Þjóðviljinn - 07.11.1989, Side 2

Þjóðviljinn - 07.11.1989, Side 2
FRETTIR Þjóðviljinn Selma Ósk Kristiansen með miða í byggingarhappdrætti Þjóðviljans en í dag verður dregið í happdrættinu. Mynd Jim Smart. _______ ; Gestaboð Þorsteinn Pálsson í Israel Félagið Ísland-Palestína skorar á hann að heimsœkja flóttamanna- búðir og pólitíska fanga í ísrael. Þorsteinn Pálsson formaðjir Sjálfstæðisflokksins er nú í Is- rael í boði þarlendra stjórnvalda. Átti hann í gær viðræður við leið- toga ísraelsstjórnar, þá Yitzhak Shamir forsætisráðherra og Simon Peres aðstoðarforsætis- ráðherra. Þá lagði hann einnig blómsveig á minnisvarða gyðinga sem létust í útrýmingarbúðum nasista. Þorsteinn Pálsson verður í ís- rael í boði þarlendra stjórnvalda fram á laugardag. f tilefni heimsóknar Þorsteins hefur Félagið Ísland-Palestína sent frá sér yfirlýsingu, þar sem bent er á að stjórnvöld í ísrael hafi í 41 ár virt að vettugi grund- vallarmannréttindi palestínsku þjóðarinnar og að þau hafi staðið að mannránum og hryðjuverkum á erlendri grund. Pau hafi virt að vettugi Genfarsáttmálann, mannréttindayfirlýsingu samein- uðu þjóðanna og áskoranir Ör- yggisráðsins og vinveittra ríkja. Þá er í yfirlýsingunni bent á að Þorsteinn Pálsson hafi hingað til neitað að ræða við fulltrúa palest- ínsku þjóðarinnar og reynt að koma í veg fyrir að Islendingar eigi eðlileg samskipti við hana. Að lokum segir í yfirlýsing- unni: „Félagið lsland Palestína skorar á Þorstein Pálsson að heimsækja flóttamannabúðir Palestínumanna, pólitísku fang- ana í ísraelskum fangelsum og rústir palestínskra byggða, sem ísraelsstjórn hefur látið jafna við jörðu. Við teljum að Þorsteinn ætti að ræða við Palestínumenn á herteknu svæðunum og athuga hvernig ísland gæti veitt þeim stuðning. Hann ætti einnig að leggja blómsveig á grafir pa- lestínskra barna, sem gestgjafar hans hafa látið skjóta til bana.“ -ólg Dregið í dag í happdrættinu Hallur Páll Jónsson: Með þátttöku íhapp- drœttinu styrkja menn málsvara vinstri stefn- unnar. Selma Osk Kristiansen: Undirtektir hafa verið nokkuð góðar Eg geri mér vonir um að áskrif- endur og stuðningsmenn blaðsins okkar fagni heimsendum happdrættismiðum og kaupi þá með ánægju, vegna þess að með þátttöku í happdrættinu er hver og einn að styrkja þennan eina málsvara vinstri stefnu meðal fjölmiðlanna hér á landi sem Þjóðviljinn er, sagði Hallur Páll Jónsson framkvæmdastjóri Þjóð- viljans, en í dag verður dregið í byggingarhappdrætti Þjóðvilj- ans. Að sögn Selmu Óskar Kristi- ansen umsjónarmanns bygging- arhappdrættisins hafa undirtektir verið nokkuð góðar en enn vant- ar þó töluvert á að skil hafi borist einsog best hefur orðið áður. „Ég hvet alla að nota síðasta söludaginn til að greiða heimsenda gíróseðla eða að snúa sér til umboðsmanna eða skrif- stofu Þjóðviljans,“ sagði Selma Ósk. Dunray Fiskiþing mótmælir Dunray getur haft hin skelfilegustu áhrif Fertugasta og áttunda Fiski- þing mótmælir harðlega áfor- mum breskra stjórnvalda um uppsetningu endurvinnslustöðv- ar á kjarnorkuúrgangi í Dunray í Skotlandi. Það er skoðun Fiskiþings að minnstu mistök í slíkri stöð gætu haft skelfilegustu áhrif á allt líf- ríki í Norður-Atlantshafi og því styður þingið heilshugar mótmæli íslenskra stjórnvalda. Áhættan af slysum af völdum kjarnorkuskipa og af vinnslu kjarnorkuúrgangs verði fyrirbyggð með alþjóð- legum samningum sem íslending- ar beiti sér fyrir. -grh Vinningarnir í ár eru óvenju glæsilegir. Aðalvinningurinn er bifreið, Lada Samara sem kostar 454.000 krónur. Auk bifreiðar- innar eru margir aðrir glæsilegir vinningar, samtals að upphæð um eina og hálfa miljón króna. Má þar nefna vídeóupptökuvél sem kostar 120 þúsund, þrjár Island PC tölvur, tveir ferðavinningar að upphæð 80 þúsund krónur hver, vídeótæki, örbylgju- og grillofnar og vöruúttektir hjá Byggingavörudeild Sambandsins og Miklagarði. Þá eru veglegir bókavinningar í boði, Ritsafn Jónasar Hallgrímssonar, íslend- ingasögurnar, Sturlunga og bókaúttektir hjá Máli og menn- ingu. „Það er mikilvægara en margur kynni að halda, að leggja fram litla upphæð í þessu skyni, vegna þess að margt smátt gerir eitt stórt,“ sagði Hallur Páll í gær og benti á að oft á tíðum hefði af- koma happdrættisins skorið úr um það hvort blaðið væri rekið með miklu tapi eða óverulegu og jafnvel engu. „Svo knappur hefur rekstur blaðsins okkar jafnan verið og það vita flestir okkar áskrifenda, enda höfum við ekki einungis leitað til þeirra árlega með happdrættið, heldur einnig leitað eftir fjárframlögum af og til. Okkar styrkur er einsog jafnan fyrr fólginn í samstöðu jjeirrar fylkingar sem skipað hefur sér undir merki jafnréttis, þjóðfrelsis og skýrrar vinstri stefnu á öllum sviðum samfélagsins,“ sagði Hallur Páll. -Sáf Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands afhent fyrsta eintakið af bókinni um listakonuna í Fjörunni. Listakonan í Fjörunni Akureyrardeild Félags kvenna í fræðslustörfum hefur gefíð út bók um listakonuna í Fjörunni, Elísabetu Geirmundsdóttur, en í ár eru 30 ár liðin frá þvfað hún dó. Elísabet var hógvær og hljóðlát listakona sem með óvenjulegum og fjölþættum hæfíleikum varpaði birtu á leiðir samferðamanna sinna. Hún naut lítiliar tilsagnar á listabrautinni, en eðlislægir hæfileikar og þrá til listsköpunar voru henni leiðarljós. Nokkrar konur úr Akureyrardeildinni og tvö af börnum Elísabetar fóru á fund Vigdísar Finnbogadóttur forseta fslands sl. föstudag og afhentu henni fyrsta eintakið af bókinni, en Vigdís er heiðursfélagi samtakanna á fslandi. Banaslys á Patreksfirði Ungur maður lést í bílslysi og tveir slösuðust aðfaranótt laugar- dagsins þegar bifreið valt við bæ- inn Raknadal nokkra kílómetra frá Patreksfirði. Annar farþeginn gekk handleggsbrotinn til Pat- reksfjarðar til að ná í hjálp. Lög- reglan kom á staðinn og var þá ökumaðurinn látinn en hinn far- þeginn hafði nefbrotnað og mar- ist. Farþegarnir eru báðir á sjúkrahúsinu á Patreksfirði, en að sögn lögreglunnar á Patreks- firði í gær var ekki enn búið að ná í alla aðstandendur ökumannsins og því ekki hægt að gefa upp nafn hans. Leiðrétting f grein um fjórða bindi Iðnsögu íslendinga Frá eldsmíði til eleks- írs sem birtist í Þjóðviljanum á föstudag var Smári Geirsson höf- undur bókarinnar sagður skóla- stjóri Verkmenntaskólans í Nes- kaupstað. Það er ekki rétt því Smári lét af störfum sem skóla- stjóri árið 1987, en þá tók Albert Einarsson við stöðunni. Eru við- komandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Börn og ábyrgð á umhverfinu Þorvaldur Örn Árnason nám- stjóri í náttúrufræði heldur fyrir- lestur á vegum Rannsóknastofn- unar uppeldis- og menntamála í dag kl. 16.30. Fyrirlesturinn nefnist Hvernig kennum við börnum að taka ábyrgð á um- hverfínu, og mun Þorvaldur Örn víkja að áhyggjum manna af um- hverfísmálum, auknum áhuga á umhverfisvernd og hlutverki skóla og félagasamtaka á þessu sviði. Fyrirlesturinn er haldinn í Kennaraskólahúsinu við Lauf- ásveg. Öllum er heimill að- gangur. Plútón Samtök íslenskra eðlisfræðinga gegn kjarnorkuvá halda al- mennan fræðslufund á morgun miðvikudaginn 8. nóvember í til- efni af alþjóðlegri friðarviku vís- indamanna. Á fundinum mun Ingvar Árnason efnafræðingur fjalla um plútón, efnafræðilega eiginleika og skaðleg áhrif þess. Verulegir plútónflutningar verða bæði á sjó og landi ef Bretar byggja nýja endurvinnslustöð fyrir kjarnorkueldsneyti í Dounr- ay en plútón er mjög geislavirkt og einnig hættulegt eitur. Fund- urinn verður í Skólabæ, Suður- götu 26 og hefst kl. 20.30. Gítarleikari á Háskólatónleikum Gítarleikarinn Uwe G. Eschner mun leika á öðrum Háskólatón- leikunum í vetur á morgun mið- vikudaginn 8. nóvember. Esch- ner er fæddur í Hamborg árið 1963 og stundaði nám við Hamb- urger Konservatorium og tónlist- arháskólann í Freiburg og lauk þaðan prófí í febrúar f ár. Hann er nú búsettur á íslandi og stund- ar kennslu. Á efnisskrá eru verk eftir F. Sor, Fioreno-Torroba og M.Giuliani. Tónleikarnir eru í Norræna húsinu og hefjast kl. 12.30. Engan skatt á bækur Framkvæmdastjórn Bandalags háskólamanna skorar á stjórnvöld að undanskilja bækur virðisaukaskatti við gildistöku hans um næstu áramót. í ályktun stjórnarinnar segir að íslensk bókmenning skipi stærstan sess í menningararfi þjóðarinnar og að nú á fjölmiðlaöld sé nauðsynlegt að hún dafni, en til þess þarf verð bóka að lækka. Suðurland og San Francisco Kynningarnefnd Verkfræðing- afélags Islands heldur almennan kynningarfund um jarðskjálfta þar sem fjallað verður um það hvernig öryggi okkar sé háttað, en talið er að áhrif Suðurlandss- kjálftans geti orðið svipuð í Reykjavík og áhrif skjáltans urðu f San Francisco fyrir nokkrum vikum. Björn Ingi Sveinsson jarðskjálftaverkfræðingur sem starfað hefur í San Francisco sl. 10 ár, Ragnar Sigurbjörnsson forstöðumaður Verkfræðistofn- unar Háskólans og Páll Halldórs- son jarðskjálftafræðingur á Veð- urstofu íslands verða frummæ- lendur á fundinum. Fundurinn er í Norræna húsinu og hefst kl. 20.00. Styrkingar í jarðgöngum Jarðgangafélag íslands og Mannvirkjafræðafélag íslands munu í samvinnu við sænska sendiráðið gangast fyrir kynning- arfundi í fundarsal Órkustofnun- ar, Grensásvegi 9, þriðju hæð, í dag kl. 17 um styrkingar í jarð- göngum. Kynningin verður á ensku. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 7. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.