Þjóðviljinn - 09.11.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.11.1989, Blaðsíða 7
ÞJQÐMÁL Alþingi Deilt um efndir loforða Karvel Pálmason: Ríkisstjórnin hefur ekki staðið viðfyrirheit í tengslum við kjarasamninga. Ólafur Ragnar Grímsson: Ríkisstjórnin hefur staðið við flest og annað er í vinnslu Til orðaskaks kom á milii Kar- vels Pálmasonar, þingmanns Alþýðuflokksins og Ólafs Ragn- ars Grímssonar, fjármálaráð- herra, um fyrirheit ríkisstjórnar- innar í tengslum við kjarasamn- inga í vor, í umræðum á Alþingi á þriðjudag. Karvei sakaði ríkis- stjórnina um að hafa ekki staðið við nema lítinn hluta þeirra 12 fyrirheita sem gefln voru en fjár- máiaráðherra vísaði ásökunun- um á bug og sagði að þegar hefði verið staðið við 8 fyrirheitanna og þau 4 sem eftir væru væru í skoðun. Karvel sagði Þjóðviljanum að hann ætlaði ekki að fullyrða nokkuð um það hvort útilokað væri að ríkisstjórnin kæmi til með að standa við öll fyrirheitin, en ráðherrar hefðu lýst því yfir að þegar hefði verið staðið við þau. Sér sýndist svo langt liðið á samn- ingstímann, aðeins 2 mánuðir væru eftir, og þau atriði sem eftir væru þyrftu lengri tíma en það, enda hefði verið gert ráð fyrir því að efndirnar færu miklu fyrr af stað. Ólafur Ragnar Grímsson sagð- ist alveg ósammála túlkun Kar- vels á efndum ríkisstjómarinnar. Það blasti við, að af þeim 12 at- riðum sem nefnd hefðu verið í tengslum við kjarasamninga, hefðu 8 komið til framkvæmda á einn eða annan hátt. Hin 4 væru enn til athugunar og í vinnslu, enda væri samningstímabilið ekki enn á enda. „Eins og gengur og gerist tekur það lengri tíma að hrinda málum fram en menn óskuðu eftir,“ sagði Ólafur. Hann hefði bent á það í umræð- unum að Karvel hefði skotið að- alatriði málsins undan, og það virtist vera eitthvert feimnismál hjá honum að ræða það, þó það hefði verið talið höfuðatriði við samningsgerðina. Þetta væri lof- orð ríkisstjórnarinnar um að verja 5-600 milljónum til niður- greiðslna landbúnaðarvöru. Ríkisstjómin hefði ekki aðeins efnt loforðið heldur gert mun betur. Sveitarfélög gagnrýnisverð Um 800 milljónum verði varið í viðbótamiðurgreiðslur á árinu, sem væri 50% umfram lægri mörk loforðsins og rúmlega 30% umfram hærri mörkin. Þetta sýndi að Karvel hefði ekki vilja til að greina rétt frá öllu í málinu. „Jafnframt benti ég á að hvað snerti verðlagingu ríkisfyrirtækja og ríkisstofnana, hafi verið staðið við það fyrirheit að halda verð- breytingum innan forsendna fjár- laga,“ sagði Ólafur. Verðhækk- anir orkufyrirtækja sveitarfélaga, sérstaklega hjá Reykjavíkur- borg, hefðu verið meiri. Hann teldi þetta gagnrýnisvert, sér- staklega að Reykjavíkurborg skyldi hafa hækkað verð á hita og rafmagni umfram þessar forsend- ur, meðal annars til að standa í stórframkvæmdum upp á hitavei- tugeimunum. Fjármálaráðherra sagði marga hafa verið á móti því að ríkið setti lög á sveitarfélögin í þessum efn- um, það skerti svo kallað sjálf- stæði þeirra til verðlagningar. Sér þættihinsvegareðlilegtaðorku - fyrirtæki sveitarfélaganna féllu undir Verðlagsráð eins og önnur markaðsráðandi fyrirtæki. Það væri því fyrst og fremst á vett- vangi sveitarfélaganna sem þess- ar forsendur hefðu ekki staðist en hann hefði ekki orðið var við að Alþýðusambandið hefði sent mótmæli til sveitarfélaganna og Davíðs Oddssonar. Eftirlit verðlags Ríkisstjórnin hefur ekki efnt það loforð að hafa samráð við verkalýðshreyfinguna í upptöku virðisaukaskatts, að sögn Karvels og í skattamálum almennt. Augljóst væri að því hefði verið lofað í bréfi forsætisráðherra að haldið yrði í við verðlagshækkan- ir. Menn vissu hvernig vöruverð hefði þróast og verð þjónustu sem ríkið hefði haft forgöngu um. Landsvirkjun hefði tam. hækkað sína verðskrá umfram forsendur fjárlaga. „Mér þykir kannski alvarlegast það sem snýr að skattamáium, að ekki skuli hafa verið haft samráð við hreyfingu launafólks um virð- isaukaskattinn, sem á að dynja yfir að mér skilst eftir tvo mán- uði,“ sagði Karvel. Hann drægi í efa að stjómvöld hefðu nokkra hugmynd um það sjálf hvernig ætti að framkvæma þá kerfis- breytingu, hvað þá þeir sem ekk- ert hefðu komið nálægt málinu. „Hvað snertir samráð við verkalýðshreyfinguna um að- gerðir til að bæta innheimtu skatta og upptöku virðisauka- skatts, tel ég mig hafa verið að vinna að tveimur mikilvægustu kröfum verkalýðshreyfingarinn- ar í þeim efnum,“ sagði Olafur. Annars vegar hefði hann beitt sér fyrir harðari aðgerðum í inn- heimtu skatta og gagnvart þeim sem stolið hefðu sköttum undan, en dæmi væru til um og hann héldi að öllum væri kunnugt. Ekki hefði svo lítið gengið á í þessu sambandi. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefði ma. óskað eftir því að fjármálaráð- herra yrði settur af. Hins vegar hefði verkalýðshreyfingin óskað eftir lægra þrepi virðisaukaskatts á matvæli og frá því í byrjun ág- ústmánaðar hefði hann beitt sér fyrir þessu. „Ég tel mig þess vegna hafa verið að vinna í sam- ræmi við meginkröfur samtaka launafólks á þessum tveimur víg- stöðvum,“ sagði Ólafur. Það væri síðan rétt að hann hefði ekki haldið fundi um málið með for- svarsmönnum verkalýðshreyf- ingarinnar. Enda teldi hann að þar sem stefnumál hennar lægju ljós fyrir og þau framkvæmd í fyrsta sinn, væri framkvæmdin aðalatriðið. Umhverfismál Undir einn hatt Steingrímur Hermannsson, forsœtisráðherra, kynntifrumvarp um umhverfismálaráðuneyti ígær. Úrátta ráðuneytum íeitt. 11 stofnanir undir nýja ráðuneytið Forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, mælti fyrir frumvarpi um sérstakt umhverfismálaráðuneyti í gær. Hér er hann á tali við Júlíus Sólnes, væntanlegan umhverfismálaráðherra. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um stofnun umhverfismáiaráðuneyt- is á Alþingi í gær. Samkvæmt núgildandi kerfi heyra umhverf- ismál undir átta ráðuneyti og er ein megin röksemdin fyrir stofn- un sérstaks umhverfismálaráðu- neytis, að heildarstjórn umhverf- ismála verði auðveldari. Nefnd sú sem vann frumvarpið safnaði efni um umhverfismál, innlendu og erlendu, og fór yfir öll þau frumvörp um umhver- fismál sem lögð hafa verið fram á Alþingi. En áhugi á því að stofna umhverfismálaráðuneyti er langt í frá nýtilkominn. Forsætisráð- herra sagði að reynslan yrði að skera úr um tilhögun þessara mála eins og í öðrum stórum mál- um. Margar stofnanir yrðu að vinna saman að mótun ráðuneyt- isins ef vel ætti að takast. Víða leitað umsagnar í athugasemdum með frum- varpinu kemur fram að nefndin hefur víða leitað umsagnar um málið og yrði of langt mál að telja alla þá aðila upp hér. En þeirra á meðal eru landlæknir, Samband íslenskra sveitarfélaga, Hollustu- vernd, Náttúruvemdarráð, Landvemd, Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Siglingamál- astofnun. Samkvæmt tillögu nefndarinnar verða viðfangsefni umhverfismálaráðuneytisins mjög viðamikil. Ráðuneytið fari með mál sem varði náttúruvernd, þjóðgarða, landgræðslu að því er tekur til gróðurverndar, varnir gegn gróð- ureyðingu, friðun og eftirlit með ástandi gróðurs, verndun, friðun og eftirlit með náttúrlegum birki- skógum og skógum til útivistar, útivist og aðstöðu til náttúrusk- oðunar, jarðrask og efnistöku, aðgerðir til að stjórna stofnstærð villtra dýra, dýravemd og eflingu alhliða umhverfisverndar. Mál er varða varnir gegn mengun á landi, í lofti og legi, eyðingu eða endurvinnslu hvers konar úrgangs frá byggð og at- vinnuvegum, mál sem varða meðferð eiturefna og varnir gegn skaðlegri geislun og mál sem varða hollustuhætti og heilbrigð- iseftirlit. Einnig er lagt til að um- hverfismálaráðuneytið sjái um fræðslu- og upplýsingastarfsemi á sviði umhverfismála og alþjóða- samskipti og samvinnu þjóða á sviði umhverfismála. Einfaldasta leiðin Menn hafa ekki verið á eitt sáttir um hvernig skuli koma um- hverfismálum fyrir í stjórnkerf- inu. Sjálfstæðismenn hafa td. lagt fram fmmvarp sem gerir ráð fyrir annarri skipan mála en stofnun sérstaks ráðuneytis, sem þeir segja allt of dýra lausn sem muni leiða til þess að enn eitt báknið rísi upp. Nefndin telur þá leið hins vegar einfaldasta. Hún taldi ekki ástæðu til að skilgreina hug- takið „umhverfismál“ sérstak- lega og segir það í samræmi við þá grundvallarreglu í lögum um stjórnarráðið, þar sem heiti ein- stakra ráðuneyta eru ekki skil- greind sérstaklega. Nefndin segir fræðimenn ekki á eitt sátta um hvaða málefni eigi að telja til umhverfismála en þeir virðist þó sammála um tvennt. Annars vegar að um sé að ræða mál sem snerti ytra umhverfi mannsins og hins vegar að mark- mið lagareglna um umhverfismál sé að stuðla að vernd náttúrunnar og þróun hennar eftir eigin lög- málum, þannig að afskipti mannsins valdi sem minnstum spjöllum. Afgreitt fyrir áramót Eins og áður sagði heyra um- hverfismál nú með einum eða öðrum hætti undir 8 ráðuneyti: heilbrigðisráðuneyti, menntamálaráðuneyti, landbún- aðarráðuneyti, samgöngumála- ráðuneyti, félagsmálaráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti, iðnaðar- ráðuneyti og utanrflrisráðuneyti. Nefndin telur upp nokkur rök sem helst mæli með stofnun sér- staks ráðuneytis utan um þennan málaflokk. Stefnumótun ætti að ganga greiðar og ágreiningur verði síður á milli ráðuneyta, áætlanagerð varðandi umhverfis- vemd verði auðveldari og hægt verður að horfa óhlutdrægt á sjónarmið mismunandi hags- munahópa og dregið yrði úr hagsmunaárekstrum sem fylgja því að atvinnusjónarmið og ein- stök friðunar- og vemdarsjón- armið heyri undir sama ráðuneyt- ið. Þá telur nefndin nauðsynlegt að einn aðili hafi yfirumsjón með vaxandi erlendum samskiptum á sviði umhverfismála. Samkvæmt frumvarpinu munu 11 stofnanir heyra undir hið nýja ráðuney ti: N áttúruvemdarráð, - Hollustuvemd ríkisins, Eitur- efnanefnd, Geislavamir ríkisins, Siglingamálastofnun rikisins hvað varðar vamir gegn mengun sjávar, Skipulagsstjóri ríkisins, Landmælingar ríkisins, Húsfrið- unamefnd, Embætti veiðistjóra, Náttúrufræðistofnun íslands og Veðurstofa íslands. Ríkisstjómin leggur áherslu á að frumvarpið fái afgreiðslu á Al- þingi fyrir áramót, þar sem gengið er út frá því í stjómarsátt- mála að Júlíus Sólnes taki við embætti í umhverfismálaráðu- neyti í upphafi næsta árs. -hmp Fimmtudagur 9. nóvember 1989 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.