Þjóðviljinn - 08.11.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.11.1989, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Hægri og vfnstri í Evrópu Menn hafa á liðnum árum talað margt um að hægrivindar blésu um Evrópu. Ekki bara vegna þess að Kristilegirdemó- kratar hafa nú lengi setið við völd í Vestur-Þýskalandi og Margaret Thatcher í Bretlandi. Heldur og vegna þess að vinstriflokkar við völd hafa fært sig langt til hægri, eða að minnsta kosti inn á miðjuna. Er þá gjarna vitnað til Sósíal- istaflokksins franska, en þegar valdaskeið hans í samstarfi við kommúnista hófst hafði hann enn ofarlega á dagskrá þjóðnýtingar ýmissa stórfyrirtækja og fleira það sem nú er löngu komið af dagskrá hjá Mitterrand og hans mönnum. Nýafstaðnar kosningar í tveim löndum í sunnanverðri Evr- ópu: segja þær nokkuð um vinstri- eða hægrivinda í Evrópu nú um stundir? Ósköp lítið. í Grikklandi hefur hægriflokkur- inn stóri, Nýi lýðræðisflokkurinn, verið í sókn - en honum tókst ekki að ná til sín þeim meirihluta sem sósíalistaflokkur- inn PASOK hafði áður. Og sú fylgisaukning er, rétt eins og fylgisaukning kommúnista og bandamanna þeirra í kosning- um fyrr á árinu, í frekar losaralegum tengslum við átök um hægristefnu eðavinstristefnu, heldurhafa þessirflokkar sótt nokkuð í sig veðrið vegna yfirþyrmandi hneykslismála sem háttsettir menn í PASOK, flokki Andreasar Papandreú, eru| við riðnir. Það er svo eitt af undrum grískra stjórnmála, að þau hneyksli skuli ekki hafa meiri áhrif en svo, að PASOK fékk nú á dögunum nokkuð meira fylgi en flokkurinn náði þegar síðast var kosið í landinu í júní leið. Það er heldur meiri von til að hægt sé að draga einhverja lærdóma af úrslitum þingkosninganna á Spáni sem haldnar voru viku fyrr en þær grísku. Þar gerðist það, að PSOE, Sósíalistaflokkurinn, hélt velli og fær meirihluta á þingi í þriðja skipti í röð. Má það heita vel af sér vikið hjá Gonzalez forsætisráðherra. Ekki er þó allt sem sýnist. Flokkurinn hef- ur í tvennum kosningum tapað samtals um tveim miljónum atkvæða og 26 þingsætum (spænsk kosningalög umbuna reyndar sérstaklega stærri flokkum en refsa hinum smærri). Meirihluti flokksins á þingi hangir á bláþræði. Þetta rekja fréttaskýrendur ekki síst til þess, að vinstri- sinnað fólk vilji refsa PSOE fyrir þá hægrisveiflu sem flokk- urinn hefur fylgt. Margir í þeim röðum sætta sig ekki við opinskátt daður PSOE við efnahagsstefnu sem ber einna helst svip af Margaret Thatcher með því að greiða sem mest götu einkafjármagnsins og hagsmuna þess. Meðan van- rækt eru félagsleg vandamál, sem koma m.a. fram í atvinnu- leysi tveggja miljóna manna, bágbornu heilbrigðiskerfi og- miklum húsnæðisvandræðum. Þessi óánægja kemur svo fram í því, að vinstriblökkin Izquierda Unida, sem kommún- istar veita forystu, vann drjúgan sigur, bætti við sig miljón atkvæðum og meir en tvöfaldaði þingstyrk sinn. Gonzalez hefur fengið sterka viðvörun frá vinstri, sem er í beinu fram- haldi af því, að í fyrra sagði verklýðssamband sósíalista, UGT, flokknum upp hollustu og efndi til meiriháttar verkfalls um allan Spán í samvinnu við verkamannanefndir kommún- ista. En sem fyrr segir: kosningarnar hefa ekki tilefni til að segja mikið um vinstrisveiflu eða hægrisveiflu í evrópskum stjórnmálum. Ekki heldur nýlegar fréttir af vaxandi óvin- sældum frú Thatcher á Bretlandi. Evrópa sýnist fyrst og 'síðast ráðvillt í stjórnmálum: víða gætir í senn þreytu með hægrisveiflu um leið og menn hafa ekki fengið trú á vinstriúr- i'æðum. Hræringar miklar í Austur-Evrópu vekja ánægju og forvitni en auka um leið á þá óvissu sem þegnar Vestur- Evrópu eru haldnir nú, þegar að því líður að Evrópubanda- lagið gerir sig líklegt til að leggja niður þá Evrópu sjálfstæðra þjóðríkja sem við höfum þekkt til þessa. KLIPPT OG SKORIÐ Einu fréttamyndirnar á baksíðum DV og Alþýðublaðsins í gær. Telja blöðin það mikilvægan gæðastimpil að sanna hverjir lesa þau? Guðrún í eltiljósinu „Guðrúnarmálið" virðist bera einna hæst í þjóðmálaumræðunni þessa dagana. Að minnsta kosti hefur Dagfari í DV alveg stað- næmst við fréttirnar um fyrirfram- greiðslu launa til forseta sam- einaðs þings og hefur nú tvo daga í röð birt nær sama þáttinn um „kjólakaup“, fatasmekk Alþýðu- bandalagsmanna og brennivíns- kaupamál. Lesendur bregðast hart við og fylla í gær nær alla lesendadálka DV, rúma blað- síðu, með vandlætingum um Guðrúnu Helgadóttur. Ekki er heldur annað að sjá en þyrlað skuli nú upp moldviðrum til frambúðar út af þessum „klaufaskap“, eins og Guðrún nefnir sjálf þann drátt sem varð á því að hún endurgreiddi lánið. Þetta vekur upp hugleiðingar um þá öru þróun sem orðið hefur í birtingu frétta hérlendis. Nú verður helst að slíta ríkisstjórn- um í beinum útsendingum, setja hæstaréttardómarana af í kvöld- fréttum útvarps sama daginn og þeim eru bornar sakir á hendur og svo framvegis. Ætli það sé til- viljun að sami dagurinn og á- kveðinn er fyrir beina útsendirigu í sjónvarpi um siðferði stjórnmála- manna sé líka af einhverra hálfu talinn rétti dagurinn fyrir upplýs- ingagjöf um fyrirframgreiðslu launa til Guðrúnar Helgadóttur, forseta sameinaðs þings? Þetta minnir á stóru stundirnar í lífi Bandaríkjaforseta, eins og þegar hann kemur frá útlöndum og þyrlan er látin ienda við Hvíta húsið í aðalfréttatíma sjónvarps- stöðvanna. „Flokkurinn þarf að klofna“ Um Alþýðubandalagið segir Úlfar Þormóðsson í viðtali við nýjasta tölublað Mannlífs: „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að flokkurinn þurfi að klofna og muni klofna". Tímaritið birtir viðtal við Úlfar í tilefni af því að Frjálst framtak hf. gefur nú út ritverkið „Útgangan - bréf til þjóðar“, sem „að hluta felur í sér uppgjör hans við Alþýðubanda- lagið og í>jóðviljann.“ Rétt er að minna á að Frjálst framtak hf. gefur einnig út tímaritið Mannlíf og teflir nú fram sjálfum aðalrit- stjóra allra blaða fyrirtækisins, Steinari J. Lúðvíkssyni, í hlut- verki blaðamannsins í viðtalinu. Úlfari er sagt mikið niðri fyrir í þessari áttundu bók sinni og að nú muni gusta um hans eins og venjulega. Mannlíf birtir kafla úr umsögnum Úlfars um samferða- mennina Ólaf Ragnar Grímsson, Össur Skarphéðinsson og Mörð Árnason. Stendur strókurinn aft- an úr Úlfari í palladómum þess- um og fá þeir mun verri útreið en Axlar-Björn, forfaðir Úlfars, sem hann ritaði bók um í fyrra. Viðurkennir höfundur að vísu í viðtalinu að hann sé „blindur á öðru auganu en rangeygður á hinu“. Bókin „Útgangan“ endar svo í skáldskaparformi á því að söguhetjan „klofnar í tvennt, gengur út úr sjálfum sér“. Áhugamenn um sögu Þjóðvilj- ans geta því flett upp í tveim handbókum um efnið á næstunni, því í væntanlegri ævisögu Guð- mundar J. Guðmundssonar, sem Ómar Valdimarsson hefur skráð, er talsvert vikið að samskiptum verkalýðsforingjans við blaðið. Listasafn Sigurjóns og bókmenntirnar Það var troðfullt hús og margir urðu að standa þegar lesið var úr nýjum og óbirtum verkum nokk- urra rithöfunda í Laugarnesinu sl. sunnudag. Thor Vilhjálmsson, Pétur Gunnarsson og Vigdís Grímsdóttur leyfðu þakklátum áheyrendum að fá nasasjón af því hvert stefnir. Thor er kominn út í reyfara öðrum þræði, þar gengur á með kjaftshöggum í erlendum hafnarknæpum, menn fljúgandi út um rúður eins og í bíómyndum milli þess sem þeir sulla í baði með ástmeyjum sínum. Það er annars merkilegt hve Birgittu Spur tekst að rækta upp Laugarnesið með þessari starf- semi safnsins og maður horfir til enn glæstari framtíðar, því list- amiðstöðvar kvikna einmitt á þennan hátt. Hallgerður lang- brók er að sögn jarðsett þarna í nesinu og hlustar þá með vel- þóknun á framhald skáldskapar- listar í landinu ef að líkum lætur. Mæddur Markús Nýr sérfræðingur um landbún- aðarmál hefur haslað sér völl innan Sjálfstæðisflokksins, Markús Möller hagfræðingur, hinn ágætasti kappi að vallarsýn og stokkfullur af fróðleik. Meðal annars varaði hann í grein í Tím- anum í vor hagfræðing Stéttar- sambands bænda við að aka um á mykjudreifara. Slíkum tækjum hafa aðrir en Markús hins vegar aldrei séð ekið, heldur eru þau dregin aftan í dráttarvélum og ekki enn fundist hjá hérlendum umboðum drulludreifarar með Markúsarlaginu. Markús ritaði fyrr á árinu grein í tímaritið Stefni að beiðni áhrifa- manna innan Sjálfstæðisflokks- ins, hugleiðingar um hagræðing- ar í landbúnaði og hugsanlegan sparnað af innflutningi. Þrátt fyrir alla fyrirvara Markúsar og yfirlýsingar hans um lauslegar forsendur, hafa talsmenn inn- flutnings á búvörum óspart hag- nýtt sér greinina til rökstuðnings. Markús er nýliði í átökum af þessu tagi og varð býsna hvumsa og sár yfir því að talsmenn hefð- bundins landbúnaðar skyldu harma þá misnotkun á grein hans. í Tímanum í gær tekur Markús Möller á kné sér fyrrverandi for- mann Stéttarsambands bænda og framkvæmdastjóra Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins, Gunnar Guðbjartsson á Hjarðarfelli og ásakar hann um „skæting og al- geran skort á mannasiðum" vegna þess að Gunnar hafði leyft sér að skopast ögn að vanþekk- ingu og frumhlaupum hagfræð- ingsins í Tímanum fyrir nokkru. Markús sér bjarma af nýjum tíma í landbúnaðarmálum og upphafsneistann er að hans sögn að finna í stórgóðri landsfundar- samþykkt Sjálfstæðisflokksins. Misminnir okkur þá að það hafi verið eftir sama Markúsi í Mogg- anum haft að loknum landsfundi að hann hafi verið ofurliði borinn þar í landbúnaðarmálum? Hverj- ar skyldu þær skoðanir hafa verið sem kaffærðar voru? Olafur Ragnar gæðastimpillinn? Það er óskadraumur allra framleiðenda að geta státað af því að merkilegt fólk með góðan smekk noti vörur þeirra. Merk- ingar á umbúðum eins og „Lever- andör til det Kongelige Danske Hof“ gera þó ekki sama gagn og ljósmyndir. t.d. myndir af kapp- akstursmönnum með tiltekna tegund af armbandsúri eða leik- konu með uppáhaldsvindlinginn sinn milli fingra. Ritstjórar DV og Alþýðublaðsins duttu í þenn- an lukkupott á alþingi í fyrradag og birta árangurinn sem einu fréttamyndirnar á baksíðum blaða sinna í gær. Þar montar DV sig af því að fjármálaráðherra, formaður Alþýðubandalagsins, Ólafur Ragnar Grímsson geti „gluggað í eitthvað fróðlegt“ í helgarblaði DV, en Alþýðublað- ið segir að Ólafur lesi „gaumgæfi- lega og af mikilli innlifun grein í Alþýðublaðinu“. ÓHT þJÓÐVILJINN Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími: 681333 Kvöldsími: 681348 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáf ufélag Þjóöviljans. / Framkvœmdastjórl: Hallur Páll Jónssön. Rltatjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Tbrfason. Fréttastjóri: SiguröurÁ. Friöþjófssoir Aörir blaöamenn: Dagur Þorleifsson, ElíasMar (pr.).Guömundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétu/sson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smarúljósm.), Kristinn Ingyarsson (Ijósm.), LiljaGunnarsdóttir, Ólafur Gíslason.Þorfinnurömarsson (íþr.).ÞrösturHaraldsson. I Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsoóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Krlstín Pétursdóttir. Auglý8ingastjórl: Olga Clausen. Augiýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgrelðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhelmtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiösla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Símfax: 68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áskriftarverðámánuði: 1000kr. 4 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN1 Mlðvikudagur 8. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.