Þjóðviljinn - 08.11.1989, Side 12

Þjóðviljinn - 08.11.1989, Side 12
/ "SPURNINGIN™ Finnst þér að forseti ís- lands ætti að vera jafn valdamikill og forseti Frakklands? Georg Halldórsson húsasmiður: Nei, það tel ég ekki vera. Þetta er ágætt eins og það er. Guðrún Þorláksdóttir nemi: Ég veit það ekki. Forsetinn á alla vega að vera nógu valdamikill til að stjórna íslandi þannig að allt fari vel. Sæmundur Einar Valgarðsson leigubílstjóri BSR: Þetta er stór spurning. Ég held að þetta sé nokkuð gott eins og þetta er. Ævar Sveinsson nemi: ' Mér líkar vel við forsetavaldið eins og það er. • Reynir Hauksson sölumaður Eskifelli: Mér þætti allt í lagi að forsetinn heföi meiri völd. En hann stendur sig vel í að kynna landið sem er nokkuð sem við ættum að meta líka. þlÓÐVILIINN Miðvikudaour 8. nóvember 1989 189. tölublað 54. órgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Heimsókn Frakklandsforseta Kíkt í kaff i og spjall Francois Mitterrand Frakklandsforseti stopp- aði hér á landi í 4 klukkutíma ígœr og rœddi við ráðherra og forseta Islands Nú tíðkast þau stuttu stoppin, mætti kannski segja í kjölfar Qögurra tíma heimsóknar Fra- ncios Mitterrands forseta Frakk- lands til íslands. En fyrir skömmu kom Hussein Jórdaníu- konungur hingað í örstutta heim- sókn. Flugvél forsetans lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan rúmlega 12 og hélt forsetinn rak- leiðis í Ráðherrabústaðinn til fundar við Steingrím Hermanns- son, forsætisráðherra, og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis- ráðherra. Leiðtogarnir funduðu í um þrjá klukkutíma og að lokn- um fundi héldu þeir blaðamann- afund á Hótel Sögu. Heimsókn Mitterrands er fyrst og fremst könnunar og kurteisis- heimsókn þar sem hann gegnir nú forystuhlutverki innan EB. fs- lensku ráðherrarnir upplýstu hann um gang mála í undirbún- ingsviðræðum EFTA fyrir samn- ingaviðræður við EB. Forsetinn lýsti yfir almennum skilningi á sérstöðu íslendinga og hefur boð- að að hann muni senda ríkis- stjórninni bréf þar sem hann staðfesti þann skilning. í lok fundar með blaðamönnum sagði Mitterrand, að það hefði verið ánægjulegt hlutverk fyrir hann að bera íslendingum kveðjur Evr- ópubandalagsins og ef hann mætti bæta við, Frakklands. Rétt fyrir klukkan hálf fjögur hélt Mitterrand á fund Vigdísaar Finnbogadóttur, forseta Islands, og ræddi við hana f hálfa klukku- stund. Að þeim fundi loknum yfirgaf Mitterrand Reykjavík og hélt áleiðis heim til Parísar.hmp Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, tekur á móti Francois Mitterrand, forseta Frakklands á Reykjavíkurflugvelli í gær. Mynd: Kristinn. Vigdís Finnbogadóttir Menningin býr í tungunni Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands: Rödd smáþjóðanna á að heyrast í heiminum eins og röddstórþjóðanna. Mitterrandskilur sérstöðu íslands Francois Mitterrand hitti forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, áður en hann hélt til Parísar um fjögurleytið í gærdag. Mynd: Kristinn. Eftir blaðamannafund á Hótel Sögu fór Mitterrand forseti Frakklands á fund forseta Is- lands, Vigdísar Finnbogadóttur, i embættisbústað forsetans að Laufásvegi 72. Ræddust forset- arnir við í röskan hálftíma. Vig- dís sagði Þjóðviljanum að lokn- um fundi forsetanna, að þau hefðu rætt vítt pg breitt um vin- áttu Frakka og íslendinga og það sem þjóðirnar ættu sameiginlegt í sögulegri fortíð og sameiginlega áhuga þjóðanna á þjóðtungu sinni. Frakkar væru býsna líkir okkur að þessu lcyti. Báðar þjóð- irnar hefðu orðað það upphátt við sjálfar sig að ef þær glötuðu tungunni glötuðu þær minning- unum um fortíðina. Vigdís sagði hana og Mitter- rand hafa frétt af skoðunum hvors annars um óttann við áhrif erlendra menningarstrauma á þeirra eigin þjóðmenningu. „En auðvitað ræddum við Evrópu og stöðu hennar á þessari stundu. Við ræddum eilítið styrkleika þjóða í Evrópu og hann sýndi það greinilega að hann er vinveittur Islandi og skilur aðstöðu ís- lands,“ sagði Vigdís. Mitterrand skildi sérstöðu okkar sem þjóðar langt í norðri og það að við vær- um fámenn þjóð og að fámenn þjóð þurfi að mörgu að gæta í viðsjárverðum heimi. „Mitterrand er fjaska hlýr maður og elskulegur þegar mað- ur kynnist honum. Hann hefur miklar mætur á bókmenntum og ljóðum. Hann er ljóðelskandi maður,“ sagði Vigdís. Hún sagði franska forsetann hafa sýnt áhuga á því að koma aftur til ís- lands og hann hefði kvatt hana með þessum orðum: „Au revoir. A bientot“ (Verið þér sælar, sjáumst fljótt aftur). Þegar forseti íslands hefur hitt erlenda þjóðhöfðingja hefur hún gjarnan nefnt við þá friðarmál. Vigdís sagði að þau Mitterrand hefðu verið sammála um að ekki hefði verið eins friðvænlegt á milli risaveldanna um langa hríð og nú. Vigdís sagðist ekki þora að segja hvort fámenn þjóð eins og íslendingar gæti miðlað ein- hverju af sínum arfi til stórrar þjóðar eins og Frakklands, þegar hún var spurð út í það. En hún sagði að það skaðaði alla vega ekki að segja það upphátt við for- ráðamenn stórþjóðanna að rödd smáþjóðanna ætti líka að heyrast í heiminum og alltaf samsinntu þeir því þegar það væri sagt. ___________________________-hmp

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.