Þjóðviljinn - 08.11.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.11.1989, Blaðsíða 1
Afli 1990 Launahrun bíður sjómanna Boðaðuraflasamdrátturánœstaárimun leiðatil6% - 7% samdráttarí aflaverðmœtiámilliára. Þjóðhagsstofnun:Þýðir þríggja miljarða minni útflutningstekjur og 650 miljón króna tekjusamdrátthjá sjómönnum. Sjávarútvegsráðherra: Svigrúmfyrir sjávarútveginntil að vera áfram vaxtarbroddur hagvaxtar í íslensku þjóðfélagi Sá aflasamdráttur sem sjávar- útvegsráðherra hefur boðað að verði óhjákvæmilegur á næsta ári mun að óbreyttu leiða til 6% - 7% samdráttar í aflaverðmæti miili ára. Að mati Þjóðhagsstofn- unar þýðir þetta um þriggja milj- arða minni útflutningsverðmætí árið 1990 en áætlað er í ár og tekjusamdrátl fyrir sjómenn uppá 650 miljónir króna. Við setningu 34. þings Farmanna- og fiskimannasam- bandsins í gær sagði Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra að á næsta ári munu aflaheimildir við það miðaðar að heildar- þorskaflinn verði nálægt 300 þús- und lestum en í ár stefnir hann í það að verða yfir 330 þúsund lest- ir. Á yfirstandandi ári voru veiði- heimildir á þorski miðaðar við að heildarafli yrði nálægt 325 þús- und lestir. „Með þessari ákvörð- un að miða þorskaflann við 300 þúsund lestir er eflaust teflt á tæpasta vað. Hins vegar verða menn að hafa í huga að í þessari ákvörðun felst 10% samdráttur aflaheimilda frá yfirstandandi ári og með tilliti til stöðu efnahags- mála er vart mögulegt að skerða þorskveiðiheimildir í þeim mæli sem Hafrannsóknastofnun legg- ur til," sagði sjávarútvegsráð- herra í ræðu sinni í gær. Hann sagði það mat Hafrann- sóknastofnunar að eigi þorsk- stofninn ekki að minnka megi afli ekki fara yfir 250 þúsund lestir árin 1990 og 1991. Þessu veldur fyrst og fremst að nýliðun þorsk- stofnsins hefur brugðist og ár- gangarnir 1986,1987 og 1988 eru allir taldir meðal lökustu þorsk- árganga síðustu þrjá áratugina. í þessu sambandi verður þó að hafa í huga að við Vestur- Grænland er að vaxa upp mjög stór árgangur þorsks frá 1984 sem ætla má að gangi í allmiklum mæli til hrygningar á íslandsmið árin 1991 og 1992. Hafrannsókna- stofnun hefur ekki tekið tillit ti! þessa við ofangreint mat og telur því nauðsynlegt að endurskoða tillögur sínar í byrjun næsta árs í Austur-Þýskaland Stjómin fallin Þau síðustu af mjög svo athygl- isverðum tíðindum austantjalds frá eru að Willi Stoph, forsætis- ráðherra Austur-Þýskalands, hefur sagt af sér með allri stjórn sinni. A fundi stjórnmálaráðs kommúnistaflokksins, valda- mestu stofnunar landsins, í dag er búist við afsögn margra ráðs- manna. Þingnefnd, flokksblað og háskólamenn eru nú meðal þeirra, sem krefjast gagngerra breytinga. Sjá síðu 6 ljósi nýrra upplýsinga um ástand þorskstofnsins við Grænland. Af öðrum botnfisktegundum sýnist ráðherra, einnig óhjá- kvæmilegt að takmarka enn frek- ar grálúðuveiðar sóknarmarks- togara á næsta ári jafnframt því sem setja þurfi aflahámark á grá - lúðuveiðar báta sem velja sóknar- mark. Með þessum ráðstöfunum verður stefnt að því að heildarafli af grálúðu fari ekki fram úr 40 til 45 þúsund lestum. Það sem af er árinu er grálúðuaflinn orðinn rúmlega 56 þúsund lestir sem er langt umfram það sem Hafrann- sóknastofnun telur ráðlegt, en stofnunin lagði til að hann yrði ekki meiri en 30 þúsund lestir á þessu ári. Aftur á móti verður ýs- uaflamarkið óbreytt frá yfir- standandi ári eða 65 þúsund lest- ir. Heildaraflamark af ufsa hækk- ar hins vegar úr 80 þúsund lestum í 90 þúsund lestir í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunar. Karfaaflinn verður miðaður við 80 þúsund lestir sem er smávægi- leg aukning frá árinu í ár. Þrátt fyrir þennan boðaða afl- asamdrátt á næsta ári er þó talið að enn sé svigrúm fyrir sjávarút- veginn að verða áfram vaxtar- broddur hagvaxtar í íslensku þjóðfélagi. Sem dæmi um mögu- leikana í því sambandi nefndi ráðherrann eftirfarandi: Bættar aðferðir í fiskverkun, einkum betri flakanýtingu. Nýting úr- gangs, ss. meltuvinnsla, fisk- mjölsvinnsla, vinnsla marnings, lifrar, hrogna og lífefna. Nýting aukaafla, það er á tegundum sem veiðast oftast í fremur litlum mæli og er jafnvel hent fyrir borð í dag. Skipulag veiða á nýjum tegund- um, sem eru lítið sem ekkert ný- ttar í dag. í þessu sambandi koma að mati ráðherra að sjálfsögðu einnig til greina veiðar utan ís- lensku fiskveiðilandhelginnar. -grh Francois Mitterand, Frakklandsforseti, var varkár í yfirlýsingum við blaðamenn að loknum fundi með Steingrími Hermannssyni, forsætis- ráðherra og Jóni Baldvin Hannibalssyni, utanríkisráðherra í gær. Þessi mynd var tekin í upphafi fundar í Ráðherrabústaðnum. Mynd: Jim Smart. Heimsókn Frakklandsforseta Austriö og EFTA í kapphlaupi Francois Mitterrand: Enginn samningurán undanþága. Markmið þeirra sem viljapólitískan samrunaaðEB-ríkinverðieittríki.Forsetinn varkár í yfirlýsingum Ablaðamannafundi sem forseti Frakklands, Francios Mitter- rand, forsætisráðherra, Stein- grímur Hermannsson og utan- ríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, héldu í gær, var Mitterrand mjög varkár í yflriýs- ingum. Aðspurður um hvort af- staða íslendinga varðandi aðgang að fiskimiðum gæti spillt við- ræðum, sagði Mitterrand að vissuiega gætí sú afstaða valdið erfiðleikum ef um væri að ræða þátttöku í þcim samruna sem stefnt væri að innan Evrópuband- alagsins. Markmið aðildarríkja EB væri að skapa frjálsan innri markað með þeirri áhættu sem því fylgdi. Þetta væfi hins vegar ekki til umræðu, heldur snérist umræðan um hvernig koma mætti á samstarfl á milli EFTA- rikjanna og EB ríkjanna með til- liti til þeirra markmiða að koma á frjálsum vðruviðskiptum, frjáls- um þjónustu- og fjármagnshreyf- ingum og frelsi til búsetu og at- vinnu. Þjóðviljinn spurði Frakklands- forseta hvort hann sæi Evrópu fyrir sér í framtíðinni sem ríkja- samsteypu í ætt við Bandaríkin, með sameiginlegan forseta og ríkisstjórn. Mitterrand svaraði því til að þetta væri markmið þeirra sem vildu algeran pólitísk- an samruna og teldu mjög æskilegt að samstarf þjóðanna væri ekki einungis á efnhagssvið- inu eða tæknilegt. Forsetinn svar- aði því hins vegar ekki hvort hann tæki undir með þessum sjónar- miðum. Þá sagði Mitterrand að svo virtist sem kapphlaup væri komið í gang á milli EFTA-ríkjanna og sumra Austur-Evrópuríkja um að gera samning við EB. Það væri ómögulegt að segja til um tíma- setningar í þessari þróun. Hann sagði viðræður EFTA og EB vera á byrjunarstigi, frekari viðræður ættu eftir að eiga sér stað á næstu mánuðum á ýmsum sviðum. For- setinn sagði engan samning vera án undanþága, en enginn samn- ingur gæti heldur byggt á undan- þágunum einum saman. íslend- ingar og Norðmenn þyrftu und- anþágur varðandi fisk, Svisslend- ingar varðandi fjármálaþjónustu og Austurríkismenn vegna flutn- ingsmála. „En við vitum vel að efnahagslíf íslendinga byggir á fiskveiðum og þetta er mikið vandamál sem verður að taka sér- staklega á," sagði Mitterrand. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, sagði að hann og utanríkisráðherra hefðu skýrt vandlega út fyrir Frakklandsfor- seta, þann árangur sem náðst hefði í viðræðum EFTA-ríkjanna þeirra á milli á undanförnum vik- um og mánuðum og þeirri sam- stöðu sem hefði myndast í þeim viðræðum. Sérstaða fslands hefði verið undirstrikuð, en jafnframt lýst yfir að íslendingar vildu taka þátt í því sem nú væri að gerast í Evrópu. íslendingar gerðu sér grein fyrir að í þeim efnum yrðu þeir að axla nokkra ábyrgð til að ná settuin markmiðum. -Iimp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.