Þjóðviljinn - 07.11.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.11.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Lyfjagjafirá Litla-Hrauni í Þjóðviljanum 27. september birtist dálítill pistill eftir Ólaf Ól- afsson landlækni, „Sjúkir fangar og lyfjaneysla.“ Af gefnu tilefni langar mig til að gera nokkrar at- hugasemdir við þessi skrif. Mér er málið talsvert skylt. í pistlinum segir að í íslenskum fangelsum sé fólk sem að réttu lagi ætti að fá meðferð á sjúkra- húsum. Segist landlæknir hafa reynt að opna augu manna fyrir því ófremdarástandi. Og það er satt og rétt og á hann þakkir skildar fyrir það. Hann segir að 25% fanga á Litla-Hrauni séu ýmist haldnir geðveiki á háu stigi, geðtruflun og/eða langvarandi fi'kn. Læknar og annað heilbrigð- isstarfsfólk komi aðeins í stuttar heimsóknir og því verði lítið úr hefðbundnum lækningum. Lyfja- gjafir verði því oft þrautalending- in enda séu til lyf er veiti mönnum hjálp. Þá segir landlæknir að vissu- lega sé ástæða til að fara sparlega með lyfin. Hann birtir töflu um notkun róandi lyfja (Nr. 5 og Nr. 6) á Litla-Hrauni og í fjórum öðr- um fangelsum á Norðurlöndum. Á töflunni sést að dagsskammtur á hverja 100 fanga er minnstur á Litla-Hrauni 30.9., en 53.3 í því fangelsi sem næst kemur og 131.9 í því fangelsi er mest notar lyfin. Þá lætur landlæknir þess getið að í hinum erlendum fangelsum séu samt ekki geðsjúkir fangar. En þó hann telji aðhald nauðsynlegt megi ekki of langt ganga og þeir dæmi best um þessi mál er gjör- þekki til ástands í fangelsum og líðan fanga. Svo segir landlæknir: „Af framangreindri töflu má ráða Sigurður Pór Guðjónsson skrifar að læknar Litla-Hrauns ávfsa lyfj- um hóflega". Og nú koma athugasemdir mínar Mér er kunnugt um að land- læknir telur að fangalæknar einir Hrauni hvað lyf snertir eins og það var í ágúst 1988. Og ég talaði fullum fetum um lyfjasukk. Fangarnir hefðu verið meira og minna drulludópaðir. 4' Heimild- ir mínar voru starfsfólk fangels- iskerfisins og síðast en ekki síst fangarnir sjálfir. Þjóðviljanum 27. janúar. Pistill landlæknis, sem hér er gerður að umtalsefni, hefur hvergi birst nema í Þjóðviljanum og er það gagnstætt venju þegar kallinn lætur í sér heyra. En í Þjóðviljanum fyrst og fremst komu greinar mínar um lyfja- / „Eg ætla að halda áfram að rekja þá vald- níðslu í hennar óteljandi myndum efekki verður þaggað niður í mér með valdi” „gjörþekki“ ástand og líðan fanga og þar með verði öll gagnrýni annarra á störf þeirra ómarktæk. Svona fara þeir að því að gulltryggja sig fyrir krítik. Þetta skiptir þó litlu máli. Og ég vil einnig í framhjáhlaupi, hvað „geðsjúka“ fanga snertir í sam- bandi við lyfjagjafir ávanabind- andi vímulyfja, benda lesendum sérstaklega á orð mín um það efni. 4) A dögunum skrifaði ég um tiltekið mál á Litla-Hrauni. Það var vegna lyfjagjafa ávana- bindandi lyfja til vímuefnasjúkl- ings sem ekki var geðveikur en oft hafði verið í meðferð venga alkóhólisma ,-4’5). Nokkur frek- ari skrif og umræður urðu um málið. 2’3’6.7). í leiðinni vék ég almennt að ástandi mála á Litla- Nú segja sömu heimildir að ástandið í lyfjamálum á Litla- Hrauni sé orðið harla gott. Og má ekki minna vera en að ég óski fangalæknunum Gylfa Haralds- syni og Pétri Z. Skarphéðinssyni til hamingju, en þessir heiðurs- menn hafa hingað til sloppið við afleiðingar gerða sinna, af því að heilbrigðisyfirvöld með land- lækni og ráðherra í broddi fylk- ingar héldu yfir þeim hlífiskildi með hreinu gerræði, einsog skrif mín sýna ljóslega öllum þeim sem skilja vilja. Og menn hafa jafnvel opinberað skilning sinn opinber- lega. 6 7k Það er sem sagt ekki alveg út í hött að láta í sér heyra, þó maður sé „púritani sem ekkert veit og ekkert skilur“, eins og landlæknir hreytti út úr sér í svallið á Hrauninu. Enginn annar hefur mér vitanlega gagnrýnt lyfjagjafir á Litla-Hruni. Það er engu líkara en land- læknir sé eftir dúk og disk að læða þeirri blekkingu að lesendum Þjóðviljans, að þetta hafi nú ver- ið meira bullið í honum Sigurði. Læknar Litla-Hrauns ávísi lyfjum hóflega. Auðvitað heldur þá flekklaus lesandinn að svo hafi ætíð verið. En það er nú öðru nær. Það fór ekki að skána fyrr en eftir að ég fórnaði áliti mínu með- al allra þeirra sem einhvers mega sín með því að kynna almenningi hvernig „kerfið", dóms- og heilbrigðisyfirvöld níðast á föng- um. Og ég hef í hyggju að halda áfram að rekja þá valdníðslu í hennar óteljandi myndum, ef ekki verður þaggað niður í mér með valdi. En ég vona sannarlega að á- standið fyrir austan haldi áfram að batna. Eiginlega ættu svo samtök lækna að kunna mér sér- stakar þakkir fyrir framtak mitt því vinur er sá er til vamms segir. Ég geri að vísu ekki ráð fyrir að landlæknir ómaki sig á að lesa þessa grein mína þó hann sé bók- menntamaður. En lesendum Þjóðviljans vil ég að lokum ráð- leggja þetta og ég tala nánast af yfirskilvitlegri reynslu: Takið ekki mark á Ólafi Ói- afssyni landlækni um lyfjagjafir á Litla-Hrauni, fyrr en þið haflð gengið úr skugga um það eftir öðrum leiðum að hann fari með rétt mál. I þessum efnum er hon- um þvi miður alls ekki treystandi. Nokkrar pottþéttar heimildir: 1) Sigurður Þór Guðjónsson: Galopið bréf til heilbrigðisráðherra og smáskeyti til dómsmálaráðherra. Morgunblaðið 12. janúar. 2) Læknadóp á Litla-Hrauni. Þjóð- viljinn 27. janúar. 3) Guðmundur Bjarnason: Svar við „Galopnu bréfi“ Sigurðar Þórs Guðjónssonar. Morgunblaðið 3. febrúar. 4) Sigurður Þór Guðjónsson: Voða- löhg grein um voðalegt ranglæti. Þjóðviljinn 13.-14. júní. 5) Sigurður Þór Guðjónsson: Annáll vegna lyfjakæru. Þjóðviljinn 29. júní. 6) Fjölmiðlapistill Illuga Jökuls- sonar. Ríkisútvarpið 13. janúar. 7) Sigurður A. Magnússon: „Lok- leysur lögregluþjóns“, Þjóðviljinn 8. september. Sigurður Þór Guðjónsson er rithöf - undur t Matvælaaðstoð - í hverra þágu? Úlfur Björnsson skrifar Matvælaaðstoð, niðurgreiddur útflutningur og nýlenduhefðir hafa komið þjóðum heimsins á bragðið að borða brauð. En kostnaðurinn við það er mikill, því nær allt hveiti til brauðgerðar er innflutt. Það getur því haft veruleg áhrif, bæði í iðnríkjunum og þróunarlöndunum, ef það tekst að gera brauð úr öðru en hveiti og rúgi. Það virðist í fljótu bragði vera skynsamleg hugmynd, að í stað þess að kosta offjár til að geyma matvæli og jafnvel eyða, sé rétt- ara fyrir iðnríkin að gefa þessi matvæli sem aðstoð til þeirra þjóða, sem af einhverjum ástæð- um eru ekki sjálfum sér nógar um matvæli. Slíkt myndi spara iðn- ríkjunum verulegar upphæðir og sú offramleiðsla, sem þar er á landbúnaðarvörum, yrði að ein- hverju gagni. Ennfremur yrði auðveldara að koma við hagræð- ingu í landbúnaðinum, þar eð einskonar markaður skapaðist fyrir framleiðsluna, þó niður- greiddur væri. Á þessu eru þó ýmsir annmark- ar. Þau matvæli sem með þessum hætti berast frá iðnríkjunum til þróunarlanda eru þar í beinni samkeppni við innlenda matvælaframleiðslu. Skiptir þá engu þó matvælaframleiðsla sé ónóg í landinu. Þá er umfram- framleiðsla matvæla í sumum þróunarlöndum, og ef ekki kæmi til „gjafakorn” frá iðnríkjunum, væri markaður fyrir þessi matvæli í nágrannaríkjunum. Heildar- áhrifin verða því þau, að mat- vælaframleiðsla dregst saman, bæði í þeim löndum, sem ekki ná að brauðfæða sig og í þem þróun- arlöndum, sem byggja allt sitt á matvælaframleiðslu. „Heildaráhrifin verðaþvíþau, að matvœla- framleiðsla dregst saman, bœði íþeim löndum, sem ekki ná að brauðfœða sig og í þeim þróunarlöndum, sem byggja alltsittá matvælaframleiðslu” Annar fylgifiskur matvæla- aðstoðarinnar er sá, að neyslu- venjur í þróunarlöndunum breytast. Neysla hefðbundinna matvæla leggst af og í stað þeirra kemur neysla matvæla, sem eiga uppruna sinn í iðnríkjunum. Oft- ar en ekki er ekki mögulegt að framleiða þessi matvæli í þróunarlöndunum sjálfum. Þarna hefur því verið „búinn til” markaður fyrir landbúnaðar- framleiðslu iðnríkjanna undir yf- irskini mannúðar og aðstoðar. Þróunarlönd eiga oft litla pen- inga til að kaupa fyrir og það ríður efnahag þeirra á slig, að verja þeim litlu tekjum sem þau hafa til að kaupa matvæli af iðn- ríkjunum. Það verða þau þó að gera, því með bættri heilsugæslu (með aðstoð iðnríkjanna) fjölgar íbúunum ört, og það er langt þvf frá, að matvælaaðstoðin ein dugi til að fæða þá alla, enda gæta iðn- ríkin þess, að gefa ekki um of. Eitt af því, sem hefur orðið fylgifiskur hveitigjafa til Afríku, er brauð. Brauð gert úr hveiti hefur að miklu leyti komið í stað hefðbundinna rótarávaxta, svo sem kasava. í kasavamjöli er ekki glútein, svo það er ekki hægt að baka úr því brauð. Hveiti er aftur á móti yfirleitt ekki hægt að rækta með árangri í Afríku. Hveiti- gjafirnar hafa því orðið til þess, að landbúnaðarframleiðsla dregst saman og næringargildi fæðunnar minnkar, sem aftur kallar á aukna aðstoð utanað frá og aukinn innflutning matvæla og lyfja. Þetta samhengi „aðstoðar” og markaðssetningar er löngu þekkt og mikið notað jafnt beint af fyrirtækjum, sem eru að koma sinni vöru á markað í þróunar- löndum og í gegnum þróunar- samvinnu ýmiskonar. En það er ekki allt alillt. Hveitigjafirnar hafa meðal annars leitt til þess, að FAO hefur um langa hríð leitað að aðferð til að baka brauð úr rótarávöxtum og korni, sem ekki inniheldur glútein. Nú virð- ist svo sem leitin ætli að bera ár- angur. Með því að gera mjöl úr hráefninu, sjóða hluta þess í hlaup, kæla það og bæta afgang- inum af mjölinu útí ásamt geri, sykri og salti, megi ná árangri sem hvergi gefi hveitibrauði eftir hvað varðar bragð og gæði og geymist mun betur. Næringarg- ildið er einnig miklum mun meira en í hveitibrauði. Bökunartækni þessi hefur ver- ið reynd með góðum árangri í Kenya nýlega. Svo gæti farið, að hér sé fundin aðferð til að láta hefðbundna afríska landbúnað- arframleiðslu koma í stað inn- flutts hveitis við brauðgerð. Það mundi ekki einungis þýða milljarða sparnað við innflutning matvæla til þróunarlanda og bætt næringarástand, heldur yrði þetta ekki síður lyftistöng fyrir landbúnaðarframleiðslu þessara landa og gerði þeim kleift að brauðfæða sig að miklu eða öllu leyti. Úlfur Björnsson er stafsmaður Þróunarsamvinnustofnunar ís- lands Þriðjudagur 7. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.