Þjóðviljinn - 08.11.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.11.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Þinz FFSÍ Fiskaö fyrir ÚUendinga Guðjón A. Krístjánsson: Innlendir aðilar kaupa kvótafyrir erlent fjármagn. Koma verður í veg fyrir sölu á óveiddumfiski. Erfiðir kjarasamningarframundan „Viðhorf okkar til fiskvciði- stjórnunar á næstu árum verður að taka mið af þeirri framtíð þar sem komið verður í veg fyrir sölu á óveiddum fiski í sjó á milli ein- staklinga í útgerðarrekstri. Að öðrum kosti mun ekki verða kom- ið í veg fyrir að útlendingar eigi aðgang að fiskimiðum lands- manna með fjármagni sem þess vegna gæti verið eign t.d. jap- ansks stórfyrirtækis," sagði Guðjón A. Kristjánsson forseti Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands. Þessu til viðbótar telur Guðjón A. sig vita til þess að á íslands- miðum séu innlendir aðilar að veiða fisk fyrir útlendinga og það sem meira er að íslendingar séu leppar þeirra og kaupi kvóta fyrir þá til þess eins að flytja aflann út. Til að sporna við þessari þróun samþykkti nýafstaðið Fiskiþing tillögu sem Guðjón A. bar fram þess efnis að slíta beri á þau tengsl sem eru milli veiðiheimilda og fjármagns í núverandi kvóta- kerfi. í ræðu sinni við upphaf 34. þings FFSÍ í gær lagði forseti sam- bandsins þunga áherslu á nauð- syn þess að komið yrði á fót afl- amiðlun sem sjómenn, útgerðar- menn og fiskvinnsla stæðu að sameiginlega. Með því móti yrði vinnslunni ævinlega gefinn kost- Byggingarhappdrœttið Ðregið í gær Dregið var í byggingarhapp- drætti Þjóðviljans í gær og voru vinningsnúmerin innsigluð. Númerin verða birt þegar fullnaðarskil hafa borist frá um- boðsmönnum Þjóðviljans. -Sáf Forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins Guðjón A. Kristjánsson við upphaf 34. þings sambandsins en rétt til setu á þinginu hafa 74 fulltrúar víðs vegar að af landinu. Mynd: Kristinn. ur á að kaupa þann fisk sem ef til vill stæði til að flytja út til sölu á erlendum mörkuðum. Að mati Guðjóns A. er það eitt af for- gangsmálum íslendinga að bæta vegakerfi milli landshluta inn- byrðis svo hægt verði að samnýta þau atvinnutækifæri sem til eru á viðkomandi svæði svo ekki sé minnst á þýðingu þess við fækkun fiskiskipa og minnkandi afla í ein- stökum útgerðarplássum. Þá varaði hann við tilburðum skipafélaganna til þess að setja skipin undir erlenda fána og sagði að þar vera á ferðinni stefna sem vissulega getur verið mjög alvar- leg fyrir Iitla þjóð á eylandi eins og íslendinga. Um áramótin verða kjara- samningar yfirmanna Iausir og í ræðu sinni sagði forseti FFSÍ að það yrði að líkindum ekki auðvelt verk að semja um nýja kjara- samning í ljósi þess að kaupmátt- ur atvinnutekna hefur dregist saman á árinu. Hann gagnrýndi útgerðarmenn fyrir að nýta sér ekki þann sparnað sem felst í því að nota svartolíu í stað gasolíu sem getur numið allt að 200 - 300 miljónum króna á næsta ári. Þá gagnrýndi hann þá fyrirætlan fjármálaráðherra að setja virðis- aukaskatt á málgögn stéttarfé- laga og félagasamtaka. í lok ræðu sinnar vék Guðjón A. að stöðu sjómannskonunnar og sagði að veita ætti henni ein- hvern forgang til dagvistunar barna, til dæmis næst á eftir ein- stæðum foreldrum. _grn Neytendasamtökin Matvæli verði anskatts „Það er skemmst að minnast könnunar sem Verðlagsstofnun stóð f'yrir síðla sumars, þar sem í ljós kom að verðiag á matvælum er iniklu hærra hér en í nágranna- löndum okkar," sagði Jóhannes Gunnarsson formaður Neytend- asamtakanna, en samtökin hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem bent er á að verðlag á ma- tvörum sé það hátt á íslandi að óverjandi sé að hækka það enn meira með skattlagningu. í tilkynningunni segir að Neytendasamtökin telji að mat- vörur eigi að vera án virðisauka- skatts þegar hann verður tekinn upp um áramót. „Við teljum það út í hött nú þegar vaxandi hópur fjölskyldna á erfitt með að láta enda ná sam- an að verið sé að íþyngja heimil- unum í landinu með því að skatt- leggja matvörur," sagði Jóhann- es. í tilkynningunni segir enn- fremur að fallist stjórnvöld ekki á að matvæli séu öll undanþegin virðisaukaskatti, þá verði lægra skattstig á öllum matvælum. „Mótmælt er harðlega þeim hugmyndum að mismuna sam- keppnisvörum hvað varðar virð- isaukaskatt. Fráleitt er að hafa nauta-, svína- og kjúklingakjöt í hærra skattþrepi en lambakjöt og fisk. Slíka neyslustýringu er úti- lokað að fallast á," segir orðrétt í tilkynningunni. -Sáf Leiðrétting í frétt blaðsins um fé - lagsmálaráðuneytið og tillögur stjórnarskrárnefndar varðandi það, var sagt að skrifstofustjórar ráðuneytisins væru fimm að tölu. Þetta virðist eitthvað hafa skolast til hjá heimildarmanni blaðsins en hið rétta er að félagsmálaráðu- neytið hefur aðeins einn skrif- stofustjóra. Þá vildi Húnbogi Þorsteinsson hjá félags. málaráðuneytinu láta það koma fram að villandi sé að tala um 8 deildarstjóra hjá ráðuneyt- inu. Sumir þeirra séu deildarsér- fræðingar, en titlar þessir séu meira afsprengi Iaunabaráttu en að menn fari með mannaforráð yfir deildum. -hmp Viðar Gunn- arsson Selma Guö- mundsdóttir Viðar og Selma á Stykkisholmi Viðar Gunnarsson bassasöngvari. og Selma Guðmundsdóttir pí- anóleikari halda tónleika i kvöld á Stykkishólmi. Á efnisskrá eru íslensk einsöngslög eftir Árna Thorsteinsson, Sigvalda Kalda- lóns, Eyþór Stefánsson, Karl O. Runólfsson og aríur úr óperum eftir Mozart, Verdi og Rossini. í naesta mánuði fer Viðar til Vínar- borgar að syngja hlutverk Sarast- ros í Töfraflautunni eftir Mozart við Kammeróperuna. Byggingarannsóknir á íslandi Hákon Ólafsson verkfræðingur mun halda fyrirlestur í Tækni- skóla íslands á Höfðabakka 9 um byggingarannsóknir hér á landi í dag kl. 17.15. Hákon er forstjóri Rannsóknastofnunar byggingar- iðnaðarins. Hann ætlar að ræða um þróun byggingarannsókna hér á landi, árangursrík rannsóknarverkefni, svo og ráð- gjöf og þjónustu stofnunarinnar. .Sérstaklega verður rakin þróun í steypugerð og fjallað um viðhald og viðgerðir húsa. Þetta er fjórði fyrirlesturinn í flokki fyrirlestra sem efnt er til í Tækniskólanum nú á haustmisseri vegna 25 ára afmælis skólans. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Málþing um fiskveiðistjórnun Sjávarútvegsstofnun Háskólans stendur fyrir málþingi og ráð- stefnu um fiskveiðistjórnun. Málþingið verður í Norræna hús- inu á morgun fimmtudaginn 9. nóvember og hefst kl. 13. Ráð- stefnan verður á sama stað mánu- daginn 13. nóvember og hefst kl. 14. Á málþinginu verða stutt er- indi og eru fyrirlesarar 15 talsinS. Einnig kynna þátttakendur hug- myndir sínar á sérstökum vegg- spjöldum sem verða til sýnis á málþinginu og ráðstefnunni. Þrír háskólamenn flytja erindi á ráð- stefnunni, þeir Gísli Pálsson, Rögnvaldur Hannesson og Þor- kell Helgason en ráðstefnustjóri verður Davíð Ólafsson fyrrum seðlabankastjóri. Að erindum loknum verða pallborðsumræður og verður Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra meðal þátt- takenda. Nýtt skipulag hjá Kaupstað og Miklagarði Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á skipulagi Kaupstaðar/ Miklagarðs. Helstu breytingar felast í skýrari verkskiptingu og breyttri verka- og ábyrgðaskipt- ingu milli innkaupa- og söluaðila og er tilgangurinn sá að tengja Eftirprentun af Fremra Hálsi Eftirprentanir hafa verið gerðar af málverki Kristjáns Fr. Guðmunds- sonar af bænum Fremra Hálsi íKjós, en Kristján er ættaður þaðan. Ættleggurinn frá Fremra Hálsi er mjög stór og hefur verið gefin út ættartala hans. Myndirnar eru til sölu í Innrömmun Sigurjónsí Ármúla 22. betur þessi svið. Gísli Blöndal var ráðinn markaðsstjóri til fyrirtæk- isins sem á að annast stefnumark- andi áætlanagerð varðandi sölu- hvetjandi aðgerðir, þróun fyrir- tækisímyndar, þjónustumótun ásamt stjórnun auglýsingamála og almenningstengslum. Starfs- mannastjóri mun svo sjá um starfsmannamál, ráðningu starfs- fólks, launamál, túlkun kjara- samninga, námskeiðahald og starfsmannatengsl. Fjármála- stjóri hefur yfirumsjón með gerð fjárhags- og rekstraráætlana og ber ábyrgð á fjárhagsbókhaldi, skrifstofuhaldi og hagtölugerð. Hann annast einnig eignavörslu og tölvumál. Forstöðumaður sér- vörusviðs ber ábyrgð á inn- kaupum og sölu í sérvöru- deildum, gerð viðskiptasamn- inga, vöruvali og veltuhraða. Forstöðumaður matvörusvið ber hinsvegar ábyrgð á innkaupum og sölu í matvörudeildum auk þess sem hann ber ábyrgð á vöru- listum, verðlagningu og veltu- hraða. Verslanir Kaupstaðar/ Miklagarðs eru Mikligarður við Sund, Mikligarður vestur í bæ, Mikligarður Engihjalla Kópa- vogi, Mikligarður Miðvangi Hafnarfirði, Kaupstaður í Mjódd og Kaupstaður Eddufelli, efra Breiðholti. Gunnar Helgi forstjóri Landsbréfa hf Gunnar Helgi Hálfdánarson hef- ur verið ráðinn forstjóri hins nýja verðbréfafyrirtækis Landsbanka íslands, Landsbréfa hf. Gunnar Helgi er rekstrarhagfræðingur að mennt, hefur um 9 ára skeið verið framkvæmdastjóri Fjárfestingar- félags íslands og starfaði þar áður sem forstöðumaður verðbréfa - markaðar félagsins. Starfsemi Landsbréfa verður fyrst í stað til húsa að Suðurlandsbraut 24. Aftur í í gamla horfið Fyrirkomulag forkeppni söngva- keppni sjónvarpsstöðva fyrir árið 1990 verður fært aftur í gamla horfið þegar allir áttu þess kost að keppa um að senda lag í keppnina, enda mæltist illa fyrir sá háttur sem hafður var á seinast, að fáeinir útvaldir voru látnir keppa um útnefningu. Undankeppnin fer fram í janúar og febrúar á næsta ári og gefst mönnum færi á að sehda lag eða lög í keppnina fram til 15. des- ember nk. Lögin verða að vera ný af náíinni, mega ekki hafa komið út á nótum, hljómplötum, snæld- um né myndböndum né heldur hafa borið fyrir eyru almennings í útvarpi eða sjónvarpi. Tónsmíð- unum skal skila, ýmist rituðum eða fluttum á snældu, merktum dulnefni, ásamt rituðum texta. Rétt nafn höfunda, heimilisfang og símanúmer skal fylgja í luktu umslagi merktu sama dulnefni. Söngvakeppnin sjálf fer svo fram í Júgóslavíu 5. maí. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 8. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.