Þjóðviljinn - 07.11.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.11.1989, Blaðsíða 12
SPURNINGIN Finnst þér ofbeldi hafa aukist í þjóöfélaginu? Árni Freyr Sigurlaugsson kennari: Já, það finnst mér. Það á senni- lega rætur að rekja til ofbeldis- mynda í sjónvarpi og kvikmynd- um þar sem hrottalegt ofbeldi virðist oft engin áhrif hafa á per - sónurnar. Ágúst Erlingsson slökkviliðsmaður: Miðað við þær fréttir sem maður fær úr miðbænum, virðist ofbeldi hafa aukist, því er nú ver. Kristinn Guðmundsson nemi MS: Já, frekar. Maður sér meira af slagsmálum í bænum en áður. Svarið ætti að vera fjölgun í lög- reglunni. Haila Rut Bjarnadóttir sölumaður: Já, ég hugsa það. Ég verð meira vör við ofbeldi um helgar en áður og les einnig um það (blöðunum. Svanbjörg Jónsdóttir nemi Verslunarskóla: Ég hef lítið íhugað þetta. En það er ekkert um ofbeldi á kvöldin þar sem ég er. Það hefur alla vega ekki aukist. þlÓDVILllNN Þrlðjudagur 7. nóvember 1989 188. tölublað 54. örgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Orðsins list Ljóöaöátölvu Tölvu-Steinn, forritsem yrkir tilbrigði við Tímann og vatnið ó tölvum hafí þótt ýmislegt annað betur lagio en skapandi orðlist þá geta þær vel ort ljóð ef því er að skipta. Þorsteinn Þor- steinsson hefur búið til forrit sem hann kallar Tölvu-Stein. - Ég gerði þetta svona til ga- mans fyrir nokkrum árum. Tölvu-Steinn heldur áfram að yr- kja um tímann og vatnið þar sem Steinn Steinarr hætti. Tölvu- Steinn erað vísufrekar einhæft skáld þar sem hann býr ekki yfir öðrum orðaforða en notaður er í Tímanum og vatninu og ljóðin eru öll með sama forminu, sagði Þorsteinn. Þeir sem ekki þekkja til forrit- unar gætu haldið að á bak við forritun af þessu tagi búi flókið starf en að sögn Þorsteins er svo ekki. - Eftir að búið er að búa til ramma fyrir ljóðin sem í þessu tilfelli er einungis einn, er tölvan mötuð á orðalista. Það verður að vanda vel valið á orðunum og at- huga vandlega ýmis málfræðiatr- iði og flokkar orða verða að vera með þeim hætti að tölvan raði ekki saman merkingarleysu. Fyr- irmyndin að því sem Tölvu- Steinn gerir er sótt í Tímann og vatnið, eins og áður sagði. Ljóðin eru alltaf byggð upp með sama hætti, fyrri og seinni hluti með miðjuás eða öxul á milli. Síðan velur tölvan af handahófi orð úr mismunandi flokkum og útkom- an getur verið býsna góð. Sem dæmi má nefna þetta hérna: Harmurinn er eins og djúpið og efnið er máttvana og glœrt eins og sólskin eilífðarinnar nei á eirlitum öldum flýgur nýskotin jörðin og treginn glóir Aðspurður um fleiri forrit af þessu tagi sagði Þorsteinn sér ekki vera kunnugt um að þau hefðu verið gerð, en hins vegar sagði hann það vel vera mögulegt að búa til fullkomnari ljóðaforrit með fjölbreyttari formum. - Það væri til dæmis hægt að búa til forrit fyrir ættjarðarljóð, kveðin undir ýmsum bragháttum í stfl gömlu meistaranna. Hvort Tölvu-Einar Ben myndi semja ódauðleg ljóð vil ég nú ekkert segja um. Forritunargerð af þessu tagi er nú meira skemmti- legt dundur en alvara,enda tölvur hin skemmtilegustu leikföng fyrir fullorðna, sagði Þorsteinn. Það má vel hugsa sér forrit sem semja ættjarðarljóð í anda gömlu meistaranna, en ég skal ekkert segja um hver gæði þeirra yrðu, sagði Þorsteinn Þorsteinsson Mynd-Kristinn Fjölmiðlaferð af Skaganum Fríður hópur nemenda við fjölmiðlalínu Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi heimsótti ritstjórn Þjóðviljans í síðustu viku með Garðari Guðjónssyni kennara sínum en hann er fyrrverandi blaðamaður við Þjóðviljann. Árni Bergmann ritstjóri leiddi nemendurna í allan sann- leikann um blaðaútgáfu. Fyrr um daginn hafði hópurinn heimsótt ritstjórnarskrifstofu DV og einnig barið upp á hjá Friðrik Sophussyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem ræddi við þau um samskipti stjórnmálamanna og fjölmiðla. Mynd Jim Smart. Eins og þið vitið erum við Islend ingar miklir skorpumenn og úrræðagóðir á ögurstundu. Ég minni á leiötogafundinn sem var haldinn með sáralitlum fyrirvara. Venjuleg frönsk ^máltíö varir í 4 tíma og ( Mitterrand stoppar hér í 4 tíma.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.