Þjóðviljinn - 08.11.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.11.1989, Blaðsíða 9
MINNING Það var komið kvöld, brátt lið- inn einn af þessum dögum sem svo margir hafa verið líkir hver öðrum á þessu sumri, nema rign- ingin var með meira móti þennan dag, óvenju fíngerð og þétt. Þeir gleymast flestir þessir dagar þeg- ar frá líður nema eitthvað verði til að minna á þá. Og það er einmitt stundum að sumir dagar verða í minningunni öðruvísi en aðrir dagar og sum kvöld verða minnis- stæð. Síminn hringdi og það leyndi sér ekki að eitthvað hafði gerst. Óskar í Álftarhóli er allur. Þar sem hann var að sækja kýrnar sínar til að setja þær inn kom stundin sem við eigum öll vísa. Ég sé hann fyrir mér ganga eftir túninu, skrefin dálítið stór þegar hugur er í honum, og hann hreyfist svolítið upp og niður um leið og honum miðar áfram. Hann er ákveðið með hugann við það sem hann er að fást við, leggur metnað sinn í að kýrnar séu fallegar og skili góðum afurð- um, og hefur gaman af að ganga hér um þessi tún sem hann lagði mikla vinnu í að gera vel slétt. Þegar hann var að vinna þau og ekki var hægt að slétta betur með dráttarvélinni og því sem aftan í henni var, eða því sem var aftan í hestunum, þá fór hann heim og sótti skóflu til að gera betur. Það launar sig að ganga vel frá áður en lokað er. Enginn efast um að hann gerði allt vel. Og hann gat gengið hér um með góða sam- visku, með orðin fleygu í huga: „Bóndi er bústólpi og bú land- stólpi". Þetta var hans kvöld sem verður í minningu okkar, sem eftir erum, tileinkað honum. Óskar fæddist 19. 6. 1911 í Miðmörk undir Vestur- Eyjafjöllum. Sonur hjónanna Sigurbjargar Árnadóttur frá Miðmörk, og Ólafs Halldórs- sonar frá Rauðafelli, Austur- Eyjafjöllum, elstur tólf systkina. Árið 1912 flytur hann með for- eldrum sínum að Álftarhóli í Austur-Landeyjum, þar sem hann átti heimili alla tíð síðan. Það þarf engum getum að því að leiða að enginn auður hefur verið í búi ungu hjónanna í Álftarhóli á þeim árum, og börnin hafa ekki gert stórar kröfur um lífsins lysti- semdir. Mér skildist að Óskari hafi ekki þótt neitt tiltökumál þó hann færi með leggina sína til að renna sér á ísnum þegar hann byrjaði í barnaskóla. Samt leyndi sér ekki að vænt þótti honum um þegar Loftur á Bakka, alkunnur hagleiksmaður, sendi honum nýja skauta. Sjálfsagt hefur Óskar snemma fundið til ábyrgðartilfinningar gagnvart búinu heima, enda elst- ur sinna systkina, og hann var ungur þegar hann fór að heiman í vinnumennsku og til vers sem hann gerði svo um árabil til að ná í nokkrar krónur svo og heimilið gæti betur staðið í skilum með það sem þurfti að kaupa. Hann tileinkaði sér baráttu verka- mannsins fyrir betri kjörum. Þar eins og annarsstaðar myndaði hann sér skoðanir eftir því sem hann mat málefnin. Hann hlust- aði vel eftir fréttum og var vel heima í umræðunni um þjóðmál- in, og ekki bara málefni sinnar þjóðar heldur líka annarra þjóða og þjóðarbrota svo árum skipti aftur í tímann. Hann sjálfur var strangheiðarlegur í öllum við- skiptum og vildi að allir gerðu slíkt hið sama. vann alla tíð erfið- isvinnu og mikið hjá öðrum. Ég hugsa að á öllum bæjum í sveitinni hafi hann komið að húsasmíði meira og minna. Og þá var eins og hans hagsmunir væru verkið hverju sinni. Ekki bara var hann góður smiður heldur var hann hálf hlaupandi við það sem hann var að gera. Það var því rök- rétt við hans framkomu að vona á Oskar Olafsson Fœddur 19. og tala fyrir jafnari skiptingu þjóðarteknanna. Það eru liðin fjörutíu og fimm ár síðan sá sem þessar línur ritar flutti í sveitina og á þeim tíma hafa vitanlega orðið mikil um- skipti, það fólk sem þá stóð fyrir búi hefúr smám saman verið ým- ist að draga sig í hlé fyrir aldurs sakir eða hverfa yfir móðuna miklu. Hægum, taktföstum skrefum gerist það, tímans niður er stöðugur og óaflátanlegur. Stundum flytja allir burtu og ein- hver nýr og óþekktur kemur í staðinn að yrkja jörðina. Á öðr- um bæjum taka afkomendur þess sem var við búi og halda áfram elju einyrkjans. í þessi fjörutíu og fimm ár og lengur en það, að ég held, hefur Óskar staðið fyrir búi í Álftarhóli. Árið 1951 fékk hann til liðs við sig unga stúlku sem átti eftir að breyta öllu um hans lífsgang, Ölmu Ernu Ólafs-. son, fædd Wolf frá Þýskalandi. Eiginkonu, sem hefur verið traustur og góður lífsförunautur, og saman skila þau framtíðinni níu myndarlegum og vel gerðum börnum, sem eru þegar búin að skila fimmtán barnabörnum. Óskar bjó öðruvísi en við hinir, að því leyti að hann fjárfesti hæg- ar. Og hann tók ekki skammtímalán til að kaupa fyrir áður en hækkaði, þó von væri á gengisfellingu. Hann bókstaflega vildi ekki nota verðbólguna til að græða á henni þó öll lán væru óverðtryggð. Það var andstætt hans hugsun, hans réttlætis- kennd, að borga ekki eðlilega og réttlátlega þau lán sem fengin voru. En þau hjón komust undar- lega vel af á lítilli jörð sem stóran barnahóp. Og nú er ekki ver upp- byggt í Álftarhóli en annarsstað- ar og snyrtimennskan til fyrir- myndar. Énginn má heldur skilja orð mín svo að Óskar hafi ekki fylgt kröfu tímans um framfarir, enda eins og áður sagði lagði hann metnað sinn í að gera allt vel, að kýrnar mjólkuðu vel og mjólkin væri í háum gæðaflokki, að rækta kindurnar sínar. Og að túnin hefðu góða rót. Þegar byrj- að var að þurrka með vélgröfnum skurðum, sem breytt hefur sveitinni úr því að vera varla byggileg í eina af þeim bestu þessa lands, þá var fyrsti skurður- inn grafinn í Álftarhóli, sem vit- anlega sýndi að hann vissi hvers landið þurfti helst með. Núna hafa orðið breytingar á búsforráðum í Álftarhóíi, og þar með á öllum bæjum í sveitinni á áðurnefndu tímabili. Mér finnst að ein af styrkum stoðum þessar- ar sveitar sé fallin. Það varð eng- inn héraðsbrestur, Óskar var ekki að trana sér upp í ræðustól og sóttist ekki eftir metorðum eða miklum völdum. Og ekki efa ég að áfram verður góður bú- skapur á Álftarhóli. En samfélag okkar sem höfðum samskipti við hann verður snauðara eftir. Sterkur persónuleiki setur alltaf svip á sitt umhverfi. Núna síðustu ár hittumst við oftar en áður, við unnum saman að ákveðnu verk- efni og af því sköpuðust fleiri fundir. Við spjölluðum líka margt, við vorum alls ekki alltaf á sömu skoðun en skoðanamunur okkar olli engum erfiðleikum í umræðum um allt milli himins og jarðar. Enda fannst mér eftir því sem ég kynntist Óskari að hann viðurkenndi meira skoðanir ann- arra en margur annar. Hann var þó vissulega aldrei með neina hræsni, en sagði það sem honum fannst og stundum voru orðin ansi hnitmiðuð. Hann beitti því þegar hann sendi til dæmis pistla í blöð eða annað. Honum var bóndi Álftarhóli 6. 1911 - Dáinn 28. 9. 1989 eiginlegt að stílfæra vel það sem hann gerði af slíku tagi. Eitt til marks um opna hugsun hans var hvað hann naut þess síð- ustu árin þegar þau hjón fóru í skemmtiferðir til útlanda, en það létu þau ekki eftir sér meðan börnin voru ung og allt var lagt í uppeldi þeirra. Óskar var vel á sig kominn, meira en í meðallagi stór og styrkur, handtakið þétt og fast og maður gerði sér alltaf grein fyrir að hugur fylgdi augnatilliti og handtaki. Undirritaður hefur satt að segja verið að hugsa meðan hann var að færa betta á blað hve and - stætt Óskari væri svona mikil um- fjöllun um hann. Því hann var enginn „ég-maður“ gortaði ekki afsínum verkum. Ogeinmitt þess vegna langaði undirritaðan að segja þeim sem lesa þessar línur ofurlítið frá þessum hreinskiptna samtímamanni sem gerði kröfur til sjálfs sín, en síður til samfé- lagsins. Konu hans og fjölskyldu sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Grétar Haraldsson Óskar var fæddur í Mið-Mörk undir Eyjafjöllum 19. júní 1911, dáinn 28. sept. 1989. Foreldrar: Sigurbjörg Árnadóttir (1885- 1975) og Ólafur Halldórsson (1874-1963) frá Rauðafelli. For- eldrar Sigurbjargar voru Margrét Engilbertsdóttir bónda í Syðstu- Mörk og Árni Árnason bónda á Seljalandi. Foreldrar Ólafs voru Halldór Jón bóndi á Rauðafelli Stefánsson, bónda og stúdents í Selkoti Ólafssonar gullsmiðs í Selkoti og k-.h. Guðlaugar Stef- ánsdóttur prests í Laufási og Anna Jónsdóttir, prest í Mið- Mörk, Tómas bóndi í Rauðafelli ytra og Gísli kaupmaður í Hlfðar- húsi í Eyjum. Stefán var þrík- væntur. Gísli Stefánsson rak verslun í Eyjum frá 1885 til 1903, „Sigldi og keypti vörur“. Verslun hans var ekki stór, en Gísli var fyrsti íslenskur kaupmaður í Vestmannaeyjum. Spor var það í frelsisátt. Selkotsætt rekja fræðimenn til Jóns ísleifssonar lögréttumanns sem bjó í Selkoti á 18. öld. Hann var afkomandi Eyjólfs lögmanns í Stóra Dal og Helgu dóttur Jóns Arasonar biskups. Þeir bræður Tómas og Halldór Jóns voru orð- lagðir hreystimenn. í Eyfellskum sögum segir frá því, er Þórður Tómasson lenti í útilegunni miklu 1869. Þórður hélt skipti sínu við Bjarnareyjarhornið og „margir hásetar gáfu sig, en einn sýndi minnisverðan dugnað við það tækifæri. Það var Tómas Stefáns- son í Selkoti. Stóð hann í austri alla nótinna, og var það mikið talið honum að þakka að ekki fór verr fyrir þeim en raun gaf vitni“. - í einni landferð Þórðar stóð skip hans á eyri sem Markarfljót hafði borið fram. Gekk þá sjór yfir skipið, svo laust góss flaut út úr því, og bar það inn af eyrinni. Nokkru síðar fóru tveir menn út og annar þeirra komst upp með kollubandið. „Það var Halldór Jón, bóndi á Rauðafelli, dugnað- arvargur hinn mesti. Og samfara einbeitturm orðum og skipunum formanns var Halldór talinn eiga einna drýgstan þáttinn í því, að ekkert skyldi verða þarna að slysi“. Halldór Jón drukknaði á upps- tigningardag 1901 þegar Fjalla- skipið Björgólfur fórst skammt frá Ystakletti. - Geirlaug Einars- dóttir, ekkjan, bjó á Rauðafelli til 1910. Einn sona Halldórs, Ólafur, fékk til ábúðar Álftarhól á Austur-Landeyjum árið 1912, litla jörð eins og þær voru flestar í þeirri sveit í byrjun aldar, bú - skaparhættir frumstæðir og lífs - baráttan hörð. Þá var Óskar Ólafsson og Alma konan hans, þýstrar ættar, tóku við búi í Álftarhól 1953 voru breyttir tímar með nýrri tækni, land þurrkað og ræktaður hver blettur að kalla, kotbýli breytt í kostajörð. Við Óskar vorum í hópi tíu fyrstu „spurningabarna" séra Jóns Skagans vorið 1925. Við kynntumst raunar ekki mikið, flest hlédræg, enda með hæstu einkunn í hegðun! Næst hittumst við í Eyjum á vertíð 1930. Óskar varð fljótt hin liðtækasti til allra sjávaravrka. Vandvirkni hans var óbrigðul, til að mynda var það vani hans við fisksöltun að ganga meðfram stakknum eftir hvert lag til að vera viss um að jafnt væri staltað, annars féll fiskurinn í verði. Annars var sama að hvaða verki Óskar gekk, hand ,- bragðið var svo að ekki þyrfti um að bæta. Hann var smiður góður, sjálflærður ef ég man rétt. Við vorum nágrannar kreppu- árin 1930-40. „Það voru erfiðir tímar, það var atvinnuþref". Við vorum verkamenn, sóttum vinnu til Eyja, litum á verkamenn þar sem stéttarbræður og stóðum með þeim. Við Óskar, Engilbert bróðir hans og undirritaður hittumst oft og ræddum margt. Engilbert varð síðan búfræðingur. Hann var listhneigður, fór á skóla í Svíþjóð og gerðist skurðlistarmaður. Bjó síðan lengi í Bandaríkjunum og stundaði list sína. - Til að hressa upp á andann fórum við félagar að læra esperanto, og Óskar tók próf með ágætum. Laxness og Þórbergur voru „okkar menn“. Þegar Sjálfstætt fólk kom út þótti það firna vond bók í okkar sveit. Við lögðum saman í bókakaupin, svona var kreppan. Einhverju sinni datt okkur í hug að stofna leshring um róttækar bók- menntir, en ekki komst það nú lengra. Óskar var áhugamaður um ís- lenskt mál og hafði oft samband við Orðabókarmenn. Annars var orðafar í Landeyjum nokkuð svo skrúðugt. Haft er eftir kennara sem var í Landeyjum fyrir nokkrum árum, að fólk þar í sveit byggi yfir óvenju mikilli orðgnótt. Kannski er svo enn. Hitt veit ég að þeir brúkuðu dálítið dönsk orð án þess aðvita að það var danska. Óskar fylgdist vel með tímans straumi á innlendum vettvangi og erlendum. Hann hafði ákveðnar skoðanir á málum, en hafði sig ekki í frammi til að hafa áhrif á gang þeirra. Saga íslands að for- nu og nýju var hugðarefni hans löngum. Ég gæti trúað að mynt- safn hans og frímerkjasafn hafi jafnvel tengst söguáhuga hans. Söfn þessi eru sérlega vönduð og hefur greinilega ekki verið horft í kostnað við að fylla í skörðin. Óskar var í útgáfunefnd nýrrar Landeyjabókar (sú eldri er í Landsbókasafni, handrit) sem Valgeir Sigurðsson fræðimaður á Þingskálum er að semja. Ég var að vona að honum entust dagar til að líta þá bók og lesa en það fór á annan veg. Við Ilie sendum Ölmu og fjöl- skyldu samúðarkveðjur. Haraidur Guðnason ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Undirbúningur vegna landsfundar Landsfundarfulltrúar ABR eru hvattir til að koma á fund, miðviku- daginn 8. nóv. kl. 20.30 á Hverfisgötu 105. Þar verða kynnt drög að dagskrá landsfundar og þeir málaflokkar sem á að ræða. Stjórnin. Alþýðubandalagið Akranesi Bæjarmálar áð Bæjarmálaráðsfundur í Rein mánudaginn 13. nóvember kl 20.30. Dasgskrá: 1. Undirbúningur fjárhagsáætlunar 1990. 2. Dagskrá bæjarstjórnarfundar. 3. Önnur mál. Mætum öll Stjórnin Alþýðubandalagið í Reykjavík Málþing um borgarmálefni Hvaða mál verða í brennidepli kosningabaráttunnar fyrir borgar- stjórnarkosningar 1990? Hverjar eru helstu áherslur Alþýðubandalagsins í borgarmálefn- um? Þetta verður m.a. á dagskrá málþings ABR fimmtudaginn 9. nóv- ember 1989 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: Kl. 17.00 Kynnt undirbúningsstarf fjögurra umræðuhópa. Almennar umræður. Kl. 19.00 Kvöldverðarhlé. Hægt er að kaupa létta máltíð á staðnum. Starf málefnahópa. Kl. 21.00 Almennar umræður um starfið framundan og málefni fyrir starfshópa vetrarins. Félagar fjölmennum og tökum þátt í stefnumótuninni. Stjórnin Miðvikudagur 8. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.