Þjóðviljinn - 09.11.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.11.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Þing FFSÍ_ Hóta verkfalli í mars GuðjónA. Kristjánsson: Náum ekkifram ýmsu afþví sem við teljum sjálfsagt í nœstu samningum án þess að beita verkfallsvopn- inu. I mars eru grálúðuveiðar áfullu, báta- vertíðin einnig og loðnufrysting að hefjast Við munum ekki ná fram ýmsu því sem við teljum sjálfsagt að eigi að koma fram í næstu samn- ingum án j>ess að beita verkfalls- vopninu. Eg er á þeirri skoðun að þurfi til þess að koma, sem mér finnst líklegast, þá verði öll skip stöðvuð á sama tíma til dæmis í mars þegar allt á að vera á fullu, ella náum við ekki þeim þrýstingi sem til þarf, sagði Guðjón A. Kristjánsson forseti Farmanna- og fiskimannsambandsins. Þann 31. desember falla úr gildi kjarasamningar yfirmanna á fískiskipum sem gerðir voru við Landssamband íslenskra útvegs- manna þann 5. júní í sumar án sérstakrar uppsagnar. Þessir samningar voru gerðir sem skammtímasamningar og því í raun bráðabirgðalausn að mati þáverandi samninganefndar yfir- manna á fiskiskipum og þess vegna ljóst að þær kröfur sem þá voru settar fram í upphafi við- ræðnanna verða áfram allar upp á borðum í næstu samningum. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ sagði það vera meiriháttar slys ef menn ætluðu að fara að kljást innbyrðis yfir hábjargræð- istímann og fjarri lagi að ætla sér að þvinga útgerðina til hækkunar á hlutaskiptum í þeirri sameigin- legri aðstöðu útgerðarmanna og sjómanna sem felst í minnkandi veiðum á næsta ári. Kristján sagði að ekki væri hægt að ætlast til þess að bæta kjör sjómanna með öðru en hækkuðu fískverði sem báðir aðilar þyrftu á að halda sem vonandi gerðist með minnkandi framboði hér á norðurslóðum. „f gegnum þá þætti á Guðjón A. og hans um- bjóðendur og við að bæta okkur upp aflaskerðinguna. Þá veit hann líka að við megum vera býsna lengi í landi á næsta ári til að við töpum ekki því sem við megum veiða,“ sagði Kristján Ragnarsson. f ræðu sinni á 34. þingi far- manna og fiskimanna í gær um kjaramál og atvinnuhorfur yfir- manna á fiskiskipum sagði forseti sambandsins að marsmánuður sé sá tími þegar grálúðuveiðar tog- aranna séu að komast í fullan gang, vertíðin að nálgast sinn besta tíma og frysting á loðnu að hefjast. Síðan sagði hann: En spurningin hlýtur að vera þessi: Hvenær er líklegt að ná megi fram þrýstingi til samninga þegar afli er takmarkaður? Á þessum tíma er pressa frá fyrsta degi í öllum veiðum og við megum ekki gleyma því, að ef við ætlum að stöðva allan flotann á sama tíma þá þarf að boða verkfall með tut- tugu og eins dags fyrirvara eins og kveður á um í kjarasamningum.“ Þá gagnrýndi forseti FFSÍ út- gerðarmenn fyrir að spara ekki við sig í olíukostnaði með því að nota ekki svartolíu í stað gasolíu, fískvinnsluna fyrir að vera ands- tæð frjálsri verðlagningu og fersk- fiskmörkuðum. Verðlagningu Verðlagsráðs sjávarútvegsins á botnfiskafla sagði hann vera tímaskekkju því fiskkaupendur og seljendur greiddu það fyrir fiskinn sem þeir semdu um sín á milli. Að lokum sagði Guðjón að ef skortur yrði á þorski erlendis ættu verð þar að hækka og vega þá örlítið á móti þeim aflasam- drætti sem yrði í þorskveiðinni á næsta ári. -grh Dagmæður Gefum ekki vinnu okkar Verðlagsstofnun veitir vikufrest til að nema hœkkun á gjaldskrá úrgildi. SelmaJúlíusdótt- ir: Reiknum okkur laun sem eru undirSókn- artaxta Við erum ósáttar við vinnu- brögð Verðlagsstofnunar og munum kanna réttarstöðu okkar í þessu máli. Við vorum boðaðar á fund hjá verðlagsstjóra og töld- um víst að okkur yrði gefinn kost- ur á að leggja fram okkar skýr- ingar og rök. Fyrir fundinn var hins vegar búið að taka ákvörðun um mál okkar af hálfu stofnunar- innar og okkur afhent bréf þar sem okkur er veittur vikufrestur til að lækka gjaldskrána, að öðr- um kosti verður málið sent Verð- lagsráði, sagði Selma Júlíusdóttir formaður Samtaka dagmæðra. Eins og fram hefur komið í fréttum gerði Verðlagsstofnun athugasemd við breytingar sem gerðar voru á gjaldskrá dag- mæðra, en launaliðir hennar hækkuðu um 20% 1. október s.l. - Þessi hækkun er mun meiri en almennar verðlagshækkanir á tímabilinu. Á fundinum í gær beindum við þeim tilmælum til Samtaka dagmæðra að þær felldu þennan taxta úr gildi og gáfum þeim vikufrest til að ganga frá i þeim málum. Verði þær ekki við þessum tilmælum mun stofnunin beita sér fyrir því að Verðlagsráð ákveði hámarksverð á þjónustu þeirra, sagði Guðmundur Sig- urðsson viðskiptafræðingur hjá Verðlagsstofnun. - Við ætlum okkur ekki að lækka gjaldskrána, enda eru. launaliðir hennar langt undir al- mennum launum þrátt fyrir þessa hækkun. Við höfum miðað við grunnlaun Sóknartaxta án þess þó að reikna okkur allar hækkan- ir sem Sóknarkonur hafa fengið. Auk þess höfum við aldrei reiknað nema brot af launatengd- um gjöldum inn í laun okkar. Við rekum einkafyrirtæki og það er frjáls verðlagning í landinu. Við einfaldlega getum ekki haldið áfram að gefa vinnu okkar, sagði Selma. Aðspurður um það hvort ekki mætti til sanns vegar færa að taxti dagmæðra hefði þarfnast lagfær- ingar sagði Guðmundur að það væri ekki hlutverk stofnunarinn- ar að leggja mat á það. - Við gerðum athugasemd við það hvernig staðið var að hækkun- inni. Ef dagmæður telja þörf á leiðréttingu taxtans er rétt að fram fari mat hlutlausra aðila á því en ekki einhliða ákvörðun af þeirra hálfu, sagði Guðmundur. Samkvæmt hinni umdeildu gjaldskrá er launaliður sam- kvæmt 3. flokki 13.821 króna á mánuði fyrir 8 tíma vistun á dag fyrir eitt barn, 1088 krónur er greitt fyrir viðhald og húsbúnað og 718 krónur fyrir leikföng og föndurvörur. Tímakaup dag- mæðra samkvæmt þessum taxta er því 79 krónur fyrir hvert bam. -«Þ Fimmtudagur 9. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Sérstök umrœðuefni á landsfundi Alþýðu- bandalagsins 1989: Atvinnumál og auðlindanýting, stór- iðjustefna, menning- armál, sveitarstjórn- armál og umhverf- ismál, auk „hliðar- ráðstefnu“ um málefni Evrópu. Formannskosningu Ólafs Ragnars Grímssonar fagnað á síðasta landsfundi 1987. Þá var formannskjörið efst á baugi. Nú verða það trúlega atvinnumál, stóriðjumál og Evrópusamvinna sem vekja athygl- ina. Verða fagnaðarlæti í fundarlok? Mynd: EÓI. Birting orðin næst- stærsta deild flokksins -300 aðalfulltrúar sækja 9. landsfund Alþýðu- bandalagsins, sem settur verður á fímmtudaginn í næstu viku. Yms- ar nýjungar setja svip sinn á þing- haldið, meðal annars sérstök hliðarráðstefna um Evrópumál- efni. Atvinnumálin mun þó að lík- indum bera hæst. Nýtt flokksfélag hefur bæst við frá síðasta landsfundi, Birting, sem er nú næst stærsta flokksfé- lagið með 19 fulltrúa, á eftir Reykjavíkurfélaginu sem sendir 70. „Ég reikna með því að atvinnu- og efnahagsmálin verði efst á baugi á landsfundinum," segir framkvæmdastjóri Alþýðu- bandalagsins, Kristján Valdi- marsson, „og býst við að stóriðju- málin taki drjúgan skerf af um- ræðutíma. Um þau hefur verið nokkuð ítarleg umræða, t.d. í framkvæmdastjórn Alþýðu- bandalagsins og ljóst að mismun- andi sjónarmið eru til ýmissa þátta þeirra.“ Landsfundurinn verður settur í Borgartúni 6, fímmtudaginn 16. nóv. kl. 17:30. Fundarhöldin verða svo að mestu í þeim húsakynnum fram á sunn- udaginn 19. nóvember, en einnig verður notast við húsnæði Al- þýðubandalagsins við Hverfis- götu, steinsnar frá aðalfundarsöl- unum. Félagsmenn í Alþýðu- bandalaginu eru um 2700. Senda má einn fulltrúa fyrir hverja 9 fé- laga. Stærsta flokksfélagið er í Reykjavík og sendir það 70 full- trúa á landsfund. Næststærsta fé- lagið er Birting, sem stofnað var í júní sl. og sendir 19 fulltrúa, en síðan í stærðarröð félögin í Kópa- vogi með 14 og í Neskaupstað með 17 manns. „Nýr grundvöllur“ er eins kon- ar grunnhugtak í þeirri málefn- aumfjöllun og baráttu sem Al- þýðubandalagið beitir sér nú fyrir undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar. Vænta má þess að hann geri rækilega grein fyrir stefnu sinni í setningarræðunni, sem er samkvæmt venju lang- veigamesta sjálfstæða innleggið á fundinn. Framsögur Svanfríður Jónasdóttir, vara- formaður flokksins og aðstoðar- maður fjármálaráðherra flytur fyrsta erindi landsfundar að lok- inni setningarræðu formanns, ,fJýr grundvöllur í atvinnumál- um“, og mun þar að líkindum gera grein fyrir stefnumiðum og möguleikum sem við blasa. Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, hefur framsögu undir heitinu „íslensk menning og al- þjóðleg þróun“. Svavar hefur mörg járn í eldinum í ráðuneyti sínu, m.a. frumvörp til nýrra út- varpslaga og grunnskólalaga. Steingrímur J. Sigfússon sam- göngu- og landbúnaðarráðherra flytur erindið ,Auðlindir og um- hverfi á nýrri öld“. Steingrímur hefur ákveðnar skoðanir um æskilega þróun samgangna og fjarskipta og hefur markað stefnu í landbúnaði og landnýtingarmál- um. Loks má vænta þess að Steingrímur geri grein fyrir af- stöðu sinni til virkjana- og stór- iðjuframkvæmda, en hann hefur að nokkru leyti viljað halda fastar við hefðbundin stefnumið Al- þýðubandalagsins en ýmsir aðrir flokksmenn og þingmenn. Arthúr Morthens kennari hefur gegnt formennsku í nefnd sem miðstjórn Alþýðubandalagsins setti fyrir að skila áliti um mennta- og fjölskyldumál. Kristín Á. Olafsdóttir, borgar - fulltrúi Alþýðubandalagsins í Reykjavík, hefur verið helsti samverkamaöur Arthúrs og skilaði nefndin 40 bls. áfanga- skýrslu um stefnumótun í þessum málaflokkum. Á grundvelli hennar hafa verið unnar tillögur um framtíðaráherslur í mennta- og fjölskyldumálum. Arthúr flytur á landsfundinum erindið „Samfelld menntun - forsenda framfara“. Margrét Frímannsdóttir, for- maður þingflokks Alþýðubanda- lagsins, nefnir framsöguræðu sína „Sveitarstjórnir - vettvangur lýðrœðis og félagslegra réttinda“. í BRENNIDEPLI Á næsta ári eru bæjar- og sveitarstjórnarkosningar og undirbúningur flokksfélaganna að hefjast. Mikilvægur málefn- aundirbúningur er framundan. Alþýðubandalagið hefur gengið fram fyrir skjöldu varðandi vald- dreifíngu og úrlausnir í fé- lagsmálum. Síðasta framsöguerindið á fyrsta landsfundardegi heldur Björn Grétar Sveinsson, formað- ur Jökuls á Höfn og ritari Al- þýðubandalagsins, og ber það heitið Jöfnuður - atvinnuþróuh - varanlegar lífskjarabætur". Björn kemur úr hita og þunga baráttunnar og fjallar um eitt meginverkefni landsfundarins, atvinnumálin. Reiknað er með að fundur standi til miðnættis fyrsta daginn. Sérstök Evrópuráðstefna Föstudaginn 17. nóv. verða að mestu almennar stjórnmálaum- ræður á landsfundinum, auk þess sem starfshópar hittast frá kl. 15- 22. Verkefni þeirra verða m.a. ástand atvinnu- og efnahags- mála, utanríkismál með sérstöku tilliti til EB og EFTA, félags-, mennta- og menningarmál, flokksstarfið ofl. Laugardaginn 18. nóv. starfa nefndir og starfshópar áfram, en kl. 12-14:30 er haldin hliðarráð- stefnan „Evrópa í breyttum heimi". Árni Bergmann ritstjóri fjallar um „Lýðræðisþróunina í Evr- ópu“, Már Guðmundsson, efna- hagsráðgjafi fjármálaráðherra flytur erindið „Nýsköpun í efna- hagsmálum: Hlutur Evrópu í heimsbúskapnum“. Að líkindum flytur Hjörleifur Guttormsson einnig erindi um Evrópumálin og breyttar pólitískar aðstæður. Að loknum framsögum verða pall- borðsumræður undir stjórn Hall- dórs Guðmundssonar. Síðdegis 18. nóv. fara fram kosningar til embætta formanns, annarra stjórnarmanna og fram- kvæmdastjórnar flokksins. Lokadag landsfundarins, sunnudag 19. nóv. verða tillögur og ályktanir fundarins afgreiddar og kosið til miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins. Reiknað er með fundarslitum kl. 17. Hvað gerist? Flokksfélög og einstaklingar koma með misjafnlega mótaðar hugmyndir og tillögur til lands- fundar. Mörgum leikur forvitni á að fylgjast með hvernig nýja fé- lagið Birting tekur á málum. „Við leggjum áherslu á að koma fram sem fulltrúar hugmynda á landsfundinum,“ segir formaður Birtingar, Kjartan Valgarðsson, „en ekki til að skapa óróa.“ Birt- ingarmenn hafa hist reglulega undanfarið og rætt stefnumál til undirbúnings umræðum og til-' löguflutningi á landsfundinum. Meðal viðfangsefna má nefna sjávarútvegsmál og auðlinda- skatt sérstaklega, afstöðu gagnvart Evrópubandalaginu, stóriðjumál og alþjóðlegan fjár- magnsmarkað. Fullvíst er að á vegum Birting- ar mun koma fram tillaga um að Alþýðubandalagið kanni kosti og galla þess að sækja um auka- eða fulla aðild að Alþjóðasambandi jafnaðarmanna. Áhugi jókst verulega á þeim möguleika eftir heimsókn Oscars Lafontaine, varaformanns v-þýskra jafnaðar- manna, til íslands í haust og við- ræður við hann. Ábending til fulltrúa Framkvæmdastjóri Alþýðu- bandalagsins, Kristján Valdi- marsson, leggur mikla áherslu á að aðalfulltrúar þeir sem ekki sjá sér fært að mæta til landsfundar boði varamenn sína tímanlega. Einnig er það til hagræðis ef unnt er að koma tillögum að ályktun- um sem fyrst til flokksskrifsto- funnar að Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík. -ÓHT

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.