Þjóðviljinn - 08.11.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.11.1989, Blaðsíða 11
LESANDI VIKUNNAR IDAG Dagur Gunnarsson, milli vita. í upphafi var oröið Hvað ertu að gera núna Dag- ur? Ég er á milli vita. Hvað varstu að gera fyrir 10 árum? Þá var ég í barnaskóla úti í Stokkhólmi, og lagði hart að mér. Hvað gerirðu helst í frístund- um? Helst þjóna ég leiklistargyðj- unni með leikhópnum Fantasíu. Sem stendur erum við að leita að einhverju klassísku verki til að setja upp, en í vor sómdum við sjálf það verk sem við settum upp þá. Á meðan við höfum ekki fundið verk erum við í spuna og dansi, og svo auðvitað í fj áröflun. Segðu mér frá foókinni sem þú ert að lesa núna. Ég er eiginlega með tvær í tak- inu. Annars vegar Heimsljós og hins vegar Nafn rósarinnar eftir Umberto Eco. Ég gríp í þá síðar- nefndu alltaf öðru hverju, það er ekki fljótlesin bók. Hvað lestu helst í rúminu á kvöldin? Það sama og ég les annars stað- ar. Hver er uppáhaldsbarnabókin þín? Palli var einn í heiminum. Al- veg sérlega góð bók. Hvers minnistu helst úr Bibl- íunni? í upphafi var orðið. Var höfundur Njálu kvenkyns eða karlkyns? Það var einhver karlremba af öðru hvoru kyninu. Hvað sástu síðast í leikhúsi? Djöfla Frú Emilíu, sem voru skratti góðir. Þar á undan sá ég Höll sumarlandsins í nýja Borgarleikhúsinu. Er eitthvað á fjölunum núna sem þú vilt síður missa af? Ærslaleikurinn hjá Nemenda- leikhúsinu. Grímuleikur heitir hann. En á hvíta tjaldinu? Ég verð að sjá Pelle sigurveg- ara. Fylgistu með einhverjum ákveðnum dagskrárliðum í út- varpi og sjónvarpi? Nei, engum. Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? Já, í þetta eina skipti sem ég hef kosið kaus ég sama flokkinn. Ertu ánægður með frammi- stöðu þess flokks sem þú kaust í síðustu kosningum? Satt best að segja bjóst ég ekki við neinu og þess vegna eru von- brigðin ekki ýkja mikil. Eru til hugrakkir stjórnmála- menn og konur? Pað hlýtur að vera. Viltu nafngreina þá? Sjálfur þekki ég enga. Er landið okkar varið land eða hernunúð? Þeir yrðu allavega fljótir til að hernema það ef til kæmi. En auðvitað er það þegar hernumið. Hvaða eiginleika þinn viltu vera laus við? Letina. Þetta er að vísu hinn þægilegasti löstur. Hvaða eiginleika þinn finnst þér skrítnast að aðrir kunni ekki að meta? Góðan smekk minn fyrir fal- legum höfuðfötum. Alveg óskiljanlegt. Hvað borðarðu aldrei? Ég er alæta. Hvar myndirðu vilja búa ann- ars staðar en á íslandi? Það eru margir staðir þar sem ég gæti hugsað mér að vera um tíma en alltaf myndi ég nú samt enda á íslandi. Hvernig finnst þér þægilegast að ferðast? Mér finnst þægilegast að ferð- ast í bíl, en skemmtilegast á mót- orhjóli. Hvert langar þig helst til að ferðast? Ég á heimboð til Tékkóslóvak- íu og ég myndi gjarnan vilja þiggja það. Hvaða bresti landans áttu erf- iðast með að þola? Það fer oft í taugarnar á mér hve mikið er af ókurteisum og illa upp öldum börnum á íslandi. En hvaða kosti íslendinga metur þú mest? Gestrisni þeirra og frænd- rækni. Hvernig sérðu frainí íðarlandið fyrir þér? Skuldlaust, herlaust og al- mennt í jafnvægi. Er ísland á leið í átt að þvi? Hreint ekki eins og er. En það má alltaf vona. Þarf Þjóðviljinn að breytast mikið til að hann geti komið út í því landi? Já. Eins og allt annað sem þyrfti að breytast þyrfti hann auðvitað að gera það líka. Hef ég gleymt einhverri spurn- ingu Dagur? Nei, ég held bara ekki. Guðrún JMÓÐVIUINN FYRIR 50 ÁRUM Tuttugu verkalýðsfélög með 5000 meðlimi stof na óháð f ags- amband. Fullkomið lýðræði og jafnrétti eru hymingarsteinar sambandsins. Með þessari sam- bandsstofnun erlagðurgrund- völlur að f ullkominni lausn á skip- ulagsmálum verkalýðsins. Gert er ráð fyrir að sambandið heiti Landssamband íslenzkrastétt- arféiaga. 20 verkalýðsfélög haf a þegar ákveðið að gerast stof n- endur. 8. nóvember miðvikudagur. 312. dagur ársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 9.33- sólarlagkl. 16.49. DAGBOK APÓTEK Reykjavik. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöavikuna 3.-9. nóv. er í Vesturbæjar Apóteki og HáaleitisApóteki. Fyrrnef nda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10frídaga).Síðarnefndaapotekiðer opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LOGGAN 1 Reykjavík sfmi 1 11 66 Kópavogur......................sími 4 12 00 Seltj.nes.........................sími 1 84 55 Hafnarfj..........................sími 5 11 66 Garðabær.......................sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík.......................sími 1 11 00 Kópavogur......................sími 1 11 00 Seltj.nes.........................s(mi 1 11 00 Hafnarfj..........................sími 5 11 00 Garðabær.......................sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fýrir Reykja vík, Sel - tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöðReykjavíkurallavirkadaga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, simaráðleggingar og tíma- pantanirísíma21230. Upplýsingarum lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar í sím- svara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- allnn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspitalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Haf narfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna simi 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garöaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akurey ri: Dagvakt 8-17 á Laeknamið- stöðinni s. 23222, hjáslökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavik: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vostmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJUKRAHUS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítallnn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fœðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratimi 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadoild Land- spítalans Hátúni 10B. Alladaga 14-20 og eftirsamkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala:virkadaga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsu verndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspitali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadoild: heimsóknir annarra enforeldra kl. 16-17 daglega. St. Jósofsspftali Hafnarfírði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spftallnn: alla daga 15-1.6 og 18.30-19. Vostmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alladaga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKI. Neyðarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálf ræðistöðin. Ráðgjöf i sálfræöilegum efnum.Simi 687075. MS-félaglðÁlandi13.0piðvirkadagatrá kl. 8-17. Síminner 688620. Kvennaraðgjötin Hlaövarpanum Vestur- götu 3. Opiö þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími21500, símsvari. Sjálf shjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500,símsvari. Upplýsingar um eyðni. Sfmi 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205, Húsaskjól og aðstoð fyrirkonursembeittar hafa verið ofbeldi eðaorðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags iesbía og homma á mánudags- og f immtudagskvöldum kl. 21 - 23. Símsvari áöðrum tímum. Síminn er 91-28539. Bllanavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsvelta bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Simi 21260allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, erveitt í síma 11012milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús" krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Samtök áhugaf ólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka ogaðstandendurþeirra. Hringiðísíma91- 22400 alla virka daga. GENGIÐ 7. nóv. 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar...................... 62.48000 Sterlingspund......................... 98.90600 Kanadadollar.......................... 53.37700 Dönskkróna........................... 8.72020 Norskkróna...........................; 9.03150 Sænskkróna............................9.73360 Finnsktmark..........................'. .14.63230 Franskurfranki........................ 9.97880 Belgiskurfranki....................... 1.61340 Svissneskurfranki.................'.¦.-"38.55600 Hollensktgyllini....................... 29.98150 Vesturþýsktmark...................: 33.84890 Itölsklíra................................. 0.04629 Austurrfskursch...................... 4.80780 Portúg. Escudo....................... 0.39540 Spánskurpeseti...................... 0.53630 Japansktyen........................... 0.43530 irsktpund................................-89.89300 SDR-Serst.ODR..................;.-79.62950 ECU-EvrÓpumynt.................; 69.51210 BelgískurFr.Fin....................... 1.60970 KROSSGÁTA y= *. ¦¦ i* Í2 11 I ii Lárétt:1kunn4krakk- ar 6 ella 7 æsi 9 nöldur 12hlýjuna14eykta- mark15blett16bönd 19glúrin20kvæði21 sleit Lóðrétt:2hlaup3 skarð 4 forboð 5 hrædd 7 auðgast 8 kvelur 10 blós 11 holdugra13 svelg 17 bleyta 18 gegn Lausnásfðustu krossgátu Lárótt:1tólg4bjór6 aur7saft9átta12 raska14eða15lát16 kraf a 19 poki 20 æðra 21 ataði Lóðrett:2óra3gata4 brák5ótt7sneypa8 frakka10talaði11aftr- ar 13 sía 17 rit 18 fæð Miðvikudagur 8. nóvember 1989 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.