Þjóðviljinn - 07.11.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.11.1989, Blaðsíða 11
ÍDAG Tvö ævintýri Ljúfaland og Skuggabjörg eru allsendis ólík ævintýralönd í tveim nýjum íslenskum barna- bókuin. Onnur er eftir rútiner- að'an fjölmiðlahauk, hin eftir nýj- an höfund. Lært að gráta í Ljúfalandi BRÚÐAN HANS BORGÞÓRS eftir Jónas Jónasson Sigrún Eldjárn teiknaði myndir 166 bls. Æskan 1989 „í gamla daga var til land þar sem hafði aldrei verið stríð. Fólk- ið mátti bara ekki vera að því að berjast því að það var svo önnum kafið við að lifa í friði og elsku til náungans," segir í upphafi Brúð- unnar hans Borgþórs. Þetta er lýðveldið Ljúfaland, og eins og nærri má geta er þar engin bar- átta milli góðs og ills eins og í gömlu ævintýrunum. Þar er allir góðir og hamingjusamir. Spurn- ingin er hvað getur gerst á slíkum stað. Eina ógæfan sem að fólki getur steðjað í Ljúfalandi er barnleysi, og sagan segir frá því hvernig tyenn hjón leysa þann vanda. Onnur hjónin eru feiti og pattara- legi borgarstjórinn Jörundur og kona hans sem fræg er fyrir kjöt- bollur sínar. Þau læra að líta á borgarbúa yfirleitt og börnin í borginni sérstaklega sem börnin sín. Hin hjónin eru Borgþór og Ólína, aðalsöguhetjur bókarinn- ar ásamt brúðunni hans Borg- þórs. Vandi þeirra er þyngri. Þegar Ólína var ung stúlka og dóttir vel efnaðs trésmiðs í höfuð- borg Ljúfalands dreymdi hana um prins sem kæmi ríðandi á hvít- um hestí, kipptí henni á bak fyrir framan sig og færi með hana heim í höll sína. En sem betur fer er hún nógu skynsöm til að þekkja prinsinn í feimna trésmíðanem- anum sem stamar svo óttalega þegar hann kemur dag nokkurn til að gera við gluggann sem hún situr við. Þau verða ástfangin og trúlofast og í fylJingu tímans gifta þau sig. f tilhugalífinu, gagntekinn af ástarþrá, smíðar Borgþór brúðu handa börnunum sem þau Ólína ætla að eignast í framtíðinni. Þótt hann eigi seinna eftir að smíða urmul af brúðum og setja á fót verslun til að selja þær, heldur sú fyrsta áfram að hafa algera sér- stöðu, ekki síst vegna þess að þau hjón eignast engin börn. Þetta er ekki venjuleg brúða með rjóðar kinnar og ljósa lokka heldur brúðumaður á óvissum aldri í matrósafötum, skipstjór- inn Hafþór á Lífsskipinu góða. Hann getur hugsað og jafnvel tal- að við þá sem skilja tungumál hans, og með hæfilegri einföldun má segja að sagan verði smám saman þroskasaga hans. Nánar til tekið veit hann ekki hvað fólk er að gera þegar það hlær og grætur og þarf að læra það. Hafþór skipstjóri hefur yndi af að minna viðmælendur sína á að hann sé úr völdum viði og geymi í sér alla reynsiu eikartrésins sem einu sinni stóð stolt í skógi og veitti ferðalöngum skjól. Hann býr yfir furðumikilU þekkingu líka frá þeim sem hvílt hafa við rætur hans, getur til dæmis sagt Borgþóri hvað sé úr timbri í kirkjum þótt hann hafi aldrei komið í slfkt hús. Það skýtur því dálítið skökku við að Hafþór skuli hvorki kannast við hlátur né grát. Einhverjir elskendur hljóta að hafa gert annað hvort meðan þeir skáru nöfn sín í börkinn forð- um. Þarna er röklegt misræmi í sögunni sem sýnir að Hafþór er ekki sjálfstæð persóna heldur öðrum háður. Það er algengara en upp þurfi að telja að hlutir, brúður og brúð- uígildi, lifni við í barnabókum og öðlist meira og minna sjálfstætt líf. Nægir að minna á brúðu- drenginn Gosa og leikföngin í Bangsimon. Hafþór er framleng- ing á eiganda sínum eða ein hliðin á honum, sú karlmannlega. Sú sem ekki stamar og hvorki grætur né hlær, en um leið sú barnslega, barnið í Borgþóri. Þeir eiga sam- an löng samtöl meðan Borgþór væntir enn barna í búið, en þegar hann lokar huga sínum af beiskju yfir barnleysinu hætta þeir að ná saman. Þá eiginlega „deyr" Haf- þór skipstjóri. Það er Heiða litla sem lífgar hann við aftur. Dóttir ekkju fá- tæka erfiðismannsins (því ekki reynast allir jafn heppnir í Ljúfa- landi þegar nánar er að gætt) hef- ur næmi og ástríðu barns með óuppfylltar þrár og nær sambandi við brúðuna. Hana langar til að eignast Hafþór, en Borgþór er tregur til að sætta sig við barn- leysið og láta hann af hendi, og í sálarhamförunum samfara því læra ýmsir bæði að hlæja og gráta. Þetta er saga um það að kæfa barnið í sér eða leyfa því að lif a og er kannski efnislega meira fyrir fullorðna en börn. Hún er líka byggð upp á samtölum og textinn verður af því gisinn á köflum og nýtur sín best sem saga handa börnum í upplestri. Hins vegar laða myndir Sigrúnar Eldjárn börn að bókinni þó að við fyrstu sýn falli þær varla að stíl hennar og efni. Þetta eru skopteikningar þár sem Ljúfaland gamalla daga verður býsna kunnugleg nýliðin fortíð (sjötti áratugurinn?). Um- hverfi er flausturslega teiknað (til dæmis brúðurnar aðrar en Haf- SIUA AÐALSTEINSDÓniR þór), en það er hressileg kímni í myndunum sem dregur fram hlýja gamansemi sögunnar og vegur upp á móti hátíðleika og tilfinningasemi hennar. Hamagangur á Heimaey ÓVÆNT HEIMSÓKN Texti: Árni Árnason Myndir: Anna Cynthia Leplar 63 bls., Barnabókaútgáfan 1989 Nýr höfundur, nýtt forlag, glæsilega útgefin barnabók með litmyndum á hverri einustu opnu, það er ekki í lítið ráðist. Og boð- að að framhald verði á, bæði þessari sögu og útgáfu barnabóka hjá forlaginu. Gagnstætt venju er við hæfi að byrja á að fjalla um myndirnar í Ovæntri heimsókn; þær eru fag- mannlegar unnar en textinn og hljóta að vekja athygli. Önnu Cynthiu Leplar þekkja unglingar af myndum hennar í bókum And- résar Indriðasonar, til dæmis sögunum um Elías, Viltu byrja með mér? og Fjórtán ... bráðum fimmtán, raunsæilegum svart- hvítum teikningum sem náðu vel auga lesenda og anda sagnanna, kannski fyrir utan kímnina. En þar voru myndirnar til skreyting- ar, í Óvæntri heimsókn eru þær eiginlega aðalatriðið þótt ekki segi þær alla söguna. Mér sýnist myndirnar unnar með vatnslitum og penna, og að venju vinnur Cynthia manna- myndirnar vel, kroppa, útlimi og fatnað, en hirðir ekki á sama hátt um andlit. Það er þó útfærsla á umhverfi sem af ber á þessum ÓVÆ.NT • HEIMSÓKNf..: .\rnlAma*on ntúuCvmbittUpUrJ myndum og minnir jafnvel á • stöku stað á sjálfa Ilon Wikland, myndasmið Astrid Lindgren. Ég vil einkum nefna leynistað barn- anna við ströndina á heilli opnu (42-3) og frá bæra mynd af hall- armúr (11) þar sem stærð hans og hreyfingu í myndina er náð með því að hafa aðra persónuna efst til vinstri á myndinni en hina neðst til hægri og á milli breiðir múrinn úr sér. Einu sinni bregst Önnu Cynthiu bogalistin: það er ekki vit í leið hermannanna niður fjall- ið. Textanum lánast illa að koma til skila því sem sést svo vel á kápumyndinni, að sagan gerist á hálendri eyju þar sem efsti hlutinn er geysimikil höll en niðri við sjávarmál stendur dálítið þorp. Eyjan heitir Heimaey og er hluti af Þokueyjaklasanum sem sagnir herma að sé í miðju Atl- antshafi. Sagan hefst í Skuggabjörgum, hðllinni efst á eynni þar sem er vel varið konungsríki, sjálfu sér nægt og þarf ekkert að sækja út fyrir sig, þó ekki sé reynt að skýra það nánar. Grær eitthvað þarna uppi? Þarna er afbragðs mynd- efni illa nýtt. Þar ríkja heimskur kóngur og fordekruð drottning og eiga einn son barna, Huga, sem er skýrleikspiltur þrátt fyrir ætternið. Hann fær ekki að leika sér við önnur börn í ríkinu og leiðst einangrunin, og sagan hefst þegar hann hefur fengið nóg af henni og strýkur. Flýgur burt á flugdreka sem fornsagnakennar- inn hans hjálpar honum að smíða. Allir í ríkinu virðast vera ákaflega heimskir nema þeir tveir. Meira að segja hermenn- irnir eru ekki vitund hættulegir, bara asnar. Sagan segir svo frá því þegar Hugi kemst til manna niðri á ströndinni, kynnist indælum börnum og skiptist á leyndarmál- um við þau þangað til hermenn föður hans finna hann af slysni og fara með hann aftur heim til Skuggabjarga. Þar er okkur lofað að ferðalag hans hafi áhrif til góðs eins og fram muni koma í næstu bók. Óvænt heimsókn er tilbrigði við Rauðhettuminnið. Söguhetja fer að heiman, lendir í ævintýrum (þó ekki lífsháska) og fer svo heim reynslunni ríkari, en að vísu nauðugur því heimilið er verri staðurinn í þessari sögu. Margt í sögunni skemmtir eflaust ungum lesendum, en textinn er götóttur. Til dæmis hefði þurft að vefa inn í hann stutta forsögu: Eru íbúar Skuggabjarga og Strandverjar sama þjóð? Hvers vegna halda Strandverjar að það sé gott að búa í efra? Öðru er illa fylgt eftir, til dæmis hinum einkennilega boltaleik Standverja. Og greini- legt er að hvorugur höfundur veit nákvæmlega hvernig flugdrekinn er sem Hugi flýgur á. Margir les- endur hafa áhuga á að vita það, ekki síður en börn Strandverja. Frágangur á texta er góður, en nefna má að á íslensku opnast ekki nýjar gæsalappir þótt greinaskil verði í beinni ræðu (sjá t.d. bls. 13). Þó að kápan sé hvorki nógu aðlaðandi né upplýs- andi er bókin sjálf óvenjulega falleg. Og enn einu sinni hljótum við að þakka erlendum bóka- skreytingamönnum fyrir að auðga okkar myndlistargarð. JUÓÐVIUINN fyrir 50 árum Hve dásamlegt væri ekki að lifa á íslandi, ef ekkert atvinnuleysi væri þartil, enginn kvíðifyrir morgundeginum út af vinnu- vöntun og skorti, síhækkandi, ör- uggt kaup, - síbatnandi af koma verkamanna, bændaog fiski- manna, -ókeypis læknishjálp, spítalavistog lyf, án þess að þurfa að greiða til sjúkrasamlags, - ókeypis sumardvöl fyrir alþýðu- fólkað Laugarvatni, Þrastarlundi, 7. nóvember þriðjudagur. 311. dagur ársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 9.30 - sólarlagkl. 16.52. Viðburðir Þjóðhátíðardagur Sovétríkjanna. Byltingin í Rússlandi hófst 1915. Jón Árason og synir hans háls- höggnir1550. Laugum, Reykholti.-opinnað- ganguraðöllum menntastofnunum eftir vild og styrkirtil að nema þar-o.s.frv. Þannig er lífið í Sovétríkjunum í da9- Úr leiðara blaðsins DAGBOK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúða vikuna 3.-9. nóv. en'Vesturbæjar Apótekiog HáaleitisApóteki. Fyrrnef nda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 f rídaga). Síðarnef nda apótekið er opið á kvöidin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LOGGAN ' Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur......................sími 4 12 00 Seltj.nes.........................sími 1 84 55 Hafnarfj..........................sími 5 11 66 Garðabær.......................sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík.......................sími 1 11 00 Kópavogur......................sími 1 11 00 Seltj.nes.........................sími 1 11 00 Hafnarfj..........................sími 5 11 00 Garðabær.......................sími 5 11 00 LÆKNAR Lœknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er i Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögumallansólarriringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspítaiinn:Vaktvirkadagakl.8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspitalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjórður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heiisugæslan Garöaflöts. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinnis. 23222, hjáslökkviliðinus. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJUKRAHUS Heimsóknartímar: Landspftalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspitalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar15-t8, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spitalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 ogeftirsamkomulagi.Grensásdeild Borgarspítaia: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Hellsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16og 18.30-19.30. Landakotsspltali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 dagloga. St. Jósef sspítali Hafnarf irði: alladaga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spitalinn: alladaga 15-16og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alladaga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- hii sið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. YMISLEGT H jalparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- NngaTjarnargötu35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálf ræðistöðin. Ráðgjöf í salf ræðilegum efnum.Sími 687075. MS-felagið Álandi 13. Opið virkadaga frá kl. 8-17. Síminner 688620. Kvennaráðgjötin Hlaðvar panum Vestur- götu3.Opiðþriðjudagakl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími 21500, símsvari. Sjálfshjálparhóparþeirrasemorðiðhafa fyrirsifjaspellum, s.21500,símsvari. Upplýsingarum eyoni. Simi 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarf raeðing ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssim- svari. Samtök um kvennaath varf, sfmi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eðaorðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svaraðer í upplýsinga- og ráðgjafarsímafélagslesbiaog hommaá mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvariáöðrumtímum. Siminner 91-28539. Bllanavakt rafmagns-og hitaveitu:s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Simi 21260allavirkadagakl. 1-5. Lögf ræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í sima 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús" krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-_.«.00. Samtök áhugaf ólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 - 22400 allavirkadaga. GENGIÐ 2. nóv. 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar...................... 62.57000 Sterlingspund......................... 98.43200 Kanadadollar.......................... 53.40300 Dönskkróna........................... 8.69930 Norskkróna............................ 9.01200 Sænskkróna.......................... 9.71430 Finnsktmark........................... 14.59530 Franskurfranki........................ 9.96020 Belgískurfranki....................... 1.60950 Svissneskurfranki................... 38.49630 Hollensktgyllini....................... 29.92420 Vesturþýsktmark.................... 33.78050 Itölsklíra................................. 0.04607 Austurriskursch...................... 4.80020 Portúg. Escudo....................... 0.39300 Spánskurpeseti...................... 0.53480 Japansktyen........................... 0.43610 Irsktpund................................ 89.66600 SDR-Serst.DDR.................... 79.59910 ECU-Evrópumynt.................. 69.29940 Belgískur.Fr.Fin....................... .1.60620 KROSSGATA m3 7 7 • ; ¦« 1» «1 ~W " 1~ ___._¦_¦_,__,_ ^¦i._tf_i_ — ————._¦------— Lárétt:1mör4öl6 eðja7vökvi9spil12 trufla14ellegar15hlé 16tilkall19sekkur20 tignara21kámaði Lóðrótt:2gruna3veg- ur 4 fituskán 5 hrqatt 7 skömm8yfirhöfn10 mælti11 hindrar13 sáld17bok18óvild Lausnásfðustu krossgátu Lárétt:1alda4þegn6 rýr7sálm9ágæt12 Einar14agg15egg16 gæfri19bauð20ofur 21 rista Lóðrétt:2ljá3armi4 þráa5græ7stabbi8 leggur 10 greifa 11 tog- ari13nöf17æði18rot Þriðjudagur 7. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.