Þjóðviljinn - 07.11.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.11.1989, Blaðsíða 9
FLOAMARKAÐURINN SMÁAUGLÝSINGAR Til sölu vetrardekk 5 notuð vetrardekk á felgum (felgurn- ar eru 4ra gata) undir japanskan smábíl. Verð kr. 5.000. Upplýsingar í síma 687382 eftir kl 18.00. Til sölu lítið notuð Singer prjónavél, Silver Cross barnakerra og Hansahurð úr harðviði. Upplýsingar í síma 10595. 10 gira Raleigh karlmanns fjallareiðhjól til sölu. Sími 41186. Til sölu tveir pelsjakkar, tvær svampdýnur, lítil þvottavél í góðu standi, helst í skiptum fyrir aðra stóra, símaborð með tveimur stólum, gylltir kerta- stjakar á vegg, mjög falleg ný kápa og stórt veggteppi á blindramma. Sími 34931. Óskast mjög ódýrt Einstæð móðir óskar eftir notuðum húsgögnum, þ.e. eldhúsborði, stól- um, þvottavél, sófasetti og ýmsu smálegu. Vinsamlegast hringið í síma 681310. Citroén BX til sölu mjög skemmtilegur bíll, árg. '84, kom á götuna '85. Tilboð óskast. Sími 681648. Til sölu Silver Cross bamavagn og lítill ís- skáþur til sölu. Tækifærisverð. Upp- lýsingar í síma 16409 eftir kl. 17.00. Til sölu sófasett, svefnbekkur og skrifborð. Upplýsingar í síma 611786. Er kaupandi að PC-xt tölvu án prentara, 2-4 gamalli. Kvöldsími 612092. ára Notuð eldavél selst vegna breytinga. Breidd 70 cm, 4 hellur, 2 bakarofnar. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 34252 eftir kl. 17.00. Ungbarnanudd fyrir börn frá 3ja vikna til 9 mánaða. Nuddið styrkirónæmiskerfi líkamans, blóðrás og öndun - losar spennu og stuðlar að betri svefni. Gott við mag- akveisu. Innritun og upplýsingar: El- ínborg Lárusdóttir, símar 22275 eða 27101. Til sölu svartur leðurjakki, lítið notaður, fyrir 13-14 ára. Fæst fyrir lítið. Upplýsing- ar í síma 34252 eftir kl. 17.00. Ungbarnanudd fyrir börn frá 3ja vikna til 9 mánaða. Veitingarekstur til leigu Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur auglýsir til leigu veitingarekstur í sjómanna- stofunni Vör frá 1. janúar 1990. Nánari upplýsingar veita Hinrik eöa Sævar í síma 92-68655. Tilboðum má skila til félagsins, Hafnargötu 9, 240 Grindavík fyrir 25. nóvem- ber. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Stjórnin w Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. borg- arverkfræðingsins í Reykjavík óskar eftir tilboð- um í gatnagerð, jarðvinnu vegna vatnslagna og lagningu hitaveitu ínýju íbúðarhverfi norðan nú- verandi byggðar í Grafarvogi. Verkið nefnist Borgarholt I, 3. áfangi. Heildarlengd gatna er u.þ.b. 1,5 km. Heildarlengd holræsa u.þ.b. 2,9 km. Heildarlengd hitaveitulagna 1,3 km. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. júní 1990. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 15.000,- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 21. nóvember 1989, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 - Simi 25800 Nuddið styrkir ónæmiskerfi líkamans, blóðrás og öndun - losar spennu og stuðlar að betri svefni. Gott við mag- akveisu. Innritun og upplýsingar: El- ínborg Lárusdóttir, símar 22275 eða 27101. Til sölu svartur leðurjakki, lítið notaður, fyrir 13-14 ára. Fæst fyrir lítið. Upplýsing- ar í síma 75990. Til sölu svefnsófi með tveimur skúffum og góðu áklæði, einnig geta fylgt gardín- ur í stíl. Á sama stað eru til sölu 4 felgur á Subaru. Upplýsingar i síma 24168. í Kolaportinu geta allir selt nánast hvað sem er. Pantið sölubása í síma 687063, (kl. 16-18). Útvegum afgreiðslufólk ef óskað er. Seljendur notaðra muna fá núna sölubása á aðeins kr. 1.500. Kolaportið - alltaf á laugardögum. Einstaklingsíbúð Reglusamur og skilvís kennari á miðj- um aldri óskar eftir 2ja herbergja íbúð. Upplýsingar í síma 10552. Til sölu Volkswagen bjalla 1300 árg. '72. Upplýsingar í síma 41153. 13" vetrardekk til sölu. Lítið ekin með nöglum. Einnig til sölu lítið, rauðbæsað skrifborð. Upplýsingar í síma 34597, Guðrún. Herbergi til leigu Verð kr. 8.000 á mánuði. Engin fyrir- framgreiðsla. Upplýsingar í síma 622278. Til sölu Sem ný „tweed" kápa nr. 40-42. Verð kr. 4.000. Sími 36117. Til sölu svampdýna 35x110x200. Á sama stað óskast notuð þvottavél, helst Eumenia. Upplýsingar í síma 41682. Sjóminjar Áttu sjóminjar eða veistu um minjar sem tengjast sögu sjávarútvegs á Is- landi? Sjóminjasafn íslands tekur á móti öllum slíkum munum, gömlum og nýjum til varðveislu. Hafið sam- band í síma 91 -52502 á milli kl. 14-18 alla daga. - Sjóminjasaf n íslands. Hreingerningar Við erum tvær skólastelpur og tökum að okkur að þrífa í heimahúsum. Erum vanar og vandvirkar. Uppl. í síma 36718, Sara eða 35206, Hrafn- hildur. %* &#: MINNINGARSJÓÐUR ÍSLENSKRAR ALPÝÐU VM SIGFÚS SIGURHJARTARSON MinningarspjÖld eru seld á skrifstofu Alþýðubandalagsins, Hverftsgötu105 og á skrifstofu Þjóðviljans, Síðumúlaó. ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýöubandalagiö í Reykjavík Undirbúningur vegna landsfundar Landsfundarfulltrúar ABR eru hvartir til að koma á fund, miðviku- daginn 8. nóv. kl. 20.30 á Hverfisgötu 105. Par verða kynnt drög að dagskrá landsfundar og þeir málaflokkar sem á að ræða. Stjórnin. Alþýðubandalagið Akranesi Bæjarmálaráð Bæjarmálaráðsfundur í Rein mánudaginn 13. nóvember kl 20.30. Dasgskrá: 1. Undirbúningur fjárhagsáætlunar 1990. 2. Dagskrá bæjarstjórnarfundar. 3. önnur mál. Mætum öll Stjórnln Auglýsing um kosningar- rétt íslenskra ríkisborgara sem búsettir eru erlendis Með lögum nr. 66/1989 var kosningarréttur við kosningar til Alþingis rýmkaður þannig að eftir lagabreytinguna eru menn á kjörskrá í átta árfrá því þeir flytja lögheimili sitt utan, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag. Að þeim tíma liðnum falla menn sjálfkrafa af kjörskrá hafi þeir ekki sótt sérstaklega um að vera þar áfram. Umsókn þarf að endurnýja á fjögurra ára fresti. Sömu reglur gilda við kjör forseta íslands. Umsókn þessa efnis skal senda Hagstofu (s- lands á þar til gerðu eyðublaði. Fást umsóknar- eyðublöð í sendiráðum og fastanefndum við alþjóðastofnanir, svo og á sendiráðsskrifstofum og skrifstofum kjörræðismanna, auk Hagstof- unnar. Vakin er athygli á því að gildi umsóknar miðast við 1. desember og gildir ákvörðun um að mað- ur sé þannig tekinn á kjörskrá í 4 ár frá 1. des- ember næstum eftir að umsóknin berst Hag- stofunni. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 2. nóvember 1989 Þökkum hjartanlega öllum þeim sem heiöruðu minningu Guðjóns D. Jósefssonar Ásbjarnarstöðum og auðsýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall hans og útför. Garðari Cortes færum við sérstakar þakkir, svo og starfsfólki og læknum sjúkrahússins á Hvammstanga. Sigrún Sigurðardóttir Þórdís Guðjónsdóttir Sigurður Örn Arason Sigríður Guðjónsdóttir Steinunn Guðjónsdóttir Loftur Sv. Guðjónsson Kristín Gtiðjónsdóttir Guðrún Guðjónsdóttir Astvaldur Benediktsson Svanur Ingimundarson Kristín G. Jósefsdóttir Ásbjörn Guðmundsson Einar S. Valdemarsson og barnabörn Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu samúð, vináttu og virðingu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Guðjóns Marteinssonar Hlíðargötu 18 Neskaupstað Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir Gígja S. Guðjónsdóttir Harald S. Holsvik Guðný S. Guðjónsdóttir Jón Már Jónsson María Guðjónsdóttir Karl Jóhann Birgisson Hólmfríður G. Guðjónsdóttir Jón Ásgeir Tryggvason og barnabörn Alþýðubandalagið Reykjanesi Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Reykjanesi verður haldinn laugardaginn 11. nóvember klukkan 13 í Gaflinum Hafnarfirði. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ný stjórn kjörin. 3. Fulltrúar á landsfund kjörnir. 4. Magnús Jón Árnason bæjarfulltrúi i Hafnarfirði ræðir um sveitarstjórnarmál og samstarfið við Alþýðuflokkinn í bæjarstjórn- inni. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og formaöur Al- þýðubandalagsins ásamt Geir Gunnarssyni alþingismanni mæta á fundinn og gefst fundarmönnum tækifæri til að ræða stjórnmálaviðhorfið á komandi vetri. Stefnt er að því að fundi verði lokið klukkan 18. Kvöldvaka: Um klukkan 20 er kvöldverður og kvöldvaka. Mið- averð krónur 2.300. Félagar sýna á sér hina hliöina. Steinar Gu&mundsson leikur undir borðhaldi og Heimir Pálsson syng- ur. Leynilögreglan kemur á staðinn. Skyndihappdrætti Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi. Dregin verður út utanlandsferð frá Samvinnuferðum Landsýn að eigin vali fyrir 50 þúsund krónur auk margra annarra góðra vinn- inga. Allir félagar í Alþýðubandalaginu og gestir þeirra eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Stjórnin Alþýðubandalagið í Reykjavík Öldrunar-, félags- og heilbrigðismál Fundur verður í umræðuhópi borgarmálaráðs að Hverfisgötu 105, þriðjudaginn 7. nóvember kl. 17.00. Undirbúningur fyrir mál- þing um borgarmálefni. Stjórnin Alþýðubandalagið í Reykjavík Málþing um borgarmálefni Hvaða mál verða (brennidepli kosningabaráttunnar fyrir borgar- stjórnarkosningar 1990? Hverjar eru helstu áherslur Alþýðubandalagsins í borgarmálefn- um. Þetta verður m.a. á dagskrá málþings ABR fimmtudaginn 9. nóv- ember 1989 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: Kl. 17.00 Kynnt undirbúningsstarf fjögurra umræðuhópa. Almennar umræður. Kl. 19.00 Kvölverðarhlé. Starf málefnahópa. Kl. 21.00 Almennar umræður um starfið framundan og málefni fyrir starfshópa vetrarins. Félagar fjölmennum og tökum þátt í stefnumótuninni. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.