Þjóðviljinn - 07.11.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.11.1989, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 7. nóvember 1989 188. tölublað 54. árgangur Fiskiskipqflotinn 2V2 Blönduvirkjun á sjó Fiskifélagið: Skráð vélaraflaðalvélaflotansjókstum5% ásíðasta ári eða úr 528.478 hestöflum í555.108. Samsvarar rúmum409megavbttumsemertœplegahelmingurafafliallraorkuveraLandsvirkjunar. í árslok taldiflotinn 956 skip Skráð vélarafl íslenska físki- skipaflotans jókst um 5% á sfðastliðnu ári eða úr 528.478 faestöflum í 555.108. Vélarafl að- alvéla fiskiskipaflotans samsvarði því rúmum 409 megavöttum um síðustu áramót eða afli tveggja Hrauneyjafossvirkjana eða tveimur og hálfri Klönduvirkjun. Til samanburðar má geta þess að allt afl orkuvera Landsvirkjunar er um 874 megavött. Þetta kemur fram í Útvegi riti hagdeildar Fisk- ifélags íslands. Þar kemur einnig fram að á ár- inu 1988 varð veruleg fjölgun skipa í íslenska fiskiskipastólnum annað árið í röð. Samtals fjölgaði skipum um 54 á árinu en um 83 árið 1987. Á þessum tveimur árum hefur því fjölgað um 137 skip í flotanum eftir tímabil fækk- unar frá árinu 1975 og hefur hann ekki í annan tíma verið stærri eða alls 956 skip. Sú fjölgun skipa sem átti sér stað varð öll í smábát- um, 10 lestum eða minni en þeim fjölgaði um 54. Sé litið á aðra stærðarflokka í heild, kom skip fyrir skip, þótt að jafnaði væru nýskráð skip allmiklu stærri eri þau sem hurfu úr flotanum. Á síðasta ári hækkaði því rúmlesta- tala flotans um 3.045 brúttórúm- lestir og var því um síðustu ára- mót 119.690 brl. Á árinu 1988 voru skráð alls 83 ný fiskiskip samtals 5.002 brútt- órúmlestir. Af þessum skipum er Unglingar fjölmenntu í Háskólabíó í gær þegar átakinu „Unglingar gegn ofbeldi" var formlega hleypt af stokkunum. Á dagskránni var upplestur, ræður og Ijóð tengd viðfangsefninu auk þess sem ýmsir tónlistarmenn komu fram. Næstu 10 daga heldur starfið síðan áfram innan félagsmiðstöðva unglinga og skólanna og lýkur með uppákomu í Broadway þann 16, nóvember. Mynd-Jim Smart 73 nýsmíði, 8 skip voru flutt inn notuð og 1 opinn bátur var dekk- aður. Auk þess var breytt skrán- ingu á einu skipi sem breyttist úr dráttarbát í fiskiskip. 29 skip hurfu úr flotanum, samtals 3.004 brúttórúmlestir. 10 skip fórust eða strönduðu, 8 voru seld úr landi og 11 fiskiskip voru talin ónýt. Endurmæld slrip voru 51. Stækkuðu 44 þeirra samtals um 1.055 brúttórúmlestir en 7 minnkuðu um samtals 18 brl. Við þetta óx rúmlestatala flotans um 1.037 rúmlestir. í fyrra fjölgaði togurum um 2 og 6 togarar fluttust upp í flokk stærri togara úr þeim minni. Um áramót voru því á skrá 107 virkir togarar, þar af 79 í minni flokki undir 500 brl. en 31 í þeim stærri. Togaraflotinn stækkaði því sam- tals um 1.432 brl. Ef breytingar á fiskiskipaflotanum eru skoðaðar eftir landshlutum þá fjölgaði skipum í þeim öllum en þó mest á Austfjörðum eða um 13 skip og næst mest á Norðurlandi vestra um 11 skip. í öðrum landshlutum var fjölgunin 57 skip. í rúmlestum talið varð aukningin mest á Suðurlandi eða um 984 brúttórúmlestir, næst mest á Norðurlandi vestra eða um 820 brúttórúmlestir, á Norð- urlandi eystra stækkaði flotinn um 776 brl., á Reykjanesi um 508 brl., Vesturlandi um 475 brl., á Vestfjörðum um 330 brl. en minnst á Austfjörðum, en þar stækkaði flotinn aðeins um 110 brúttórúmlestir á árinu 1988. -grh Fœreyjar Lokaðar flugumferð Færeyjar hafa verið lokaðar allri flugumferð síðan í gærmorg- un vegna samúðarverkfalls slökkviliðsmanna á Vogaflug- velli, en starfsmenn Flugfélags Færeyja hafa verið í verkfalli í tæpar tvær vikur. SlökkviUðs- nienniriiir heyra undir danska samgönguráðuneytið og er liklegt að samúðarverkfall þeirra sé ó- löglegt. Fjörtíu starfsmenn Flugfélags Færeyja hafa verið í verkfalli í tæpar tvær vikur og hefur flug til eyjanna verið mjög dræmt á með- an. Flugleiðir þurftu að aflýsa tveimur ferðum til Færeyja í síð- ustu viku vegna samúðarverkfalls íslenskra flugvallarstarfsmanna, og þá hafa danskir kollegar þeirra einnig boðað til slíkra aðgerða á næstu dögum. Verkfall starfsmanna Flugfé- lags Færeyja verður jafnvel einn- ig talið ólöglegt. -þóm L Heimsókn Frakklandsforseta Kemur Si m æðsti maður EB Steingrímur Hermannsson: Munfyrst ogfremst leggja áherslu á sérstbðu Islendinga Klukkan 12 á hádegi í dag lendir flugvél Francois Mitt- errands forseta Frakklands á Reykjavíkurflugvelli. Forsetinn kemur hingað til lands sem æðsti maður Evrópubandalagsins til skarfs og ráðagerða við íslenska ráðmenn og stoppar aðeins í 4 klukkutíma. Mitterrand mun eiga fund með Steingrimi Herm- annssyni forsætisráðherra og Jóni Haldvin Hannibalssyni utan- ríkisráðherra í Káðherrabústaðn- um í hádcginu og að loknum blaðamannafundi á Hótel Sögu gengur forsetinn á fund Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, Steingrímur Hermannsson sagði Þjóðviljanum að hann myndi öðru fremur leggja áherslu á sérstöðu íslands varðandi sam- skiptin við EB í viðræðunum við Mitterrand. Mjög mikilvægt væri að koma henni á framfæri. Mitterrand væri hins vegar fyrst og fremst að koma hingað til að fá staðfest hjá fslendingum, sem færu með forystu innan EFTA, að EFTA-ríkin séu reiðbúin og viljug til að ganga til þeirra könnunarviðræðna sem talað væri um að hæfust eftir áramót og ef þær tækjust vel hvort vilji sé þá fyrir hendi til að ganga til samn- inga. En forsætisráðherra sagði þá samninga snúast um vilja EFTA-ríkjanna til að stofna evr- ópskt efnahagssvæði með EB samkvæmt svo kallaðri tveggja stoða leið. En þar vísar forsætis- ráðherra til þess að fyrst um sinn aðlagi EFTA-ríkin skipulag sitt að skipulagi og stofnunum EB- ríkjanna, sem síðan leiði til upp- komu sameiginlegra stofnana sem hafi með höndum samræm- ingarhlutverk á milli þessara tveggja „stoða": EB og EFTA. Að sögn forsætisráðherra munu hann og utanríkisráðherra lýsa því sem hefði áunnist í þess- um málum í viðræðum EFTA- ríkjanna sín á milli, sem væri mjög mikið. Forsætisráðherra sagði ótrúlega mikla samstöðu ríkja á milli EFTA-ríkjanna í öllum grundvallaratriðum, sem hefði þróast eftir Oslóar-fundinn í mars. Fleiri ríki en íslendingar hefðu sérstöðu innan EFTA, tam. Svisslendingar. Skortur á samstöðu ætti því ekki að hindra að ríkin gengju til þessara við- ræðna. -hmp Síld Horft til austurs Hlé var gert á samningavið- ræðum Islendinga og Sovét- manna um fyrirhuguð salt- sfldarkaup vegna byltingarafmæl- Isins þeirra sem er í dag og hefj- ast þær ekki að nýju fyrr en á fimmtudag. Að sögn Kristjáns Jóhannes- sonar birgða- og söltunarstjóra Sfldarútvegsnefndar er búið að salta í 58.200 tunnur upp í samn- inga við kaupendur í Skandinavíu og Póllandi og á aðeins eftir að salta í 14 þúsund tunnur til við- bótar fyrir þessa aðila. Af þeim 46 saltsíldarstöðvum sem hófu söltun í byrjun vertíðar eru 9 þeirra búnar að salta upp í kvóta sína og bíða þess sem koma skal úr viðræðunum við Sovét- menn. -grh MUNIÐ ýggingarhappdrætti ÞjóðvlEjan

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.