. Það hefur gefist mér vel, mér lætur ekki vel að skrifa texta af ákveðnu tilefni. Meðfram tónlistinni hef ég feng- ist talsvert við að mála og ég upp- lifi þessar greinar á mjög svipað- an hátt, mér finnst engin raun- veruleg skil vera á milli tónlistar og myndlistar.“ - Ætlarðu að troða eitthvað upp til að fylgja plötunni eftir? „Já, það er í bígerð. En það er óákveðið hvar eða hvenær það verður. Mig langar að fara út á landsbyggðina, en það getur reynst erfitt á þessum árstíma." - Hvað tekur svo við hjá þér? „Ég hætti hjá símanum og sinni nú eingöngu þessari útgáfu. Ég gef plötuna út sjálfur og þótt Skífan hafi tekið að sér dreifing- una er ótrúlega margt sem þarf að gera. Hvað svo tekur við veit ég ekki. Ég stefni að því að gefa út aðra plötu næsta sumar og eins og aðrir sem fást við að skapa er draumurinn að geta lifað á list- inni. Kannski held ég sýningu á myndunum mínum á næsta ári. En það er svo erfitt að spá svo það er best að ljúka þessu spjalli með því að vitna í Þorstein Valdimars- son: Framtíðin er skjal sem er falið sýn. Þó finnst þar eitthvað talað um alisvín. Þau steypast oní dalinn, mikið djöfull eru þau galin. í hvern djöfulinn eru þau galin? í alúmín." _|>h

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.