Þjóðviljinn - 08.11.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.11.1989, Blaðsíða 7
Frá tónleikaferðinni í sumar: Sungið úti fyrir Tómasarkirkjunni í Leipzig. Kórinn f lytur efnisskrá ferðarinnar á tónleikum á laugardag. Dómkórinn Þrjú ný tónverk á tónlistardögum Orgeltónleikar í Dómkirkjunni í kvöld. Marteinn H. Friðriksson: Tónlistardagarnir hafa myndað tengsl á milli kirkjunnar og tónlistarlífsins Tónlistardagar Dómkirkjunn- ar 1989 hefjast í kvöld með orgel- tónleikum í Dómkirkjunni. Við orgelið verður gestur Tónlistar- daganna að þessu sinni: Prófessor Flemming Dreisig, organleikari við Kirkju heilags anda í Kaup- mannahöfn. Alls verða þrennir tónleikar á Tónlistardögunum, en þeir næstu verða haldnir laugar- dag og sunnudag, auk þess sem meira verður um tónlist við sunnudagsmessuna en venja er. - Við byrjuöum að halda þessa Tónlistardaga árið 1982, segir Marteinn H. Friðriksson kór- stjóri, organleikari Dómkirkj- unnar. - Þessu hefur verið vel tekið í gegnum árin bæði af al- menningi og tónskáldum, en venjan hefur verið að fá tónskáld til að semja verk fyrir Dómkór- inn í tilefni þessara daga. Þannig hafa myndast mjög skemmtileg tengsl á milli kirkjunnar og þess sem er að gerast í tónlistar- heiminum. - Tónlistardagarnir nú verða með svipuðu sniði og verið hefur, við fáum tónlistarmann erlendis frá til að halda tónleika og frum- fiytjum nýtt verk eftir íslenskt tónskáld. Við fengum Jónas Tómasson tónskáld til að semja fyrir okkur í þetta sinn, hann samdi mótettu fyrir fimmradd- aðan kór; Úr Opinberunarbók Jóhannesar, og hana flytjum við á tónleikum á sunnudaginn. Skírnarfontur Thorvaldsens - Prófessor Flemming Dreisig verður gestur Tónlistardaganna að þessu sinni, og ástæðan er þau tengsl sem eru á milli Dómkir- kjunnar og Kirkju heilags anda í Kaupmannahöfn vegna skírnar- fonts Thorvaldsens. Thorvaldsen bjó upphaflega til skírnarfont, sem hann ætlaði að gefa íslend- ingum í minningu föður síns, en fonturinn týndist á leiðinni til landsins. Thorvaldsen bjó þá til nýjan skírnarfont og það er sá sem nú er hér í kirkjunni. Fontur- inn sem týndist kom hinsvegar í Marteinn H. Friðriksson: Flemm- ing Dreisig er gestur Tónlistar- daganna vegna tengsla Dóm- kirkjunnar og Kirkju heilags anda. leitirnar fyrir 50 árum, á uppboði í Englandi og Danir keyptu hann þar og settu í Kirkju heilags anda, meðal annars vegna þess að Thorvaldsen var, síðustu árin, með vinnustofu í húsi á bak við kirkjuna. Út frá þessum tveimur skírnarfontum mynduðust tengsl á milli kirknanna og því fengum við Dreisig hingað, en fonturinn er 150 ára á þessu ári. - Á laugardaginn verður Dómkórinn með tónleika og þá verðum við með sömu efnisskrá og við fórum með í tónleikaferð til Austur-Þýskalands og Tékkó- slóvakíu í sumar. Kórinn syngur svo aftur við messu á sunnu- dagsmorguninn, en auk hans tekur Barnakór Kársnesskóla þátt í messunni og flytur nýtt verk fyrir barnakór og blásara eftir Guðmund Hafsteinsson. Sem stendur er mikill áhugi á því hjá kirkjunnar mönnum að barna- kórar syngi við messur, og því var þetta verk, sem heitir Hann veitir kraft, pantað hjá Guðmundi. Verkið er því ekki samið sérstak- lega fyrir Tónlistardagana heldur vildi svo skemmtilega til að það var tilbúið einmitt núna. Tvö verk Jónasar - Dómkórinn verður svo með tónleika í sunnudagseftirmiðdag- inn og frumflytur þá tvö verk eftir Jónas Tómasson; Úr Opinberun- arbók Jóhannesar og Faðir vor, samið í tilefni af 150 ára afmæli skírnarfontsins. Á þeim tón- leikum syngur Margrét Bóasdótt- ir einsöng, Árni Arinbjarnarson leikur einleik á orgel og Joseph Ognibene á horn, og við flytjum alls þrjú verk eftir Jónas auk verka eftir fleiri höfunda. A tónleikunum í kvöld leikur Dreisig verk eftir sjálfan sig, J.S. Bach, Max Reger, Kayser, Weyse, Malling og Nielsen, en þeir þrír síðastnefndu voru allir organleikarar við Kirkju heilags anda, Weyse samtímamaður Thorvaldsens. Tónleikarnir hefj- ast kl. 20:30. Tónleikar Dómkórsins á laugardaginn hefjast kl. 17 og á efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach, Úr þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar, Úr Hólabók Guðbrands Þorlákssonar, auk verka eftir Þorkel Sigurbjörns- son, Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Nordal, Schútz, Mozart, Wolf og Nystedt. Við messuna kl. 11 á sunnu- dagsmorgun, sem einnig verður prestvígsla, flytur barnakór Kársnesskola verkið Hann veitir Kraft eftir Guðmund Hafsteins- son undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur við undirleik hljóð- færaleikara úr Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Dómkórinn syngur verk eftir Weise og Pétur Guð- johnsen undir stjórn Marteins, sem einnig leikur orgelforleik við verk Péturs eftir Þorkel Sigur- björnsson. Einsöngvari verður Elín Sigurvinsdóttir. Tónleikar Dómkórsins hefjast síðan kl. 17 á sunnudaginn með frumflutningi mótettunnar Úr opinberunarbókinni, en mótett- an verður endurtekin í lok tón- leikanna. Auk þess flytur kórinn, einsöngvari og einleikarar Faðir vor og Lofsöng Maríu eftir Jónas auk verka eftir Buxtehude, Wolf, Corelli og J.S. Bach. LG Mannfræði íslands Fyrir skömmu kom út bók um mannfræði íslands, „The Anth- ropology of Iceland", hjá Uni- versity of Iowa Press. Ritstjórar bókarinnar eru E. Paul Durren- berger, prófessor við Iowa Há- skóla, og Gísli Pálsson, dósent við Háskóla íslands. í bókinni eru þrettán greinar eftir íslenska og erlenda mann- fræðinga. Meðal efniseru greinar um veiðimennsku, kynhlutverk, hernámsárin og „ástandið", mál- leg viðhorf, ættartengsl og vin- áttu, vinnusiðgæði, trúarhug- myndir, íslenskar byggðir í Norður-Ameríku og þjóðveldis- tímann og fornbókmenntir ís- lendinga. Mannfræði íslands fæst í Bóksölu stúdenta. Tilnefning til Tónskálda- verðlauna Náeon har jeg sett eftir Karó- línu Eiríksdóttur og Styr eftir Leif Þórarinsson hafa fyrir fs- lands hönd verið tilnefnd til Tón- skáldaverðlauna Norðurlandar- áðs. Niðurstaða dómnefndar ¦:. WKiSK ICELAND verður kunngjörð um miðjan nóvember og verðlaunin síðan af- hent á fundi Norðurlandaráðs, sem haldinn verður í Reykjavík í febrúar/ mars á næsta ári. Svíar hafa lagt fram verkin Sin- foniu, eftir Daniel Börtz og Un coup de dés jamais n'abolira la hazard eftir Lars Ekström. Dan- ir, Ekliptiske Instinkter, Sinfóníu nr. 7 eftir Ib Nörholm og Auru eftir Palle Mikkleborg. Finnar Silkkirumpu op. 45 eftir Paavo Heininen og Tokko eftir Jukka Tiensu og Norðmenn Magma eftir Arne Nordheim og Gjenn- om prisme eftir Olav Anton Thommessen. Frá sýningu Veturliða: „Þorpið fer með þér alla leið". Vestfirðingar sýna Úr veröld þorps og strandar Veturliði Gunnarsson sýnir krítarmyndir í Listasafni ASÍ Veturliði Gunnarsson sýnir krítarmyndir frá veröld þorps og strandar í Listasafni ASI. Vetur- liði hefur gengið fjörur og rissað niður andartaksstemmningar við úfinn sjó, og eru einkunnarorð hans við myndsmíðina orð úr Þorpinu eftir Jón úr Vör: „Eng- inn slítur þau bönd sem hann er bundinn heimahögum sínum. - Móðir þín fylgir þér á götu, er þú leggur af stað út í heiminn, en þorpið fer með þér alla leið." Veturliði er fæddur á Suður- eyri við Súgandafjörð, stundaði nám við Handíðaskólann, við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn og Grafíska skólann auk þess sem hann sótti einkatíma hjá Jóni Stefánssyni og. tíma í einkaskóla Borgarlista- safnsins. Sýning Veturliða stendur til 19. nóvember og er opin virka daga kl. 16-20 og kl. 14-20 um helgar. Silkiprent eftir Ijósrnyndafilmum Guðbjartur Gunnarssori' synir í Slúnkaríki Guðbjartur Gunnarsson sýnir grafískar myndir gerðar eftir h'ósmyndafilmum í Slúnkaríki á Isafirði. Myndirnar eru ýmist hreinar grafíkmyndir eða unnar með blandaðri tækni, allar handþrykktar með silkiprent- tækni. Allar myndirnar eru gerð- ar eftir ljósmyndafilmum, marg- ar þeirra teknar með það fyrir augum að búa til eftir þeim graf- ískar myndir. Töluverður hluti myndanna er ættaður af Vestfjörðum þar sem höfundur þeirra er fæddur og upp alinn. Guðbjartur lauk almennu kennaraprófi og prófi í mynd- mennt og stundaði kennslustörf um árabil. Hann tók háskólapróf í uppeldis- og fjölmiðlafræðum í Bandaríkjunum og hefur fengist við kvikmyndagerð og fleira í Þetta land átt þú. Silkiprent eftir Guðbjart í Slúnkaríki. tengslum við fjölmiðla í meira en tvo áratugi. Sýning Guðbjarts stendur til sunnudagskvöldsins 19. nóv. Midvikudagur 8. nóvember 1989 ÞJÓÐViUINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.