Þjóðviljinn - 10.11.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.11.1989, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR Eg pæli í framförunum Hún Bryndís mín Schram var að segja það í viðtali í Mannlífi, að illskan væri svo mikil og djöfulgangurinn ífjölmiðlunum, aðef þau Jón Baldvin hefðu verið uppi á tímum íslendinga- sagna, þá væri búið að drepa þau bæði. Líklega brenna þau inni eins og Njál og Berg- þóru, eða hvað veit ég. Ég, Skaði, fór að hugsa um þetta og hvort það væru ekki framfarir samtíðarinnar að enginn er drepinn lengur á landinu, ekki vilj- andi að minnsta kosti. Og þó er ég ekki eins viss um þetta og ég gjarna vildi. Haldið þið það væri ekki munur og reisn í því að hverfa aftur til Njálutíma og sjá þá Jón Baldvin og Pál Magnússon höggvast á með alvöru- sverðum í opinberu einvígi í Tjamarhólman- um? Já en þá mundu svo margir sakna þess að enn væru margar aldir þangað til sjónvarps- vélar kæmu og festu þetta á myndband. Það verður ekki við öllu séð. Steinn Steinarr orti um framfarimar ef ég man rétt. Hann segír einhversstaðar: Hver landstjóm só framsýn og fáist við athafnir góðar sem fólki má verða til blessunar, giftu sem einhleypu. Meðfram hverjum og einstökum reiðvegi þessarar þjóðar skalþegarí stað ieggja akveg úrjárnbentri steinsteypu. Eða var það öfugt: reiðvegur meðfram ak- vegi? Nema hvað þetta átti að vera eitthvað niðurrifsgrín hjá Steini, sem þá var í komm- únisma, en hann gerðist óvart spámaður, því nú er búið í raun og sannleika að leggja þessa fínu vegi út um allt til að hægt sé að fylgjast með reiðmönnum svo þeirtýnist ekki og keyra þá heim þægilega ef þeir detta fullir af baki. Það eru reyndar svo margir framfaramenn sem eru allir í vegum og einn þeirra er vinur minn og flokksbróðir Árni Johnsen. Ekki er hann fyrr kominn á þing fyrir Steina Páls en hann fer að gera gagn og flytur eitt frumvarp á dag fyrir Vestmannaeyingana sína. Og hann er ekkert í smámununum hann Árni - nú síðast vill hann að menn fari að búa sig í sjóstakk til að grafa göng frá Eyjum til lands. Tíu kílómetra á 90 metra dýpi. Tvær akreinar. Sá karl er ekkert trys sem upp á slíkt býður. Árni minn, sagði ég þegar ég var búinn að óska honum til lukku með framtakið, koma þeir nú ekki allir þessir dalakofasósíalistar sem öngvar framfarir vilja og segja að svona göng séu óþarfi? Kalla þær umbúðaþjóðfé- lag eða hvað veit ég. Látum þá bara gapa, sagði Árni. Vitanlega eru jarðgöng verndandi umbúðir utan um bíla alveg eins og leggöng eru umbúðir um ferð barnsins inn í heiminn. Er ekki allt umbúðir ef út í það er farið? Er ekki þessi vörpulegi skrokkur minn umbúðir utan um ódauðlega sál og söngva Eyjapeyja? Það má til sanns vegar færa, sagði ég. Þannig séð. En verður ekki alltof dýrt að grafa svona göng? Nei það er nefnilega það sem það er ekki Skaði minn, sagði Árni varaþingmaður. Menn hugsa alltaf svo grátlega skammt. Hugsaðu þér að nú eru hundrað og tuttugu þúsund manns á ári að fara á milli lands og Eyja áferju og íflugvélum. Þeir mundu ef þeir ækju neðansjávargöngin spara á hverri leið fram og til baka meira en þrjá tíma. Hver tími kostar kannski 400 krónur og meira hjá Vestmannaeyingum sjálfum því við skilum björg í þjóðabú. Þannig sparagöngin kannski einar 150 miljónir á ári. Hálfan annan miljarð á tíu árum. Á fjörtíu árum ertu búinn að spara þessa skitnu sex miljarði sem göngin kann- ski kosta. Fyrir nú utan það að það væri hægt að leggja ferjunni sem er svo andskoti dýr i rekstri. Þú sérð það sjálfur Skaði, þetta er pottþétt og borðleggjandi eins og hver annar hertur þorskur. Já en Árni minn, fjármagnskostnaðurinn, gleymdu honum ekki, sagði ég, enn bundinn af minni gömlu íhaldssemi. Ef það reddast ekki, þá má ég hundur heita, sagði Árni. Og gleymdu ekki hinni sál- rænu hagfræði málsins. Sálrænu? spurði ég. Já. Hvernig eigum við Vestmannaeyingar að vera án jarðganga þegar Bretar eru að grafa göng til Frakklands um miklu lengri veg? Heldurðu virkilega að okkur haldist á frjálsu fólki og flytjanlegu vinnuafli hér ef við getum ekki boðið upp á sömu mannsæmandi vegakjör og í Evrópu? Mitterrand var mjög jákvæður og ætlar meira að segja að senda okkur bréf þar sem hann staðfestir ýmislegt 2 SIÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. nóvember 1989 FLOKKUR ALLRA FLOKKA Það verður svosem engin bylt- ing í lýðveldinu meðan Sjálfstæð- isflokkurinn er trúr þeirri stefnu sinni að fylgja stefnu Framsókn- arflokksins í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum, stefnu Al- þýðubandalagsins í ríkisfjármál- um, stefnu Alþýðuflokksins í utanríkis- og iðnaðarmálum og stefnu Kvennalistans í mannúðar- og líknarmálum. DV TIL ATHUGUNAR FYRIR LOÐDÝRA- BÆNDUR Sem aukabúgrein er Valgeir að kaupa rándýrt fornt viskí og aðra drykki og selja enn dýrar. Á skrifstofunni voru nokkrar milj- ónir í flöskuformi í trékössum þegar Samúel var þar á ferð. Samúel ÞÚGÆTIRKEYPT BRAUÐ FYRIR HANN GÓURINN Hvað varðar mig um allan heimsins auð ef ég á ekki brauð að borða? Ellert B. Schram í DV HALLAFÖGNUÐUR Hallinn í fyrra var meiri en hallinn í ár, segja stjómarsinnar og gera hlé á máli sínu meðan fagnaðarlátunum linnir. Hallinn í ár verður meiri en hallinn í fyrra segja stjórnarandstæðingar sigri- hrósandi. DV GUÐGEFIOSSGÓÐ- AN JARÐ- SKJÁLFTA! Uppgjafartónn er að yfirgnæfa alla aðra tóna. Hvar er nú sú djörfung og sá dugur sem við sýndum í Vestmannaeyjagosinu? Alþý&ubla&id FRAMSÓKNAR. BYLTING NÆST? Þegar ég tala um að bylting sé ef til vill framundan er ég ekki að tala um byltingu hins gjaldþrota kommúnisma Sovétríkjanna né heldur allsherjarlausnir Hannes- ar Hólmsteins. Heldur það að fólk trúir því að það sé eitthvað til þarna á milli. Alþyóublaðið HEIMURÍ HNOTSKURN Sama fjandskapinn sýna þeir (íslenskir fyrirgreiðslupostular) frjálshyggjunni, sem fólkið í Austur-Evrópu veit að ein bjarg- ar. Það má ekki gera sláturhúsin hér svo fullkomin að hægt sé að koma kjötinu til hótela erlendis. Morgunbla&i& GEGN SPARSEMI í ANDLEGUM EFN- UM! Sveinbjörn Beinteinsson alls- herjargoði fær aldrei að komast að með sinn boðskap. Kristind- ómurinn hefur aðeins einn guð en ásatrúin heilt þing af guðum. Morgunbla&id

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.