Þjóðviljinn - 08.11.1989, Side 5

Þjóðviljinn - 08.11.1989, Side 5
Iðunn Steinsdóttir. Drekasaga. Myndir eftir Búa Kristjánsson. AB 1989. Þetta ævintýri gerist í Blikabæ, sem gæti verið venjulegt íslenskt sjávarpláss, ef það stæði ekki undir ótrúlega háu Furðufjalli. í fjallinu býr dreki ferlegur og manneskjur hafa horfið úr pláss- inu. Hlýtur ekki drekaskrattinn að hafa rænt þeim? Nei - drekinn er reyndar eins og hver annar ljúfur einstæðingur sem vill helst BÆKUR Ekki er allt leika sér við börnin í plássinu, en þau eru hrædd við hann og full- orðnir vilja helst skjóta hann eða stinga honum í tugthús. Þetta bjargast þó allt þegar Anna litla kemst að hinu sanna um gott innræti drekans og verður skrímslið hvers manns hugljúfi. Fyrsti lærdómur: sýnið skilning þeim sem eru öðruvísi. En einhver hlýtur að vera vondur í ævintýri. Hann heitir reyndar Glæsir og á heima í kast- ala allraefst í Furðufjalli og hefur stolið fólki og sjálfri dagsbirt- unni. Allt í tómri eigingirni og fólsku, og er Glæsir þó manna fríðastur sýnum. En börnunum í plássinu tekst vitanlega að skakka þann leik með aðstoð drekans. Annar lærdómur: Ekki er allt sem sýnist: sá sem er forljótur er Flug og bfll - Luxemborg Bókaforlagið Matur og menn- ing hefur gefið út bókina Flug og bfll - Luxemborg, eftir Sigmar B. Hauksson og Helgu Thorberg. í aðfaraorðum að bókinni segir m.a. að á síðustu áratugum hafi Endur- minningar Stefáns Jónssonar Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Lífsgleði á tré- fæti með byssu og stöng eftir Stef- án Jónsson rithöfund. Fyrir tveimur árum sendi hann frá sér æskuminningar sínar, Að breyta fjalli, sem hlaut afbragðs við- tökur. í þessari nýju bók segir hann sögu ástríðunnar að veiða. Stefán kveðst hafa vitað það allar götur frá barnæsku að honum var ætlað að veiða. Ævilangt hefur hann skoðað umhverfi sitt augum veiðimanns með öllu kviku og kyrru - í öllu starfi sínu hefur hann athugað viðfangsefnin af sjónarhóli veiðimannsins og glímt við þau með aðferðum hans. í kynningu Forlagsins segir m.a.: „Bókin um lífsgleði á tré- fæti er margslungin saga - full af mannviti, hjartahlýju og óborg- anlegum húmor. Öðrum þræði er þetta hálfrar aldar lýsing ástríð- unnar að veiða, sem er réttlæting þess að lifa - þrátt fyrir allt. En utan um þá sögu lykst önnur saga af sálarháska unglings sem svipti hann lífsgleðinni um árabil, uns hann fann hana aftur.” Lífsgleði á tréfæti með byssu og stöng er 208 bls. Ámi Elfar myndskreytti bókina. orðið algjör bylting í samgöngu- málum þjóðarinnar og því breytist ferðavenjur íslendinga stöðugt. Núorðið sé hægt að fljúga nær daglega til Lúxem- borgar og leigja þar bfla á mjög hagstæðu verði. Lúxemborg hefur verið kölluð „hið græna hjarta Evrópu" og eru það orð að sönnu því frá Lúx- emborg er „stutt í allar áttir". Síðan segir að bækur sem auðveldi mönnum ferðalög um hin ýmsu lönd Evrópu hafi verið fáanlegar á öðrum tungum en ekki á tungu feðranna fyrr en nú. „Hér er valin sú leið að spanna stórt svæði frekar en skrifa ítar- lega um minni landsvæði. Fólk hefur þannig fleiri möguleika enda þótt ekki sé hægt að gera þessum löndum eða landsvæðum nein tæmandi skil. Þannig ætti fólk að finna sól og sumar, sveita- bæi og lítil þorp, stórborgir, fjall- vegi, miðaldabæi að ógleymdum Sjóferðin mikla - ný bamabók Bókaútgáfan Lífsmark hefur sent frá sér barnabókina „Sjó- ferðin mikla” eftir Guðmund Björgvinsson. Bókin segir frá ævintýralegri siglingu fimm ára stúlku í bleikri tunnu um heimshöfin. Hún kemst í náin kynni við fjölmörg sjávardýr á leið sinni, borðar t.d. rækju, leikur á hákarl o.s.frv. Að lokum skolar henni á land í Afríku þar sem hún hittir fyrir flesta þá sem hún hefur hvað mestar mætur á, Línu langsokk, Mikka mús, Ein- ar Áskel og fleiri. Þetta er fyrsta barnabók höf- undar en hann hefur áður gefið út nokkrar skáldsögur, matreiðslu- bók og smáskáldsögu. Allar myndirnar í bókinni eru eftir höfund. Myndskreytt ævintýri eftir átta ára stúlku Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér ævintýrið Feiti strák- urinn eftir Sól Hrafnsdóttur. Söguna hefur hún sjálf mynd- skreytt. Sól stundar nú nám í 2. bekk Melaskólans, en söguna samdi hún í fyrra þegar hún var 7 ára og er þetta ein af mörgum merkum listasöfnum og forn- minjum." I bókinni er sagt frá merkum stöðum, þjónustu við ferða- menn, hvað hægt er að gera sér til skemmtunar í Lúxemborg, Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu. -Sáf sögum sem hún hefur samið og myndskreytt. Svo mikið er víst að Sól mun vera yngsti rithöfundur á íslandi sem sendir frá sér bók á þessu ári. Eins og heiti sögunnar ber með sér, segir hún frá stórum og feit- um strák sem átti litla mömmu og lítinn pabba. Strákurinn var sí- svangur og alltaf þurfti mamma hans að vera að búa til mat. Á meðan mamma hans var að búa til matinn, varð strákurinn alltaf svengri og svengri - alveg þangað til hann varð svo svangur að hann.... Nei, nú segjum við ekki meira, en svo mikið er víst að Feiti strákurinn er ekkert venju- legt ævintýri. Ný Ijóðabók eftir Birgi Svan Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér ljóðabókina Á falla- skiptum eftir Birgi Svan Símonarson. Hún hefur að sem sýmst góður ( drekinn). Sá sem er fal- legur er vondur (Glæsir). Allt er það í góðu lagi. Og Ið- unn Steinsdóttir hefur margt ann- að til brunns að bera en elskuleg viðhorf til málanna, hún er lipur sögukona, fléttar laglega, kemur hér og þar fyrir notalegri gaman- semi sem einkum snýst um það hvernig tengja má saman ævin- týragóssið og einhvern „venju- legan“ krakkaheim. f sama dúr eru og litríkar myndir Búa Krist- jánssonar. Það sem helst skal að þessari sögu fundið er algengur kvilli í nýsmíðarævintýrum, en hann er blátt áfram sá að það er eins og vanti lífsháskann í sögu- vefinn. Ekki svo að skilja að ver- ið sé að biðja um æsilega grimmd við unga lesendur, en hinn frægi sigur hins góða má heldur ekki vera of skjótur, auðveldur og fyrirsjáanlegur. ÁB Fransí biskví Saga frönsku íslandssjómannanna eftir Elínu Pálmadóttir Elín Pálmadóttir, einn reyndasti blaðamaður Morgun- blaðsins, hefur um 9 ára skeið aflað sér mikilla gagna um sjó- sókn Frakka á Islandsmiðum allt frá 17. öld, en hámark þeirra náði fram á þá tuttugustu. Almenna bókafélagið gefur nú út rúmlega 300 bls. ritverk hennar um efnið, Fransí biskví, í 9 köflum, hlaðið nýjum upplýsingum og áður óbirtum myndum. Margt kemur á óvart í niður- stöðum Elínar, t.d. fjöldi skip- anna. Um 6000 franskir sjómenn voru hér við land á vetrarvertíð og fram á sumar, þegar mest var. A þessum 300 árum er talið að alls hafi 4000 þeirra látið hér lífið. Elín segir sögu sem ekki hefur áður verið rakin og sýnir m.a. fram á hvernig franskir rithöf- undar og baráttumenn fyrir vel- ferðarmálum beindu athygli frönsku þjóðarinnar að harðræði því sem íslandssjómennirnir bjuggu við. Það varð síðan til þess að hérlendis reis almenn heilsugæsla og sjúkrahús voru byggð að frumkvæði erlendra að- ila. I kjölfar franska flotans héldu svo franskir prestar til landsins, komu hér upp kaþólsku trúboði og keyptu m.a. Landakotsjörð- Elín Pálmadóttir ryður nýjar brautir með bókinni um frönsku íslandssjómennina. ina í Reykjavík. Hins vegar telur Elín sig geta sýnt fram á að blóðb- löndun við Frakkana hafi verið lítil sem engin, enda komu þeir nær aldrei í land. Það er einnig fróðlegt að lesa að íbúar 4 borga í Frakklandi hafi um skeið haft lífsviðurværi sitt af íslenska fiskinum. Ekki síður það sem Elín bendir á, að „jafnvel íslandssagan hafi fengið skekkjur vegna ókunnugleika á aðstæðum þessa fólks“. ÓHT e i t' 0 0 *> e » »í> *> t> ft» » t> «>t> e » éí> *MH> iHK' 0 *Hf ♦>» <hh> e <*> <mh> e »<u> *> <> e <>«<> § 9<M>%<>« MWÍH *■<>>' •' ..... “ “ “ 0e#§»'í5*>*®Í>JÍ%í> íh> »«<>«i €•*><>«« «<><> / ll i IHH'iXHHH) j<HXH> i>#t\?*><; _7<H>ii>ee ■*>.»<> <H> -<><>*: ■00« l £ lor I ÍHX »t>V V v v ■ ■■ « <> *HH> 0 *> §<> *>000 000 00 0 0 *> 0 0 *> i ■00 0« o 0 *> 0 *> t'« 0 0 *> 0 *> i' 0 000000« ■§«*>*>§*>000000000 000« 00006« 0 *> i *> 0 *>*>*> t> 0 *MH> *HH> 00 <>*> 00 *> *> < ■ *>*>*> 0« *>*> i <> *><>«> *>«' *> *> <>*> *>«>*>*> §<>« ■ 00 *>*> *}§ 0 itx><} *H.'i *} 0 *>«> *HH>i*H' * ■ o t; o <>*>«*> <> *><>«>*>« o <><>«>*> *><> o <> «> <> * H>ÍH> *>*)«<>«> *><>*> C000000000006* liitsssamsfwtisft iiiiiiiiiwlfciiiii ioooooeooocoooocoeoc *}«<>«<>< <000 *)««< >00 *>000000000000000000000« JOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO* uwuu>oooi>ooooooooeoooooo«« geyma úrval ljóða úr átta Ijóða- bókum skáldsins sem út komu á árunum 1975-1988. Birgir Svan hefur fyrir löngu vakið drjúga athygli fyrir skorin- orð og listfeng ljóð sín - allt frá því hann tók þátt í starfi Lista- skáldanna vondu sem héldu margfrægar bókmenntakynning- ar á sínum tíma. IÖGF&4ÍÖÍKANDBÖK FYRfR MN&9M& 4AFNT lAS&A S&'A iBKA í kynningu Forlagsins segir m.a.: „Birgir Svan yrkir um veru- leika hvunndagsins án þess þó að kveða sig í sátt við han. Ljóð hans eru ögrun við hið blinda brauð- strit, tilfinningasnauð samskipti, ástleysi og lífsdoða. Hann bregð- ur á leik með vanabundið orð- færi, ögrar merkingarleysum málsins á ærslafullan hátt.” Lögfræðihandbók fyriralmenning Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur endurútgefið uppsláttarrit- ið Lögbókin þín, eftir Björn Þ. Guðmundsson, prófessor, sem fyrst kom út árið 1973. Auk hans vann að endurskoðun ritsins Stef- án Már Stefánsson, prófessor. Lögbókin þín er lögfræðihand- bók fyrir almenning. í bókinni, sem er nær 600 blaðsíður, eru 1500 uppflettiorð og um 1100 til- vísunarorð. Efni bókarinnar er skipað í stafrófsröð til þess að auðvelda notkun hennar. Auk þess eru í henni aðgengileg yfirlit um rétindi sem menn öðlast á hinum ýmsu aldursskeiðum og um helstu refsingar við afbrotum samkvæmt hegningarlögum. Lögbókin þín spannar öll svið íslensks réttar. Dregin eru fram aðalatriði íslenskrar löggjafar á þann hátt, að almenningi verða not af og auðvelt er að skilja, en jafnframt vitnað til viðkomandi lagaákvæða og lögfræðirita þeim til þægindaauka, sem nánar vilja að gæta. Mi&vikudagur 8. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.