Þjóðviljinn - 07.11.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.11.1989, Blaðsíða 3
Sjávarútvegur Eigið fé á þrotum „Á meðan ekki er kotnið bönd- um á verðbólguna hér á landi til samræmis við það sem er í helstu viðskiptalöndum okkar getur enginn heilbrigður rekstur þrifist hér," segir í ályktun Ijár- hagsnefndar 48. Fiskiþingis um afkomumál sjávarútvegsins. Þar segir jafnframt að efna- hagsstefna undanfarinna ára hef- ur verið fjandsamleg sjávarút- veginum. Afleiðing þess hefur að undanförnu birst í greiðslustöðv- unum, gjaldþrotum, ört vaxandi atvinnuleysi og byggðaflótta. Eigið fé sjávarútvegsins er nánast þrotið og getur greinin nú ekki staðið undir jafn góðum lífskjör- um í landinu og áður. Fiskiþing telur að íslenska þjóðin eigi kröfu á því að stjórnvöld snúi við blað- inu og viðurkenni þá augljósu staðreynd að efling sjávarútvegs- ins er forsenda framfara í ís- lensku þjóðfélagi. Þær skuldbreytingar sem gerð- ar hafa verið ma. í gegn um At- vinnutryggingarsjóð útflutnings- greina telur Fiskiþing án efa hafa verið til bóta. Þær hafa hins vegar ekki verið nægar. f því sambandi minnir 48. Fiskiþing á: Jöfnuður verði í við- skiptum við útlönd. Ríkissjóður verði rekinn hallalaus, rekstrar- gjöld ríkisins lækkuð og lánsfé til þjónustuframkvæmda haft í lág- marki. Ákvörðun um gengis- skráningu verði tekin á efnahags- legum forsendum en ekki pólit- ískum. Hætt verði að nota gengi krónunnar til þess að falsa lífs- kjör í landinu. Fjármagnskostn- aður lækki meðal annars með dvínandi sókn hins opinbera inná lánamarkaðinn. Áfram verði unnið að skuldbreytingum sjá- varútvegsfyrirtækja við lánast- ofnanir og sjóði. -grh Þing FFSÍ Kvóta- og kjaramál Þrítugasta og fjórða þing Farmanna- og fiskimannasamb- andsins verður sett í dag og er stefnt að því, að því ijúki sfðdegis á föstudag. Að sögn Guðjóns A. Kristjáns- sonar forseta sambandsins verða aðalmál þingsins kjara,- félags,- og lífeyrismál yfirmanna, en kjar- asamningar þeirra eru lausir um áramótin. Þá verða drög að frum- varpi til laga um stjórnun fisk- veiða kynnt á þinginu og munu þingfulltrúar vafalaust hafa skiptar skoðanir á því. Énnfremur munu öryggismál sjómanna verða fyrirferðarmikil á þinginu hvað varðar framtíðar- skipan þeirra sem og málefni þyrlu- og björgunarmála. „rj, FRETTIR Húsnœðismálastjórn Félagsmálaraöherra í stríði Jóhanna Sigurðardóttir: Akvörðun meirihluta Húsnæðismálastjórnar um að hœkka ekki vexti sínaangiafstríðigegnmér. Verið að greiða niður vexti til þeirra sem ekki þurfa á því að halda Jóhanna Sigurðardóttir, fé- lagsmálaráðherra, segir að þó vextir á húsnæðislánum verði hækkaðir um 1% muni það ekki auka vaxtabyrði hjá fólki með lágar og miðlungstekjur vegna þess að á næsta ári verði tekið upp vaxtabótakerfi sem greiði niður vexti fólks með tekjutengd- um hætti, þannig að fólk með tekjur undir 150-160 þúsund á mánuði verði ekki fyrir aukinni vaxtabyrði. En meirihluti Hús- næðismálastjórnar felldi tillögu Inga Arnars Kristinssonar, for- manns Húsnæðismálastjórnar, um 1% vaxtahækkun. Jóhanna segir að í þessari ákvörðun meiri- hlutans felist að áfram eigi að greiða niður vexti til þeirra betur settu, einnig til þeirra sem búi í góðu húsnæði og þurfi ekki á þessu að halda. Vextir húsnæðislána eru nú 3,5%. Jóhanna minnti á að ríkis- stjórnin hefði markað þá stefnu að vaxtamunur inn- og útlána ætti ekki að vera meiri en 0,5-1%. Jafnvel þó ákvörðun hefði verið tekin um 1% hækkun þeirra yrði vaxtamunirinn samt 2% á því sem Húsnæðismálastofhun þyrfti að greiða lífeyrissjóðunum og einstakir lántakendur greiddu stofnuninni. Meirihluti Húsnæð- ismálastjórnar vildi greinilega viðhalda niðurgreiðslum vaxta til þeirra sem ekki þyrftu á þeim að halda, en fylltu biðröðina eftir lánum og tækju pláss frá þeim sem raunverulega þyrftu á fyrir- greiðslu stofnunarinnar að halda. „Mér sýnist að ýmsar þær á- kvarðanir sem teknar hafa verið innan Húsnæðismálastjórnar Atvinnuöryggi starfsmanna skipasmíðastöðva er lítið um þessar mundir. Hvað skyldi loga lengi á logsuðu- tækinu hjá honum þessum? Mynd: Jim Smart. Skipasmíðar Samkeppnisaðstaða batnar Utandagskrárumrœður um atvinnumál á Alþingi.Jón Sigurðsson: Getum ekki keppt við niðurgreiðslur útlendinga. Arni Gunnarsson: Trúi því ekki að ríkisstjórnin láti uppsagnir taka gildi I utandagsKrárumræðum á Al- þingi í gær um stöðu atvinnu- mála í landinu sagði Jón Sigurðs- son iðnaðarráðherra, að fslend- ingar gætu ekki farið út í það að keppa við ríkissjóði annarra rikja í niðurgreiðslum í skipaiðnaði og sakaði ráðherrann málshefjanda umræðunnar, Halldór Blöndal, um að sjá engar lausnir í málinu aðrar en ríkisafskipti. Jón sagði að stefnt væri að því innaii Efna- hagsbandalagsins að niður- greiðslur í skipaiðnaði verði aflagðar fyrir árið 1992. Júlíus Sólnes, hagstofuráð- herra, sagði íslenskan skipasmíð- aiðnað fyllilega samkeppnishæf- an við erlendan hvað gæði varð- aði og kanna ætti möguleika á að flytja út tæknilegt hugvit íslend- inga í smíði, rekstri og hönnun fiskiskipa. Júlíus sagði arabaríkin hafa mikinn áhuga á samstarfi við íslendinga en Arabar væru nú að efla hátækni fiskveiðar. Jón Sigurðsson sagði raun- gengi nú 13% lægra en á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs. Þetta kæmi skipasmíðaiðnaðinum til góða. Batnandi afkoma sjávarút- vegsins væri líka farin að skila sér og verkefnahlutfall innlendrar skipasmíði og viðgerða hefði Herstöðvaandstœðingar Vopnakapphlaup þrátt fyrir þíðu Óþolandiumsvif ogafskipti hermanna hafa færst í vöxt Samtök herstöðvaandstæðinga héldu landsráðstefnu sína um helgina. Á fundinum var ákveðið að Heimavamarliðið myndi starfa áfram. í ályktun ráðstefn- unnar segir að þrátt fyrir að breytingar eigi sér nú stað í heimspólitíkinni, að járntjaldið sé að tærast upp og spennan í samskiptum stórveldanna hafi sjaldan verið minni sé fátt hér á landi sem minni á það, því víg- búnaðaruppbyggingin sé mikil hér enn þann dag í dag. Bent er á hinar ýmsu fram- kvæmdir hersins um þessar mundir, eldsneytisbirgðastöð í Helguvík, ratsjárstöðvar á öllum landshornum, kjarnorkuhelda stjórnstöð á vellinum, vara- stjórnstöð í Grindavík, hliðarf- lugbrautir á Keflavíkurvelli og ýmsar aðrar framkvæmdir innan herstöðvagirðingarinnar. „Samhliða þessu hafa óþolandi umsvif og afskipti hermanna úr setuliðinu færst í vöxt. Skemmst er að minnast er foringi liðsins I tók að gefa út pólitískar yfirlýs- ingar varðandi íslensk innanrfkis- mál og er liðsmenn hersins gerðu sér leik að því að svívirða fána landsins á þjóðhátíðardaginn." SHA fer þess á leit að Alþingi setji hið fyrsta lög sem banni allar æfingar erlendra herja á íslandi og í íslenskri lögsögu og munu samtökin beita Heimavarnarlið- inu gegn hvers konar heræfing- um. Herstöðvaandstæðingar krefj- ast þess að herinn verði látinn fara, það sé kall nútímans. Stjórnvöld ættu þegar að fyrir- skipa fækkun í hernum og sam- drátt í herbúnaði. Þá er fordæmd ákvörðun bresku ríkisstjórnar- innar að leyfa uppbyggingu endurvinnslustöðvarinnar í Do- unreay. Krafan um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norður- löndum ítrekuð og tekið undir hugmyndir forsætisráðherra um að íslendingar hasli sér völl sem sérstakir umhverfisverndarsinn- ar. -Sáf hækkað á árunum 1988-1989 miðað við árin 1986-1987. Fjármagnsvandi Slippstöðvar- innar á Akureyri væri fyrst og fremst vegna skips sem þeir hefðu þegar smíðað en ekki selt, þó aðalvandi stöðvarinnar væri verkefnaskortur. Vafasamt væri að takmarka aðgang útgerðar- innar að erlendum skipasmíða- stöðvum, það myndi skapa yfir- kostnað heimafyrir. Þvert á móti ættu íslendingar að notfæra sér niðurgreiddar smíðar þeirra Árni Gunnarsson, þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra, sagði Þjóðviljanum að hann léti sér ekki detta í hug eitt andartak að ríkisstjórnin léti uppsagnir í Slippstöðinni taka gildi. Hann treysti því að gripið verði til þeirra ráða sem væru á færi stjórnarinnar. Stóra málið væri að skip Slippstöðvarinnar seldist. Á það safnaðist nú óheyrilegur fjármagnskostnaður, sem hefði verið 45 milljónir króna fyrstu 6 mánuði ársins og stefndi í 100 milljónir á ársgrundvelli. Þetta gerði skipið nánast óseljanlegt. Síðan þyrfti að tryggja verkefni til frambúðar og hann sæi þá lausn til að byrja með, að þau skip sem ríkið sjálft þyrfti að láta smíða á næstunni, td. hafrann- sóknaskip, verði smíðuð í ís- ' lenskum skipasmíðastöðvum. En fyrst og fremst yrði ríkisstjórnin að standa við eigin loforð um að sjóðakerfið veiti þeim sams kon- ar fyrirgreiðslu sem vildu láta smiða innanlands og þeim sem létu smíða skip erlendis. -hmp kalli á endurskoðun á skipan og stöðu Húsnæðismálastjórnar og sjálfstæði stofnunarinnar sem er mjög mikið," sagði Jóhanna. Hún væri þess vegna að láta fara fram endurskoðun á stjórnsýslu- legri stöðu stofnunarinnar og stefndi að því að leggja fram frumvarp þar að lútandi á þessu þingi. Jóhanna sagði einnig að fjölmörg dæmi sýndu að frá því hún hefði sest í stól félagsmála- ráðherra, hefðu ákveðin nöfn innan Húsnæðismálastjórnar barist gegn öllum hennar áform- um í húsnæðismálum, tam. varð- andi húsbréf og kaupleigu. Vax- taákvörðunin væri aðeins einn angi þess stríðs. Húsnæðismálastjórn hefur sent frá sér tilkynningu vegna þessa máls. Þar segir að þó nokkru fjármagni hefði verið ó- ráðstafað hjá bæði byggingar- sjóði verkamanna og byggingar- sjóði ríkisins samkvæmt endur- skoðuðum áætlunum fjárlaga þessa árs. Lánveitingar Húsnæð- ismálastjórnar væru í samræmi við lög sem giltu um sjóðinn. Jóhanna sagði að ríkisstjórnin tæki endanlega ákvörðun í þessu máli í vikunni að fenginni um- sögn Seðlabankans. -hmp Þriðjudagur 7. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Kvikmyndaleikstjórar Til vamar höfundarretti Nýstofnuð Samtök kvikmyndaleikstjóra munu berjast með evrópskum kollegum gegn misnotkun á kvikmyndum Stofnuð hafa verið Samtök kvikmyndaleikstjóra, SKL, en hliðstæð samtök hafa verið stofn- uð í flestum Evrópulöndum. Hafa þau myndað með sér Evrópu- samtök kvikmyndaleikstjóra, FERA, og nýlega gcrðist SKL stofnaðili að Samtökum nor- rænna kvikmyndaleikstjóra. Fyrir er starfandi stéttarfélag kvikmyndagerðarmanna en þessi samtök gæta hagsmuna kvik- myndanna og áhorfenda. Stjórn SKL skipa Kristín Jó- hannesdóttir formaður, Þor- steinn Jónsson gjaldkeri og Hrafn Gunnlaugsson ritari. „Okkur þremur var boðið að sækja fund FERA í haust og var skorað á okkur að stofna svona samtök hér á landi og gerast þátt- takendur í norrænu samtöku- num. Á fundinum var einkum rætt um höfundarrétt leikstjóra, en að honum steðjar mikil hætta af vegna brota frjálsu sjónvarps- stöðvanna. Nauðsyn svona al- þjóðasamtaka hefur orðið enn ljósari með aukinni samvinnu Evrópuríkja. Þegar heim kom létum við til skarar skríða og stofnuðum samtökin," sagði Kristín Jóhannesdóttir í samtali við Þjóðviljann. Tilgangur samtakanna er, auk þess að standa vörð um höfu- ndarrétt, að verja listrænt og fjár- hagslegt frelsi kvikmyndaleik- stjóra, að bæta aðstöðu þeirra til skapandi kvikmyndagerðar, að koma á þroskandi samskiptum á milli kvikmyndaleikstjóra innan- lands og utan, að gerast aðili að norrænum og alþjóðlegum sam- tökum og stuðla að aukinni menntun og fræðslu um kvik- myndir fyrir leikstjóra og aðra. _____ -þóm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.