Þjóðviljinn - 08.11.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.11.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR A ustur-Þýskaland Stjómin segir af sér Valdhafar gagnrýndir afþingnefnd og háskólamönnum. Volkskammer kýs nýja ríkisstjórn Austurþýska stjórnin sagði af sér í gaer. í stuttorðri tilkynn- ingu um þetta segir að VVilli Stoph, forsætisráðherra, hafi ákveðið að segja af sér ásamt öllum öðrum ráðherrum til að gefa þinginu, Volkskammer, færi á að kjósa nýja stjórn. Er það hlutverk þingsins, stjórnarskrá samkvæmt. Tilkynning þessi kom allmjög á óvart og er talin Ijós vottur um mikla og vxandi ólgu í ríkisflokki og ríkiskerfi. Ríkisstjórnin hefur að vísu tak- mörkuð völd, þar eð þau eru einkum í höndum stjórnmálaráðs og miðnefndar kommúnista- flokksins. Eigi að síður hefur stjórnin talsverð ráð um daglega stjórn ríkisins og mikla táknræna þýðingu, þannig að afsögn henn- ar allrar þykir tíðindum sæta. Andstaða mótmælafólksins á götunni er nú greinilega farin að hafa umtalsverð áhrif á þinginu, því að fyrr í gær vísaði stjórnarskrár- og laganefnd þess á bug tillögu stjórnarinnar um að draga úr hömlum á ferðalögum úr landi. Telur nefndin tillöguna ekki ganga nógu langt og krefst þess að fólk fái að ferðast utan án vegabréfsáritunar og að því leyfist að dveljast utanlands svo lengi sem það vilji. Nefndin krefst þess ennfremur að Volkskammer komi tafarlaust saman til að ræða vandræðin í stjórnmálum landsins. - Berliner Zeitung, blað á vegum kommún- istaflokksins, gagnrýndi í gær til- löguna um að draga úr hömlum á ferðum úr landi sem ófull- nægjandi ráðstöfun og enn lengra gekk hópur háskólamanna í Potsdamakademíunni, sem sögð er hafa mikil áhrif. í opnu bréfi til miðnefndar kommúnist- aflokksins segja þeir að flokkur- inn megi sjálfum sér um kenna, hvernig ástandið sé orðið, því að hann hafi á liðnum árum alltaf brugðist við hófsamri gagnrýni af hroka sem borið hafi fáfræði vitni. Krefjast háskólamennirnir þess að fyrir árslok sé haldið sér- þing flokksins til að gera á honum gagngerar breytingar. Líklegt má telja að gagnrýnin frá stjórnar- skrárnefnd og Potsdamakademí- unni hafi ráðið úrslitum um það að stjórnin sagði af sér. Stjómmálaráð flokksins, valdamesta stofnun hans og þar með ríkisins, kemur saman í dag og er búist við að þá segi af sér störfum í ráðinu einir fimm rosknir fulltrúar, allir í íhalds- sarr.ara lagi. Mótmæla- og kröfu- fundir halda áfram á götum borga og sama er að segja um fólks- strauminn til Vestur-Þýskalands. Yfir 31,000 Austur-Þjóðverjar hafa flúið þangað yfir Tékkósló- vakíu síðan á föstudag og tala þeirra, sem flust hafa eða flúið það sem af er árinu, er komin upp í 194,000. Reuter/-dþ. Egon Krenz, hinn nýi aðalvald- hafi Austur-Þýskalands - hann er greinilega þeirrar skoðunar að það sé þó alltaf búningsbót að bera sig karlmannlega. 7. nóv.-hátíðahöld Atök í Kisjinjev Hersýningum ogfundum aflýst í Georgíu og Armeníu Sovétríkin Oháð hátíðarganga í Moskvu Súfyrstasíðaná3. áratug. Krafistfjölflokkakerfis. Gorbatsjovheitir að halda áfram á sömu braut en segir damóklessverð hanga yfir Sovétríkjunum Róttækir Sovétmenn stofnuðu til sérstakrar göngu um mið- borg Moskvu í gær í tilefni 72 ára afmælis byltingar bolsévíka í Petrógrad, upphafs Sovétrfly- aniia. Þátttakendur í göngunni voru um 10,000 talsins að sögn fréttamanns Reuters og af ýmsum stéttum og þjóðfélagshópum. Er þetta í fyrsta sinn frá því á 3. ára- tugnum sem haldið er upp á 7. nóv., helsta opinbera hátíðisdag Sovétríkjanna, með göngu og fundi sem valdhafar standa ekki fyrir. I göngu þeirra róttæku fóru fremstir þrír æðstaráðsþingmenn frá Moskvu, Telman Gdljan, Júr- íj Andrejev og Arkadíj Mura- sjov. Göngumenn kröfðust m.a. afnáms einokunar kommúnista- flokksins í stjórnmálum og fjöl- flokkakerfis. Einn talsmaður göngumanna kvað daginn sögu- legan og fyrir aðeins ári hefði engum dottið í hug að svona nokkuð ætti eftir að eiga sér stað. Á Rauða torginu fóru fram að vanda hátíðahöld á vegum hins opinbera og stóð Gorbatsjov forseti sem fyrri leiðtogar á graf- hýsi Leníns og tók kveðjum fólksins. Næstur honum stóð Níkolaj Ryzjkov, forsætisráð- herra. Hefðbundin hersýning var miklu fyrirferðarminni en vaninn hefur verið og í henni einkum varnarvopn, efalaust til að leggja áherslu á stefnu Gorbatsjovs um afvopnun og friðsamleg sam- skipti við Vesturlönd. Fólk sem gekk tugþúsundum saman í fyik- ingu yfir torgið að hersýningu lokinni lýsti stuðningi við glas- nost, lýðræði og perestrojku. Sumir mannanna á götunni létu í ljós að lítil ástæða væri til hátíðahalda, meðan vöruskortur- inn væri eins og hann væri orðinn. Sjónvarpsviðtal var haft við Gor- batsjov á pallinum á grafhýsinu (það fyrsta á þeim stað) og kvað hann damóklessverð hanga yfir Sovétríkjunum vegna erfiðleika þeirra, sem perestrojka gengi nú í gegnum. En hann kvað enga leið vera til baka. „Við verðum að sækja fram hraðar og hraðar til nýrrar hugsunar," sagði forset- inn. ReuterAdþ. Til áfloga kom í gær í Kisjinjev, höfuðborg Sovét-Moldavíu, milli lögreglu og moidavískra þjóðernissinna. Talsmaður Al- þýðufylkingarinnar moldavísku segir um 30,000 manns hafa tekið þátt í mótmælaaðgerðum til að hindra að hersýning færi fram á Lenínstorgi þar í borg og hafi fóikið ruðst í gegnum raðir lög- reglumanna og síðan yfir skrið- dreka og öniiur vígtói inn á torg- ið. Forustumenn lýðveldisins, sem tekið höfðu sér stöðu á palli við torgið að vanda, lögðu á flótta er manngrúinn flæddi inn á það. Hætt var við hersýninguna. Nokkrir menn meiddust í átök- unum og lögregla handtók ein- hverja. í Georgíu og Armeníu var bæði hersýningum og útifundum í tilefni byltingarafmælisins aflýst, að líkindum vegna þrýstings frá þjóðernissinnum. í Georgíu eru menn reiðir sovésku stjórninni vegna árásar lögreglu á mót- mælafólk í Tíflis í apríl s.l. er 20 menn voru drepnir og Armenum líkar illa að Fjalla-Karabak skuli ekki hafa verið sameinað Armen- íu. Héraðið heyrir undir Sovét- Aserbædsjan, enda þótt mikill meirihluta íbúa þar sé armen- skur. Sovéska stjórnin hefur ekki Namibía Kosiótil stjómlagaþings Baráttan stendur um hvort SWAPOfái tvo þriðju hluta atkvœða Kosningar hófust í Namibíu í gær og standa til 11. þ.m. Al- niennt er búist við að sjálfstæðis- hreyfingin SWAPO fái meiri- hluta atkvæða, en hún stefnir að því að ná tveimur þriðju hlutum atkvæða. Fái hreyfingin svo inikið fylgi, verður hún ein um að setja landinu stjórnarskrá. Samkvæmt fréttum fór allt friðsamlega fram fyrsta daginn og var kjörsókn mikil. Heitt hefur verið í kolunum í kosningabarátt- unni og mikið um gagnkvæmar ásakanir um ógnanir við kjósend- ur milli SWAPO og Lýðræðislega Turnhallebandalagsins, aðal- andstæðings SWAPO. Nokkrir menn hafa verið drepnir. Alls bjóða 10 flokkar og samtök fram í kosningunum. Um 700,000 manns eru á kjörskrá. Kosnir verða 72 fulltrúar á stjórnlaga- þing, sem ætlað er að setja landinu stjórnarskrá. 8000 manns lið á vegum Sam- einuðu þjóðanna vakir yfir kosn- ingunum og segir yfirmaður þess, Finninn Martti Ahtisaari, að aldrei í manrikynssögunni hafi farið fram kosningar undir svo gaumgæfilegu eftiríiti. Reuter/-dþ. Heitt hefur verið í kolunum í nami- bísku kosningabaráttunni. Hvít kona og þrjú börn helltu fyrir nokkrum dögum bensíni á gröf Antons Lubowski, hvíts forustu- manns í SWAPO, sem myrtur var fyrir nokkru, og kveiktu í. viljað breyta þeirri skipan af ótta við ofsaviðbrögð af hálfu Asera. Reuter/-dþ. Ný Hollandsstjórn Ný ríkisstjórn settist í gær á ráðherrastóla í Hollandi eftir stjórnarkreppu sem staðið hefur yfir frá því eftir þingkosningar þarlendis í sept. s.l. Að nýju stjórninni standa tveir stærstu stjórnmálaflokkar Hollendinga, Kristilegi demókrataflokkurinn og Verkamannaflokkurinn. For- sætisráðherra er Ruud Lubbers, kristilegur demókrati sem hefur gegnt því embætti óslitið síðan 1982. Varaforsætis- og fjármála- ráðherra er Wim Kok, leiðtogi Verkamannaflokksins, með utanríkismál fer Hans Van Den Broek, kristilegur, og með varn- armál Relus Ter Beek, Verka- mannaflokknum. Jafnrétti fyrir homma í Massachusetts Öldungadeild þingsins í Mass- achusetts samþykkti í fyrradag frumvarp til laga þess efnis, að bannað sé þar í ríki að hommar sæti misrétti á vinnu-, húsnæðis-, lána- og tryggingamarkaði, sem og að þeir séu settir hjá um opin- bera þjónustu. Michael Dukakis ríkisstjóri, frambjóðandi dem- ókrata í forsetakosningunum s.l. ár, segist ætla að undirrita frum- varpið, en andstæðingar þess hafa lýst því yfir að þeir muni eigi að síður reyna að hrinda því með því að leggja það undir dóm kjós- enda n.á. Hart hefur verið deilt um málið í Massachusetts í 17 ár samfleytt. Það er annað ríki Bandaríkjanna til að löggilda ákvæði um jafnrétti homma. Fyrst ríkjanna til þess varð Wisc- onsin 1982. Borgarstjóra brugðið um krakkneyslu Eiturlyfjasali nokkur sagði fyrir rétti í fyrradag að hann hefði oftar en einu sinni selt Marion Barry, borgarstjóra í Washing- ton, höfuðborg Bandaríkjanna, krakk, sem er unnið úr kókaíni. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Barry, er verið hefur borgarstjóri í næstum 11 ár, er sakaður um eiturlyfjaneyslu, en hann neitar ölium sökum í því efni og ekkert hefur sannast á hann. En þetta hefur orðið til þess að vinsældir hans hafa mjög dalað. í Washing- ton eru framin fleiri morð en í nokkurri annarri bandarískri borg, að tiltölu við fólksfjölda, og stafar sú óöld að mestu af eitur- lyfjaneyslu. 6 SÍDA - ÞJÓOVILJINN Mlðvlkudagur 8. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.