Þjóðviljinn - 10.11.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.11.1989, Blaðsíða 3
Hólabrekkuskóli vitrastur Þrautalendingu grunnskólanna lauk í gær með sigri Hólabrekkuskóla Hólabrekkuskóli hlaut í gær sæmdarheitið „vitrasti grunn- skóli Reykjavíkur 1989" eftir snarpa úrslitakeppni viö Réttar- holtsskóla í veitingahúsinu Glym. Þetta var hápunktur spumingak- eppni grunnskóla Reykjavíkur, Þrautalendingar, sem nú fór f ram fjórða árið í röð. í úrslitakeppninni hlaut Hóla- brekkuskóli 34 stig en Réttar- holtsskóli 27 stig. Vinningslið Hólabrekkuskóla var skipað Arnari Þór Jónssyni, Ágúst Inga Ágústssyni og Hilmari Ramos en Halldór ísak Gylfason, Helga Dögg Björgvinsdóttir og Hörður Guðmundsson skipuðu lið Rétt- arholtsskóla. Liðin voru hvött dyggilega af stuðningsmönnum sínum sem höfðu greinilega undirbúið sig ekki síður en kepp- endurnir sjálfir fyrir úrslitakepp- nina. „Ég vil fyrst og fremst þakka mjög miklum undirbúningi þenn- an sigur okkar," sagði Ágúst Ingi Ágústsson í vinningsliðinu. „Við undirbjuggum okkur í þrjá daga fyrir hverja keppni og enn lengur fyrir úrslitin. Pað var auðvitað mjög gaman að þessari keppni og ég gæti kannski hugsað mér að taka þátt í spurningakeppni á öðrum vettvangi síðar. En keppnin hefur umfram allt sann- að tilverurétt sinn," sagði Ágúst Ingi eftir sigurinn. Alls tóku 18 grunnskólar þátt í keppninni. Fyrst fór fram for- keppni í skólunum sjálfum þar- sem þrjú lið kepptu sín á milli og var sami spurningapakki notaður á öllum keppnisstöðunum. Sex lið komust í undanúrslit og þar sigraði lið Hólabrekkuskóla í keppni við Seljaskóla og Lang- holtsskóla og Réttarholtsskóli sigraði Álftamýrarskóla og Hagaskóla. Iþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur sá um framkvæmd Þrautalendingar og er markmiðið með keppninni að sýna að þekk- ing sé einhvers virði og gefa ung- lingum kost á að vinna saman og taka þátt í skemmtilegri og spennandi keppni. Auk hefð- bundinna verðlauna var keppt um farandbikar og umfram allt titilinn „vitrasti grunnskóli .Reykjavíkur" sem að þessu sinni telst vera Hólabrekkuskóli. -þóm «^yj %'&* % f#%?* #í"á (^L. j^^Hfc^l H v %< \ Jm^b 1 ^**, ¦. ^mm Bi- /^H BH ^H ^B&iÉi&aHkk;' A. Jl Prv*\E Ibm ¦ JKjP,?3 m mM- { ^ mm Stuðningsmenn beggja skóla fjölmenntu og hvöttu sina menn. Ágúst Ingi Ágústsson svarar rétt tyrir sigurlið Hólabrekkuskóla en með honum eru Arnar Þór Jónsson og Hilmar Ramos. Myndir: Jim Smart. Katjagefur tóninn Heimsfræg ítölsk óperu- söngkona á sinfóníutón- leikum í Háskólabíói ítalska sópransöngkonan Katja Ricciarelli mun syngja með Sinfóníuhljómsveit íslands á tón- leikum í Háskólabíói á laugardag kl. 17.00. Tónleikarnir eru utan áskríftar, og fer miðasala fram ( Gimli við Lækjargötu. Hér er um einstakan tónlistar- viðburð að ræða, því Katja Ricci- arelli er talin meðal fremstu óper- usöngvara í heiminum í dag, og er fastur gestur í öllum helstu óper- uhúsum heims, hvort sem það er Scala-óperan í Mílanó, Vínaróp- eran eða Metrópólitanóperan í New York. Það er því ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst að hlusta á þvílíkar raddir í bíó- húsinu við Hagatorg. Á efnis- skránni verða meðal annars óper- uaríur eftir Rossini, Bellini, Cilea og Catalani. Auk þess verður flutt sinfónía nr. 23 eftir Mozart og Exultate, jubilate, einnig eftir Mozart, forleikurinn úr Luisa Miller eftir Verdi og Stundadans- inn eftir Poncielli. Hljómsveitar- stjóri verður Petri Sakari, aðal- hljómsveitarstjóri Sinfóníu- hljómsveitarinnar. -ólg. ÞÚ SKIPULEGOUR reksturinn á þínu heimili ^JK^k^ NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3 Þegar kemur að afborgunum lána er það í þínum höndum að borga á réttum tíma. 'Þ var gjalddagí húsnæðíslána Þar með sparar þú óþarfa útgjöld vegna dráttarvaxta, svo ekkí sé minnst á innheimtukostnað. 16. nóv. leggjast dráttarvextir á lán með lánskjaravísitölu. 1. des. leggjast dráttarvextir á lán með byggingarvísítölu. Greiðsluseðlar fyrir 1. nóv. hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur má inna af hendi í öllum bönkum og sparisjóðum landsins. Sparaðu þér óþarfa útgjöld af dráttarvöxtum. C3Ö HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS Si H Wi a V Sh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.