Þjóðviljinn - 07.11.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.11.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Grikklandskosningar Sósíalistar unnu á Erfitt verður að mynda stjórn. Hugsanlegt að kosið verði til þings í Þegar þorri atkvæða hafði ver- ið talinn eftir þingkosning- arnar í Grikklandi, sem fram fóru á sunnudag, voru allar líkur á því að hinn íhaldssami Nýi lýð - ræðisflokkur fengi rúmlega 46 af hundraði atkvæða og 148 þing- menn kjörna. Eru þetta veruleg vonbrigði fyrir flokkinn, sem lagt hafði allt kapp á að ná hreinum meirihluta á þingi, þar sem 300 fulltrúar eiga sæti. Panhellenska sósíalistahreyf- ingin, eins og sósíalistaflokkur landsins heitir, sem fékk tæplega 41 af hundraði greiddra atkvæða og 128 þingsæti, er hinsvegar hin hressasta með útkomuna, enda hefur flokkurinn heldur unnið á frá því í júní s.l., er hann hraktist frá völdum eftir að hafa farið með stjórn í átta ár. Þriðji stærsti flokkurinn, vinstrisinnað banda- lag þar sem kommúnistar eru helsti aðilinn, tapaði verulega frá júníkosningunum, fékk tæplega 11 af hundraði atkvæða og 21 þingsæti, eða sjö færri en í júní. Eru þá eftir þrjú þingsæti og er líklegt að þau fái óháður vinstri- sinni, umhverfisverndarsinni og múslími. Heildarútkoman boðar ekkert gott fyrir stöðugleikann í grískum stjórnmálum á næstunni. Eftir júníkosningarnar, er sósíalistar þriðja sinn á árinu misstu þingmeirihluta, mynduðu íhaldsmenn og kommúnistar samsteypustjórn. Þótti það stór- tíðindum sæta, því að hér bræddu sig saman aðilar sem þangað til höfðu verið svarnir fjandmenn. Markmið þeirrar stjórnar var það eitt að draga sex fyrrverandi sósí- alistaráðherra, þeirra á meðal Andreas Papandreú, leiðtoga sósíalistaflokksins og forsætis- ráðherra alla stjórnartíð hans, fyrir lög og dóm út af ákærum um fjárdrátt og símahleranir. Ekki er búist við að réttarhöld út af þessu hefjist á árinu. Talið er að tap kommúnista stafi af óánægju margra í röðum stuðningsmanna þeirra með stjórnarsamvinnu þeirra við íhaldsmenn, og því er ekki víst að kommúnistar fáist til að vera í stjórn með þeim lengur. Papand- reú biður kommúnista nú ákaft að koma í stjórn með sér, en þeir höfðu áður svarið að vinna aldrei með sósíalistum meðan Papand- reú stýrði flokki þeirra. Ekki nægir Papandreú heldur að hafa kommúnista með sér. Til þess að fá þingmeirihluta fyrir stjórn sína yrði hann aukheldur að ná á sitt band tveimur óháðu þingmann- anna. Þessir þrír hafa þannig verulega aðstöðu til áhrifa í sam- bandi við stjórnarmyndun. Ekki er vitað hvort Konstantín Mitso- takis, leiðtogi íhaldsmanna, hef- ur einhverja möguleika á að fá þá í lið með sér, en honum veitti ekki af þeim öllum til að geta myndað stjórn, ef kommúnistar vilja ekki halda áfram með hon- um. Það næsta verður að leiðtogar flokkanna þriggja reyna hver af öðrum að mynda samsteypu- stjórn. Mistakist þeim öllum, verður að kjósa enn á ný, og er hugsanlegt að til þess komi fyrir áramót. Reuter/-dþ. Papandreú - hinn kátasti eftir úrslitin og biðlar til kommúnista um stjórnarsamvinnu. A ustur-Þýskaland Mælt með afsögn stjómmálaraðs Hömlum á ferðafrelsi aflétt fyrir áramót Hneyksli í Bandaríkjaher Felldi 600 - svikinn um heiðursmerid Á að hafa verið sniðgenginn vegna þess að hann var gyðingur Bandaríska blaðið New York Times skýrði frá því á sunnu- dag að þjá landhernum væri nú til athugunar hvort stríðshetja úr heimsstyrjöldinni síðari, David Rubitsky, hefði verið svikinn um heiðursmerki vegna þess að hann var gyðingur. Heiðursmerkið sem hér um ræðir er Medai of Honor, það æðsta sem Banda- ríkjaþing veitir fyrir frammi- stöðu á vígvelli. Að sögn Rubit- skys, sem nú er 72 ára að aldri og var eftir að stríðinu lauk sjómað- ur á kaupskipum, barðist hann einn við heilan her Japana í frum-> skógum Nýju Gíneu í des. 1942 og felli af þeim um 600 manns. Rubitsky skýrði svo frá í út- varpsviðtali nýverið að bardagi þessi hafi átt sér stað nálægt bæn- um Buna á norðausturströnd Nýju Gíneu. Flótti brast í bata- ljón þá í Bandaríkjaher, sem Ru- bitsky tilheyrði, en hann fór öfugt að, eins og Sveinn Dúfa forðum, og hélt uppi vörn áfram vopnaður vélbyssu og tveimur rifflum. Segir hann Japani hafa ætt að sér í hverri röðinni af annarri gegnum lággróður skógarins, en hann hefði beðið uns þeir voru í 10-13 metra fjarlægð frá honum og’ skotið þá svo ört sem hann mátti, jafnframt því sem hann var á hreyfingu svo að Japanir skyldu halda að hann væri ekki einn. Rubitsky og stuðningsmenn hans hafa lagt fram handskrifað bréf frá japönskum herforingja sem segist í bréfinu hafa ákveðið að svipta sig lífi vegna mistaka sinna í bardaganum, en í honum hefðu 600 góðir japanskir her- menn fallið fyrir einum banda- rískum hermanni. New York Times vitnar í herforingja, sem segist hafa heyrt John Mott of- ursta, yfirmann Rubitskys, segja hlæjandi er stungið var upp á að Rubitsky fengi áminnst heiðurs- merki: „Eigið þið við að gyðingur fái heiðursmedalíu þingsins? Hans-Joachim Hoffmann, menningarmálaráðherra Austur-Þýskalands, hefur lagt til að allt hið 18 manna stjórn- málaráð kommúnistaflokks landsins segi af sér, að sögn ADN- fréttastofunnar á sunnudag. Lét Hoffmann þetta í Ijós á fundi með fulltrúum kirkna og kennurum f Leipzig. Hoffmann kvað þessa ráðstöf- un nauðsynlega til þess að Egon Krenz, hinn nýkjömi leiðtogi kommúnistaflokks og ríkis, fengi nægilegt olnbogarými fyrir um- bótastarfsemi. Ef alvara yrði úr þessu, ætti það sér ekkert for- dæmi í sögu ríkja undir stjórn kommúnista. Austurþýska innanríkisráðu- neytið tilkynnti á sunnudags- kvöld að ákveðið hefði verið að nema úr gildi að mestu hömlur á ferðalög Austur-Þjóðverja utan. Samkvæmt nýjum reglum um þetta, sem taka myndu gildi fyrir áramót, yrði öllum austurþýsk- um ríkisborgurum heimilt að fá vegabréf og vegabréfsáritun til utanlandsferðar innan 30 daga frá umsókn. Ekkert lát er ennþá á fólksstreyminu úr landi til Vestur-Þýskalands. Yfir 18,000 Austur-Þjóðverjar fóru þangað um helgina eftir að stjórnvöld þeirra höfðu heimilað þeim brottför í gegnum Tékkóslóvak- íu. Það sem af er árinu hafa yfír 180,000 Austur-Þjóðverjar flust eða flúið til Vestur-Þýskalands. Reuter/-dþ. Vestursæknir Austur-Þjóðverjar við vesturþýska sendiráðið í Prag - 18,000 fóru vesturyfir um helgina. Eþíópía Tígremenn sækja inn í Shoa Sumir vegir eru þannig að mætingar eru mjög varasamar og framúrakstur kemur vart til greina. tfUMFERÐAR RÁÐ Utvarp Alþýðufrelsisfylkingar Tígre (TPLF) skýrði svo frá á sunnudag að hersveitir hennar hefðu unnið héraðið Mehal Meda í fylkinu Shoa, sem er miðsvæðis í Eþíópíu. í Shoa er höfuðborgin Addis Ababa og aðalbyggðir Am- hara, þjóðar þeirrar er mestu ræður í landinu. Ef hér er sagt frá með sanni hafa Tígremenn nú að líkindum á valdi sínu mestan hluta fylkisins Wollo, sem er norðaustanvert í landinu á milli Shoa og Tígre. Friðarviðræður voru teknar upp í Róm í lok s.l. viku milli TPLF og Eþíópíustjómar, fyrir milligöngu ítölsku stjórnarinnar. Krefst TPLF þess að mynduð verði bráðabirgðastjórn með aðild allra helstu stjórnmálaafla Eþí- ópíu og semji hún landinu nýja stjórnarskrá. Tígremenn, sem eru í bandalagi við aðra upp- reisnarhreyfingu minni, Eþí- ópsku alþýðulýðræðishreyfing- una, ráku Eþíópíuher úr Tígre í febrúar og hófu í ágúst sókn suður í fylkin Wollo og Gondar. 6 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Þriðjudagur 7. nóvember 1989 Heimild um þjóðaratkvæðagreiðslu samþykkt Æðstaráðið í Litháen samþykkti á föstudag tillögu sem heimilar að fram fari í landinu þjóðaraticvæðagreiðsla um hvort Litháen verði sjálfstætt. Sajudis, hin öfluga grasrótarhreyfing þarlendis, segist hins- vegar vera mótfallin því að þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta fari fram á næstunni. Af hálfu stjórnar annars sovétlýðveldis, Georgíu, hefur því verið lýst yfir að til greina koma að hliðstæð heimild um þjóðarat- kvæðagreiðslu verði felld inn í stjómarskrá lýðveldisins. Líbanon hefur forseta Líbanonsþing kaus um helgina Rene Muawad, Maroníta hlynntan Sýrlendingum, forseta landsins í framhaldi af gerð friðarsamnings kristinna og íslamskra landsmanna. Michel Aoun, herstjóri kristinna, og stuðningsmenn hans, sem telja samninginn of hagstæðan Sýrlend- ingum, brugðust illa við kosningunni og kalla Muawad lepp Sýrlands- stjórnar. Nasrallah Butros Sfeir, patríarki maronítakirkjunnar, er flúinn yfír á sýrlenska hemámssvæðið eftir að fylgismenn Aouns höfðu vaðið inn á hann og neytt hann til að kyssa mynd af Aoun. Patríarkinn hafði lýst yfir stuðningi við friðarsamning og forsetakosningu. Thatcher kölluð ósannindamanneskja Breska blaðið Independent hélt því fram á sunnudag að Margaret Thatcher, forsætisráðherra, hefði sagt ósatt um mikið umtalaða afsögn Nigels Lawson úr embætti fjármálaráðherra. Lawson segist hafa tekið skýrt fram við hana að ástæðan til afsagnarinnar hefði verið óþolandi afskiptasemi Sir Alans Walters, helsta ráðgjafa forsætisráðherra um efnahagsmál. En í sjónvarpsviðtali fyrir nokkm sagðist Thatcher ekki vita hvort Lawson hefði orðið kyrr á ráðherrastóli ef hún hefði vikið Walters frá. Independent telur að ósannindi þessi verði henni til óbætanlegs álitshnekkis. Talið er að Thatcher eigi nú í meiri pólitísk- um erfiðleikum en nokkm sinni fyrr á þeim tug ára er hún hefur verið við völd.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.