Þjóðviljinn - 10.11.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.11.1989, Blaðsíða 6
Unglingar gegn ofbeldi Unglingar gegn ofbeldi Unglingar gegn Einar Gylfi Jónsson: Það má ekki gleyma því að það er í raun ekki nema lítill minnihluti unglinga sem beitir ofbeldi, meirihluti þeirra er ákaflega friðsamt fólk sem getur með samstilltu átaki gert ofbeldi hallærislegt. Mynd: Jim Smart. Míkið er rætt um ofbeldi meðal unglinga um þessar mundir og í gangi er átak undir heitinu Unglingar gegn ofbeldi. Margir þeir sem vinna á meðal unglinga eru þeirrar skoðunar að ofbeldi unglinga hafi farið vaxandi und- anfarin ár og nefna ýmsar ástæð- ur í því sambandi. Sumir vilja skella skuldinni á mikið vídeógláp barna og unglinga þar sem of- beldismyndir af ýmsu tagi eru hvað vinsælastar. Það er þó hæp- ið að hægt sé að finna eina ein- falda skýríngu á því hvers vegna ofbeldi er beitt og það er alls ekki hægt að fullyrða að ofbeldi hafí í raun aukist undanfarin ár, því engar tölulegar upplýsingar eru fyrirliggjandi. Einar Gylfi Jónsson sálfræð- ingur er forstöðumaður Unglingaráðgjafarinnar. Hann er í viðtali við Nýtt Helgarblað í dag og spurður í þaula um þann undarlega breyskleika sem of- beldisáráttan er. Öryggisleysi er uppspretta ofbeldis Það eru auðvitað gömul sann- indi og ný að öll höfum við ein- hverja árásarhvöt, líklega með- fædda. Við getum litið á dýrin og séð svipaðar hvatir hjá þeim. Rotta, sem króuð hefur verið af, ræðst á mann ef hún hefur enga útgönguleið. Það sama á við um fólk; finnist því það vera að- þrengt grípur það til aðgerða, annað hvort flýr af hólmi eða hef- ur árás. Mannlegt samfélag er hins vegar svo flókið að erfitt get- ur verið að sjá samhengið milli þess sem kallar fram viðbrögðin og ofbeldisins sem beitt er. Annar grundvallarþáttur í mannlegu eðli er þörfin fyrir ör- yggi og ofbeldi, í hvaða mynd sem er, má rekja til öryggisleysis. Ungíingsárin geta verið mjög erfitt æviskeið, tilbúinn biðsalur milli æsku og fullorðinsára og samfélaginu hefur að ýmsu leyti mistekist að bjóða unglingum Þaö hefði verið hlegið að Rambo Ofbeldisdýrkun samtímans byggist á öryggisleysi af einhverju tagi sem bæði má rekja til einstaklingsins sjálfs og almenns þjóðfélags- ástands, segir Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur upp á aðstæður og svigrúm til at- hafna sem hæfa þeirra vitsmunaþroska. Það eru sífellt auknar kröfur gerðar til unglinga í menntakerfinu og þeir eru mikilvægur neytendahópur, en í báðum tilfellum eru unglingarnir í hlutverki óvirka viðtakandans. Að auki bætist við þrýstingur frá félagahópnum sem á unglingsárunum verður mjög mikilvægur á sama tíma og for- eldrarnir víkja úr þeim sessi sem þau skipa í æsku barna. Það skiptir miklu máli að standa sig innan félagahópsins og margir unglingar kunna ekki alveg það hlutverk sem þeim er ætlað að leika í þeim hópi. Þessar aðstæð- ur sem skapast á unglingsárunum geta orsakað mikið óöryggi og unglingar verða að bregðast við því á einhvern hátt. Rambo hefði verið hlægilegur Ein leið til að skapa sér öryggi felst í því að búa sér til ákveðinn lífsstíl eða lifa í samræmi við ein- hvern lífsstíl sem búinn hefur ver- ið til fyrir mann. Leðurklæddur strákur með ólar um hnúana, sem ekur um á mótorhjóli eða dreymir um að eignast slíkt tæki, hlustar helst á þungarokk og vill vera töff; ímynd sem tlestír kann- ast við. Það sama má segja um stelpuna sem gengur í fötum sam- kvæmt nýjustu tísku, hlustar á Madonnu eða tónlist í þeim dúr, stundar líkamsrækt og fer í ljós. Bæði hafa valið sér ákveðinn lífsstfl. Það veitir þeim ákveðið öryggi og svarar nokkrum áleitnum spurningum um hvað þau eru eða ætla að verða þegar þau verða fullorðin. í þessu sambandi er ekki hægt að líta fram hjá þætti kvikmynd- anna. Þær endurspegla að nokkru leyti ríkjandi gildismat og gefa fyrírmyndir að lífsstíl. Myndir um Rocky og Rambo, byggja á hugmyndum um hinn þögla, sterka karlmann sem tekur sér það vald sem hann ósk- ar, málin eru leyst með ofbeldi og það með stæl. Venjulegt fólk er gert hallærislegt og ekki mikið skeytt um örlög þess og ljóti bóf- inn, vanalega eitthvert kommún- istahyski, fær makleg málagjöld í lokin. Ofbeldisseggurinn stendur uppi sem sigurverari. Myndir af þessu tagi slæva siðferðiskennd áhorfenda og gefa um leið innsýn í lífsstfl sem getur veitt ákveðna öryggiskennd. Rambo og Rocky eru þó ekki fyrstu harðjaxlarnir sem sjást á hvíta tjaldinu og ofbeldi hefur áður þótt töff. Það fer hins vegar eftir tíðaranda hverju sinni hversu vinsælt ofbeidi er. Það hefði til dæmis verið hlegið að Rambo á hippatímanum þegar- blómabörnin gengu um og boð- uðu ást og frið. Einelti getur átt sér stað í öllum hópum Það er oft rætt um einelti eins og það finnist bara meðal ung- lingahópa. Einelti er alls ekki bundið við unglinga, það er and- legt ofbeldi sem getur átt sér stað innan allra hópa; áhafna á skipum, innan fótboltaliðs og ég hef jafnvel heyrt að á elliheimil- um geti þetta verið talsvert vandamál. Ég hef sjálfur séð ein- elti á kennarastofu, þegar kenn- ararnir tóku sig saman og lögðu einn samkennara sinn í einelti. Við höfum einhverja þörf fyrir að finna okkur blóraböggul, ein- hvern til að sparka í, og þess vegna er oft einhver úr hópnum tekinn fyrir og lagður í einelti. Því er líka beitt ef einhver brýtur hin- ar óskráðu reglur hópsins, bæði til að sýna hinum sama að hann komist ekki upp með það, og benda öðrum á að þessi breytni sé ekki til fyrirmyndar. Það fer þó mikið eftir ástandi hópsins hvort gripið er til þess ráðs að leggja einhvern í einelti. Og það er næsta víst að einstak- lingum innan hópsins þar sem einelti á sér stað líður ekki vel og eru ekki í andlegu jafnvægi. Þeim sem hefur forystu um að leggja einhvern í einelti líður yfirleitt ekkert betur en fórnarlambinu. Þörfin fyrir að niðurlægja og refsa stafar af einhvers konar vanlíðan. í þessu sambandi má nefna að einelti á sér frekar stað meðal unglinga í stórum skólum en litlum, þar sem umhverfið er ópersónulegra og fjandsamlegra í garð einstaklingsins. Því meira álag sem er á hópnum, því meiri líkur eru á því að útrásar verði leitað í því að beita ofbeldi af þessu tagi. Þetta segir okkur að ein leiðin til að draga úr því eða koma í veg fyri það er að reyna að skapa manneskjulegra umhverfi þar sem persónuleg tengsl geta auðveldlega myndast. Það er líka hægt að grípa inn með ýmsu móti þegar í ljós kem- ur að einelti á sér stað, og bæði fórnarlambið og kúgarinn þurfa á hjálp að halda. Það er til dæmis alveg öruggt að það er hópurinn sem slíkur sem framkvæmir ein- eltið, ckki einstaklingar innan 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.